Sunday, January 10, 2010

Kætin blívur


Muhallabia búðingur,sýrlenskt góðmeti

Sæl öll
Við hittumst núna áðan, Líbanons og Sýrlandsfarar sem höldum utan 21.mars. Mæting var til fyrirmyndar og nú get ég loks sent út rétta herbergjalista en eftir þeim er beðið.
Við renndum yfir áætlunina, spjölluðum og drukkum kaffi og borðuðum sýrlensk sætindi.
Líst ljómandi á þennan hóp, margir nýir en góð blanda. Konur í meirihluta en skeleggir karlar þarna með. Allir hlakka mikið til heyrðist mér.

Ítreka að ég pósta miðann London-Beirut-London fljótlega.

Þá gleymdi ég að minnast á sundflíkur. Grípið þær með. Það eru sundlaugar á einhverjum hótelanna.

Þetta er harla fjölmennur hópur, 34 samtals og þar af( fyrir utan mig) tveir að fara í sína aðra Sýrlandsferð.
Hvet menn til að borga á réttum tíma. Seinni greiðsludagur er 1.febr. og þá skal greitt líka fyrir eins manns herbergin.

Bið Hildi Bjarnadóttur að senda mér imeil Kristínar og minna hana á að koma til mín ljósriti. Minntist á það við hana en það var erill og ég veit ekki hvort hún tók eftir því.
Innan tíðar mun ég setja lista yfir þátttakendur á hlekkinn sinn.

Það hafa orðið tafir á sendingum til YERO, einkum vegna þessara dæmalaust pirrandi gjaldeyrishafta en það mun nú loks komið í gegn. Þar með hefur verið sent fyrir 90 börn plús Hanak háskólastúlku.
Um miðjan febrúar verður svo sent fyrir þau síðustu.

Ítreka enn og aftur að fleiri ferðir eru ekki í bígerð nema því aðeins að hópur taki sig saman og biðji um einhverja sérstaka ferð. Mér þykir trúlegt að fólk hafi áhuga á Jemen og Íran og kostaboð kom frá Kákasuskarlinum mínum varðandi Georgíu.
En þetta er sem sagt að ykkar frumkvæði. Ath það allir

No comments: