Friday, May 25, 2007

Margt til athugunar á hamingjudegi ráðherra

Góðan daginn
Mikið var gaman að sjá í blöðunum í morgun hvað það er hamingjusöm ríkisstjórn sem við höfum fengið. Væri enn meiri hamingja ef við gætum verið jafn hamingjusöm að þessu kjörtímabili loknu. Það hvarflaði sumsé að mér - og kannski fleirum- að sumt af þessu fólki væri svona hamingjusamt af því það hefði fengið góðan nýjan/gamlan stól.

Hef sent Kákasusfólkinu mínu rétta áætlun en nokkrar breytingar urðu á ferðinni og ég vona að allir hafi fengið þetta með skilum.

Þá skal á það bent að ég hef sent Nouriu Nagi fyrirspurn um hvort hún hafi hugmynd um hvað það mundi kosta ef hún réðist í húsakaup í Sanaa fyrir starfssemi YERO. Mér hefur dottið í hug að það fari senn að verða tímabært að kynna starfssemina í fjölmiðlum og að við gætum lagt lóð á vogarskálar með húsakaup enda miðstöðin orðin alltof lítil - og það er m.a. góðum íslenskum styrktarmönnum að þakka.

Ég skrifaði rétta Óman áætlun áðan svo og Sýrlands/Jórdaníu og þær verða komnar inn á síðuna í kvöld. Mér sýnist að ekki verði umtalsverð breyting og Líbanon dettur út af augljósum ástæðum.

Það er gott frá því að segja að menn eru farnir að leggja inn pantanir fyrir næsta ár og séu þeir velkomnir og ættu að drífa í því.
Sýrlandsferðin í haust er sú síðasta að sinni svo menn ættu líka að húrra sér í að panta í þá ferð en þó nokkur sæti eru laus þar svo og geta tveir bæst við í Óman. Ég er þegar farin að greiða inn á þessar ferðir svo ég vona að menn verði pottþéttir að borga inn á þær skv. áætlun sem ég held örugglega að allir hafi fengið. Ef ekki- láta vita.

Þá er einhver áhugi á Egyptalandsferð í febrúar, veskú og tilkynna sig sem og í páskaferð til Írans.

Myndakvöld Íranfaranna í mars verður fljótlega og eftir hvítasunnu er einsýnt að Jemen UJórdaníufarar ættu að hittast. Meira um það fljótlega.

Gjafakort> allt að smella þar. Vinsamlegast hafa samband.

No comments: