Thursday, February 28, 2008

Á sjötta tug baráttukvenna mættu á fundinn í Iðnó í gær


Sæl öll
Í hádeginu í gær efnum við konurnar í aðgerðarhópnum til að kaupa stærra húsnæði fyrir miðstöðina í Sanaa til kröftugs fundar í Iðnó. Þar voru mættar á sjötta tug kvenna sem aðgerðarhópurinn hafði fengið til liðs

Helga Sverrisdóttir setti fundinn og Margrét Pála Ólafsdóttir tók við fundarstjórn og sagði frá því hvernig hún komst fyrir tilviljun í kynni við þetta verkefni sem hún teldi bæði merkilegt og verðugt.

Síðan rakti ég söguna um hvernig Fatímusjóðurinn varð til fyrir þremur árum og hvað gerst hefur síðan, þ.e. fyrsta árið studdum við 37 börn og 18 konur í fullorðinsfræðslunni en nú 113 börn og allar konurnar 25 í fullorðinsfræðslunni. Og hvað og hvað stefnum að því að gera núna: kaupa stærra húsnæði svo aðstaða YERO miðstöðvarinnar geti batnað og hægt verði einnig að efla starfið með krökkunum og fullorðinsfræðsluna.
Sýndar myndir frá starfinu

Þorgerður Anna, skólastjóri Hjallaskólans, sem er orðinn vinaskóli miðstöðvarinnar sagði nokkur orð og Sigþrúður Ármann, fulltrúi Exedra hópsins sem hefur hug á að koma einkum að fullorðinsfræðslunni talaði.
Ásdís Halla Bragadóttir sagði í lokin nokkur vel valin orð og brýndi konur til dáða.

Þetta var einstaklega góður fundur og mikil stemning meðal kvennanna að taka þátt í verkefninu.
Ég stakk upp á því að hver þessara kvenna á fundinum talaði svo við þrjár konur og fá þær með í hópinn og þannig gætum við smám saman ofið kvennanet sem hrinti þessu í framkvæmd.
Einnig mætti hugsa sér að konur hóuðu saman vinkonum í heimahúsum og til væri ég að koma þangað til að kynna þetta málefni.

Talað var um að við hittumst næst í maí og þá yrðu enn fleiri með, auk þess sem nokkrar hafa tilkynnt sig til þátttöku en gátu ekki komist á fundinn í gær.

Ég lét svo fundinn hafa númerið á byggingarsjóðnum og inn á það númer fari öll framlög sem fólk vill leggja í því máli til stuðnings. Í byggingarstjóði eru nú 6 milljónir en við þurfum að safna um 19 milljónum í viðbót. Þessar sex hafa orðið til með rausnarlegum gjöfum og einnig hafa peningar fyrir gjafa og minningarkort verið færð inn í sjóðinn.
0512-04-250091 og kt. 441004-2220.


Allmargar kvennanna munu leggja annað hvort eitt framlag í sjóðinn eða skrifuðu sig fyrir ákveðinni upphæð á mánuði í eitt ár. Munið að það skiptir allt máli.

Það er full ástæða til að þakka virktavel konunum sem að þessu komu og sóttu fundinn og mér heyrðist allar vera í sjöunda himni og hlökkuðu til að taka til hendinni.

Svo minni ég á fundina á sunnudaginn. Reikna með að ALLIR Íranfarar mæti þar sem mögulega geta. Veit að nokkrir eru forfallaðir en hafa látið vita.

Fundurinn um Sýrland/Jórdaníu er kl 3 sem ég kalla Majuhópinn því María Heiðdal bað mig um að skipuleggja þá ferð en nokkrir geta bæst við. Hef ekki fengið nægilega mörg svör þar.

Fundurinn um Jemen/Jórdaníu fyrri ferð er kl. 4 og tilkynningar um þátttöku þar í góðu lagi en vantar fáeina þó.

Seinni fundurinn um þá ferð er kl. 5 og þar virðist mér flestir hafa látið í sér heyra.

Takk fyrir það. En sem sagt: ég er að ganga frá áætlunum til afhendingar og verð að biðja þá sem ekki hafa látið í sér heyra að gera það. Þetta á einkum við um Sýrlandsferðina.

Líbíufarar nokkrir sem höfðu skráð sig áhugasama, einir sex eða svo hafa ekki látið mig heyra frá sér. Samt sýnist mér að ferðir til Líbíu verði tvær. Líbíufarar verða boðaðir til samveru í apríl eftir að við komum frá Íran.

Monday, February 25, 2008

YERO-miðstöðin hefur eignast vinaskóla á Íslandi

Blessaðan bjartan mánudag

Börnin okkar í Jemen hafa eignast vinaskóla á Íslandi.
Það er mikið gleðiefni.
Fór að beiðni forsvarskonu Hjallastefnunnar, Margrétar Pálu, í heimsókn til 6-8 ára barna á föstudag og sagði þeim frá krökkunum okkar sem við styrkjum í Sanaa. Sýndi þeim myndir og þau horfðu og hlustuðu af mikilli eftirtekt. Svo var stungið upp á að Hjallaskóli yrði vinaskóli miðstöðvar YERO í Sanaa og samþykkt með fögnuði.
Þau eru að undirbúa basar og alls konar framleiðslu sem þau ætla að selja " á okurverði" og gefa allt til nýrrar miðstöðvar.
Einn ungur sveinn var bjartsýnn og sagði góður með sig:
Við söfnum örugglega milljón eða kannski meira

Þegar ég gekk framhjá stofunum spjallið höfðu kennararnir gripið fram hnetti og landabréfabækur og heyrðist úr hverri stofu.
"ÞArna er Jemen og höfuðborgin heitir Sanaa, hún er hér! Krakkarnir búa hér, sjáiði"

Þetta var afar skemmtilegur morgunn og út af fyrir sig skiptir ekki máli hvað þau safna hárri upphæð heldur velviljinn og áhuginn. Það er fyrir mestu.

Konurnar í "aðgerðarhópnum" senda nú í óða önn nöfn þeirra kvenna sem þær taka með á fundinn á miðvikudaginn sem ég vona að heppnist vel og okkur takist að vefa kvennanet sem stækkar og stækkar og ég er raunar svo bjartsýn að ég er sannfærð um að þessi draumur okkar að kaupa stærri miðstöð verður að veruleika.

Ef einhverjar hafa hug á að mæta á þennan fund eða vera með í þessu á einn eða annan hátt væri gott að heyra í ykkur. Nú eða síðar. Og alltaf má leggja smávegis inn á Fatimusjóðinn 1151 15 551212 og kt. 1402403979
Á fundinum ætlar Margrét Pála að vera fundarstjóri, ég kynni verkið og sýni einn eða tvo diska frá starfinu og fulltrúi Exedra segir nokkur orð en þær hafa hug á að styðja einkum fullorðinsfræðsluna.
Ýmsar upplýsingar liggja frammi, þátttakendum til glöggvunar og skýringa.

Ég bið forláts á því að pistillinn sem ég sendi tilkynningu um týndist og hefur ekki fundist- enda er tölvufærni mín ekki til að hrópa húrra fyrir.

Þakka mönnum fyrir að tilkynna sig á ferðafundi á sunnudag. Vantar þó enn marga. Ítreka að Íransfarar verða að senda einhvern fyrir sig, þar sem miðar verða afhentir.
Þetta var verulega skemmtilegt.

Sunday, February 24, 2008

Vegna mistaka týndist pistillinn

og ég set hann inn á morgun.
Nota tækifæri og minni á fundina 2.mars
kl. 2 Íranhópur
kl. 3 Majuhópur
kl. 4 Jemen/Jórdanía fyrri hópur
kl. 5 Jemen/Jórdaníu seinni hópur

Bið þá áhugamenn um Líbíu sem vilja fara með að gefa sig fram fyrir 1.mars

Thursday, February 21, 2008

Ekki gleyma Jemenkrökkunum


Merki FATIMUSJÓÐSINS. Höf: Vera Illugadóttir

Sæl öll
Nú hafa níu félagar í fyrri Jemen/Jórdaníuferð greitt ferðina að fullu og er það lofsvert í hvívetna. Takk virktavel.
Ég bið ykkur að gleyma ekki Fatimusjóðnum. Litlu hefur skolað inn í hann síðustu vikur og gjafa og minningarkortin ættu menn að nota MIKLU meira.
Við í framkvæmdanefnd hópsins sem bagsar við að safna fé til að styrkja Núríu til að kaupa nýja miðstöð og stærri, Helga Sverrisdóttir, Margrét Pála Ólafsd og ég hittumst á eftir til að ræða næstu skref, en síðan verður stærri fundur á miðvikudaginn þar sem við vonumst eftir góðum stuðningi.
Kröftugur kvennahópur hefur t.d. lýst áhuga sínum á að taka að sér fullorðinsfræðsluna.
Hafið endilega samband v/korta eða leggið smotterí inn á 1151 15 551212.

Þrátt fyrir að engar bumbur hafi verið barðar eru nú komnar tæpar 6 milljónir inn á byggingasjóðinn. Það er glæsilegt.
Umsókn var hafnað hjá Minningarsjóði Margrétar. Sækjum aftur þar seinna á árinu.
Reykjavíkurborg skenkti í verkið 250 þús. krónum á dögunum.

Vek athygli á að tveir Íranfarar eiga eftir að greiða smávegis inn á ferðina eða 40 þús samtals og einn á eftir að gera upp eins manns herbergi. Miðar verða tilbúnir fyrir fundinn 2.mars og þar sem ég hef greitt ferðina að fullu, bæði til ferðaskrifstofunnar í Íran og til flugfélaganna er bagalegt að menn klári ekki að gera upp.

Hef fengið svör frá um 20 varðandi Líbíu. Vinsamlegast drífið í því. Nokkuð flókið að setja saman þann flugmiða en stúlkan sem annast okkar mál hjá Icelandair er á fullu skriði við það. Get vonandi birt ákveðnar dagsetningar fljótlega.

Tuesday, February 19, 2008

Egyptalandsfólk hefur skilað sér- og langömmustelpa er lögð af stað inn í heiminn

Sælt veri fólkið

Við Egyptalandsfarar skiluðum okkur til Keflavíkur með prýði um hálf fjögur leytið í dag. Ferðin með KLM frá Kairó var öldungis ágæt en þó ansi kalt í vélinni. Vona menn hafi sloppið við kvef.
Kvöddum George leiðsögumann úti á velli sl. nótt með húrrahrópum. Óhætt að segja að hópurinn tók ástfóstri við þennan frábæra strák. Verði fleiri Egyptalandsferðir mun ég hikstalaust óska eftir fylgd hans.

Eins og ég hef áður sagt var afskaplega notalegt samlyndi í hópnum og þó helmingurinn væri glænýr féllu hann eins og flís við rass og öllum fannst gaman að vera með öllum.
Það er dálítið gott einkenni VIMA ferða að allir vilja vera samvistum við alla og ég held að menn hafi verið ánægðir með ferðina enda margt og mikið að frétta á þessum slóðum s.l fjögur þúsund ár eða svo.
Vona´ég hafi kvatt flesta en ef ekki þá sendi ég kæra kveðju og þakka fyrir einstaklega góðar stundir. Egyptaland er ekki það auðveldasta en kannski með því magnaðasta.


Ég hef ekki gefið mér tíma til að athuga með greiðslurnar en hlýt að álykta að þær séu í lagi. Kanna það á morgun

Hér með fyrir 2.mars í gamla Stýrimannaskóla við Öldugötu- mun senda til hvers hóps fyrir sig líka.

Kl 2 STUNDVÍSLEGA: ÍRANHÓPUR - vinsamlegast láta vita ef þið komist ekki. Þetta er aðkallandi. Þar verða miðar afhentir, Allir VERÐA að mæta eða senda einhvern fyrir sig. Ath. það

Kl 3 stundvíslega MAJUHÓPUR -einnig láta vita ef menn forfallast á fund en vilja fara í ferðina til Sýrlands/Jórdaníu 7.-20.sept.

kl, 4 stundvíslega Jemen/Jórdaníuhópur í apríl lok. Afsolútt láta vita ef þið komist ekki þar sem nokkrir búa utan Reykjavíkursvæðis

Kl, 5 stundvíslega: Jemen/Jórdaníuhópur í maí síðla Endilega tilkynna forföll því enn vantar í þennan hóp til að verð haldist óbreytt. Annars verð ég að hækka það um amk 20-30 þús kr.
Bið menn lengstra orða að tilkynna sig á ofangreinda fundi. Ég keypti döðlur og kökur í Egyptó sem verða á boðstólum

Varðandi Libíuhóp eða hópa. Óska eindregið eftir staðfestingu því hátt fimmta tug hefur skrifað sig áhugasama og tímabært að kanna hvað kemur út úr því.
Áhugasamir Libíufarar skulu greiða 25 þús kr. inn á ferðareikning 1151 15 551346 og kt 441004-2220. Dagana 1.-5 mars
Ekki láta þetta bregðast.

Verð ansans ári upptekin næstu daga svo ég bið menn að senda mér imeil því erfitt gæti reynst að ná í mig í síma.

Svo í lokin: lítil langömmustelpa Garpsdótttir er að leggja af stað inn í heiminn. Gangi það allt
að óskum

Monday, February 18, 2008

Sidasti Egyptalandsdagur i thetta sinn

Godan daginn oll og blessadan

Tha er runninn upp sidasti dagur Egyptalandsfara ad sinni. Forum ut a voll kl 1 i nott en adur faum vid kaffi og snarl. Velin fer i loftid um kl 4 og mig minnir ad i Amsterdam se 3-4 tima bid.

I morgun heldum vid i skodunarferd i tvaer koptiskar kirkjur en koptar er elsti kristni sofnudurinn tvi heilagur Markus kom hingad til bodunar a fyrstu old eftir Krist. Rett vid hlidina a theim var synagoga, baenahus gydinga sem voru fjolmennir her fram ad stofnun Israelsrikis. Rett vid var svo moska svo truarbrogdin tharna threnn oll i satt og samlyndi.
Thetta var baedi frodlegt og skemmtilegt ad skoda.
Tho svo ymsir hafi keypt naudsynjar sidustu dagana var tho adklallandi ad saekja heim Khan Khalili markadinn sem var settur a laggir fyrir meira en hundrad arum. Thar var rolegt og verdlagning tvi god en for haekkandi eftir tvi sem fjolgadi.
A heimleidinni benti George okkur a Yakobinabygginguna i midborginni en ymsir hofdu tha bok med i pussi sinu og lek forvitni a ad sja husid.

Vid komum fra Luxor i gaer og a flugvellinum i Luxor afhenti Ornolfur Hrafnsson ollum nafn hvers og eins ad gjof, skrifad a hyragliftri og vakti thetta hina mestu anaegju. Rett i framhjahlaupi : thad er 67 ara aldursmunur a yngsta og elsta thatttakenda, Ornolfur 11 ara og Gudrun Margot aldursforseti 78 ara.
Loks voru svo urslit i aldurs og stjornumerkjakeppninni sem efnt er til upp a grin i ferdum: Edda giskadi rett a aldur Georges 23ja og Hjordis ad hann vaeri naut en thad vafdist nokkud fyrir monnum.

Veit ad Inga og Margret aetla ad saekja heim galleri a eftir, adrir eru i makindum eda hyggjast borda snemma og hvila sig sidan adur en haldid verdur til flugvallar.

Itreka svo fundinn 2.mars og meira um thad eftir ad vid komum heim og einnig mun eg nu bratt aeskja thess ad Libiufarar stadfesti ahuga. Reikna med a ferdin(fyrri?) hefjist 8.okt.

Saturday, February 16, 2008

I kongadali Luxors og vitjads skeggdrottningar og markadair taemdir

Saelt veri folkid
Vids erum her a sidasta degi i Luxor og unum hag okkar vel i blidu vedri.
I gaer thustum vid upp i Konungadal og menn skodudu storkostleg grafhysi hinna ymsu Ramsesa. Leidin la sidan ad einstoku hofi skeggdrottningarinnar Hatshepshut og a hverjum stad notudum vid taekifaerid milli fraedslu og skodunar ad fa okkur te eda kaffi.

Bordudum saman a ljomandi stad sem heitir Maxim og var mjog godur matur- og rett i leidinni 7-9-13 enginn hefur fengid i magann. Roltum svo heim a hotel en seinni hluta dagsins var gefinn koistur a ferd a markadinn. Markadurinn i Luxor er mun skemmtilegri en i Aswan, solumenn eru ekki jafn adgangshardir og i Aswan sem hefur god ahrif a okkur. AUk thess fengum vid ymsar sogur um fjolskylduhagi solumanna svo og te i kaupbaeti og voru allir anaegdir ad thessari kaupskodunarferd lokinni og margt gossid slaeddist nidur i poka. Enda hefur Bergljot keypt ser aukatosku og Ragna hyggur a slik kaup.
Nu er frjals timi til kl 3 i eftirmiddag ad vid skodum Karnak og Luxorhofin og eg vaenti ad menn geri ser ymislegt til dundurs eda slappi bara af.
I fyrramalid verdur svo flogid aftur til Kairo enda gengur nu mjog a dagana okkar her.

Se ad eg hef ekki getid um ferdina til Abu Simbel. Thad er kannski otharfi eda ekki haegt med godu moti en hun var undursamleg og vid vorum svo heppin ad vera framarlega i bilalestinni svo vid gatum skodad hofin adur en manngruinn sturtadist inn.

Ad kvodi afmaelisdagsins mins for meirihuti hopsins ut ad borda, eg var thar i bodi Ornolfs sem flutti mer einnig serstakan afmaelissong.
Vid erum sem sagt oll i godum malum thad best eg veit og bidjum fyrir kvedjur. Skrifa einu sinni adur en vid forum heim.

Vil i leidinni beina athygli Jemenfara, Majuhops og Iranfara ad fundi 2.mars i gamla SStyrimannaskolanum vid Oldugotu. Sendi ollum nanar um thad fljotlega.
Hef ekki adstodu til ad fara inn a heimabankann en vaenti thess ad their einsmannsherbergisIranfarar sem ekki hofdu gert upp seu longu bunir ad tvi nuna.

Thursday, February 14, 2008

Ljufur vindur i Luxor

Saelan daginn

Logdum af stad arla fra Aswan og eg flutti snofurlegan fyrirlestur um politik og sogu tvi mer fannst timabaert ad vid faerdum okkur eina stund inn i nalaegari tima.
Komum svo til Komombo og Edfu og audvitad fellum vid i stafi thar yfir mikilleika musteranna thar, annad er griskt romverskt og i Edfu faroamusteri.
Vegna thess ad ruturnar thurfa ad vera i lest fannst mer ad vid fengjum ekki nogan tima til ad skoda a thessum stodum tvi glaesileikinn er mikill

Vid komuna til hotelsins reyndust nokkrir hopar vera ad tjekka inn samtimis og starfsmenn lett rugladir af gauraganginum i gestum svo vid settumst afsloppud ut i horn og sotrudum safadrykk sem var borinn i okkur. Allir fengu sin herbergi sem eru stor og god, halfgerd svita
Svo var sunginn afmaelissongur fyrir mig og mer faerd gjof fra hopnum. Fyrr i morgun faerdi Ornolfur ommudregur mer undurfallega kaffikrus og Edda gaf mer litla uglu svo eg er ansi vel haldin af gjofum.
Nuna eru menn ad skoda naesta nagrenni og veit ekki betur en allt se i himnalagi

Thann 12. heldum vids afmaelisveislu fyrir Gudrunu Olafsdottur med tedrykkju, tertu og afmaelissong og hopurinn gaf henni bok ad gjof.

Eg thakka kaerlega fyrir allar afmaeliskvedjurnar og skrifa meira annad kvold. Her er gola og blida og mjog vinalegur hiti.

Monday, February 11, 2008

Allt i fegurd i Aswan

Godan og blessadan daginn
Her eru nokkur visdomsord fra Egyptalandsfolki

Komum til Aswan i gaermorgun og brunudum ad Storu stiflunni og horfdum yfir Nasservatn. Thessa fraegu stiflu var byrjad ad byggja i valdatima Nassers og tha foru allmorg thorp Nubia sem bua a thessu svaedi undir vatn. En byggdir theirra voru fluttar, svo og ymis stormerkileg mannvirki, m.a. hid magnada hop a Filaeyju en thangad la leid eftir stiflurannsoknina. I rutunni song Asdis braginn um dottur faros vid godar undirtektir.
Mikil agengd solumanna thegar vid komum i land eftir siglingu ut i Filaeyju skemmti flestum en odrum bloskradi nokkud en oll skildum vid satt vid tha.
Hotelid okkar er eins og Hildur ordar thad alger Edenslundur, stendur a Isiseyju og vid erum i litlum smahysum i gardinum med utsyni yfir Nilarfljot.
Menn toku tvi rolega i eftirmiddag i gaer, syntu, busludu i sundlaugum eda logdu sig. I gaerkvoldi i land ad fa okkur mat og var thad hid skemmtilegasta aevintyri og godur matur. I batnum a leidinni heim spurdi argentisnsk stulka mig hvadan hopurinn vaeri og skildi thad ekki lengi vel. Ljomadi sidan upp og hropadi Meinardu Island hennar Bjarkar. Hun sagdist hafa verid a tonleikum hja Bjorku i heimalandi sinu i fyrra.


Um hadegid forum vid i siglingu um eyjarnar a felukka og sidan munum vid skanna markadinn.
Gudrun Margot a afmaeli i dag og vid hofum thegar sungid afmaelissonginn einu sinni fyrir hana og verdur ugglaust meira sungid i dag.


Sidasta daginn i Kairo var skodunarferd a Egypska safnid og maeltist vel fyrir. Siddegis toku ymsir sig saman og foru ut i Jakobseyju thar sem faroathorp hefur verid endurgert. Var anaegja med tha for og Holmfridur sagdi serstaklega hafa fundid tha mjuku kyrrd sem rikir thar auk thess hve thorpid er vel upp sett og adgengilega.

Thad eru allir katir og samlyndi hid fegursta eftir tvi sem eg best fae skynjad.
Edda og Gudrun Margot ordnar algerar samlokur og Hildur bjarna oig Kristin Thorlacius kaetast i sinni sambud. Birna og Sigridur asgeirsd og Holmfridur skilst mer hafi rakid saman aettir og sameiginlegan vinahop og ugglaust svo um fleiri.

Allir bidja fyrir kvedjur og thaetti orugglega vaent um ad heyra fra sinum.

