Wednesday, May 30, 2007

Að bretta upp ermarnar og taka til hendi

Góðan daginn

Var að senda til Jemen/Jórdaníufara tilkynningu um myndakvöld og vonast til að fá svar frá þeim hið fyrsta.
Íranfarar hittast svo n.k. föstudag og allt í kæti með þetta. Það er gott að klára ferðina hverja um sig með því að skiptast á myndum og rifja upp minningar.

Þá hvet ég Sýrlandsfara í ágúst síðla til að láta í sér heyra. Þar sem þetta verður síðasta Sýrlandsferðin að sinni vonast ég eftir almennilegri þátttöku því þar er margt og mikið að sjá eins og þeir sem hafa farið þangað geta sagt frá.

Við hittumst í gær stjórnarkonur VIMA og ræddum Jemen/Yero verkefnið. Nokkrir félagar sendu mér hugmyndir og svo bættum við í pottinn og hrærum nú í og síðan er að bretta upp ermar og hefjast handa við að hrinda hugmynd í framkvæmd. Að mörgu þarf þó að huga, það segir sig sjálft svo allt verði vandað og vel gert. Rétt er að taka fram að það eru mér vonbrigði að ekki standa allir styrktarmenn í skilum. Vinsamlegast ráða bót á því snaggaralega.

Gjafabréfin eru tilbúin. Hafa samband við mig og ég vona menn verði duglegir að nota þau.

Saturday, May 26, 2007

Getum við ekki safnað 15 milljónum?

Góðan daginn

Ég fékk bréf frá Nouriu Nagi í Sanaa áðan og bréf til allra styrktarmanna sem ég pósta til þeirra eftir helgina. Hún segir frá því að krakkarnir séu nú önnum kafnir í prófum en síðan er sumarfrí og YERO ætlar að efna til nokkurra leikjanámskeiða o.þ.h fyrir krakkana.

Þá segir hún sömuleiðis frá því að krakkarnir hafi efnt til leiksýningar skömmu áður en prófaundirbúningur hófst, þau gerðu leiktjöld og sömdu texta og svo var þetta flutt fyrir foreldra og þá styrktarmenn sem eru í Jemen og gerði mikla lukku. Ennfremur minnist hún á litlu læknastofuna sem komið hefur verið fyrir á lóð YERO - og þeir Jemenfarar sáu sem fóru í síðustu ferð. Þar vinnur í sjálfboðavinnu þýskur læknir og bandarískur hjúkrunarfræðingur sem fylgjast með heilsufari barnanna og þó ekki síður foreldra þeirra en heilsugæslu í Jemen er afar áfátt.

Þetta bréf sendi ég sem sagt til allra styrktarmanna eftir helgina.

Við vitum að miðstöðin sem Nouria hefur nú er orðin of lítil og auk þess er hún í leiguhúsnæði og því væri langtum meira öryggi í því ef samtökin gætu átt eigið húsnæði. Aðspurð sagði Nouria mér að slíkt hús mundi trúlega kosta um 14 -15 milljónir króna.
Gera menn sér grein fyrir því að legðu til dæmis þrjú þúsund manns fram fimm þúsund krónur væri upphæðin komin í hús.
Ég ætla að taka það upp á stjórnarfundi eftir helgina hvernig við getum staðið að þessu því þarna mundum við vinna stórvirki sem breytti lífi milljóna jemenskra barna sem búa við bágan og ömurlegan hag sem er engin leið fyrir okkur að skilja nema sjá með eigin augum.

Veltið þessu fyrir ykkur. Hugmyndir eru vel þegnar og ég beinlínis bið um þær.
Reikningsnúmerið er 1151 15 551212 og kt. 1402403979.

Friday, May 25, 2007

Margt til athugunar á hamingjudegi ráðherra

Góðan daginn
Mikið var gaman að sjá í blöðunum í morgun hvað það er hamingjusöm ríkisstjórn sem við höfum fengið. Væri enn meiri hamingja ef við gætum verið jafn hamingjusöm að þessu kjörtímabili loknu. Það hvarflaði sumsé að mér - og kannski fleirum- að sumt af þessu fólki væri svona hamingjusamt af því það hefði fengið góðan nýjan/gamlan stól.

Hef sent Kákasusfólkinu mínu rétta áætlun en nokkrar breytingar urðu á ferðinni og ég vona að allir hafi fengið þetta með skilum.

Þá skal á það bent að ég hef sent Nouriu Nagi fyrirspurn um hvort hún hafi hugmynd um hvað það mundi kosta ef hún réðist í húsakaup í Sanaa fyrir starfssemi YERO. Mér hefur dottið í hug að það fari senn að verða tímabært að kynna starfssemina í fjölmiðlum og að við gætum lagt lóð á vogarskálar með húsakaup enda miðstöðin orðin alltof lítil - og það er m.a. góðum íslenskum styrktarmönnum að þakka.

Ég skrifaði rétta Óman áætlun áðan svo og Sýrlands/Jórdaníu og þær verða komnar inn á síðuna í kvöld. Mér sýnist að ekki verði umtalsverð breyting og Líbanon dettur út af augljósum ástæðum.

Það er gott frá því að segja að menn eru farnir að leggja inn pantanir fyrir næsta ár og séu þeir velkomnir og ættu að drífa í því.
Sýrlandsferðin í haust er sú síðasta að sinni svo menn ættu líka að húrra sér í að panta í þá ferð en þó nokkur sæti eru laus þar svo og geta tveir bæst við í Óman. Ég er þegar farin að greiða inn á þessar ferðir svo ég vona að menn verði pottþéttir að borga inn á þær skv. áætlun sem ég held örugglega að allir hafi fengið. Ef ekki- láta vita.

Þá er einhver áhugi á Egyptalandsferð í febrúar, veskú og tilkynna sig sem og í páskaferð til Írans.

Myndakvöld Íranfaranna í mars verður fljótlega og eftir hvítasunnu er einsýnt að Jemen UJórdaníufarar ættu að hittast. Meira um það fljótlega.

Gjafakort> allt að smella þar. Vinsamlegast hafa samband.

Wednesday, May 23, 2007

Kveðja frá Soffíu, elskulega gædinum okkar í Georgíu

Þetta var að berast mér og ég kem því snarlega áleiðis

hello my dears!
how do you do? are you already in Iseland? I hope you enjoied the trip in caucasus I'll send the pictures later.
miss you all!
kiss a lot
sofie

Tuesday, May 22, 2007

Síðasta ferð til Sýrlands? Í bili að minnsta kosti

Elskuleg öll
Hver var að kvarta undan veðrinu? Að minnsta kosti fínt gluggaveður sem ég sit hér og hinkra eftir að Kákasussálin skili sér.

Hef skannað blöðin, mikið gott að sjá hvað allir hafa unnið góða sigra í kosningum ef ekki sigra þá varnarsigra. Tek ekki frekar afstöðu til þess máls að sálinni ókominni.

Ég hef ákveðið eitt þó: Ferðin síðla ágústmánaðar verður síðasta ferðin með VIMAfélaga til Sýrlands amk. í bili. Þess vegna bið ég menn lengstra orða að láta frá sér heyra. Þar vantar alla vega tíu manns svo ferð sú verði að raunveruleika.
Ferðir okkar þangað hafa verið sérdeilis og ljómandi enda flestar þangað af öllum. Því mun ég gera hlé á eftir þessa.

Bið Helgu Bragadóttur að svara hið snarasta og kem ekki auga á staðfestingargreiðslu frá Steinunni Marteinsdóttur. Ásdís Kvaran væri vís með að hringja til hennar. Númer sem fyrr 1151 15 550908 kt. 140240 3979
Bið Gísla Galdur og Kristínu að láta vita.
Bið Lindu V að vera svo elskulega að tala við Ásdísi Ben á Vesturvallagötu um þetta mál.

Eins og fram hefur komið bíða myndakvöld Íransfara og Jemen/Jórdaníufara og mun vinda mér í það sem fyrst og láta svo vita. Kákasusmyndakvöld varla fyrr en um miðjan júní.
Sömuleiðis ætla ég að hafa fund með væntanlegu Ómanfólki í lok maí eða byrjun júní.
Sendi þeim imeil einhvern allra næstu daga.
Það er smávesen með heimferð og gæti verið að við þyrftum að gista í London á heimleið og þá hækkar verð smávegis. Það er alltaf erfitt að fá rétta tengingu á þessari leið og heilastarfssemin gæti verið sprækari en lagast vonandi innan tíðar.

Bið Aggí lengstra orða að hafa samband við Sigurð Haukdal og minna á staðfestingargjald. Sendi þeim svo áætlun fullmótaða fljótlega. Einnig að hún hringi í okkar góða Einar Þorsteinsson snimmhendis sama erindis.

Það ættu allir nú að vita að ég verð að hafa mjög góðan fyrirvara á ferðum til að við getum fengið skikkanlegasta verð. Því bið ég menn sem hafa hug á Íranferð um næstu páska og ferð til Jemen í maí að staðfesta það án þess að greiðsla þurfi að koma til fyrr en nokkru síðar.

Jafnskjótt og ég hef haft þrek til að fá mér nýjan prentara mun ég senda Kákasusfólkinu mínu áætlunina eins og hún var en nokkrar breytingar þurfti að gera eins og raunin varð og öllu því var tekið vel og af fullkominni stillingu.

Þá verða gjafakortin v/ferða og afmæla eða annarra tilefna í boði hið fyrsta. Gjorsovel og láta frá sér heyra og nánar um það innan tíðar. Ásdís Hafrún Kákasusfélagi hefur boðið fram krafta sína við síðuna og mun örugglega notfæra mér það.

Nokkrir hafa bæst við v/Jemens. Takk fyrir það. Við VIMA stjórnarkonur hittumst fljótlega og þá verður ákveðið hvort við drífum í að auglýsa málið nánar til að sjá hvort ekki verður mögulegt að styðja Nouriu í kaupum á húsi fyrir starfssemina sem hefur þanist út og má ekki síst þakka það okkar fólki. Það verður fróðlegt að vita hvernig undirtekir það fær en er bjartsýn sem fyrr og full ástæða til.

Monday, May 21, 2007

Komin frá Kákasus - seinni hluti eða sá fyrri svona eftir því hvernig á það er litið

Sæl aftur
Í kveðjukvöldverði okkar í gærkvöldi þakkaði ég félögunum samveruna sl. þrjár vikur og benti á að þessi ferð hefði að sumu leyti verið tilraunaferð og þótti vænt um hve menn voru einstaklegajákvæðir í þeirri tilraunastarfssemi. Hef á tilfinningunni að þegar sálir hafa safnast saman verði efnt í aðra slíka ferð - sjálfsagt ögn öðruvísi en að mestu leyti byggð á þeirri reynslu sem aflaðist í þessari.
Guðmundur Pétursson flutti síðan gagnmerka hugvekju undir borðum um bókmenntamál og sögur og síðan var bragur hans sem gerður var sérdeilis góður rómur að:
Kominn er til Kákasus
kræfur eins og Spartakus
lifna eins og Lasarus
og legg á fákinn Pegasus

Í Azerbadjan eldur brann
og olían í straumum rann.
Ástir Ninos Ali vann
um það skáldið sögu spann.

Í Georgíu gæðavín
og glæsikonur freista mín.
Þar er frábær fjallasýn
og fagurt þegar sólin skín.

Armenía er ekkert frat
ágætan þar fengum mat
og hjartanlega glaðst ég gat
er gat að líta Ararat

Yrki ég um fræga frú
fer um víða konan sú
leiddi oss um löndin þrjú
á leiðinni til Timbuktú.

Hef samband Enn og aftur kærustu kveðjur og þakkir fyrir gleðilega og vandræðalausa samveru.

Kákasusfarar lentir fyrri hluti

Góðir hálsar- svo ég vitni í hana Sakanahnush gædinn okkar í Armeníu- við félagarnir 24 eru lentir heilir og höldnu. Ferðalagið heim var býsna strangt því við vorum vakin kl 2 sl. nótt, fengum smáhressingu á Ani Plaza og síðan voru þau gæd og bílstjórinn Assúd mætt til að flytja okkur út á völl í Jerevan. Þar gekk allt með prýði og allir sluppu við að borga yfirvigt þó svo sumar töskur hafi verið æði þungar.
Lent í Vín 3 og hálfri klst síðar og ekki öllu meira gert þar en fá brottfararspjöld til Kaupmannahafnar sem gekk greiðlega. Þar biðum við í fjóra fimm tíma og með seinkum Flugleiða vorum við komin heim nálægt fjögur. Ath að tímamismunur á Armeníu og Íslandi er 4 tímar.
Ég hafði ekki tækifæri til að kveðja alla ferðafélagana í Keflavík en sendi þeim mínar bestu kveðjur og þegar sálir hafa sorterað sig efnum við í myndakvöld með glæsibrag.
Allir voru orðnir lúnir en hressir og glaðir með góða ferð, held ég örugglega. Þarna var enn einn heimurinn sem akkur var í fyrir okkur að hnusa af.

Þar sem tölvan mín er kvefuð - eins og Gulla og getur ekki tekið of mikinn texta ætla ég að skrifa annan pistil eftir augnablik þar sem segir frá kveðskap og kátu síðasta kvöldi í Jerevan í gær.

Sunday, May 20, 2007

Sidasti dagur Kakasusferdalanga

Godan daginn
Thad er blidan her i Armeniu.
I gaer var farid til Noravank, thar er eitt af milljon merkilegum kirkjum og klaustrum en vid vorum ekki sidur hrifin af leidinni thangad, inn a milli harra klettaveggja sem teygdu sig bidjandi hvor ad odrum og hvar sem vatnsdropa var ad finna spruttu fram gladleg litil tre. Vid stoppudum a kaffihusi sem hafdi verid gert i helli a leidinni og satum thar vid laekjarnid og fjallafegurd. Kirkjan var svo i besta lagi og thar stod einmitt yfir skirn thegar vid komum advifandi.
A afmaelisdegi Gullu Pe i fyrradag skodudum vid ofbodslega flott handritasafn sem their hafa her i Jerevan og sidan natturlega ad skoda safnid sem their hafa reist til minningar um tjodarmord Tyrkja a Armenum sem nadi hamarki 1915. Verd nu samt ad segja ad mer fannst sams konar safn i Isfahan i Iran ahrifameira en thetta var laerdomsrikt og allt thad. Sidan i koniaksverksmidjuna sem framleidir Ararat drykkinn og thar voru gerd umtalsverd innkaup.
Gulla Pe var hyllt med reglulegu millibili og um kvoldid baud ferdaskrifstofan her jardaberjatertu og blomakorfu og baud ollum upp a vinid.

Nuna erum vid nymaett i baeinn fra Echmiadzin en thar er adaladsetur armensku kirkjunni. Af tvi thad er sunnudagur var mikil prosessia hattsettra gudsmanna og fjoldi manns vid messu. Thessi domkirkja er tilkomumikil og margar fallegar skreytingar.
Flestir eru staddir a markadnum thessa stundina tvi menn muna alltaf eftir fleiru sem tha bradvantar. Kvedjukvoldverdur verdur i fyrra lagi svo menn geti lagt sig en vid forum af hoteli kl 3 i nott. Vid komum svo med velinni fra Kaupmannahofn sem fer thadan kl. 14 ad donskum tima og aettum tvi ad lenda sirka 15 a morgun. Insjallah.

Vel ad merkja> fljotlega eftir ad eg kem heim tharf ad hurra myndakvoldi Iranfara og vaeri thakkarvert ef Holmfridur leti vita hvort hennar hofdinglega supubod stendur enn.
Skommu sidar thurfa svo Jemen) Jordaniufarar ad hittast a sinu myndakvoldi og snemma i juni verdur fundur med vaentanlegum Omanforum.

Tha eru plass i Syrlandsferdina. LATID VITA HID FYRSTA og bid Aggi og Eddu R ad hafa uti allar klaer i tvi skyni.

Svo bidja allir ad heilsa virktavel.

Thursday, May 17, 2007

Borgarferd um Jerevan i dag og allt i kaeti

Godan daginn
Vid erum sem sagt i Jerevan, hofudborg Armeniu og a thridja degi. Auk thess a Gulla pe afmaeli i dag svo thetta er margfaldur hatidisdagur.
Eg bid forlats a ad hafa ekki skrifad i nokkra daga en thad hefur einhvern veginn snuist svo ad eg hef ekki komist naerri netkaffi.

Vid komum yfir til Armeniu thann 16. og vaeri frasogn af veseninu a landamaerunum thar sem utlendingastofnun, leynilogreglan og oryggistjonustan virtust thurfa ad kanna ferdir okkr, efni i heilan pistil. En allir toku thesswu rolega og drukku te og sidan var heilsad upp a nyjan leidsogumann Armeniumegin. Hun heitir Sakhanalush.
Adur hafdi Soffia Georgiustulka verid kvodd med tarum, svo og Mirap bilstjori.

Vid byrjudum a tvi ad fara a fraedasetrid Haghpat sem er fra 10.o.ld, og skoda thar kirkju og klaustur og dast ad fjallasyninni sem var ekki slor frekar en adra Kakasusdaga. I hadegisverdi birtust tveir naungar og spiludu fyrir okkur harmoniku og klarinett og eftir menningu og naeringu var farid i att ad Sevanvatn. Armenia a hvergi land ad sjo og Sevanvatn theim mikill gimsteinn og godur fiskur o vatninu sem er gridarstort ad ummali. Fyrstu nottina gistum vid a Tufenkian hoteli vid vatnid Makalaust hotel, hladid grjoti, ekki osvipad en bara fallegra en a skriduklaustri. Hratt og smekklegt og thannig voru herbergi lika.

I gaermorgun risu allir ur rekkju hressir sem adra daga, horfdum til fjallsins Ararat i fjarkistan thar sem Noi mun hafa lent med sina storu fjolskyldu thegar sjatnadi i flodinu fordum, tindum glitrandi hrafntinnu og komum vid i Garni hofinu sem er fra 1.old en for illa i jardskjalfta og hefur verid endurbaett. Tharna voru natturlega Roimverjar a ferd.\Tjodarhljodfaeri Armena er duduk eins konar flauta og flautuleikari kom og spiladi fyrir okkur inni i hofinu. Fin stund.
I ggaerkvoldi rakst eg a Johonnu Einarsdottur fyrv utvarpsfrettakonu sem hefur verid her ad fylgjast med kosningum. Etv. bordar hun me okkur i kvold.
\
Sidusty dagarnir i Georgiu voru samfellt aevintyri. Vid forum ut til Gardeja munkaklaustursins og klifum thar segi og skrifa upp i 800 thusund m haed til ad skoda hella. Thetta var audvitad glaefrafor og eg hefdi ekki radlagt hopnum ad fara tharna ef eg hefdi attad mig a hversu hatt thetta var og erfitt yfirferdar.
Tharna uppi voru svo tvilikir hellar munkanna med freskoum og utsyni yfir allan heiminn og audvityad vorum vid oll drjug med okkur af hafa getad klambrast thetta.
Sidasta daginn russudu menn um og voru a eigin vegum. Um kvoldid forum flestir a tjoddansa og tjodlagasyningu sem gerdi lukku.

Eg byst vid ad skrifa amk einu sinni adur en vid forum aleidis heim a manudag. Gulla faer natturlega tertu i kvold.
Allir bidja ad heilsa og efa ekki ad margir fara senn ad hlakka til ad sja sina vid heimkomu
Kvedjur

Sunday, May 13, 2007

Eftir fjalladvalir og veru i Kutaisi liggur leid til Tbilisi

Godan daginn
Er herna a netkaffi i Kutaisi en Soffia for med hopinn ut til Gelati domkirkjunnar i grenndinni medan eg sinni fraedistorfum
Komum yfir til vesturhl;utans i gaer og merkilegt hvad loftlags og grodurmunur er mikill, held ad hitinn hafi haekkad um amk tiu stig. Vid gistum i heimagistingu s.l nott og thad gerir alltaf lukku. Auk thess ad borda gomsaett i adalhusinu kom Ansela barnabarn fruarinnar, tolf ara stulka og syndi dans og nadi hun nokkrum Islendingum ut a golfid, Joni Helga ad sjalfsogdu, Jona ste einnig dans, sem og Asdis og Ragnhildur og Sara og voru oll Islandi til soma

Tvaer naetur thar a undan vorum vid i Bakuriani sem er thorp i nedri Kakasus. Thar var blomskrud og ofurha tre og undur fallegt. Vid urdum ad breyta dagskranni litillega en thad gerdi ekkert til, vorum i stuttum ferdum, klifrudum upp ad fossi og atum nesti og forum i klafi upp a fjallstind og horfdum yfir tjodgardinn i Borjami, ad ogleymdu heilsuvatni sem vid smokkudum a Kannski hapunkturinn hafi tho verid thegar vid vorum i thann veginn ad leggja af stad upp ad fossi ad thar var madur ad spenna uxa sina fyrir aeki og i stad thess ad plaegja sinn aukur baud hann allri hersingunni inn i hreint en afar fateklegt hus. Thar var tho piano og Sara spiladi afmaelissonginn fyrir Jonu og svo baru thessi saemdarhjon, Anzar og Nina fram ost, sultutau, braud og sukkuladi, heimagert vodka og raudvin og letu mig svo fa i nestid flosku af thessu eldvodka. Algerlega odrekkandi nema fyrir hraustasta folk enda held eg flestir hafi dreypt a. Thau voru yfir sig glod ad fa okkur i heimsokn og vid ad hitta thau, Gestriusni Georgiumanna er vidfraeg og tharna var v issulega stadfesting fengin og raunar ekki i fyrsta sinn.

Ad kvoldi 11. var amaelisveisla Jonu og hotelid bar fram veglegustu tertu sem menn hofdu augum litid og var hun ospaert hyllt. Mirap bilstjori hafdi utbuid skreytingu ur konglum sem hann gaf henni og ferdaskrifstofan her sendi smagjof.

Thad eru allir mjog anaegdir. Vedrid leikur vid hvern sinn fingur og Soffia sem er tho ekki nema taepra 22ja ara, stendur sig eins og hetja i leidsogninni. Segir vel fra og kann ad velja adalatridi i stad thess ad mala allan timann.

Thegar hopurinn kemur fra Gelati verd eg vonandi buin ad skrifa nidur allar kvedjur og kikja a postinn minn. Tha liggur leidin til Tbilisi aftur og thad er einstaklega falleg leid.
Itreka ad thad bidja ad heilsa og takka fyrir god ord.
Vid erum mjog spennt ad vita um urslit kosninga en eg for inn a mbl.is og sa thad helsta. Tha var nokkur olukka vegna thess ad Eirikur komst ekki afram en bot i mali ad Georgiumenn nadu arangi
Latid fra ykkur heyra.

Thursday, May 10, 2007

Ur Kakasusfjollum ad barmi Stalins

Godan daginn
Sidustu tvaer naetur hofum vid verid i haerri Kakasusfjollum og gist a theim stad sem heitir Gudauri. Leidin upp i fjollin er mjog tignarleg, grodri klaedd framan af en vegna mikillar urkomu i april eru miklar fannir thegar ofar dregur. Menn gerdu ospart grin ad tvi thegar upp i snjoinn kom ad eg hefdi sagt i ferdalysingu ad thar gaetu menn tint fogur blom, en raunin vard su ad menn tindu frostrosir og foru i snjokast i stadinn.
Vid gistum a afar vidkunnarlegu hoteli sem heitir Cross Pass- eins og skardid thegar enn kemur ofar. Thar nutu menn gods vidurgernings i hvivetna foru i gonguferdir og um kvoldid var sauna i bodi.
Seinni daginn var svo farid yfir skardid og tha dugdi rutan ekki lengur vegna faerdarinnar svo vid fengum 3 rugbraud. Thetta er allt svo fallegt og tilkomumikid ad ord verda naesta fataekleg.
Tharna vorum vid i 2400 mn haed og heldum afram til Kazbeki nidri i dalbotninum. Kazbeki er trist stadur thar sem folk hefur enga atvinnu og litid vid ad vera annad en staupa sig og rafa um gotur. Tho tokum vid Gulla tali tvaer eldri konur bognar af arum og maedu og thaer sogdust elska okkur og konnudust vid ad Reykjavik vaeri a Islandi. Kall a testofu vissi um jolasveininn islenska, Bjorku, geysi og Reykjavik - i thessari rod.
Helmingur hopsins kleif upp 400 m snarbratta hlidina til kirkju og klausturs heilagrar Ninu en ekki var haegt ad selflytja okkur upp vegna faerdarinnar. Thau tiu sem klifu upp voru himinlifandi yfir ferdinni og Soffia gaed sem menn kunna mjog vel vid, skokkadi a undan their eins og alger forystufjallageit.

Daginn naesta a undan vorum vid i Tbilisi og allir eru hrifnir af borginni eins og sja ma a visu Gudm pe sem hann laumadi ad mer
I Tbilisi er talsvert af hollum
og torgum med styttum af kollum
og fegurstu fljod
er finnast hja tjod
en Soffia saetust af ollum.

Kvoldid adur en vid forum fra Tbilisi atti Thuridur 50 ara afmaeli. Vid faerdum hennar myndarlega bok um Georgiu og ferdaskrifstofan gaf henni gladning og loks fekk hun tertu auk otal hurrahropa.

I morghun komum vid hingad til Gori, t.e Stalinsbaer og hofum skodad safnid um hann og malverkin thar og myndirnar og gjafirnar sem hann fekk og p[ipurnar sem hann reykti etc.
Nu eru menn i smahlei medan eg er ad skrifa thetta og svo holdum vid afram til hellabaejar her skammt fra og afangastadur dagsins er Bakuriani en thar i nedri Kakasus gistum vid naestu tvaer natur. Thar er blomskrud nog svo vonandi geta menn tint blom eins og tha lystir.
Thad eru allir hressir, mettadir mjog tvi borinn er stodugt i okkur finn matur og landid og folkid er hvort odru og hvort a sinn hatt heillandi. Svo eg held enginn hafi yfir neinu ad kvarta og allir bidja fyrir kaerar kvedjur heim,

Sunday, May 6, 2007

Tonleikar i Gurjani

Saelt veri folkid
Vid rulludum inn i Tbilisi i gaer siddegis eftir undursamlegan dag i Gurjani. Tha byrjudum vid daginn med tvi ad saekja heim Alaverdi domkirkjuna sem er skammt fra Telavi. Vedur var fagurt og Kakasusfjallgardurinn blasti vid aegifagur og med snohottum efst.
Eftir thad var svo keyrt til Gurjani i hadegisverd i heimahusi og thar var nu ogn meira i bodi en matur tvi ferdaskrifstofan hafdi undurbuid thetta listilega og vid fengum heila tonleika hja Simon Ruadze og fjolskyldu hans. Fyrst horfdum vid a ommuna a heimilinu baka braud og i gridarmiklum potti og hun skoradi a einhvern ur hopon hopnum ad leika thetta eftir og Asdis tok askoruninni og heppnadist vel og okkur fannst glaefralegt ad sja thegar hun teygdi sig ofan i sjodheitan pottinn og kom braudinu fyrir. Afinn a heimilinu var ad smida tjodarhljodfaerid panaduri og haenur voppudu um og heimilishundurinn atti godan dag. Vid satum uti i gardinum og svo voru bornir i okkur tvilikir rettir ad engu tali tekur og sidan kom Simon heimilisfadir, tengdasonur hans og sonur og hofu upp song. Their voru klaeddir i daemigerda buninga heradsins og sungu their nu fyrir okkur og spiludu og donsudu eina tvo tima. Allir nutu thessa i hvivetna.

Daginn adur hofdum vid komid yfir landamaerin fra Azerbajdan og kvoddum tha gaedinn thar, hina talglodu Narmin og hittum Soffiu georgisku sem verdur med okkur her. Hana hitti eg her i fyrra og hun er gedug og hopurinn kann vel vid hana. Vid keyrdum til Gremi mikilshattar menntaseturs og paufudumst thar upp og var einstaklega fallegt thar og sagan rifjud upp og i kirkjunni stod yfir messa og vid tokum natturlega thatt i henni og amk Sveinn Haraldsson og Jon Helgi gengu til altarins thar i leidinni.
Eftir thad la leidin til Telavi sem er gaedalegur baer i midju vinheradinu og thar skiptum vid lidi a fjogur heimahus en bordudum kvoldverdinn saman og var mikil kaeti i hopnum og almennt er ohaett ad segja ad hopurinn nai vel saman.

Her i Tbilisi erum vid a hotel Varazi en forum i borgarskodun med Soffiu a eftir. Tbilisi er ad minum domi einkar sjarmerandi borg med opin og breid straeti og fallegar byggingar og allir hlakka til.
I dag er einn felaginn, Thuridur fimmtug og vid gefum henni afmaelisgjof en thad er allt leyndo i bili og i kvold mun ferdaskrifstofan faera henni tertu og smagladning.

Eg las kvedjurnar i gaerkvoldi og menn takka fyrir, bidja ad heilsa og eg efa ekki ad fleiri kynnu vel ad meta ad fa kvedjur.
Bless ad sinni

Friday, May 4, 2007

Vid erum i Sjeki og allir gladir

Godan daginn oll
Vid erum her i Sjeki, litlum bae sem kurir vid raetur Kakasusfjalla og thetta er sidasti dagurinn okkar i Azerbajdan, holdum a morgun yfir landamaerin til Georgiu. Rett ad geta thess ad vid hittum Jon Bjornsson, hjolakappa sem geystist inn i thorpid um svipad leyti og vid renndum i hlad. Hann bordadi med okkur og svo hofum vid verid i hallarheimsoknum og a vappinu og Jon mun vaentanlega hitta okkur i kvold.
Allt hefur gengid ad oskum og allir senda kvedjur heim og thaer hinar katustu.
Dagarnir hafa verid oldungis ljufir og vid hofum verid heppin med vedur og allt svoleidis.

I gaer forum vid fra Baku eftir flotta daga thar og til Sjemakha thar sem vid skodudum grafhysi merkismanna, moskur og priludum upp i heillabyggingu sem kennd er vid Siri Baba sem enginn veit tho hver er.
Svo var farid a fjallabilum upp i Ladshi i Kakasusfjollum en thar ku folk verda eldra en annars stadar.
Leidin var svo olysanleg i fegurd og tign ad okkur setti hljod og erthetta tho skrafhreyfinn hopur. Thorpid er frumstaett en fallegt og snyrtilegt og thar theystu ungir piltar og stulkur um a fjallahestum og gamla konan Sjefika seldi okkur litfagra sokka og sagdist vera fraeg manneskja, tvi thad kom einu sinni utlendingur og tok af henni mynd og setti hana i bladid. Thad ma geta naerri ad hun verdur enn fraegari nu. Svo voru gerd innkaup i kopar og prjonavorum og sidan logdum vid undir okkur testofu baejarins vid mesta fognud gamalla stunga sem thar hofdu setid i makindum og spilad. Tharna hefdi matt vera miklu lengur en rigning skall a og tha getur vegurinn inn fjallasalinn og til thorpsins ordid ofaer a klukkustund svo vid skutludum okkur til baka eftir einstaka ferd tharna um fjollin.
Vid gistum i agaetu hoteli i Gabala thorpi, rigndi eins og hellt vaeri ur fotu en hafdi svo birt til i morgun.

Dagarnir i Baku voru vel notadir, vid skodudum adskiljanleg teppasofn og forum ad musteri eldsins en i Azerbadjan voru og eru enn nokkrir fylgjendur Zarathustra eins og i Iran og raunar vidar a thessum slodum. Vid forum i gamla baeinn i Baku og ut til Gobustan og skodudum stormerkilegar hellaristur morg thusund ara gamlar. Hotelid var afbragd, matur hvarvetna mjog godur og allt i stakasta.

Eg aetla ekki ad hafa thetta lengra i bili en vonandi gefst betri timi til ad skrifa inn a siduna thegar yfir til Georgiu kemur.
Gudm. Petursson bidur dottur sina ad skrifa inn a siduna, hun skilur thad.
Endurtek svo mjog godar kvedjur fra ollum.