Monday, October 24, 2011
Stúlkan mín, Nassim er alvarlega slösuð
Var að fá þær fréttir að stúlkan mín, Nassim sem ég hef stutt til skólagöngu í sex ár slasaðist alvarlega í gær þegar hun tók þátt í mótmælagöngu gegn forsetanum og stjórninni í Sanaa.
Nassim er 18 ára og hefur staðið sig með einstakri prýði. Hún hefur skrifað verðlaunaritgerð um skaðsemi gatts og verið atkvæðamikil í skólanum sínum. Einstaklega prúð og vel gerð stúlka. Sýstir hennar hefur einnig notið stuðnings okkar.
Kunningjafólk mitt í Jemen sendi mér þessar fréttir rétt í þessu. Ég hafði gefið því nöfn og upplýsingar um börnin okkar og var látin vita en ekki fylgdi sögunni nánar um málið.
Nassim hefur átt sína framtíðardrauma og hugsað djarft. Vona að ég heyri nánar um málið en skv því sem ég veit núna er hún í lífshættu enda fór hún fyrir hópi ungra stúlkna sem báru spjöld um að Saleh forseti skyldi loks standa við orð sín og fara.
Það er hryggilegra en tárum taki hvað gerist í Jemen þessar vikur og mánuði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Þetta er ömurleg og ill tíðindi, kæra mor....
bráin
Skelfilegt að heyra. Vona og bið að hún nái sér.
Kær kv.
Sigga Ásgeirs
Ég er dofin. Sendi mínar bestu kveðjur. ER
Hvað gagnast orð ... í svona ástandi?
Jóhanna mín
Þú hefur allavega gefið stúlkunni þinni VON ... um að hún gæti hugsanlega haft áhrif!
Baráttan heldur áfram
Yst
Í heimi stríðsóðra karlmanna verða konur og börn alltaf illa úti en það er eins og heimurinn ætli aldrei að skilja það, því miður
Sæl Jóhanna.
Sendum þér heilhuga óskir um að allt fari vel hjá þinni ungu og góðu stúlku. Vonum það besta. Hún á skilið að hafa þetta af.
Baldvin og Helena
Sæl Jóhanna mín,
Mikið er erfitt að heyra þetta. Maður finnur hvað maður er langt frá þessu fólki og stendur uppi ráðalaus.
Láttu okkur vita ef þú heyrir eitthvað fleira – og ég vona að það verði eitthvað betra.
Kveðjur,
Elísabet G
Hеllo, Ι think your blog might be havіng
brоwseг compаtibility іssuеs.
When I lοoκ аt youг blog ѕite in Safari, it looks fine but
ωhen oρening іn Internet Εxplοrer,
it haѕ somе oνerlapping. Ι јust wanteԁ to givе you а quick
heаds up! Οther then that, excellеnt
blog!
Ѕtop bу my websіte - Plumbers Solihull
I do not know if it's just me or if everybody else encountering issues with your site. It looks like some of the text in your content are running off the screen. Can someone else please provide feedback and let me know if this is happening to them too? This may be a problem with my browser because I've had this hapρen
before. Τhanκs
Нere is my ωeb page Hypothyroidism Treatment
Hmm it ѕeems like your blog atе my first cοmmеnt (it was ѕuρer long) so I guеss I'll just sum it up what I had written and say, I'm thorοughly enjoуing your blog.
I too am an aspiring blog writer but I'm still new to the whole thing. Do you have any points for beginner blog writers? I'd genuinely аppreсiаte it.
My site - simple wοod ρrοjects []
Post a Comment