Wednesday, March 28, 2012

Eþíópíufarar búast nú til brottfarar- Íranferð í haust virðist fullsetin

Sæl öll

Eþíópíuhópur 2 býst til brottferðar, muna að vera mætt 2 klst fyrir brottför. Tjekka farangur alla leið til Addis, muna það, en brottfararspjald til Eþíópíu fáum við auðvitað ekki fyrr en í London. Þar er nokkur bið og ég hef sagt að ekki verður leyft að fara inn í London ella verður vesen með innritun. Menn verða bara að gjörsovel og setja sig í biðstellingar og finna ráð til að verja tímanum.

Ég hef fengið margar fyrirspurnir frá hópi 2 og vona að ég hafi getað svarað þeim flestum. Allt er þetta ferðavant fólk sem á að hafa hlutina á hreinu og hefur það ugglaust.

Sex fara á undan, ég hef útvegað þeim plögg sem gera þaim auðvelt að tjekka inn. Einnig kemur einn þátttakanda frá Svíþjóð og hittir okkur í London. Hann hefur einnig fengið plagg ef SAS tjekkar ekki farangur alla leið.

Ég hef sent öllum bréf með helstu leiðbeiningum sem ég vona að þið hafið kynnt ykkur. Bið menn að vera stundvísa svo við getum tjekkað inn að mestu leyti saman. Það einfaldar málið á allan hátt. MUNIÐ AÐ ATHUGA AÐ FARANGURSMIÐI SÉ MERKTUR TIL ADDIS. Það má alls ekki bregðast.

Við erum að fara til Eþíópíu til að fræðast, fara inn í nýjan heim sem á að geta kennt okkur að það er ekki sjálfgefið að við getum haft rafmagn, vatn og þess háttar þægindi sem við teljum svo sjálfsögð. En við græðum líka á því.

Fyrri hópurinn var einstakur á flestan hátt 0g ég vona að sá seinni verði jákvæður og taki því sem að höndum ber með fögnuði og gleði.

Bendi öllum á að smávaxnir náungar vilja seilast í vasa í Addis og skulu menn hafa varann á í hvívetna.

Sjáumst sem sagt á Keflavík árla laugardagsmorguns og hefjum ævintýraferð.

Íranferð í haust fullsetin

Ég sé ekki betur en Íranferðin í haust 7.-22.sept (ný áætlun) sé fullsetin. Á þó enn eftir að fá svör frá nokkrum og bið um þau. Staðfestingargjald greiðist 1.apr. og hef sent flestum greiðsluáætlun sem ég bið um að verði ekki vikið frá. Ef einhver þarf að haga greiðslu öðruvísi, gjöra svo vel og láta mig vita.

Ætla síðan að hafa fund með Íranförum sirka fyrstu viku í maí ef allt fer að líkum.
Þá verður lögð fram fullbúin áætlun ofl. upplýsingar veittar.


Síðasti aðalfundur VIMA verður 28.apríl
Þá er best að öllum sé ljóst að síðasti aðalfundur VIMA verður 28.apríl í Kornhlöðunni. Þar eru venjuleg aðalfundarstörf, Magnús Einarsson kynnir tónlist frá þessum heimshlutum sem við höfum sótt heim og kannski verða einhverjar fleiri uppákomur. Fréttabréf mun berast til ykkar upp úr miðjum apríl og er það næst síðasta fréttabréfið því Íranferðin í sept. er eftir og fundur verður að henni lokinni,

Ætla til Jemen í júní ef guð lofar
FAtIMUSJ'OÐUR mun starfa áfram og ég vonast til að komast til Jemen í júní og hef vilyrði ræðismannsins okkar þar fyrir aðstoð við að finna nýja samstarfsmenn. Vonast einnig til að frétta þá eitthvað af sumum börnunum sem við höfum nú styrkt í allmörg ár. Skólahald í Jemen var hins vegar með minnsta móti sl. vetur vegna ókyrrðarinnar þar og skólar voru notaðir sem sjúkrastofur fyrir særða.

En nú förum við sem sagt til Eþíópíu á laugardag og komum reynslu ríkari þaðan ef ég þekki okkar rétt. Við ferðumst bæði um norður og suðurhlutann eins og í fyrri ferðinni. Minni ykkur til vonar og vara á að taka ljós með, einnig þær töflur sem þið takið að staðaldri og geyma þær alltaf í handfarangri.

Sunday, March 25, 2012

Eþíópíumynd - fyrri hópur


Steingrímur Jónsson á heiður af myndatökunni.

Þetta var frábær hópur.

Friday, March 23, 2012

Stúlkan sem við styrktum í Axum


Stúlkan Semutra ásamt 2ja ára barni sínu. Með á mynd JK og Daoud leiðsögumaður.
Máni Hrafnsson tók myndina


Þegar fyrri Eþíópíuhópurinn var í Axum í norðurhluta Eþíópíu á dögunum settumst við m.a. við kaffiathöfn úti fyrir litlu og skemmtilegu safni við obeliskana þar. Stúlkurnar sem mölluðu kaffið eftir kúnstarinnar reglum voru allar fjarska þægilegar og athygli okkar vakti að ein bar barn á baki allan tímann.

Daoud leiðsögumaður sagði mér undan og ofan af sögu hennar: Hún heitir Semutra og er 25 ára gömul. Hún hafði lokið tveimur árum í háskóla í einhvers konar stjórnun í Addis þegar hún varð ólétt eftir kærasta sinn. Nokkru áður en barnið fæddist fórst hann í bílslysi og fjölskylda hennar- sannkristin skyldi maður ætla- varð svo yfir sig reið að þau höfðu ekki gift sig áður, rak hana að heiman og útskúfaði henni.
Þá hélt Semutra til Axum og átti þar sitt barn sem nú er 2ja ára. Hún hefur margsinnis reynt að ná sáttum við fjölskyldu sína en þau vilja ekkert með hana hafa að gera því hún gerði fjölskyldunni skömm til að eignast barn ógift.
Hún getur ekki haldið áfram í skóla af því hún hefur engan stuðning við gæslu barnsins og þiggur aðeins þau laun sem hún fær fyrir kaffimallið.

Þegar Daould hafði sagt mér sögu hennar og leyfi hafði fengist frá stúlkunni að segja hópnum frá aðstæðum hennar ákváðum við að slá saman í dálitla upphæð handa henni til að auðvelda henni lífið í allra næstu framtíð.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað safnaðist, umslag var látið ganga og ég sá aðeins að menn voru rausnarlegir. Hún kom og hitti okkur kvöldið sem við vorum í Axum og þakkaði okkur fyrir og lét í ljós innilegt þakklæti og sagði þetta vera sér styrk og stuðning og sýna velvilja hópsins og hjálpfýsi..

Vonandi hittum við Semutru og stráksann hennar nú í seinni ferðinni og fréttum af högum hennar. Þessir peningar eru engin framtíðarlausn en þeir auðvelda henni vonandi lífið um hríð og gætu e.t.v. orðið til að hún hefði efni á betra húsnæði því hún og drengurinn búa í einu herbergi með takmörkuðum þægindum.

Tuesday, March 20, 2012

Allir eru heilir á húfi og himinglaðir

Sæl verið þið

Komum heim s.l. nótt. Ferðin var löng og nokkuð vinalega ströng en ég held að óhætt sé að fullyrða að merkilegri ferð hef ég ekki farið með hóp lengi lengi.

Við keyrðum frá Arbaminch til Addis með nokkrum mynda-klósett(guðsgræn náttúran)og hádegisstoppum. Tjekkuðum inn á Khalebhóteli í þriðja sinn.Var rétt eins og að koma heim og okkur var vel fagnað.
Um kvöldið bauð Jósef ferðaskrifstofustjóri okkur út á herlegan stað þar sem var dýrðlegur matur og dans og söngvasýning. Yfirleitt hef ég nú takmarkað gaman af slíku en þessi var alveg spes og við vorum náttúrlega orðnar þvílíkar heimsmanneskjur að við vissum meira að segja hvaðan í landinu dansar voru. Hafsteinn var settur upp á svið og skrýddur brúðgumaklæðum og dansaði með og gerði mikla lukku.