Saturday, February 9, 2008

Kvedjur fra Kairo

Goda kvoldid oll
Egyptalandsfarar idilhressir og senda allir kvedjur.
Vorum ad koma heim a hotel eftir dagsferd aftur i faroatimann - med litils hattar tilbrigdum. Heldum til Sakkara i morgun og skodudum thar bratta piramidann, einn thann elsta i landinu og George leidsogumadur, ungur og saetur egypskur kopti utskyrdi allt vel og skilmerkilega. Komum svo vid i teppaskola og sidan la leidin til hinnar fyrstu hofudborgar Memfis thar sem vid gatum fallid i stafi yfir risastyttu af Ramsis 2. Eftir godan hadegisverd a fallegu veitingahusi var haldid ad hinum einu sonnu piramidum. Asdis hljodadi i angist thegar hun uppgotvadi hvad byggdin er komin naerri piramidunum og vissulega er thad til vansa tho nu ordid se bannad ad byggdin komi naer. Ornolfur, Sigurdur, Inga og Thorgils skruppu inn i Kefren pramidann, Hjordis for a ulfalda til ad geta faert eiginmanni sinum umbedna mynd og allt gekk thetta med aegaetum.
Vedrid lek vid okkur, hlytt og notalegt, um 25 stiga hiti og ljuf gola.
A heimleidinni var stoppad til ad fylgjast med papirusgerd og eg tharf ekki ad taka fram ad menn gerdu ansi god kaup alls stadar.
Dagurinn i gaer var godur lika tvi vid fengum ad sofa til hadeegis og fengum tha morgunhadegisverd adur en vid keyrdum uppi Citadelluna eda kastalavirkid og thar skodudum vid einnig hina tilkomumiklu mosku Muhammeds Ali. Mikill fjoldi innfaeddra var thar a frideginum og fagnadi okkur vel. Thad skal tekid fram ad Gudmundur Petursson sem hafdi planad ad fara i ferdina en forfalladist og sendi Bergljotu dottur sina sem sinn fulltrua atti 75 ara afmaeli i gaer. I tilefni thess var hropad ferfalt hurrahgrop fyrir honum og sunginn afmaelissongurinn ad honum fjarstoddum.

Sidan i ilmvatnsbud og thar kynntu menn fyrir okkur dularfulla ilmi og sogdu fra. Tha var farid ad lida a daginn og augljost ad menn voru allir ad koma til tvi stormikil ilmvatnskaup voru gerd og tha letti mer mikid.
Ferdin hingad gekk prydilega i fyrradag og skodunarferdin um Amsterdam lukkadist notalega. Thar hittum vid thau Svein, Johann og Gretu sem komu inn i ferdina.

A eftir aetla flestir ad fa ser i gogginn a itolskum stad her a hotelinu. Allir vilja vera saman og mer synist hopurinn na prydisvel saman, en um helmingur hans er i sinni fyrstu ferd med VIMA felogum.
A morgun er stefnan tekin a egypska safnid her rett hja og svo er frjals timi.
Itreka kvedjur fra ollum og allir i solskinsskapi.

Tuesday, February 5, 2008

Þá er það Egyptó


Myndin er frá Pyramisahótelinu í Kairó en þar verðum við fyrstu og síðustu dagana

Á morgun fimmtudag, eða réttar sagt aðfararnótt fimmutdagsins 7.febr. heldur 25 manna hópur til Kairó á vit píramída, faraóaminja sögu og mannlífs. Ég vil hvetja menn til að fylgjast með hópnum því ég skrifa pistla inn á síðuna eftir því sem tími og tækifæri leyfa.
Vinsamlegast þátttakendur skilja www.johannaferdir.blogspot.com
eftir hjá vinum og ættingjum og ég hvet ykkur til að skrifa kveðjur inn á ábendingadálkinn, allt slíkt les ég upp á kvöldin við hinn mesta fögnuð.

ALLIR eiga að vera mættir úti á flugvelli kl 5,15 að morgni, upp úr því fyllist flugstöðin og um að gera að við getum tjekkað inn að mestu leyti saman. Muna að tjekka inn alla leið.
Það er bið í Amsterdam og við notum daginn til að fara í skoðunarferð um borgina og fá okkur snarl, ólíkt skemmtilegra en bíða á flugvellinum þótt vinalegur sé. Munum væntanlega kippa upp þremur Egyptalandsförum sem eru komnir til Amsterdam, Jóhanni Haraldssyni og Gretu Pape sem koma frá Bandaríkjunum til að vera með í för og Sveini Haraldssyni sem fór utan 5.febr.

Ath að ég sendi engar tilkynningar um ferðina og gaman að sjá hversu margir hafa áhuga á að fylgjast með. Yfirleitt skortir hann sannarlega ekki.

Komum svo heim síðla 19.febr.

Sunday, February 3, 2008

Allir æstir í að sækja heim Miðasíu


Mynd frá Kyrgistan. Við bústaði hirðingja, kallaðir júrt og maðurinn með hinn dæmigerða kyrgiska höfuðbúnað.

Fundurinn í Kornhlöðunni í dag var afar vel heppnaður. Okkur telst til að um sextíu manns hafi sótt samkunduna.
Þórir Guðmundsson talaði um Úzbekistan og Kyrgistan en þessi tvö lönd eru á dagskránni okkar árið 2009. Hann rakti stuttlega söguna og sagði einnig frá nútímanum. Var spurður fjölda margra spurninga og sýndi myndir.
Listi var látinn ganga um þátttöku og skráðu sig 15 manns í ferðina, og nokkrir höfðu gert það áður svo ég sé ekki betur en ferðin sé fullskipuð.

Menn ættu að hafa í huga að það eru fleiri ferðir á dagskránni og ekki gleyma þeim en sannleikurinn er sá að ferðir þessa árs eru nær allar uppseldar, þó má enn bæta við á stöku stað eins og frá hefur verið sagt.

Eftir að Þóri hafði verið þakkað með lófataki var tertuhlé. Þá hafði Gulla pé nóg að gera að taka á móti félagsgjöldum og skrifa nýtt fólk í VIMA. Svo talaði ég um ferðirnar væntanlegu, minntist aðeins á Jemenverkefnið okkar sem er allt á góðri siglingu. Sagði frá því að vinkona okkar Nouria er í London, gekk þar undir augnaðgerð sem tókst vel.
Nokkur gjafa og minningarkort voru einnig seld.

Gamlir félagar úr ferðum hittust á fundinum og skröfuðu og skemmtu sér og nýjum félögum var vel fagnað.

Ítrekað skal svo að ég fer til Uzbekistan og Kyrgistan í júní n.k. og eftir það verður fullburða áætlun vonandi sett inn.

Einhver sem hafði vistor í imeili ætti að láta mig vita, það er jafnan endursent og sagt að það sé komin ný addressa.

Takk fyrir fínan fund.

Friday, February 1, 2008

Gjafakort að gjöf - Íransvegabréf á heimleið - munið sunnudagsfundÞetta einstaklega fallega kort, mardansinn er nú komið í hóp gjafakortanna okkar og er eftir Hrefnu Magnúsdóttur, textillistakonu og VIMAfélaga, sem færði Fatimusjóði eitt þúsund eintök í gær. Ég færi Hrefnu hlýjar þakkir fyrir þetta og er viss um að margir velja það. Hef ekki enn sett það inn á gjafakortalistann, geri það í kvöld.

Þær fréttir merkilegar bárust frá Noregi í morgun að vegabréfin okkar Íransfara eru lögð af stað heimliðis með hraðsendingarþjónustu. Þær Estrid og Kari í sendiráði okkar í Osló hafa fylgt málinu vel eftir. Trúlegt að vegabréfin nái landi á þriðjudag og læt þá Íransfara vita.

Minni á borgunardag og þakka jafnframt þeim sem hafa greitt og nokkrir eru búnir að gera upp Íran eins og til stendur. Einn eða tveir hafa einnig klárað að borga Jemenferð hina fyrri og bið ALLA að drífa sig sem ekki hafa þegar lokið greiðslu - og þegar ég gáði síðast á heimabankann var það ansi drjúgur hluti.
Muna að gera upp eins manns herbergi með síðustu greiðslu, Íranfarar. Takk fyrir.

Sjáumst svo á fundinum á SUNNUDAG. ATH stundvíslega kl 14 í Kornhlöðunni í Bankastræti, bak við veitingastaðinn Lækjarbrekku.
Sæl að sinni og vinsamlegast taka þetta allt til greina.