Thursday, February 21, 2008
Ekki gleyma Jemenkrökkunum
Merki FATIMUSJÓÐSINS. Höf: Vera Illugadóttir
Sæl öll
Nú hafa níu félagar í fyrri Jemen/Jórdaníuferð greitt ferðina að fullu og er það lofsvert í hvívetna. Takk virktavel.
Ég bið ykkur að gleyma ekki Fatimusjóðnum. Litlu hefur skolað inn í hann síðustu vikur og gjafa og minningarkortin ættu menn að nota MIKLU meira.
Við í framkvæmdanefnd hópsins sem bagsar við að safna fé til að styrkja Núríu til að kaupa nýja miðstöð og stærri, Helga Sverrisdóttir, Margrét Pála Ólafsd og ég hittumst á eftir til að ræða næstu skref, en síðan verður stærri fundur á miðvikudaginn þar sem við vonumst eftir góðum stuðningi.
Kröftugur kvennahópur hefur t.d. lýst áhuga sínum á að taka að sér fullorðinsfræðsluna.
Hafið endilega samband v/korta eða leggið smotterí inn á 1151 15 551212.
Þrátt fyrir að engar bumbur hafi verið barðar eru nú komnar tæpar 6 milljónir inn á byggingasjóðinn. Það er glæsilegt.
Umsókn var hafnað hjá Minningarsjóði Margrétar. Sækjum aftur þar seinna á árinu.
Reykjavíkurborg skenkti í verkið 250 þús. krónum á dögunum.
Vek athygli á að tveir Íranfarar eiga eftir að greiða smávegis inn á ferðina eða 40 þús samtals og einn á eftir að gera upp eins manns herbergi. Miðar verða tilbúnir fyrir fundinn 2.mars og þar sem ég hef greitt ferðina að fullu, bæði til ferðaskrifstofunnar í Íran og til flugfélaganna er bagalegt að menn klári ekki að gera upp.
Hef fengið svör frá um 20 varðandi Líbíu. Vinsamlegast drífið í því. Nokkuð flókið að setja saman þann flugmiða en stúlkan sem annast okkar mál hjá Icelandair er á fullu skriði við það. Get vonandi birt ákveðnar dagsetningar fljótlega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Glæsilegt merkið hjá Veru.....
Velkomin heim vinan mín.
Kkv.
Þóra J.
Flott merki, væri ekki upplagt að setja Yero einhversstaðar á það?
Kv. Edda
Post a Comment