Síðasti dagurinn fór í leti og pökkun og var það prýðileg ráðstöfun. Menn hvíldu sig, skruppu í búðir, skoðuðu bæinn og ýmislegt fleira. Um kvöldið snæddum við á Khaleb og ég þakkaði ferðafélögum samveruna og ákvað eftir langa umhugsun að nota sterkt orð sem ég geri sjaldan og fullyrða að þetta hefði verið yndislegur hópur. Bergþór sagði falleg orð og Sigþrúður hélt flotta brandaraalvöruræðu.

Ég held að þessi ferð hafi verið öllum lærdómsrík og við verðum lengi að melta hana með okkur, fátæktin, fegurðin, fjölbreytnin gleðin, ýtnin, hægagangurinn í allri þjónustu, flestir gististaðir fínir - einn svo óboðlegur að það varð beinlínis drepfyndið og allir flýðu út og sátu saman og möluðu við bjórdrykkju.

Við urðum öll að setja í annan gír. Tókst það bara nokkuð vel.Ég vona sannarlega að seinni hópurinn verði jafn lukkulegur en hann heldur utan 31.mars svo það er eins gott að sálin í mér verði komin í tæka tíð.

Ef mér tókst ekki að kveðja alla á Keflavíkurflugvelli í nótt sendi ég þeim bestu kveðjur. Myndakvöld verður spennandi enda mjög góðir ljósmyndarar í hópnum.

Skal tekið fram að myndirnar með pistlunum eru eftir Mána Hrafnsson. Geri ráð fyrir að myndakvöld verði síðari hluta maí þegar seinni Eþíóp er lokið og ég hef skutlast í rannsóknarferðina til Íran vegna nýju áætlunarinnar.

Mun senda seinni Eþíópíuhóp nokkrar ábendingar og minni á að
farið er frá Terminal 3 í London eins og ég sagði í upphafi. Það gekk ljómandi vel að tjekka inn alla leið - þó ein taska týndist í viku var það sem betur fer mín taska- og sama máli gegndi um ferðina heim. Muna það.

Saturday, March 17, 2012

Sidasti dagur i Ethiopiu ad sinni- erum i Addis

Godan daginn
I gaer komum vid ad sunnan, eftir makalausa daga thar og erum oll sammala um ad thad vaeri ut i kott ad skoda adeins nordur eda sudurhlutann, thetta eru svo gerolikir og spennandi heimar.
Aettbalkasamfelagid sem er fjolbreytt i sudrinu verdur ollum ogleymanlegt, mursiaettbalkurinn that sem konur bera diska a varir, likamsmalning Bennaflokksins, hahargreidsla ariflokksins og svo maettti lengi telja.
Vid tokum myndir af theim sem furduverkum ad utbunadi en theim fannst hins vegar naestum jafn gaman ad sja Magdalenu og vildu helst komast upp i hana og thrifa ut ur henni tannspangirnarVid forum i barnaskola i Turmi og afhentum gjafirnar okkar. Tar voru gladir krakkar en thennan dag ekki fullskipad tvi markadsdagur var og morg born voru heima ad passa systkini sin tvi maedur foru i markadsferd.
Skolastjorinn var thakklatur og aettarhofdinn var maettur a svaedid og lagdi ord i belg. Vid hofum bordad pikknikk hadegisverdi eda supu thessa daga tvi thad er meira en nog i thessum hita sem i sudrinu var jafnan kringum 30-33 stig. Eina hotelid sem var slakt var i Jinka- en thad hef eg sagt ollum. Onnur, svo sem Buska Lodge og Paradise Lodge eru mikid ynislegir gististadir.
I Turmi heldum vid upp a 45 ara afmaeli Eythors sem var faerd terta undir stjornuhimni.
I gaerkvoldi hittum vid Josef ferdaskrifstofustjora her vid komuna til Addis. Hann baud ollum hopnum a flottan ethiopiskan veitingastad thar sem var einhver skemmtilegasta dans og songsyning sem eg hef sed. Ethiopar hafa tvilika musik i kropppnum a ser og vid ordin svo forfromud eftir ruman halfan manud ad vid vissum hvort dansar voru ad nordan eda sunnan. Hafsteinn var leiddur upp a svid og latinn leika brudguma og Unnur tok tvi lett og hlo ad ollu saman.

Allt verdur ekki upptalid. I dag erum vid sem sagt her i ro og mag og holdum heim i fyrramalid og komum med kvoldvel fra London annad kvold. Sjaumst

Friday, March 9, 2012

Ethiuopiufarar staddir i Axum og allt gengur ad oskum

Sael verid thid oll
Afsakid ad eg hef ekki latid fra mer heyra en thad er ekki mjog einfalt ad komast i netsamband og finna bruklega tolvu a theim stodum sem vid hofum verid.Nu er sidasti dagur nordurferdarinnar og a morgun fljugum vid til Addis.
Ferdin hefur gengid prydilega - og thad fer ekki a milli mala ad folk finnur ad thad er i Afriku- hvort tveggja er vidmot heimamanna daegilegt og tjonustan mjog i haegagangi. EN vid adlogumst thessu ollu og unum okkur vel.
Ferdin til Addis gekk agaetlega en vid komuna hafdi farangurinn minn lent a flakki og skiladi ser ekki fyrr en i morgun og flugfelagid ekki beint verid lipurt i samningum. En thad var tho fyrir ollu ad allur annar farangur skiladi ser.
Eftir skodun i Addis i Thressningarkirkjuna var fyrsti dagurinn tekinn mjog rolega og sidan var flug til Bahir Dar daginn eftir. Thar forum vid ad fossum Blau Nilar sem eru nu ekki nema svipur hja sjon eftir allar virkjanirnar. Thad var heitt og menn voru dasadis en mikil gledi med hotelid okkar thar romantisk og ljuf smahysi i fogrum fuglasongsgardi. Daginn eftir i langa siglingu a Tanavatni og ut i Urueyju og gengum thar upp ad fagurri kirkju skreyttri ikonum sem eru mjog serstaedir fyrir Ethiopiu. Menn voru afskaplega anaegdir med daginn thann.
Ad visu voru ungu stulkurnar Kolbra og Bergthora fullmikid i sol og urdu lasnar en hristu thad af ser eins og ekkert vaeri.
Til Lalibela la leidin naest en thar eru hinar storkostlegu og fraegu fjallakirkjur sem L:alibela konur med astod 40 thusund manna let hoggva inn i klettana og fellu menn i stafi yfir thessum mannvirkjum. Um kvoldid var dans og songsyning a hotel Lal ljomandi vidkunnarlegu og yfirlaetislitlu hoteli og hofdu menn gaman af. Svo voru menn a roltinu og blondudu gedi vid heimamenn og m.a. er nu ad taka til starfa i Lalibela fotboltafelagid Richard United sem Rikhard og Sesselja foru lett med ad koma a laggirnar.
Seinni daginn i Lalibela var farid i tilkomumestu fjallakirkjurnar og sidan skodad hellisklaustur skammt fra baenum.
Vid komum svo til Axum i morgun og hofum verid a fullu spani ad skoda obeliska, leifar af holl drottningar af saba og fleira og fleira.
Nu forum vid senn ad borda her a Consularhotelinu sem er hid vidkunnarlegasta og i fyrramalid er sem sagt flogid til Addis.
Hopurinn er afar samstilltur, allir taka e
afriskum smatofum med humor og jafnadargedi og allir anaegdir med vidurgerning. Gaedinn okkar Daoud Suleiman er skemmtilegur og jakvaedur naungi.
Thad bidja allir ad heilsa og hlakka til ad sja sudurhlutann naestu dagana.

Thursday, March 1, 2012

Teppasýningu lokið - leiðin liggur til Eþíópíu á laugardag

Góðan og blessaðan dag

Teppasýningin tókst vel og nú eru piltarnir flognir heim harla ánægðir með sýninguna og almennt með dvölina hér.
Við efndum í kveðjukvöldverð með Íranförum daginn eftir að sýningu lauk og var hann vel heppnaður og ég hef aldrei séð Pezhman leiðsögumann vefjast tunga um höfuð og klökkna yfir því að hitta þarna marga ferðafélaga úr hinum ýmsu ferðum.

Matur bragðaðist vel og mynd Högna var sýnd og sömuleiðis nokkrar myndir Hrafns. Afar vel lukkað kvöld og um sjötíu manns mættu. Þór Magnússon, fyrv þjóðminjavörður talaði, Inga Hersteinsdóttir sagði nokkur góð orð og afhenti þeim gjafir, auðvitað gat ég ekki látið hjá líða að hvetja fólk til að skála til lífs og til gleði.Veislustjórn var í höndum Hrafns Jökulssonar.

Eftir að sýningunni var lokað var þeim boðið í Borgarfjörð fyrir forystu Rikharðs og Sesselju, var farið í Reykholt á fund sr. Geirs Waage, að Barnafossum og Þorvaldur og Margrét á Hvanneyri kynntu þeim ísl. hestinn og loks var kjötsúpa í boði Kolbrár og Ólafs á Hóli.

Áður höfðu þeir skroppið dagstundir á Þingvöll, upp í Hvalstöð, skoðuðu Þjóðminjasafn undir leiðsögn Þórs, skoðað Hellisheiðarvirkjun og boðið heim til Þorkels og Margrétar, Ingu Hersteinsd, Guðlaugar Pétursdóttur og Guðrúnar Guðm. og Rúnars Helga Vignissonar. Allt tókst þetta ljómandi vel og þeir fóru alsælir af landi brott aðfararnótt þriðjudags.
Nú tekur við að ganga frá aðskiljanlegri skriffinnsku, greiða Vask, aðra skatta, sækja um yfirfærsluunanþágu ofl og það verk hefur Iris Anna Randversdóttir tekið að sér.
Held að teppasalan hafi gengið að óskum og mörgum fannst líka bara skemmtilegt að kíkja inn, sitja við tedrykkju og horfa á þessar gersemar.

Fyrri hópur leggur af stað til Eþíópíu á laugardag

og er brottför kl. 8,30. Allir hafa fengið bréf þar um þar sem Icelandair staðhæfir að við getum tjekkað farangur alla leið til Addis Abeba. Reyni að komast í tölvu öðru hverju og skrifa pistla um ferðina. Við erum 30 og sama talan í seinni ferð sem hefst 31.mars.
Það verður spennandi að sjá hvernig Eþíópía virkar á fólk, mundi undrast ef menn kæmu ekki lukkulegir heim.

ÍRANFERÐ í SEPT n.k
Áður en við förum þ.e. á morgun mun ég senda þeim sem hafa skráð sig áhugasama í nýju ferðina til Íran í sept. bréf og biðja þá að staðfesta og segja þeim hvenær þarf að borga staðfestingargjald ofl Ferðin sýnist vera hátt í fullskipuð, byrjað í Ta´briz í norðvestri, farið á slóðir Kúrda og til Kandovan, Hamadan og víðar og einnig er komið vil Isfahan. Annað er óhugsandi.
Lýsing á ferðinni er hér á síðunni undir IRAN.

Munið að senda ykkar fólki kveðjur og skrifa inn á ábendingadálkinn og hvet alla þátttakendur til að skilja eftir wwww.johannaferðir.blogspot.com svo menn geti fylgst með okkur á glænýjum slóðum.