Saturday, November 21, 2009

Lista og lystaglaðir Íranfarar hittust í hádeginu

Ferðafélagar úr Íranferð 1.-14.okt hittust núna í hádeginu. Við borðuðum saman og skoðuðum listagóðar myndir. Ingvar Teitsson sýndi myndir á tjaldi, framúrskarandi góðar og Kristín Vilhjálmsdóttir frumsýndi fjöruga heimildamynd sína um kaup hópsins á fljúgandi teppum. Hvorttveggja fékk mjög góðar undirtektir.

Einnig voru Guðlaug og Höskuldur með myndir, Bjarni og Guðrún og sjálfsagt fleiri.

Við skáluðum náttúrlega fyrir ferðinni og til lífs og til gleði. Einnig fyrir Óskari sem gat ekki komið en sendi öllum í hópnum einstaklega skemmtilega gjöf.
Þá færðu Margrét og Bergþór mér gjöf með myndum úr hinum ýmsu ferðalögum þeirra með VIMA.


Þetta var góð og ljúf stund og menn skröfuðu og rifjuðu upp ferðina af stakri ánægju.

Hef sent Pezhman beiðni um að imeila mér hópmyndina sem hann tók og vonast til að hún berist innan tíðar.

Þá vil ég geta þess að þegar mars/apríl fólk í Líbanon/Sýrland hafa allir staðfest sig, síðasti frestur 25. nóv. mun ég senda þeim nákvæma ferðaáætlun. Bíð eftir svari frá nokkrum en augljóst að ferðin verður farin, insjallah.

Hef fengið svör frá köllunum mínum í Damaskus og Beirut og mun ganga frá málum við þá þegar ég fer út 7.des. Þeir eru mjög glaðir að geta átt von á tveimur hópum á næsta ári, VIMA hópi í mars og Bændaferðarhópi( sem er undir minni fararstjórn og skipulagningu).

Þakka enn og aftur Íranförum góða stund fyrr í dag.

1 comment: