Wednesday, March 28, 2012

Eþíópíufarar búast nú til brottfarar- Íranferð í haust virðist fullsetin

Sæl öll

Eþíópíuhópur 2 býst til brottferðar, muna að vera mætt 2 klst fyrir brottför. Tjekka farangur alla leið til Addis, muna það, en brottfararspjald til Eþíópíu fáum við auðvitað ekki fyrr en í London. Þar er nokkur bið og ég hef sagt að ekki verður leyft að fara inn í London ella verður vesen með innritun. Menn verða bara að gjörsovel og setja sig í biðstellingar og finna ráð til að verja tímanum.

Ég hef fengið margar fyrirspurnir frá hópi 2 og vona að ég hafi getað svarað þeim flestum. Allt er þetta ferðavant fólk sem á að hafa hlutina á hreinu og hefur það ugglaust.

Sex fara á undan, ég hef útvegað þeim plögg sem gera þaim auðvelt að tjekka inn. Einnig kemur einn þátttakanda frá Svíþjóð og hittir okkur í London. Hann hefur einnig fengið plagg ef SAS tjekkar ekki farangur alla leið.

Ég hef sent öllum bréf með helstu leiðbeiningum sem ég vona að þið hafið kynnt ykkur. Bið menn að vera stundvísa svo við getum tjekkað inn að mestu leyti saman. Það einfaldar málið á allan hátt. MUNIÐ AÐ ATHUGA AÐ FARANGURSMIÐI SÉ MERKTUR TIL ADDIS. Það má alls ekki bregðast.

Við erum að fara til Eþíópíu til að fræðast, fara inn í nýjan heim sem á að geta kennt okkur að það er ekki sjálfgefið að við getum haft rafmagn, vatn og þess háttar þægindi sem við teljum svo sjálfsögð. En við græðum líka á því.

Fyrri hópurinn var einstakur á flestan hátt 0g ég vona að sá seinni verði jákvæður og taki því sem að höndum ber með fögnuði og gleði.

Bendi öllum á að smávaxnir náungar vilja seilast í vasa í Addis og skulu menn hafa varann á í hvívetna.

Sjáumst sem sagt á Keflavík árla laugardagsmorguns og hefjum ævintýraferð.

Íranferð í haust fullsetin

Ég sé ekki betur en Íranferðin í haust 7.-22.sept (ný áætlun) sé fullsetin. Á þó enn eftir að fá svör frá nokkrum og bið um þau. Staðfestingargjald greiðist 1.apr. og hef sent flestum greiðsluáætlun sem ég bið um að verði ekki vikið frá. Ef einhver þarf að haga greiðslu öðruvísi, gjöra svo vel og láta mig vita.

Ætla síðan að hafa fund með Íranförum sirka fyrstu viku í maí ef allt fer að líkum.
Þá verður lögð fram fullbúin áætlun ofl. upplýsingar veittar.


Síðasti aðalfundur VIMA verður 28.apríl
Þá er best að öllum sé ljóst að síðasti aðalfundur VIMA verður 28.apríl í Kornhlöðunni. Þar eru venjuleg aðalfundarstörf, Magnús Einarsson kynnir tónlist frá þessum heimshlutum sem við höfum sótt heim og kannski verða einhverjar fleiri uppákomur. Fréttabréf mun berast til ykkar upp úr miðjum apríl og er það næst síðasta fréttabréfið því Íranferðin í sept. er eftir og fundur verður að henni lokinni,

Ætla til Jemen í júní ef guð lofar
FAtIMUSJ'OÐUR mun starfa áfram og ég vonast til að komast til Jemen í júní og hef vilyrði ræðismannsins okkar þar fyrir aðstoð við að finna nýja samstarfsmenn. Vonast einnig til að frétta þá eitthvað af sumum börnunum sem við höfum nú styrkt í allmörg ár. Skólahald í Jemen var hins vegar með minnsta móti sl. vetur vegna ókyrrðarinnar þar og skólar voru notaðir sem sjúkrastofur fyrir særða.

En nú förum við sem sagt til Eþíópíu á laugardag og komum reynslu ríkari þaðan ef ég þekki okkar rétt. Við ferðumst bæði um norður og suðurhlutann eins og í fyrri ferðinni. Minni ykkur til vonar og vara á að taka ljós með, einnig þær töflur sem þið takið að staðaldri og geyma þær alltaf í handfarangri.

No comments: