Godan daginn
Vid erum sem sagt i Jerevan, hofudborg Armeniu og a thridja degi. Auk thess a Gulla pe afmaeli i dag svo thetta er margfaldur hatidisdagur.
Eg bid forlats a ad hafa ekki skrifad i nokkra daga en thad hefur einhvern veginn snuist svo ad eg hef ekki komist naerri netkaffi.
Vid komum yfir til Armeniu thann 16. og vaeri frasogn af veseninu a landamaerunum thar sem utlendingastofnun, leynilogreglan og oryggistjonustan virtust thurfa ad kanna ferdir okkr, efni i heilan pistil. En allir toku thesswu rolega og drukku te og sidan var heilsad upp a nyjan leidsogumann Armeniumegin. Hun heitir Sakhanalush.
Adur hafdi Soffia Georgiustulka verid kvodd med tarum, svo og Mirap bilstjori.
Vid byrjudum a tvi ad fara a fraedasetrid Haghpat sem er fra 10.o.ld, og skoda thar kirkju og klaustur og dast ad fjallasyninni sem var ekki slor frekar en adra Kakasusdaga. I hadegisverdi birtust tveir naungar og spiludu fyrir okkur harmoniku og klarinett og eftir menningu og naeringu var farid i att ad Sevanvatn. Armenia a hvergi land ad sjo og Sevanvatn theim mikill gimsteinn og godur fiskur o vatninu sem er gridarstort ad ummali. Fyrstu nottina gistum vid a Tufenkian hoteli vid vatnid Makalaust hotel, hladid grjoti, ekki osvipad en bara fallegra en a skriduklaustri. Hratt og smekklegt og thannig voru herbergi lika.
I gaermorgun risu allir ur rekkju hressir sem adra daga, horfdum til fjallsins Ararat i fjarkistan thar sem Noi mun hafa lent med sina storu fjolskyldu thegar sjatnadi i flodinu fordum, tindum glitrandi hrafntinnu og komum vid i Garni hofinu sem er fra 1.old en for illa i jardskjalfta og hefur verid endurbaett. Tharna voru natturlega Roimverjar a ferd.\Tjodarhljodfaeri Armena er duduk eins konar flauta og flautuleikari kom og spiladi fyrir okkur inni i hofinu. Fin stund.
I ggaerkvoldi rakst eg a Johonnu Einarsdottur fyrv utvarpsfrettakonu sem hefur verid her ad fylgjast med kosningum. Etv. bordar hun me okkur i kvold.
\
Sidusty dagarnir i Georgiu voru samfellt aevintyri. Vid forum ut til Gardeja munkaklaustursins og klifum thar segi og skrifa upp i 800 thusund m haed til ad skoda hella. Thetta var audvitad glaefrafor og eg hefdi ekki radlagt hopnum ad fara tharna ef eg hefdi attad mig a hversu hatt thetta var og erfitt yfirferdar.
Tharna uppi voru svo tvilikir hellar munkanna med freskoum og utsyni yfir allan heiminn og audvityad vorum vid oll drjug med okkur af hafa getad klambrast thetta.
Sidasta daginn russudu menn um og voru a eigin vegum. Um kvoldid forum flestir a tjoddansa og tjodlagasyningu sem gerdi lukku.
Eg byst vid ad skrifa amk einu sinni adur en vid forum aleidis heim a manudag. Gulla faer natturlega tertu i kvold.
Allir bidja ad heilsa og efa ekki ad margir fara senn ad hlakka til ad sja sina vid heimkomu
Kvedjur
Thursday, May 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
mamma, þú heldur áfram að spinna perluband friðar um heiminn, það er það sem ferðalög gera, ég hef verið sofandi hér, 10 tíma á sólarhring og náði mest 15 tíma, og var þá einmitt stödd í mínum einsetuhelli drauma og fyrirboða, og átti margar töskur í draumnum, já já já.
nú eru samfylking og sjálfstæðisflokkur að mynda ríkisstjórn. ég bið að heilsa öllum ferðahópnum og sérstaklega sexí afmælisdísinni henni Gullu.
Frá Elísabetu
Ég vildi bara óska Gullu frænku innilega til hamingju með afmælið ;)
Ég baka bara einhverja góða köku handa þér þegar þú kemur heim.
Bið að heilsa svo öllum.
Kveðja
Begga
Ferðalýsingar eru spennandi hvar svo sem maður er að lesa um þessa ferð ykkar. En ég býð eftir að þú komir heim Ásdís Hafrún og sýnir mér allar myndirnar....
Hafið þið það sem best.
Kveðja Elín Helga
Þið voruð í blöðunum í dag að hjálpa manni með dekk, það er einmitt búið að setja ný dekk undir bílinn þinn, svo dekkin leynast víða, - björt vornótt hér, stjórnarmyndunarumræður á Þingvöllum, og allir eru svo himinlifandi yfir þessu að það mætti halda að þetta væri... já hver ... bara gaman að vita hvað þau ætla að gera við Íraksstríðið, en annars er ég að reyna vera góð og almennileg manneskja, og hafa kertaljós og búin að lesa yfir 77 blaðsíðna sögu sem ég er búin að skrifa og skrifa soldið í leikriti um Freakie og Sadstory, þetta fór soldið á skrið eftir að uppgötvaðist að þeir höfðu ýmislegt að fela, annars gæti ég líka gefið út commentin mín, en góða ferð heim og bið að heilsa guðmundi p. og öllum hinum dásamlegu ferðafélögunum þinum, ég held þið hafið unnið afrek þarna í háloftunum og jógúrthellunum, Víkingur er að keppa á morgun, og Jökull er á bekknum, góða ferð heim, og það væri gaman að fá ímeil frá þér hvenær vélin lendir??? Góðar kveðjur, þín Elísabet
Post a Comment