Wednesday, October 26, 2011

Mynd af Íranförum 9.-23.okt.


Þessar myndir eru teknar við hús eldsins í Yazd og við Nekropolis. Ýtið á myndirnar og þá verða þær stærri og skýrari.

Þær eru einnig komnar inn á hlekkinn Þátttakendur í ferðum.

Monday, October 24, 2011

Stúlkan mín, Nassim er alvarlega slösuðVar að fá þær fréttir að stúlkan mín, Nassim sem ég hef stutt til skólagöngu í sex ár slasaðist alvarlega í gær þegar hun tók þátt í mótmælagöngu gegn forsetanum og stjórninni í Sanaa.

Nassim er 18 ára og hefur staðið sig með einstakri prýði. Hún hefur skrifað verðlaunaritgerð um skaðsemi gatts og verið atkvæðamikil í skólanum sínum. Einstaklega prúð og vel gerð stúlka. Sýstir hennar hefur einnig notið stuðnings okkar.
Kunningjafólk mitt í Jemen sendi mér þessar fréttir rétt í þessu. Ég hafði gefið því nöfn og upplýsingar um börnin okkar og var látin vita en ekki fylgdi sögunni nánar um málið.
Nassim hefur átt sína framtíðardrauma og hugsað djarft. Vona að ég heyri nánar um málið en skv því sem ég veit núna er hún í lífshættu enda fór hún fyrir hópi ungra stúlkna sem báru spjöld um að Saleh forseti skyldi loks standa við orð sín og fara.

Það er hryggilegra en tárum taki hvað gerist í Jemen þessar vikur og mánuði.

Sunday, October 23, 2011

Einstaklega kátir Íranfarar komnir heim


Sæl veriði

Við komum núna í eftirmiðdag með British Midland frá Teheran. Og síðan Icelandair eftir tiltölulega stutta bið til Íslands.
Allt gekk ljómandi og elskulegur kunningi minn á flugvellinum í Teheran greiddi götu okkar svo við þurftum enga yfirvigt að borga þó nokkrir hefðu skiljanlega teflt á tæpasta vaðið.

Á leiðinni til Teheran höfðum við sögustund og menn greindu frá ferðalögum sínum tvist og bast um heiminn og var gaman að heyra þær frásagnir. Verðlaun verða veitt á myndakvöldi sem Bergþóra afmælisstúlka mun halda í húsakynnum sínum og fleiri eftir nokkrar vikur. Þá verða vonandi allir búnir að skipuleggja myndirnar sínar. Vona að Árni sendi mér hópmyndirnar sem hann tók á jemen@simnet.is

Síðasta daginn í Teheran heimsóttum við söfnin, nýlistasafn, þjóðminjasafn og teppasafn og ég lét undan þrýstingi og fór með hópinn á gimsteinasafn fyrv. keisarafjölskyldunnar. Einnig festu menn kaup á döðlum, saffrani, hnetum og öðru góðmeti. Við fengum kvöldverð kl. 18 í gærkvöldi svo menn gætu hvílst fyrir brottför um miðnætti.

Það var afskaplega ánægjulegt. Ég þakkaði ferðafélögum mikið góða samveru og Hrafnhildur Sigurðardóttir sagði falleg orð um okkur Pezhaman og aðra sem greidddu götu okkar.

Áður höfðum við kvatt bílstjóra en Mohamad á einmitt afmæli í dag 23.okt og allirkrifuðu á kort til hans og ég færði honum gjöf sem ég kom með að heiman enda var þetta merkisafmæli. Þeir og þó einkum Mohamed voru hrærðir yfir því en það vorum við líka yfir þeirra einstöku vinsemd og frábæru þjónustu.


Eþíópía

Um leið og sálin skilar sér mun ég fara yfir greiðslur og þess háttar og hvort öll ljósrit eða skönnuð vegabréf hafa verið send til mín. Einnig hyggst ég halda fund amk með seinni hópi fljótlega. Þar sem ég hef nú fengið heil ósköp af´írönsku góðmeti til að bjóða ykkur, þ.e. hnetur, súkkulaði, kökur og þess háttar þarf ég bara að athuga hvenær ég fæ húsnæði og læt ykkur vita eftir helgina.

Ég skal viðurkenna fúslega að ég er æði óhress með að nokkrir sem lýstu áhuga á ferð til Eþíuópíu hafa nú öðru að sinna. Skil þetta ekki almennilega þar sem málin lágu snemma ljós fyrir og ég pantaði hótel og flug samkvæmt ykkar óskum.

Það kemur sér fáránlega óþægilega fyrir mig að hafa sent út nöfn sem nú verður að leiðrétta og ég hef þegar greitt staðfestingjargjald fyrir þá amk 6 sem áður virtust hafa fullan hug á þessari ferð.
En þar með er líka klárt og kvitt að fleiri geta bæst við einkum í seinni ferð þann 31.mars og bið ykkur að láta í ykkuur heyra hið fyrsta.

Íran tvö
Ég sagði ykkur fyrir æði löngu að fyrri Íranfarar hefðu áhuga á annarri ferð til Íran þar sem ferðin hæfist í Tabriz. Ég hef amk 20 á lista en flestir með spurningarmerki og nú VERÐ ég að fá svör um hvað þið hugsið ykkur. Ætlið þið að koma með eða ekki. Vinsamlegast látið vita. Ef af verður þarf ég amk 20 manns svo verðið fari ekki upp úr öllu valdi.
Talaði um það við Nasrin aðsdtoðarstýru að ég mundi koma í maí til að fara yfir leiðina en fyrir þann tíma þarf að hefja greiðslur. Eg geri því skóna að verð fari ekki undir 490 þúsund þótt það sé sagt án ábyrgðar

Thursday, October 20, 2011

Fegursta dagarnir i Isfahan

Godan dag
Vid erum a sidasta degi i Isfahan og notum hann til ad russa um og vaentanlega gera nokkur innkaup enda nogu ur ad velja
Vid hofum farid vitt og breitt um, skodad Imammoskuna, Lokiatulla mosku, reikad um a einstoku torginu, hitt litla treflakallinn a hjolinu sinu,dadst ad brunum yfir Lifgjafarfljotid og farid i armensku domkirkjuna.
Thessir dagar her sem i Shiraz hafa litid hratt og allir eru mjog anaegdir med lifid og ferdina. A kvoldin og i hadegi raunar lika forum vid a fallega stadi ad borda

Dagarnir i Sjiraz thegar eg gat ekki sent neitt voru lika einstaklega godir, vitjudum grafhysa skaldanna Hafez- thar sem Bergthora las upp eitt ljoda hans og somuleidis til Saadi sem er eins konar iranskur Shakespeare. Tha var ferdin ut til Persepolis alger toppur i flestra hugum.

A okuleidum milli stada hafa Mohammed bilstjori og adstodarmadur hans, Hadi borid i okkur pikknikk lons og kaffi og te og hafa fengid hurrahrop fyrir.

A morgun forum vid sem sagt aleidis til Teheran, thar eru adallega sofn sem vid forum a, Nylistasafnid, teppasafn og tjodminjasafn. Heimleidis holdum vid adfararnott sunnudags.
allir bidja kaerlega ad heilsa sinu folki. Eg kemst ekki inn a siduna og veit tvi ekki hvort folki hafa verid sendar kvedjur.
Kvedjur i bili.

Friday, October 14, 2011

Lokg almennileg kvedja fra Iranhopi

Sael oell
Vid komum til Sjiraz i eftirmiddaginn eftir langa en skemmtilega keyrslu fra Yazd. Vid byrjudum a ad koma vid i Turni thagnarinnar og setja okkur inn i greftrunarsidi zorostriana her adur. Stoppudum vid Arnarfell, rannsokudum kanatkerfid og dadumst ad 4,500 ara gamla trenu i Abarku. Ad svo bunu heimsottum vid Sasa bonda og thar utbjuggu their Mohammed og Hadi bilstjori og adstodarmadur ljuffengan hadegisverd sem allir gerdu ser gott af og Sasa faerdi okkur granatepli i eftirmat.
Vid Pezhman toludum um stjornskipan og alls konar onnur mal tvi thetta er sem fyrri hopar mjog ahugasamt folk og vill vita sem mest.
Ohaett ad fullyrda ad Iran hafi komid theim mjog skemmtilega a ovart fram ad thessu.
A morgun verdum vid her i Sjiraz og verdum i skodunarferdum, heimsaekjum grafhysi skaldanna Hafez og Saadi, forum i Narjestan hefdarhusid, fjolublau moskuna og ef ad likum laetur kikjum vid a markadinn okkur til uppbyggingar.
Dagarnir i Yazd voru lika afar vel lukkadir og thar var skodad musteri eldsins, vatnssafnid, gengid um gamla bainn og ad kvoldi 13.okt heldum vid hatidlegt afmaeli Bergthoru.
Hun fekk fineriis tertu fra ferdaskrifstofunni og eg gaf henni ljodabok med persneskum ljodum og litlinn poka og einnig skrifudu allir i hopnum a kort til hennar.
Vedur hefur verid afar notalegt svona fra 24-29 stiga hiti. Thad er god samstada i hopnum og allir i odaonn ad kynnast tho sumir thekkist ad visu fyrir.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur til sinna og eg var bedin ad taka fram ad theim lidi vel og fyndust their einstaklega oruggir ogstorhrifnir af Ironum.

Thursday, October 13, 2011

Pistill frá Íran

Orfaar linur bara til ad segja ykkur ad Iranforum lidur vel og senda kaerar kvedjur. Vid komum til Jazd i kvold og erum ad setjast ad bordum.

Allt hefur gengid ad oskum, komum fra Kashan i dag en verdum her a morgun og skodum tha Musteri eldsins, hus vatnsins, forum i Jamamoskuna og gongum um gamla baeinn og um kvoldid a ithrottaleikinn furdulega zorkaneh.

A morguyn a Bergthora merkisafmaeli og vid munum faera henni smagjof og ferdaskrifstofan gefur tertu annad kvold.

Allir virdast mjog anaegdir, slaedurnar pirraudu sumar i byrjun en thad er allt ad lida hja.

Verd ad haetta nuna en bid fyrir bestu kvedjur til allra aettingja og vini Iranfaranna og reyni ad komast i tolvu annad kvold

Friday, October 7, 2011

Til Írans um helgina. Sendi pistla eftir því sem tími gefst til.


Konur í Eþíópíu við störf

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og þar stendur og ég bið fólk, lengstra orða og er skráð í Eþíópíuferðir endilega að gera upp skv. áætlun sem því var send Nokkur misbrestur hefur verið á því þótt meirihluti þátttakenda í báðum ferðum hafi greitt reglulega. Og þakkir fyrir það.
Ég legg áherslu á að menn setji kennitölu sína með þegar þeir greiða, annars hef ég ekki hugmynd um hver greiðir. Til dæmis greiddu tveir staðfestingargjald án þess að kennitala fylgdi og var verulegt vesen að finna út úr því hverjir áttu þar í hlut.

Einnig hefur orðið veruleg töf á því að ég fengi skönnuð vegabréf send og það er til óþæginda þar sem ég þarf að senda þetta út með drjúgum fyrirvara svo að við losnum við að senda vegabréfin út sem er fyrirhafnarsamara að öllu leyti.

Margir hafa farið í nokkrar/margar ferðir með VIMA en ég hef ekki getað haldið öllum slíkum inni í tölvunni, vegabréfin gilda skemur en áður og þau verða að vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur. Því er aðkallandi að fá þetta sent og vona að flest öll hafi skilað sér þegar ég kem frá Íran 24.okt. Þá eru löngu orðin síðustu forvöð með þetta og þá á ég við báðar ferðirnar.

Þá leyfi ég mér að spyrja ALLA þátttakendur í fyrri ferð hvort þeir gætu farið viku síðar eða 3.mars. Þarf að fá svör frá öllum varðandi það. Seinni ferð er með réttri dagsetningu en kæmi sér betur ef ég gæti fært fyrri ferðina um viku. Vinsamlegast látið mig vita. Hef spurt nokkra og veit að það er í lagi hjá flestum en hef ekki haft tök á að spyrja alla. Geti einhverjir ekki breytt dagsetningum fyrri ferðar er hugsanlegt að þeir komist í seinni ferð amk ef þeir láta vita hið fyrsta.

Reynt verður að láta vildarpúnkta gilda með Icelandairflugið en svar fæ ég ekki fyrr en upp úr 20.okt n.k. Vildarpúnktarnir gilda aðeins ef fólk á nægilega marga, eitthvað um 38 þúsund-40 þúsund.Þegar samþykki Icelandair hefur fengist fyrir því greiða menn ferðina að fullu og síðan er endurgreitt á reikninga viðkomandi.

Skriffinnska að sönnu en ekki breyti ég henni.

Mér þykir leiðinlegra en orð fá lýst að þurfa að reka á eftir fólki með svona atriði eins og greiðslur og vegabréfsmál og bið ykkur að hafa þetta í lagi

Fundur verður með þátttakendum beggja ferða í nóvember og ég vona að allir mæti því ýmislegt þarf að rabba þar um


Grafhýsi Hafezar í Shiraz

Fer núna á sunnudagsmorgun með hóp til Írans fyrir Bændaferðir. Það er sams konar áætlun og við höfum farið eftir- með smávægilegum tilbrigðum.

Enn er óljóst hvort af nýju ferðinni verður, þe byrjað í Tabriz og farið suður á bóginn, en ég hef fengið áætlun frá Shahpar og væntanlega mundi þá verða efnt í þá ferð í sept 2012. Það er auðvitað nokkuð langur fyrirvari en ég hef raunar tekið eftir að fólk skipuleggur ferðir sínar með lengri fyrirvara en áður svo mér þætti hagstætt að heyra í ykkur varðandi það mál.

Verð á þeirri ferð er mjög svipað og hefur verið á síðustu ferðum til Írans, þ.e. um 470-490 þúsund kr. Auðvitað erfitt að segja til um flugfargjöldin en má reikna með að náist 20´-25 manna hópur takist að halda því verði.

Eins og fram kemur í Fréttabréfinu er það síðasta ferð VIMA.

Monday, October 3, 2011

Uzbekistanhópur 2
Aftasta röð frá finstri: Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Brynjólfur Kjartansson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Steindór Hálfdánarson, Sólrún Björnsdóttir, Eyþór Björnsson, Ester Magnúsdóttir, Kolbrá Höskuldsdóttir

Þriðja röð frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson, Elva Jónmundsdóttir, Illugi Jökulsson, Vikar Pétursson, Vilborg Sigurðardóttir, Kristín Einarsdóttir, Daði Ágústsson og Haukur Backman

Næst fremsta röð: Sveinbjörg Guðmarsdóttir Birna Björnsdóttir, Viðar Ólafsson Catherine Eyjólfsson, Halldóra Kristjánsdóttir og Guðríður Jónsdóttir
Fremsta röð Elsa Skúladóttir, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir
Myndin var tekin í Khiva

Einnig á ég að skila til ykkar kærustu kveðjum frá okkar frábæra gæd, Elenu sem skrifaði mér fallegt bréf og þakkaði samveruna.

Hvernig er með greiðslurnar í Eþíópíu?

Mig langar til að minna ykkur á Eþíópíugreiðslur. Þar hafa margir gert upp skv. greiðsluplani og bestu þakkir fyrir það en aðrir ekki. Ég er á förum til Íran nú um helgina með hóp fyrir Bændaferðir og eins og ég sagði ykkur þarf ég að senda út staðfestingargreiðslu í dag eða í síðasta lagi á morgun og verð að biðja þá sem hafa látið undir höfuð leggjast að gera skil.

Þá bendi ég á að tvö-þrjú sæti eru laus í seinni ferð.

Þar hefur ferðaskrifstofustjórinn gefið góð orð um að bæta við nokkrum hádegisverðum að minni beiðni án þess að ferð hækki og mér finnst sjálfsagt að standa í góðum skilum við hann enda vill hann allt fyrir hópana gera.

Ég vil einnig þakka þeim sem hafa sent mér skönnuð eða ljósrituð vegabréf(bara upplýsingasíðuna) að drífa í því og það á við um þátttakendur í báðum ferðum.