Saturday, December 31, 2011

Kemur sumarið?


Sýrlandsforsetahjónin Asma og Assad

Þetta ár 2011 færist ugglaust á sögunnar spjöld: Arabaþjóðir risu upp í búntum og gerðu raunhæfa tilraun til þess að losa sig við einræðisherra, ritskoðun og alls konar harðræði sem hefur viðgengist í þessum góðu löndum okkar.

Aftur á móti ber að hafa í huga að framtíðin er ákaflega óræð og þetta er orðið langt vor án þess að nema rétt bóli á sumri. Og menn skyldu varast að halda að allt falli eins og hendi sé veifað, í ljúfa löð þó einræðisherrar fái að fjúka. Allt slíkt er mikil einföldun á flóknu máli.

Að minnsta kosti treysti ég mér sannarlega ekki til að spá um hana og hvað sem allir sérfræðingar segja sem hafa tjáð sig óspart síðustu mánuði finnst mér slíkt ekki bera vott um mikla þekkingu á þessum þjóðfélögum og hugsunarhætti manna.

Upphaf málsins var í Túnis

Mér finnst óþarft að rekja þetta nema í stórum dráttum: Túnis reið á vaðið um miðjan desember í fyrra. Það kom án efa mörgum á óvart því fréttir um harðstjórn Ben Alis var að nokkru leyti falin og hafði sjaldan ratað í heimsfréttir. Það var líka athyglisvert hve tiltölulega skamman tíma þetta ástand stóð þar í landi: Ben Ali fór og kosningar voru haldnar og Túnisar virðast ætla að ráða við sitt nýja ástand þótt lýðræðishefð sé ekki fyrir hendi í þessum löndum.

Egyptar vildu Múbarak burt

Egyptar tóku til óspilltra málanna skömmu síðar og þar þrjóskaðist hinn þaulsetni og illræmdi forseti Hosni Mubarak lengur við. Fólkið sýndi þar meiri yfirvegun og stillingu en ég hefði búist við og úrslitum réði vissulega að hernum var ekki beitt gegn mótmælendum þótt ýmsir hagsmunagæðingar stjórnarinnar reyndu vitaskuld að berja á mótmælendum.
Lyktir hlutu að verða á einn veg: Múbarak hrökklaðist frá og efnt var til kosninga og réttarhöld standa yfir í landinu yfir Múbarak. Samt kraumar meira í landinu nú en menn áttu von á. Herstjórnin sem tók að nokkru leyti við virtist greinilega ekki vilja víkja og ljótir atburðir hafa orðið þar og nú situr herinn ekki lengur á strák sínum og hefur sýnt mótmælendum hina mestu grimmd. Þar sem þetta hefur hljóðnað að undanförnu er ekki ósennilegt að Bandaríkjamenn og vinir Múbaraks hafi séð að þarna borgaði sig ekki lengur að styðja fyrverandi valdhafa og því hafi þeir beitt yfirmenn hersins þrýstingi sem vonandi dugar til að mál komist þar í sæmilegt horf.

Óeirðir í Bahrein náðu ekki eyrum nema að takmörkuðu leyti

Óeirðir og mótmæli gegn stjórnvöldum í smáríkinu Bahrein þar sem Bandaríkjamenn hafa stærstu flotastöð sína, hafa að vísu komist í fréttir en einhvern veginn ekki náð eyrum almennings. Svo stjórnin hefur farið sínu fram af meiri ófyrirleitni en lýst verður. Ekkert bendir á þessari stundu til að mál færist í betra horf fyrir mótmælendur í Bahrein.

Klókir stjórnendur í Jórdaníu og Marokkó

Jórdaníumótmæli brutust út og sama má segja um Marokkó. Stjórnendur þar sýndu snöfurlega að þeim var ekki stætt á öðru- og höfðu kannski vilja til þess- en verða við kröfum og brugðu skjótt við. Þar með má segja að Jórdanir og Marokkar búi við sæmilegasta frið þó atvinnuleysi í báðum löndunum sé afar mikið. Á tímum Husseins sáluga Jórdaníukóngs var byrjað að draga úr ritskoðun í Jórdaníu og ýmsar breytingar gerðar sem miðuðu í rétta átt.

Það sama verður ekki sagt um Hassan föður Mohammeds kóngs í Marokkó en hann er augljós nútímamaður sem skilur að til að haldast á þessum eftirsóknarverða valdastóli á hann ekki annarra kosta völ en koma til móts við þegna sína.

Ólga varð í Alsír en hún virðist hafa hjaðnað með ámóta samvinnu stjórnarinnar við mótmælendur. Alsír er óútreiknanlegra land um margt en nágrannalandið Marokkó en vonandi tekst að greiða úr þeim málum.

Saleh fór loks frá í Jemen en þar er enn óstöðugleiki

Þá var röðin komin að Jemen og þótt fyrr hefði verið. Upphafið má rekja til þess að blaðakonan Tawako Kerman var fangelsuð og blaðamannasamtök Jemens mótmæltu því óspart og höfðu erindi sem erfiði. Tawaku var látin laus og hún var ekki fyrr komin úr fangelsi en mótmælendur fylktu liði og hófu baráttu gegn hinum illræmda og þausetna forseta Ali Abdullah Saleh sem hafði ríkt í áratugi, haldið þjóðinni niðri m.a með því að leyfa gattneyslu. Satt að segja bjóst ég ekki við því að Jemenar mundu hafa það úthald til mótmæla sem raunin varð á.

Viðhlægjendur Saleh forseta svo og herinn beitti sér af hörku gegn mótmælendum en Jemenar sýndu að þeir eru til alls vísir og héldu mótmælum áfram. Þau verða að teljast að mestu friðsamleg af þeirra hálfu en herinn sýndi að hann stóð lengi vel og gerir kannski enn með Saleh.
Loks kom að því að Saleh varð fyrir árás og varð að leita sér langrar læknisaðstoðar í Sádi Arabíu. Þá varð kyrrara um hríð enda vonuðu Jemenar að hann léti ógert að koma heim og Isliah flokkurinn í Jemen sem er alvöru stjórnarandstöuflokkur undirbjó valdaskipti.

Enn Saleh kom heim og lengi vel neitaði hann að víkja. Fyrir atbeina Flóabandalagsins sem í eiga sæti forsvarmenn Sádi Arabíu, Katar, Bahrein, Óman og Kúveit tókst að ná samkomulagi um að hann færi frá völdum.
Svo tregur var hann þó til þess að það er erfitt að ætla hvað verður framhaldið í þessu fátækasta landi í Arabaheiminum.
Það var mikið gleðiefni fyrir alla að Tawako var ein þriggja kvenna sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu vína. Það vakti stolt og gleði bæði í Jemen og víða annars staðar. Áhangendur og aðdáendur Saleh hafa væntanlega ekki glaðst.

Enn er ókyrrð í Jemen þótt ekki sé alltaf ljóst hverjir eru að stríða en þar sem Jemen hafði þrátt fyrir allt verið komið nokkuð áleiðis í því að aflétta ritskoðun, leyfði internetaðgang einna fyrst þessara landa ofl má leyfa sér að vona að kannski rætist úr. Skólahald hefur að mestu leyti legið niðri en nú berast þær fréttir að það kunni að komast í lag á nýju ári. Ekki vanþörg á því fyrir þetta land þar sem um helmingur manna er ólæs og óskrifandi.

Flugbann og loftárásir á Líbíu en allt framhald þar óljóst

Gaddafi, leiðtogi Líbíu, talaði digurbarkalega framan af og lýsti því margsinnis yfir að viðlíka atburðir og ættu sér stað í grannlöndunum gætu aldrei gerst í sínu landi því líbíska þjóðin væri hamingjusöm og nyti frelsis og velsældar. En hafði varla sleppt orðinu þegar óeirðir brutust þar út og kom þá berlega í ljós að Gaddafi hafði misreiknað sig hrapallega.
Uppreisnarmenn voru atkvæðamestir í Benghazi, helstu borg austurhlutans og náðu þar fljótlega öllum völdum.
Her Gaddafis sem í voru þó einkum erlendir málaliðar frá löndum sunnan Sahara, sýndu mikla hörku og lömdu á uppreisnarmönnum sem þokuðu sér í vesturátt. Baráttan stóð lengi og var engu þyrmt af hálfu beggja. Sannast að segja hefur mér aldrei verið almennilega ljóst hverjir uppreisnarmenn voru, þar virtist lengi vel enginn áberandi leiðtogi.
NATO fannst rétt að rétta Líbíu hjálparhönd til að koma einræðisherranum frá völdum, setti flugbann á landið og hóf síðan miklar loftárásir og féllu þúsundir í þeim og vitanlega létust óbreyttir borgarar ekki síður þar en í öðrum frelsunarherferðum sem Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir. Loftárásirnar á Líbíu mæltust misjafnlega fyrir enda ekki auðvelt að draga aðra ályktun en þar réði töluverðu að Líbía er langtum olíuauðugra land en þau sem fyrr hafði dregið til tíðinda í.

Gaddafi hafði lengi upp stór orð um að hann mundi hvergi fara og bardagar um nokkrar borgir stóðu í óratíma. Loks var svo komið að Gaddafi hrökklaðist frá, lagði á flótta en var tekinn af lífi hvar hann faldi sig. Það mun trúlega ekki upplýsast hverjir þar áttu hlut að máli. Og það mun án efa taka drjúgan tíma áður en sárin í þessu stóra eyðimerkurlandi gróa og þjóðin áttar sig á því hvað hún áætlar til lengri framtíðar litið.

Lengi ríkti þögnin ein í Sýrlandi

Meðan þessu fór fram í Túnis, Egyptalandi, Bahrein og Jemen og átök voru ekki orðin jafn alvarleg í Líbíu og síðar varð, virtist allt ætla að vera með kyrrum kjorum í Sýrlandi sem löngum hefur haft sérstöðu í Arabaheiminum vegna mjög afdráttarlausrar andstöðu þeirra við ítök Bandaríkjamanna í heimshlutanum.
Basjar Assad forseti hafði tekið við aldamótaárið og þá lofað umbótum sem hann virtist vera að hrinda í framkvæmd hægt og rólega og af verulegri yfirvegun. Þó svo hann sýndi pólitískum andstæðingum sínum ekki mikla náð óraði fæsta fyrir þeirri framvindu sem þar hefur orðið og stendur enn.

Svo virðist sem Sýrlendingum hafi þótt eftirsóknarvert að taka á einhvern hátt þátt í öllu þessu, hópur þusti út á götur og veifaði fánum og myndum af Assad. Í mínum huga var þetta meira eins og þeir væru dálítið að skemmta sér. Og víst voru þeir í þessum hópum sem hrópuðu slagorð gegn Assad.

Assad lét þá talskonu sína koma fram og kunngera að hann mundi verða snöfurlega við beiðnum um breytingar í frelsisátt og margir vörpuðu öndinni léttar. Einhverjir voru þó ekki trúaðir á orð forsetans og þegar alvöru kröfugöngur voru farnar til að heimta að hann stæði við orð sín og það fyrr en síðar, var hernum sigað miskunnarlaust á fólk.
Þar með varð neistinn að báli í Sýrlandi. Í öllum helstu borgum og bæjum hafa verið óeirðir, mótmælagöngur og hernum hefur verið beitt af taumlausri grimmd gegn óbreyttum borgurum. Fólk hefur fallið þúsundum saman, hermenn hafa hlaupist undan merkjum og gengið til liðs við mótmælendur og á tímabili voru hinir ýmsu armar hersins farnir að berjast hvor við annan.

Hvað eftir annað gaf Assad yfirlýsingar um að nú færi allt að lagast, nokkir útlendir útsendarar hefðu staðið fyrir þessu og hann mundi aldrei siga hernum á óbreytta borgara. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar herinn gerði geðveikislegri árásir en nokkru sinni.
Arababandalagið hóf seint og um síðir að beita sér í málinu og sendi eftirlitsmenn til Sýrlands að fylgjast með hvort Assad stæði við orð sín. En Sýrlendingar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa eftirlitsmenn bandalagsins þar sem þeir hafa verið í fylgd sýrlenskra háttsettra herforingja og aðeins farið þar um sem þeim hefur verið leyft. Og ekki haft bein í nefinu til að krefja Assad um raunverulega stöðu og þaðan af síður setja sig inn í málin.

Assad hefur einn þjóðhöfðingja í þessum löndum þar sem logað hefur, lagt algert fjölmiðlabann á. Erlendir blaðamenn hafa ekki fengið að koma til landsins, innlendir blaðamenn fá engar fréttir að segja og fylgst er vandlega með því að menn taki ekki myndir.
Nú er álitið að mörg þúsund óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í landinu og enn fleiri settir í fangelsi. Ljótar sögur eru sagðar, staðfestar eða óstaðfestar, af pyndingum og öðrum óhæfuverkum. Þúsundir hafa flúið yfir til Tyrklands og Líbanons og einhverjir reynt að komast yfir til Jórdaníu. Og sagan segir að nú síðustu daga hafi menn reynt að komast inn í Írak og fer þá skörin að færast upp í bekkinn.
En hvernig sem þetta endar í Sýrlandi er þó eitt á hreinu: Basjar Assad hefur glatað því trausti sem hann naut og fari hann ekki frá fyrr en síðar gæti brotist út alvöru borgarastyrjöld í landinu

Tuesday, December 27, 2011

Á döfinni á nýju ári


Petra. Myndina tók Vera Illugadóttir

Vona að jóladagar séu sem flestum gleðilegir. Takk fyrir jólakort og sérstaklega þakkir fyrir myndir úr ferðum sem sendar voru til min

Það hefur orðið töf á að efna til myndakvölds fyrir seinni Uzbekistanhópinn en verður vonandi gert fljótlega eftir áramót. Læt fólk vita um það.

Bið Eþíópíufara að greiða skilvíslega um mánaðamót. Fyrri hópur borgar síðustu greiðslu og þeir sem eru í eins manns herbergi borgi þá sitt aukagjald. Skv. bönkum í dag er það 44 þúsund. Eyþór hefur þegar lokið greiðslu á því og ferðinni enda alveg sérstakur hvað það varðar. Takk Eyþór. Muna reikninginn 342 13 551346 og kt 441004-2220. Seinni hópur á eftir tvær greiðslur og vænti þess að ég þurfi ekki að ýta á menn þar heldur. Sá hópur borgar eins manns herbergi með síðustu greiðslunni. Þetta eiga náttúrlega allir að vita.

Á dagskrá ársins er einnig ný áætlun til Íran7.-22.sept. Hún er komin inn á síðuna og hlekkinn sinn og upp úr miðjum janúar mun ég óska eftir að menn láti vita því ég blæs hana af áður en ég fer til Eþíópíu ef ekki næst 20 manna hópur. Eins og þið sjáið er þar byrjað í Tabriz og farið á nýjar slóðir í norðri en við sleppum vitanlega ekki Isfahan. Á þeim lista eru nú 19 manns en helmingur með spurningamerki og þarf að fá það á hreint sem fyrst eins og fyrr segir.
Bið félaga að láta það ganga því ég hef hreinsað töluvert til í póstlistanum og sumir breyta um netföng og furða sig síðan á því að fá ekki póst. Vinsamlegast kippa því í lag.

Íranferðin í sept er eins og ég hef margsinnis sagt síðasta VIMA ferð sem ég mun standa fyrir. Þessu verður ekki breytt
Tek hins vegar hefðbundna Íranferð í maí fyrir Bændaferðir og etv Eþíópíu í okt ef þátttaka næst í þær.

Enn er ekki ljóst hver verða örlög persnesku teppasýningarinnar sem fyrirhuguð var í febr. þar sem þeir vinir okkar hafa enn ekki fengið áritun til Íslands. Danska sendiráðið í Teheran sem sér um áritanir til Íslands er ekki liðlegri hvað það varðar en önnur dönsk sendiráð. Utanríkisráðuneytið íslenska er nú komið í málið og vona að það skýrist fljótlega.

Fréttabréfið er í vinnslu og kemur út um eða upp úr miðjum janúar og miðsvetrarfundurinn okkar verður í Kornhlöðunni 22.jan. Það verður mjög fýsilegur fundur.

Vona svo að allt sé í góðu gengi hjá ykkur og bið Eþíópíufara enn og aftur að láta ekki bregðast með greiðslur. Hef þegar greitt upp flugmiða í seinni ferð því ég fékk yfirdrátt hjá bankanum þar sem Ethiopian Airlines hækkar fargjöld um áramót.

Skrifa hugleiðingu um þetta viðburðaríka ár í stjórnmálum Miðausturlanda á gamlaársdag.

Friday, December 2, 2011

Ný Íranáætlun komin á síðuna undir Íranhlekk- Látin er Huldu Waddel



Mér bárust þær sorglegu en ekki óvæntu fregnir að Hulda Waddel, VIMA-félagi, ritstjórnarkona og samferðarmaður í ferðum hefði látist í gærkvöldi aðeins 56 ára að aldri.
Hún hafði átt við veikindi að stríða um alllanga hríð og síðustu mánuði var sýnilegt að hún hlaut að tapa þessu stríði þótt hetjulega hafi verið barist.

Hulda var meðal þeirra fyrstu sem gekk í Vináttu og menningarfélag Miðausturlanda og sýndi félagsskapnum áhuga og þau Örn Valsson, maður hennar, komu á flesta fundi uns veikindin ágerðust. Hún tók sæti í ritnefnd fréttabréfs okkar með sóma en sagði sig úr ritnefnd í sumar þegar hún sá fram á að hún gæti ekki lengur sinnt því. Hún og Örn studdu einnig telpuna Rösju í Jemen svo hún kæmist í skóla og báru umhyggju fyrir velferð hennar.

Hulda og Örn voru skemmtilegir ferðafélagir. Alltaf glaðsinna og jákvæð hjón sem var gaman að ferðast með. Þau höfðu ánægju af ferðalögum og m.a. tóku þau þátt í VIMA ferðum til Sýrlands, Líbanons, Eygptalands og Líbíu.

Ég á góðar minningar um Huldu og mun sakna hennar. Ég votta manninum hennar og öllum þeim sem þótti vænt um hana, samúðarkveðjur


NÝ ÍRANSÁÆTLUN KOMIN Á ÞRÁÐINN SINN. Bendi á að þetta er síðasta VIMA-ferðin sem ég stend fyrir. Það hefur komið fram áður og verður ekki breytt.



Hótelið sem við dveljum á í Kandóvan

Vona að þið gefið því gaum og látið mig vita um áhuga.

Ég veit að hann skortir ekki, er með ansi marga á lista en flestir með spurningarmerki og nú er að útrýma því.

Það er nauðsynlegt að tuttugu þátttakendur verði í ferðinni svo að af henni verði og ég þarf að láta vita fyrr en seinna. Vinsamlegast hafið samband.

Þessi ferð er að hluta til sett upp fyrir þá sem hafa farið í Íranferð og hafa látið í ljós áhuga á að skoða meira af þessu landi sem hefur heillað Íslendinga upp úr skónum. Auðvitað eru aðrir meira en velkomnir þótt þeir hafi ekki farið fyrr.

Í þessari ferð er byrjað í Tabriz í norðvestri, farið til Kandovan, Zanjan, Kermanshah og Hamadan og loks til Isfahan en mér finnst og fleirum ugglaust líka að þeim stað sé óhugsandi að sleppa.

Vonast til að heyra frá ykkur. Hið fyrsta ef þið vilduð vera svo væn.

Wednesday, November 23, 2011

Eþíópíuferðir eru báðar fullsetnar/ Verður eitthvað að marka loforð Saleh, forseta Jemens nú?


Jk við fossa Bláu Nílar

Sæl öll og takk fyrir síðast á góðum fundum um helgina.

Vil bara láta þess getið að báðar ferðirnar eru nú fullsetnar og þó ég skrifi á biðlista er mjög ósennilegt að einhverjar breytingar verði.

Bið alla vinsamlegast að greiða á réttum tíma og þakka raunar góða skilvísi í þeim efnum. Næsti greiðsludagur er 1.des.

Við höfum ákveðið að taka með okkur skóladót, blýanta, stílabækur, yddara ofl. límmiða,sápur, þvottapoka, fótbolta og kannski nokkur töfl. Það eru litlar skólabyggingar alls staðar og reynt að halda uppi kennslu en skólar eru mjög vanbúnir.

Hef haft samband við ferðaskrifstofustjórann okkar og hann mun velja skólana sem við heimsækjum.

Þetta mæltist mjög vel fyrir á báðum fundunum og allir vita nú hvað þeir eiga að taka með. Fannst ágætt að hafa það svo ella hefðu kannski margir keypt það sama.


Frá Kandovan
Hótelið sem verðum á er hoggið inn í kletta og er mjög sérstakt. Skemmtileg herbergi

Íran- ný áætlun
Er nú að bíða eftir nýju Íranáætluninni sem er í sjálfu sér að mestu tilbúin en vantar flugmiðaverð og því læt ég aðeins bíða að setja áætlunina inn. Reikna má fastlega með að hún verði birt í lok desember.
Mér sýnist þó ljóst að verð hækkar enda hefur merkilegt nokk tekist að halda verði á Íranferðunum óbreyttum sl 4 ferðir. Það má búast við að ferðin kosti um 490 þúsund, en það er sagt með fyrirvara.

Hún er áætluð í september 2012 eins og fram hefur komið og við byrjum hana í Tabriz í norðvesturhlutanum. Fljúgum heim frá Teheran þar sem ekki er fáanlegt flug frá Isfahan eins og ég hefði kosið.

Býst við að í þessa ferð muni einkum fara félagar sem hafa áður sótt Íran heim en auðvitað eru nýir velkomnir. Ég hef skrifað niður nokkurn hóp en flestir með spurningamerki og væri afskaplega hentugt ef þið létuð mig vita um áhuga.

Áætlunin virðist vera mjög spennandi og fyrir utan Isfahan sem ég held að enginn vilji sleppa er að öðru leyti farið á nýjar slóðir.



Verður eitthvað að marka orð Saleh nú frekar en áður?

Þær fréttir berast frá Jemen að Ali Abdullah Saleh, forseti sé kominn til Sádi Arabíu og þar muni hann skrifa undir að hann afsali sér völdum í hendur varaforseta landsins á næstunni. Þetta samkomulag var unnið af stjórnum Flóaríkjanna og S.þ.

Þessar fréttir eru auðvitað ánægjulegar í sjálfu sér en öllu verra hlýtur þó að teljast að þau eru ótalin loforðin sem Saleh hefur gefið um það að hann sé tilbúinn að víkja en þegar komið hefur af efndum hafa þær gufað út í buskann og eftir situr jemenska þjóðin með þennan illræmda forseta sem hefur stjórnað landinu á fjórða áratug.

Hann hefur verið beittur þrýstingi af ýmsum innanlands sem utan að fara til að koma í veg fyrir að átökin haldi áfram í landinu eða það brjótist jafnvel út borgarastyrjöld. En Saleh á líka aðskiljanlega stuðningsmenn sem eiga ríkra hagsmuna að gæta um að hann fari alls ekki og þeir hópar hafa látið að sér kveða og lýsa nú hinni mestu andstöðu við þessa samningagjörð.

Auðvitað væri óskandi að Saleh tæki pjönkur sínar og hypjaði sig en sjálf er ég í stórum vafa um að hann standi við þau orð sín nú. Það hefur sýnt sig að hann er slóttugur og ber fyrir sig að hann njóti óskoraðs stuðnings og það sé bara óþjóðalýður sem vill að hann fari.

En guð láti gott á vita: Kannski bregður hann út af vananum, stendur við orð sín og víkur. Fyrir jemenska þjóð væri það besti kosturinn þó ekki sé þar með sagt að allt mundi umsvifalaust falla í ljúfa löð í þessu fátæktarinnar og fegurðarinnar landi.

Sunday, November 20, 2011

Stórfínir kynningarfundir um Eþíópíu hjá okkur í dag


Ferðaskrifstofuhjónin í Addis og JK. Myndin tekin í maí sl.

Efnt var til fundar með væntanlegum Eþíópíuförum í dag í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu í dag og var mæting með afbrigðum góð. Þeir fáu sem komu ekki höfðu látið vel og alúðlega vita.
Í fyrri ferðinni 3.-20.mars eru 30 manns og í þeirri seinni 31.mars-17.apr. 27 manns.
Nokkrir eru á biðlista.

Við fórum yfir áætlunina og spjölluðum um hana, margs var spurt og svo var diskurinn um Eþíópíu látinn rúlla á tjaldi.

Það er góð blanda nýrra og gamalla félaga og samtals þrettán hafa aldrei farið í VIMA-ferð og einnig er eftirtektarvert að sjö þátttakenda eru innan við tvítugt.

Ég lét þátttakendur hafa áætlunina, vonandi rétta úr garði gerða, einnig pistil um Eþíópíu sem Vera Illugadóttir hafði gert fyrir mig, svo og veðurkort og þátttakendalista.

Ekki má gleyma að menn gerðu sér gott af írönskum hnetum(gjöf frá Mohamad bílstjóra), döðlum óg kökum einnig frá Íran og sötruðu te/kaffi/kakó með.

Ánægjulegir fundir í hvívetna og allir virðast hlakka til enda verður víða farið um landið í ferðinni.

Teppasýning verður vonandi að veruleika í febrúar
Strákarnir okkar í Isfahan koma ef guð lofar í febrúar með kássu af mottum og teppum undir armi og ég stússa í húsnæðismálum og alls konar praktískum málum. Enn er nokkur vafi á húsnæði fyrir sýninguna en ég ætla að gera því skóna að það leysist á næstu dögum.

Þá koma þeir hingað bræðurnir ljúfu Ali og Hossein Bordbar ásamt þriðja starfsmanni verslunarinnar Seyed Ahmad. Einnig hefur leiðsögumaðurinn okkar Pezhman Azizi ákveðið að slást í förina og verður ugglaust ánægjuefni fyrir marga að hitta hann. Við ættum að efna í einhverjar ferðir fyrir hann og tel víst að við höldum eina veislu eða svo.

Ég hef sent meðmælabréf til danska sendiráðsins í Teheran sem sér um áritunarmál og hefur raunar ekki alltaf brugðist skjótt við.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið góð orð um að mæla með að þeir fái áritun verði einhver töf á því.
Allar hugmyndir um húsnæði eru afar vel þegnar.

Wednesday, November 2, 2011

Sýning á persneskum teppum í febrúar---fundur Eþíópíufara( báðir hópar) 20.nóv



Í febrúar n.k. hyggjast þeir koma til Íslands, teppadrengirnir okkar góðu frá Isfahan og halda sýningu á teppum og mottum í svona tvær vikur. Er að leita að sýningarhúsnæði fyrir þá og íbúð og ef þið vitið af einhverju sem kynni að henta væri elskulegt af ykkur að láta mig vita.
Sýningarhúsnæðið ætti að vera svona 40-60 fm og þá langar að fá íbúð þessar tvær þrjár vikur sem þeir verða með sýninguna.

Fundir með Eþíópíuförum 20.nóv
Held það væri kjörið að efna í fundi með Eþíópíuförum þann 20.nóv. Í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu kl 14 (Fyrri hópur) og kl. 15 seinni hópur. Mér þætti
mjög vænt um ef þið vilduð láta mig vita hvort þið komið ekki ábyggilega því það er nokkuð snúið að fá húsnæði hjá Mími-símennt nú þegar kennsla er nánast alla daga.

Á fundinum útdeili ég fullbúinni áætlun og dagsetningum. Einnig hollráðum og leiðbeiningum, lista yfir þátttakendur og þess háttar.
Bið menn að mæta stundvíslega.
Við fáum okkur svo te og kaffi og gæðum okkur á írönskum góðgæti.

Bið þá fáu sem enn hafa ekki gert upp nóvember að gera það snarlega. Vonast til að þau fáu skönnuðu vegabréf eða ljósrit sem ég hef ekki fengið, verði tilbúin þarna á fundinum.

Tuesday, November 1, 2011

Eþíópíufundir síðla nýhafins nóvember


Sæl öll

Bendi á að við ferðaskrifstofustjórinn í Addis Abeba erum nú í stöðugum imeilsamskiptum varðandi formsatriði Eþíópíuferðanna.

Enn hef ég ekki fengið öll ljósrit(helst skönnuð) frá seinni hópnum og bið menn að gjöra svo vel að koma þeim til mín hið fyrsta.Þar eru einnig tvö sæti laus vegna skyndilegra forfalla

Jafnskjótt og Mímir fellst á að lána mér húsnæði efni ég í fundi fyrir báða hópa og þá verður áætlunin lögð fram í fullbúinni mynd. Nokkrir hádegisverðir bætast við án þess að verð hækki og einnig lítur út fyrir að eins manns herbergi verði næg handa þeim sem eftir því óska nema etv á einum stað.

Ýmsir hafa spurt hvort þeir geti notað púnkta í flugið Kef-Ldn-Kef og því til að svara að ég hef ekki fengið svar þar að lútandi. Mun kanna það betur og þið verðið örugglega öll látin vita ef það fæst. Ekki mundi saka að fólk léti mig vita ef það veit það sé með næga púnkta því þá er aðeins hægt að nota ef þeir eru fullnægjandi margir. Dæmi: eigi maður t.d. 15 þús púnkta er EKKI hægt að nota þá. Þurfa að vera um 39 þúsund minnir mig.

Ég vona að vel verði mætt á fundina þegar þar að kemur, þá verður einnig útdeilt leiðbeiningum og hollráðum og ég er með birgðir af írönskum döðlum, hnetum og kökum sem við gæðum okkur á.

Vinsamlegast greiðið á réttum tíma og endilega drífið í að senda mér ljósritin.

Wednesday, October 26, 2011

Mynd af Íranförum 9.-23.okt.






Þessar myndir eru teknar við hús eldsins í Yazd og við Nekropolis. Ýtið á myndirnar og þá verða þær stærri og skýrari.

Þær eru einnig komnar inn á hlekkinn Þátttakendur í ferðum.

Monday, October 24, 2011

Stúlkan mín, Nassim er alvarlega slösuð



Var að fá þær fréttir að stúlkan mín, Nassim sem ég hef stutt til skólagöngu í sex ár slasaðist alvarlega í gær þegar hun tók þátt í mótmælagöngu gegn forsetanum og stjórninni í Sanaa.

Nassim er 18 ára og hefur staðið sig með einstakri prýði. Hún hefur skrifað verðlaunaritgerð um skaðsemi gatts og verið atkvæðamikil í skólanum sínum. Einstaklega prúð og vel gerð stúlka. Sýstir hennar hefur einnig notið stuðnings okkar.
Kunningjafólk mitt í Jemen sendi mér þessar fréttir rétt í þessu. Ég hafði gefið því nöfn og upplýsingar um börnin okkar og var látin vita en ekki fylgdi sögunni nánar um málið.
Nassim hefur átt sína framtíðardrauma og hugsað djarft. Vona að ég heyri nánar um málið en skv því sem ég veit núna er hún í lífshættu enda fór hún fyrir hópi ungra stúlkna sem báru spjöld um að Saleh forseti skyldi loks standa við orð sín og fara.

Það er hryggilegra en tárum taki hvað gerist í Jemen þessar vikur og mánuði.

Sunday, October 23, 2011

Einstaklega kátir Íranfarar komnir heim


Sæl veriði

Við komum núna í eftirmiðdag með British Midland frá Teheran. Og síðan Icelandair eftir tiltölulega stutta bið til Íslands.
Allt gekk ljómandi og elskulegur kunningi minn á flugvellinum í Teheran greiddi götu okkar svo við þurftum enga yfirvigt að borga þó nokkrir hefðu skiljanlega teflt á tæpasta vaðið.

Á leiðinni til Teheran höfðum við sögustund og menn greindu frá ferðalögum sínum tvist og bast um heiminn og var gaman að heyra þær frásagnir. Verðlaun verða veitt á myndakvöldi sem Bergþóra afmælisstúlka mun halda í húsakynnum sínum og fleiri eftir nokkrar vikur. Þá verða vonandi allir búnir að skipuleggja myndirnar sínar. Vona að Árni sendi mér hópmyndirnar sem hann tók á jemen@simnet.is

Síðasta daginn í Teheran heimsóttum við söfnin, nýlistasafn, þjóðminjasafn og teppasafn og ég lét undan þrýstingi og fór með hópinn á gimsteinasafn fyrv. keisarafjölskyldunnar. Einnig festu menn kaup á döðlum, saffrani, hnetum og öðru góðmeti. Við fengum kvöldverð kl. 18 í gærkvöldi svo menn gætu hvílst fyrir brottför um miðnætti.

Það var afskaplega ánægjulegt. Ég þakkaði ferðafélögum mikið góða samveru og Hrafnhildur Sigurðardóttir sagði falleg orð um okkur Pezhaman og aðra sem greidddu götu okkar.

Áður höfðum við kvatt bílstjóra en Mohamad á einmitt afmæli í dag 23.okt og allirkrifuðu á kort til hans og ég færði honum gjöf sem ég kom með að heiman enda var þetta merkisafmæli. Þeir og þó einkum Mohamed voru hrærðir yfir því en það vorum við líka yfir þeirra einstöku vinsemd og frábæru þjónustu.


Eþíópía

Um leið og sálin skilar sér mun ég fara yfir greiðslur og þess háttar og hvort öll ljósrit eða skönnuð vegabréf hafa verið send til mín. Einnig hyggst ég halda fund amk með seinni hópi fljótlega. Þar sem ég hef nú fengið heil ósköp af´írönsku góðmeti til að bjóða ykkur, þ.e. hnetur, súkkulaði, kökur og þess háttar þarf ég bara að athuga hvenær ég fæ húsnæði og læt ykkur vita eftir helgina.

Ég skal viðurkenna fúslega að ég er æði óhress með að nokkrir sem lýstu áhuga á ferð til Eþíuópíu hafa nú öðru að sinna. Skil þetta ekki almennilega þar sem málin lágu snemma ljós fyrir og ég pantaði hótel og flug samkvæmt ykkar óskum.

Það kemur sér fáránlega óþægilega fyrir mig að hafa sent út nöfn sem nú verður að leiðrétta og ég hef þegar greitt staðfestingjargjald fyrir þá amk 6 sem áður virtust hafa fullan hug á þessari ferð.
En þar með er líka klárt og kvitt að fleiri geta bæst við einkum í seinni ferð þann 31.mars og bið ykkur að láta í ykkuur heyra hið fyrsta.

Íran tvö
Ég sagði ykkur fyrir æði löngu að fyrri Íranfarar hefðu áhuga á annarri ferð til Íran þar sem ferðin hæfist í Tabriz. Ég hef amk 20 á lista en flestir með spurningarmerki og nú VERÐ ég að fá svör um hvað þið hugsið ykkur. Ætlið þið að koma með eða ekki. Vinsamlegast látið vita. Ef af verður þarf ég amk 20 manns svo verðið fari ekki upp úr öllu valdi.
Talaði um það við Nasrin aðsdtoðarstýru að ég mundi koma í maí til að fara yfir leiðina en fyrir þann tíma þarf að hefja greiðslur. Eg geri því skóna að verð fari ekki undir 490 þúsund þótt það sé sagt án ábyrgðar

Thursday, October 20, 2011

Fegursta dagarnir i Isfahan

Godan dag
Vid erum a sidasta degi i Isfahan og notum hann til ad russa um og vaentanlega gera nokkur innkaup enda nogu ur ad velja
Vid hofum farid vitt og breitt um, skodad Imammoskuna, Lokiatulla mosku, reikad um a einstoku torginu, hitt litla treflakallinn a hjolinu sinu,dadst ad brunum yfir Lifgjafarfljotid og farid i armensku domkirkjuna.
Thessir dagar her sem i Shiraz hafa litid hratt og allir eru mjog anaegdir med lifid og ferdina. A kvoldin og i hadegi raunar lika forum vid a fallega stadi ad borda

Dagarnir i Sjiraz thegar eg gat ekki sent neitt voru lika einstaklega godir, vitjudum grafhysa skaldanna Hafez- thar sem Bergthora las upp eitt ljoda hans og somuleidis til Saadi sem er eins konar iranskur Shakespeare. Tha var ferdin ut til Persepolis alger toppur i flestra hugum.

A okuleidum milli stada hafa Mohammed bilstjori og adstodarmadur hans, Hadi borid i okkur pikknikk lons og kaffi og te og hafa fengid hurrahrop fyrir.

A morgun forum vid sem sagt aleidis til Teheran, thar eru adallega sofn sem vid forum a, Nylistasafnid, teppasafn og tjodminjasafn. Heimleidis holdum vid adfararnott sunnudags.
allir bidja kaerlega ad heilsa sinu folki. Eg kemst ekki inn a siduna og veit tvi ekki hvort folki hafa verid sendar kvedjur.
Kvedjur i bili.

Friday, October 14, 2011

Lokg almennileg kvedja fra Iranhopi

Sael oell
Vid komum til Sjiraz i eftirmiddaginn eftir langa en skemmtilega keyrslu fra Yazd. Vid byrjudum a ad koma vid i Turni thagnarinnar og setja okkur inn i greftrunarsidi zorostriana her adur. Stoppudum vid Arnarfell, rannsokudum kanatkerfid og dadumst ad 4,500 ara gamla trenu i Abarku. Ad svo bunu heimsottum vid Sasa bonda og thar utbjuggu their Mohammed og Hadi bilstjori og adstodarmadur ljuffengan hadegisverd sem allir gerdu ser gott af og Sasa faerdi okkur granatepli i eftirmat.
Vid Pezhman toludum um stjornskipan og alls konar onnur mal tvi thetta er sem fyrri hopar mjog ahugasamt folk og vill vita sem mest.
Ohaett ad fullyrda ad Iran hafi komid theim mjog skemmtilega a ovart fram ad thessu.
A morgun verdum vid her i Sjiraz og verdum i skodunarferdum, heimsaekjum grafhysi skaldanna Hafez og Saadi, forum i Narjestan hefdarhusid, fjolublau moskuna og ef ad likum laetur kikjum vid a markadinn okkur til uppbyggingar.
Dagarnir i Yazd voru lika afar vel lukkadir og thar var skodad musteri eldsins, vatnssafnid, gengid um gamla bainn og ad kvoldi 13.okt heldum vid hatidlegt afmaeli Bergthoru.
Hun fekk fineriis tertu fra ferdaskrifstofunni og eg gaf henni ljodabok med persneskum ljodum og litlinn poka og einnig skrifudu allir i hopnum a kort til hennar.
Vedur hefur verid afar notalegt svona fra 24-29 stiga hiti. Thad er god samstada i hopnum og allir i odaonn ad kynnast tho sumir thekkist ad visu fyrir.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur til sinna og eg var bedin ad taka fram ad theim lidi vel og fyndust their einstaklega oruggir ogstorhrifnir af Ironum.

Thursday, October 13, 2011

Pistill frá Íran

Orfaar linur bara til ad segja ykkur ad Iranforum lidur vel og senda kaerar kvedjur. Vid komum til Jazd i kvold og erum ad setjast ad bordum.

Allt hefur gengid ad oskum, komum fra Kashan i dag en verdum her a morgun og skodum tha Musteri eldsins, hus vatnsins, forum i Jamamoskuna og gongum um gamla baeinn og um kvoldid a ithrottaleikinn furdulega zorkaneh.

A morguyn a Bergthora merkisafmaeli og vid munum faera henni smagjof og ferdaskrifstofan gefur tertu annad kvold.

Allir virdast mjog anaegdir, slaedurnar pirraudu sumar i byrjun en thad er allt ad lida hja.

Verd ad haetta nuna en bid fyrir bestu kvedjur til allra aettingja og vini Iranfaranna og reyni ad komast i tolvu annad kvold

Friday, October 7, 2011

Til Írans um helgina. Sendi pistla eftir því sem tími gefst til.


Konur í Eþíópíu við störf

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og þar stendur og ég bið fólk, lengstra orða og er skráð í Eþíópíuferðir endilega að gera upp skv. áætlun sem því var send Nokkur misbrestur hefur verið á því þótt meirihluti þátttakenda í báðum ferðum hafi greitt reglulega. Og þakkir fyrir það.
Ég legg áherslu á að menn setji kennitölu sína með þegar þeir greiða, annars hef ég ekki hugmynd um hver greiðir. Til dæmis greiddu tveir staðfestingargjald án þess að kennitala fylgdi og var verulegt vesen að finna út úr því hverjir áttu þar í hlut.

Einnig hefur orðið veruleg töf á því að ég fengi skönnuð vegabréf send og það er til óþæginda þar sem ég þarf að senda þetta út með drjúgum fyrirvara svo að við losnum við að senda vegabréfin út sem er fyrirhafnarsamara að öllu leyti.

Margir hafa farið í nokkrar/margar ferðir með VIMA en ég hef ekki getað haldið öllum slíkum inni í tölvunni, vegabréfin gilda skemur en áður og þau verða að vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur. Því er aðkallandi að fá þetta sent og vona að flest öll hafi skilað sér þegar ég kem frá Íran 24.okt. Þá eru löngu orðin síðustu forvöð með þetta og þá á ég við báðar ferðirnar.

Þá leyfi ég mér að spyrja ALLA þátttakendur í fyrri ferð hvort þeir gætu farið viku síðar eða 3.mars. Þarf að fá svör frá öllum varðandi það. Seinni ferð er með réttri dagsetningu en kæmi sér betur ef ég gæti fært fyrri ferðina um viku. Vinsamlegast látið mig vita. Hef spurt nokkra og veit að það er í lagi hjá flestum en hef ekki haft tök á að spyrja alla. Geti einhverjir ekki breytt dagsetningum fyrri ferðar er hugsanlegt að þeir komist í seinni ferð amk ef þeir láta vita hið fyrsta.

Reynt verður að láta vildarpúnkta gilda með Icelandairflugið en svar fæ ég ekki fyrr en upp úr 20.okt n.k. Vildarpúnktarnir gilda aðeins ef fólk á nægilega marga, eitthvað um 38 þúsund-40 þúsund.Þegar samþykki Icelandair hefur fengist fyrir því greiða menn ferðina að fullu og síðan er endurgreitt á reikninga viðkomandi.

Skriffinnska að sönnu en ekki breyti ég henni.

Mér þykir leiðinlegra en orð fá lýst að þurfa að reka á eftir fólki með svona atriði eins og greiðslur og vegabréfsmál og bið ykkur að hafa þetta í lagi

Fundur verður með þátttakendum beggja ferða í nóvember og ég vona að allir mæti því ýmislegt þarf að rabba þar um


Grafhýsi Hafezar í Shiraz

Fer núna á sunnudagsmorgun með hóp til Írans fyrir Bændaferðir. Það er sams konar áætlun og við höfum farið eftir- með smávægilegum tilbrigðum.

Enn er óljóst hvort af nýju ferðinni verður, þe byrjað í Tabriz og farið suður á bóginn, en ég hef fengið áætlun frá Shahpar og væntanlega mundi þá verða efnt í þá ferð í sept 2012. Það er auðvitað nokkuð langur fyrirvari en ég hef raunar tekið eftir að fólk skipuleggur ferðir sínar með lengri fyrirvara en áður svo mér þætti hagstætt að heyra í ykkur varðandi það mál.

Verð á þeirri ferð er mjög svipað og hefur verið á síðustu ferðum til Írans, þ.e. um 470-490 þúsund kr. Auðvitað erfitt að segja til um flugfargjöldin en má reikna með að náist 20´-25 manna hópur takist að halda því verði.

Eins og fram kemur í Fréttabréfinu er það síðasta ferð VIMA.

Monday, October 3, 2011

Uzbekistanhópur 2




Aftasta röð frá finstri: Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Brynjólfur Kjartansson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Steindór Hálfdánarson, Sólrún Björnsdóttir, Eyþór Björnsson, Ester Magnúsdóttir, Kolbrá Höskuldsdóttir

Þriðja röð frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson, Elva Jónmundsdóttir, Illugi Jökulsson, Vikar Pétursson, Vilborg Sigurðardóttir, Kristín Einarsdóttir, Daði Ágústsson og Haukur Backman

Næst fremsta röð: Sveinbjörg Guðmarsdóttir Birna Björnsdóttir, Viðar Ólafsson Catherine Eyjólfsson, Halldóra Kristjánsdóttir og Guðríður Jónsdóttir
Fremsta röð Elsa Skúladóttir, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir
Myndin var tekin í Khiva

Einnig á ég að skila til ykkar kærustu kveðjum frá okkar frábæra gæd, Elenu sem skrifaði mér fallegt bréf og þakkaði samveruna.

Hvernig er með greiðslurnar í Eþíópíu?

Mig langar til að minna ykkur á Eþíópíugreiðslur. Þar hafa margir gert upp skv. greiðsluplani og bestu þakkir fyrir það en aðrir ekki. Ég er á förum til Íran nú um helgina með hóp fyrir Bændaferðir og eins og ég sagði ykkur þarf ég að senda út staðfestingargreiðslu í dag eða í síðasta lagi á morgun og verð að biðja þá sem hafa látið undir höfuð leggjast að gera skil.

Þá bendi ég á að tvö-þrjú sæti eru laus í seinni ferð.

Þar hefur ferðaskrifstofustjórinn gefið góð orð um að bæta við nokkrum hádegisverðum að minni beiðni án þess að ferð hækki og mér finnst sjálfsagt að standa í góðum skilum við hann enda vill hann allt fyrir hópana gera.

Ég vil einnig þakka þeim sem hafa sent mér skönnuð eða ljósrituð vegabréf(bara upplýsingasíðuna) að drífa í því og það á við um þátttakendur í báðum ferðum.

Saturday, September 24, 2011

Við erum komin og hlökkum til næstu samveru

Sæl öll

Ég var rétt að stíga inn úr dyrunum eftir Uzbekistanferðina seinni og allir fengu sinn farangur og held að allir hafi sömuleiðis verið á því að þetta hafi verið hin mesta ævintýraferð.

Gistum í London sl. nótt, rúta kom á Terminal 4 og flutti okkur á hótelið og síðan aftur á nr. 1 í morgun. Allt gekk þetta að óskum. Þrír urðu eftir í London, Margrét og Brynjólfur tóku lest yfir til Brussel að hitta afkvæmi sitt og koma eftir nokkra daga og höfðu fyrir löngu látið vita af því. Þau voru kvödd með kærleikum. Eyþór þurfti að fara yfir til Amsterdam, ekki gat ég kvatt hann en sendi bestu kveðjur. Einnig til annarra sem ég sá ekki á Kefló.
Við hlökkum nú til myndakvölds sem verður eftir að ég kem frá Íran í næsta mánuði. Við tókum hópmynd í Khiva á vél Ásdísar Hafrúnar og mun senda ykkur hana þegar ÁSdís er tilbúin með hana.

Ég held að segja megi að allir hafi verið mjög glaðir og fundist þetta hin mesta ævintýraferð. Eins og áður hefur komið fram var hópurinn samhentur og glaður og allir blönduðu geði hver við annan. Um tíu manns voru nýir og hafa ekki fyrr farið í VIMA ferð en allir féllu eins og flís að rassi og nú hlakka allir til myndakvölds sem verður haldið þegar ég kem úr Íranferð síðari hluta október.

Það var einstök þjónusta sem við fengum hjá Marinu og Elena leiðsögumaður, leyfi ég mér að segja, sló út Davlasko gæd í síðustu ferð. Hún og aðrir fengu gjafir og veglegt þjórfé frá hópnum og kvaðst var með trega á flugvellinum í Tashkent. Þar var skriffinnska að venju í hávegum höfð en allt fór vel og þar sem vélin til London var ekki fullsetin gátu menn margir fengið betri sæti.


Fréttabréf komiö út
Þegar ég kom heim áðan beið fréttabréf, hið glæsilegasta að venju. Hafi einhverjir ekki fengið það er trúlegt við höfum ekki rétt heimilisföng og bið ykkur að láta mig vita hið fyrsta. Í fréttabréfinu skrifar Vera Illugadóttir um Afganistan, Dominik er með matargrein og bók á náttborðinu, Margrét Árný um Uzbekistanferð fyrri og pistlar um Jemenbörn og Eþíópíu eftir mig, auk þess ljóðaþýðing eftir Lindu Vilhjálmsdóttur ofl.

Munið nú fundinn 1.okt.
Frá honum segir í fréttabréfinu og vonast til að sjá sem allra allra flesta þar enda spennandi umræðuefni á ferð eins og þið sjáið.

Þá vil ég benda á að vegna breytinga eru nokkur sæti laus í Eþíópíuferðirnar og bið ykkur hafa samband hið snarasta.

Nú fer ég að leggja mig og bíð sálarinnar með eftirvæntingu.
Þakka samferðarfólki sérstaklega góðar og elskulegar stundir í Uzbekistan

Thursday, September 22, 2011

A sidasta degi i Uzbekistan

Krakkar minir komidi sael
Afsakid hvad er langt sidan eg skrifadi sidast, ekki alltaf verid naerri bruklegum tolvum

Nu erum vid a sidasta Uzbekistandeginum okkar. Vorum ad skoda eina elstu utgafu Koransins, af henni eru nokkur eintok til og Uzbekar eru fullir stolts yfir tvi ad eitt skuli vera vardveitt her og tho stendur truin nu theim ekki verulega fyrir thrifum.
Sidan tharf ad gera sidustu innkaup og ganga um i vedurblidunni og a eftir forum vid upp a hotel snaedum thar og ut a voll kl. 1, 45 uzbeskur timi. Their eru 5 timum a undan okkur. Vid fljugum til Ldn i dag og komum thad seint ad sidasta Icelandairvel er farin svo eins og fyrirhugad hefur verid allan timann verdum vid a flugvallarhoteli a Heathrow eina nott.

Thad er ekki ad ordlengja ad hvers kyns aevintyri hafa ordid a vegi okkur thessa daga. Vid hofum skodad okkur um upp fyrir haus, bordad heil oskop, sott heim sveitamarkadi og silkiverksmidjur i Ferghana dalnum og svo maetti lengi telja. Askaflega god stemning i hopnum eins og eg hef getird um adur.
Vid komum fra Ferghana i eftirmiddaginn i gaer og i gaerkvoldi var kvedjukvoldverdur og Marina hafdi ekki valid stad af verri endanum, veitingastadur i Operuhusinu. Thar afhentum vid Elenu gaed thakkargjof og eg faerdi somuleidis ferdafelogum thakkir fyrir samveruna og minnti a ord hins spaka manns sem sagdi Heimurinn er eins og bok, sa sem aldrei ferdast hefur adeins lesid fyrstu bladsiduna.
Svo taladi Illugi mjog fallega og Bergthor maelti god ord. Matur var gomsaetur og almennt hofum vid fengid nog ad borda og vel thad.

Mun skrifa nanar um thetta eftir heimkomu og minni a ad allir eru hressir og bidja fyrir kvedjur
Krakkar minir komidi sael
Afsakid hvad er langt sidan eg skrifadi sidast, ekki alltaf verid naerri bruklegum tolvum

Nu erum vid a sidasta Uzbekistandeginum okkar. Vorum ad skoda eina elstu utgafu Koransins, af henni eru nokkur eintok til og Uzbekar eru fullir stolts yfir tvi ad eitt skuli vera vardveitt her og tho stendur truin nu theim ekki verulega fyrir thrifum.
Sidan tharf ad gera sidustu innkaup og ganga um i vedurblidunni og a eftir forum vid upp a hotel snaedum thar og ut a voll kl. 1, 45 uzbeskur timi. Their eru 5 timum a undan okkur. Vid fljugum til Ldn i dag og komum thad seint ad sidasta Icelandairvel er farin svo eins og fyrirhugad hefur verid allan timann verdum vid a flugvallarhoteli a Heathrow eina nott.

Thad er ekki ad ordlengja ad hvers kyns aevintyri hafa ordid a vegi okkur thessa daga. Vid hofum skodad okkur um upp fyrir haus, bordad heil oskop, sott heim sveitamarkadi og silkiverksmidjur i Ferghana dalnum og svo maetti lengi telja. Askaflega god stemning i hopnum eins og eg hef getird um adur.
Vid komum fra Ferghana i eftirmiddaginn i gaer og i gaerkvoldi var kvedjukvoldverdur og Marina hafdi ekki valid stad af verri endanum, veitingastadur i Operuhusinu. Thar afhentum vid Elenu gaed thakkargjof og eg faerdi somuleidis ferdafelogum thakkir fyrir samveruna og minnti a ord hins spaka manns sem sagdi Heimurinn er eins og bok, sa sem aldrei ferdast hefur adeins lesid fyrstu bladsiduna.
Svo taladi Illugi mjog fallega og Bergthor maelti god ord. Matur var gomsaetur og almennt hofum vid fengid nog ad borda og vel thad.

Mun skrifa nanar um thetta eftir heimkomu og minni a ad allir eru hressir og bidja fyrir kvedjur

Sunday, September 18, 2011

Senn lokid dvol i Samarkand

Godan daginn
Vid erum her a thridja og sidasta degi i Samarkand og holdum a morgun til Tashkent eina nott. Eftir thad liggur ferdin inn i Ferghanadalinn og tha fer nu ferdin ad styttast mjog i annan endann.
Thessa stundina eru menn uti ad russa eftir ad hafa verid a Registag i morgun, farid i merkilega stjornuathugunarstod og sogusafnsskodun.Menn eru stoirhrifnir af Samarkand en kannski er lika erfitt ad gera upp a milli thessara oliku heima sem Uzbekistan ferdin er.Hver borg og hver stadur hefur sin serkenni.
I gaer vorum vid i Nekropolis, skodudum moskuna sem sagan segir ad Bibi Hanun hafi byggt handa boinda sinum Timur ad faera honum ad gjof eftir herfor. Ymsar goda\sagnir eru tengdar thessari byggingu og hver annarri myndraenni.

A eftir foirum vid a tiskusyningu a gomlum buningum her i landi og svo i kvoldverd.

Pest hefur hooppad a nilli manna en stendur venjulega adeins i solarhring og thad eru allir hressir og jakvaedir. Einstaklega godur hopur og samhentur
Vid bidjum oll fyrir kvedjur

Friday, September 16, 2011

Uzbekistanhopur kominn eftir silkivegi til Samarkand

Sael

Her er kvedja fra okkur ur theirri einstoku borg Samarkand. Vid buumst nu til skodunarferdar og folk er fullt tilhlokkunar. Alls erum vid 3 naetur i Samarkand.
Hotelid heitir PaNORAMA OG VORU MENN AD KOMA UR MORGUNVERDI

aDUR VORUM VID NOTT I JURTBUDUNUM OG THAR VAR HALDID UPP A SEXTUGSAFMAELI sVEINBJARGAR MED GLAESIBRAG. hOPURINN FAERDI HENNI litla silkimottu og ferdaskrifstofan dyrdlega tertu og svo var sungid og trallad og setid vid eld. I gaer synti um helmingur hopsisn i Aydar Kul vatni og Illugi tho lengst, eina tvo kilometra,. Allir endurnaerdir eftir thad. Svo grilludu karlarnir ur budunum handa okkur vatnakarfa sem var algert saelgaeti
Verd ad hafa thetta i styttra lagi.
En allir bidja kaerlega ad heilsa

Tuesday, September 13, 2011

I gledi og sol i Bukhara

Sael oll
Erum i Bukhara og allt hefur gengid eins og best verdur a kosid. Nu vorum menn ad fa ser hadegisverd vid tjhornina i midbae Bukhara og sidan frjals timi unz vid forum i frekari skodunarferd seinni partinn, svo a tjoddansasyningu og alls konar hopp og hi. I morgun ad skoda kastalavirki og glaesileg missismerki og grafhysi fryv hefdarmanna her.

I gaer keyrt fra Khiva til Buykhara. Illugi hafdi frjalsar hendur um Timur lane thodhetju nutima Uzbeka, Elena gaed sem ollum likar prydilega vid taladi um Alexander og ymislegt fleira gert ser til dunurs a langri keyrslu. Hiti var um 39 stig um midjan daginn. Sumum fannst thad i thad mesta

Daginn adur vorum vid i theirri einstoku borg Khiva og skodudum okkur og borgina i taetlur og verslunarmenn attu einnig afskaplega godan dag.

Ferd til Uzbekistan me flugfelagi theirra var i godu lagi og thegar vid hofdum tekid nokkurratima hvild var farid i stutta skodunarferd, ma. a Sjalfstaedistorgid ofl. Marina ferdaskrifstofustjori hitti okkur i kvoldverdi en thar var asamt med godum mat danssyning og allir skemmtu ser vel en voru fegnir ad komast i ro

Vid verdum einnig i Bukhara a morgun og eftir thad liggur leidin i jurtin.

Allir eru mjog gladir og bidja fyrir bestu kvedjur til sinna.

Tuesday, September 6, 2011

Uzbekistanfarar tygja sig til farar- seinni Eþíópíuhópur greiði staðfestingargjald


Dansstúlka frá Ferghanadal í Uzbekistan.

Sæl öll í haustblíðunni.

Þá fara Uzbekistanfarar að búast til brottferðar og vona að allir mæti stundvíslega og eins og um var talað að morgni 9. n.k. Við færum okkur síðan yfir á terminal 4 og væntanlega verður aðeins hægt að tjekka inn til London. Icelandair og Uzbekistan Airlines hafa ekki samning sín á milli og þar með tökum við því bara glaðlega.

Tjekk inn hjá Uzbekistan Airlines byrjar væntanlega rúmlega sex um kvöldið svo menn geta út af fyrir sig haft sína hentisemi um hvort þeir skreppa inn í bæ.
Ég ætla ekki inn í bæ og get því verið vörslumaður á farangri ef fólk kýs að skreppa inn í bæ. En menn skyldu ætla sér góðan tíma til að komast til baka á völlinn.
Vinsamlegast muna það.

Muna eftir tollskýrslublöðum og öðru sem um hefur verið talað. Er nýlega búin að senda Uzbekistanfólki bréf með hinum ýmsu hollráðum og leiðbeiningum. Gjörið svo vel og farið yfir það. Eina sem ég held ég hafi gleymt er að menn ættu að skilja eftir slóð síðunnar svo ættingjar og vinir geti fylgst með okkur því yfirleitt er ágætis aðstaða til að senda pistla og það mun ég vitanlega gera eftir því sem tök eru á.

Þá vil ég benda fólki á hlekkinn Þátttakendur í ferðum. Það hefur komið inn reytingur af myndum sem ég hef sett inn á síðuna en allmargar hópmyndir vantar. Ýmsir hafa aðstoðað mig í að koma þessu á fót og bið þá sem ættu myndir að senda mér þær annað hvort á tölvu eða í pósti. Þó svo allur hópurinn sé ekki með væri gaman að fá myndir með slatta viðkomandi hóps

Eþíópíufarar í fyrri ferð hafa staðið mjög vel í skilum með staðfestingargjald og fyrstu greiðslu. Takk fyrir það. Bið þá í seinni ferð sem hafa ekki greitt staðfestingargjald að gera það og sjá til þess að aðrar greiðslur verði í góðu lagi. Allir eiga að hafa fengið áætlun og greiðsluplan fyrir þó nokkru.

Látum svo heyra frá okkur og sæl að sinni.

Sunday, August 28, 2011

Ítrekun varðandi heimilisföng- og sitt lítið af hverju´- endilega finnið hópmyndir sem vantar



Í þá gömlu góðu daga þegar Maher var frjáls og við gátum hópast til Sýrlands
Mynd Ásdís Ólafsdóttir

Nú vinnur ritnefndin að haustfréttabréfinu og mig langar að ítreka við ykkur að senda mér rétt heimilisföng. Einnig ef þið hafið fengið ný netföng.
Fréttabréfið verður bústið og girnilegt að venju, þar verður m.a. grein um sögu Afganistan, tölfræði ferðanna, smágrein um Eþíópíu, hugleiðing um Uzbekistanferð á vordögum og margt fleira.
Haustfundurinn er settur á 1.október og vinsamlegast takið daginn frá. Góður fyrirvari

Á linknum Þátttakendur í ferðum hef ég sett allar þær hópmyndir sem ég hef átt eða fengið lánaðar. Allmargar vantar og byggju einhverjir svo vel að eiga þær þætti mér afar vænt um að fá þær lánaðar í nokkra daga. Skoðið endilega hlekkinn. Þar má sjá hvaða myndir vantar. Vantar til dæmis mynd úr fyrri Ómanferð en hún var tekin og var fín en mér er ómögulegt að finna hana. Einnig vantar Sýrlands og Jemenmyndir. Kíkið endilega á þetta.

Ég hef fengið allmargar fyrirspurnir um þriðju Eþíópíuferð. Hún verður EKKI. Eins og ég hef sagt vonast ég til að ná þátttöku í Íranferð- ný dagskrá en auðvitað farið til Isfahan, en það verður síðasta ferðin.
Það er gerlegt að mjaka 2 í seinni Eþíópíuferð og nokkrir eru á biðlista í fyrri ferð.

Einnig hef ég fengið fyrirspurnir um Ómanferð en ætla ekki að plana neitt slíkt. Þær ferðir hafa verið nokkuð dýrar og ég tek Íran framyfir enda gekk nokkuð brösuglega að fylla þessar tvær Ómanferðir sem voru farnar.

Það er hætt við að bið verði á því að efnt verði í hópferðir á margar þær slóðir Arabaheimsins sem við höfum ferðast um eins og að drekka vatn. Það er hörumung til þess að vita hvað þar gerist þessar vikurnar og það er mikil einföldun og barnaskapur að ímynda sér að allt falli í ljúfa löð og málin leysist um leið og einræðismönnum hefur verið ýtt úr sessi. Margir virðast ætla að svo sé. En málið er miklu flóknara eftir átök síðustu mánaða.

Við getum vissulega kæst yfir því að hafa sótt þessa merku staði heim meðan allt var öruggt og þar sem ég komst nú ekki til Jemen fyrir Uzbekistanferðina vona ég enn að það takist eftir Íranferð í október. Oft hefur verið þörf að styðja krakkana í Jemen en nú beinlínis nauðsyn. Á meðan málin eru jafn óskýr og raun ber vitni um nú hef ég þó ekki haft samband við stuðningsmenn. Kunningjar mínir í Sanaa segja að enn sé ekki ljóst hvort skólar taki til starfa þar með eðlilegum hætti í haust og börnin luku ekki vorprófum.

En vinsamlegast munið að senda mér rétt heimilisföng. Það kostar sitt að pósta þau og magur félagssjóður VIMA hefur ekki efni á að borga undir fréttabréf sem síðan komast ekki til skila.

Thursday, August 25, 2011

Hvað hefur komið yfir Basjar Assad? Fullfljótt virðist að fagna falli Gaddafis



Svo virðist sem ekki gangi enn að hafa hemil á grimmd og miskunnarleysi sýrlenska hersins hvað sem líður fögrum orðum sem Basjar Assad forseti lætur frá sér fara.

Ýmsir ráðamenn svo sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Kie Munh ræddi við hann á dögunum og Assad lofaði öllu fögru og sagði að nú sæist sem betur fer fyrir endann á þessum ósköpum. Hann hét einnig að þeim sem hefði verið hnepptir í varðhald vegna mótmæla yrði sleppt án frekari málalengina og að skriðdrekar sínir og hermenn yrðu dregnir tafarlaust til baka.

Þetta var í lok síðustu viku. Það hefur ekkert gott gerst síðan. Basjar Assad heldur uppteknum hætti og líf er murrkað út mótmælendum og jafnvel fara hermenn húsi úr húsi og handtaka menn.

Í aðalhafnarborg Sýrlands, Latakia var jafnvel skotið af sjó á borgina og mörg hundruð "óeirðaseggjum" var safnað saman á íþróttavelli undir eftirliti hermanna og hefur raunar ekki verið fylgt eftir í fréttum hverjar lyktir urðu á því máli.

Flóttamannabúðir Palestínumanna eru við Latakia eins og víðar í Sýrlandi og um tíma virtist hernum sérlega uppsigað við þá svo flóttamennirnir urðu að taka til fótanna og flýja- þótt mér sé raunar ekki ljóst hvert þeir hafa getað flúið eins og ástandið er þarna allt um kring.

Her hefur enn á ný lamið á mótmælendum í borginni Deir es Sour skammt frá landamærunum við Írak, og í Homs og Hama eru stöðugar óeirðir með tilheyrandi manndrápum.

Enginn veit hversu margir hafa verið drepnir, talað um 2.200 manns en mér finnst líklegt að sú tala sé miklu hærri, þúsundir hafa verið handteknar og mörg þúsund manns eru á flótta vítt og breitt um landið en hundeltir af hersveitum Assads.

Evrópusambandið hefur sett harðari refsiaðgerðir á Sýrland m.a. varðandi olíu- sem er raunar ekki flóandi í þessu landi- en allt kemur fyrir ekki. Forystumenn Evrópuríkja hafa reynt að tala við Assad. Hann er mjúkmáll og vinalegur og að símtalinu loknu fara skriðdrekar hans og drápstæki enn af stað og ráðast gegn mótmælendum.

Það er óhugnanlegra að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi en annars staðar á svæðinu. Vegna þess að ekkert að þessu þurfti að gerast. Þegar menn byrjuðu að safnast saman voru engin raunveruleg mótmæli gegn Assad í gangi. Menn vildu eiginlega bara taka þátt í að láta forsetann vita að gott væri nú að hann hraðaði þeim umbótum sem hann hefur sannanlega unnið að þennan áratug sem hann hefur setið að völdum.
Menn veifuðu myndum af honum og sýrlenska fánanum og lýstu yfir stuðningi við forsetann en vildi hann sem sagt gjöra svo vel. Þetta fór allt fram með friði.

En Basjar Assad og menn hans virðast hafa fyllst ofsóknaræði og skelfingu; í stað þess að bregðast við af yfirvegum og skynsemi. Þar með fór sem fór.

Basjar Assad á sér ekki viðreisnar von úr þessu. En það er afar vandséð hvernig þetta muni enda. Hann á sér ekki lengur bandamenn innan Arabaheimsins. Og hann heldur áfram að drepa landa sína og ofsækja. Og virðist ekki depla auga.

Hvað hefur eiginlega komið yfir Basjar Assad? Þennan hófsemdarmann og stillingarljós sem virtist vilja nútímavæða Sýrland og í sátt við sitt fólk



Fjölmiðlar voru skjótir til að lýsa yfir uppgjöf Gaddafis. Þegar þetta er skrifað er enn barist í Líbíu og m.a. í höfuðborginni Tripoli. Gaddafi finnst ekki, sonurinn Saif al Islam sem sagður var í haldi uppreisnarmanna kom fram á dögunum, og lýsti yfir að þetta væri allt í góðu lagi og faðir hans hefði völdin.

Stjórnir ýmissa landa viðurkenna uppreisnarmenn sem lögmæta stjórnendur og það finnst mér afar sérkennilegt því í reynd er ekki vitað nema að takmörkuðu leyti hverjir þeir eru. Leiðtogar þeirra eru þegar farnir að stríða um völdin innbyrðis og það verður bara vatn á myllu Gaddafis og þeirra sem enn styðja hann.

Og séu menn svo einfaldir að trúa því að það eitt að koma Gaddafi frá leysi mál Líbíu eru þeir á villigötum. Það tekur eitthvað við ef og þegar hann fer í alvörunni. Og við höfum ekki grænan grun um hvað það verður.

Bandaríkjamenn voru ásakaðir fyrir að hafa ekkert plan B til reiðu eftir að í ljós kom að Írakar voru ekkert sérlega lukkulegir með innrásina 2003. Síðan hefur allt logað í illdeilum í Írak og Bandaríkjamenn segjast nú vera á förum þaðan. Skilja eftir sundraða þjóð og eyðilagða. Menn eru drepnir í Írak á degi hverjum. Það er ekki lengur fréttnæmt og framtíðin í því landi algerlega óráðin gáta. En þeir náðu þó Saddam! Maður veit ekki hvort á að hlæja eða gráta.

Það er því ekki nóg að NATO varpi sprengjum á einhverja sem þeir telja vera liðsmenn Gaddafis í Líbíu og uppreisnarmenn nái golfvellinum sem Gaddafi hefur spilað golf á. Það gætu hafist hefndaraðgerðir og valdabarátta af hörkulegra taginu því enginn virðist í reynd vita hvað á að gera þegar Gaddafi hrökklast frá.

Hvorki Líbíumenn né Sýrlendingar hugsa út í hvað verði síðan. Og þar með getur blóðbaðið haldið áfram og ekki þokkalegra ástand komið upp en nú er í þessum tveimur löndum. Því er nú verr og miður.

Saturday, August 20, 2011

Mæli með eþíópískum veitingastað á Flúðum



Við gerðum okkur ferð í gær, föstudag, slúðurfélagskonurnar fjórar Edda Ragnarsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Þóra Jónasdóttir og ég að Flúðum í gær. Erindið var að skoða nýjan eþópískan veitingastað sem hefur nýlega tekið til starfa. Stjórnandi þar er eþíópísk kona og íslenskur eiginmaður hennar.

Eftir þessa heimsókn og eftir að hafa bragðað á réttunum þykir mér sjálfsagt að hvetja ykkur til að koma þar við. Maturinn er ekta eþíópískur og ekki dýr. Við fengum okkur fjóra rétti og skiptumst á að smakka hjá hver annarri.

Stúlkan sem kom þessu á fót sagðist hafa búið hér í þrjú ár. Hún talar prýðisgóða íslensku og var elskuleg og gladdist að heyra að íslenskir hópar hygðust heimsækja landið hennar á næsta ári.




Fylgst með dæmigerðum kaffiuppáhellingi á veitingastaðnum Minilik á Flúðum.

Wednesday, August 17, 2011

Dagsetningar á seinni Eþíópíu breytast ekki - líklega blásin af Íran 2



Góðan daginn öll.

Ætlaði bara að árétta að seinni Eþíópíuferðin verður 31.mars til 17.apr. 2012 eins og áformað var. Hafði hugsað mér að færa hana um nokkra daga en svo verður sem sagt ekki.
Athugið það.
Enn er hægt að fá pláss í þeirri ferð, sú fyrri er uppseld og fólk hefur sýnist mér greitt skilvíslega sitt staðfestingargjald. Takk fyrir það.

Hafði á prjónunum Íranferð í sept 2012 um norður og vesturhluta Írans vegna þess að margir virtust áhugasamir. Áætlun er tilbúin en nú vantar hins vegar þátttakendur, við þurfum að vera 20 til að verð haldist sem vit er í.
Það er langt í ferðina en mér heyrist samt vera hik á mörgum svo ég býst við að hún verði blásin af. Best að bíða samt aðeins. Málið er að geti ég ekki tilkynnt ferðaskrifstofunni um þetta fyrr en síðar gerist bara eitt: ferðin hækkar enn.

Nokkrir hafa staðfest að þeir komist ekki og aðrir eru hikandi. Bíð þó fram í ágústlok með að hætta við ferðina því þetta landsvæði sem farið er um í nýju áætluninni er öldungis heillandi. Þið látið frá ykkur heyra en sem stendur sýnist mér aðeins 6-8 ákveðnir.
Uzbekistanseptemberfarar búast senn til brottferðar og allt gott um það að segja.

Þá fer ég í Íranferð(okkar áætlun) í október fyrir Bændaferðir og er komin 25 manna þátttaka í hana. Mér skilst að í hana megi þó bæta við.

Ekki blæs byrlega í Jemen

Sennilega verður ekki af því að ég skutlist til Jemen eins og mig hafði langað til að gera í þessum mánuði. Hef reynt að hafa samband við kunningja þar en ástandið er mjög viðkvæmt og hefur ekki skánað eftir að forsetinn Ali Abdullah Saleh, sem hefur verið í læknismeðferð í Sádi Arabíu í tæpa 2 mánuði - segist nú ætla að snúa heim.

Þá brutust út óeirðir einn ganginn enn. Kunningjar mínir segja mér að eins og málin standa núna sé ekki búist við að skólahald verði með eðlilegum hætti og er það m.a. ástæðan fyrir því að við verðum að bíða um sinn með það að taka upp stuðning við krakkana þar.

Sýrland í loga
Þarf ekki að fara mörgum orðum um ástandið í Sýrlandi en þar virðast hörmungar engar endi taka og Basjar Assad forseti hefur klúðrað öllu svo gersamlega að þungbærara er en tárum taki.

Námskeið hjá Mími símennt í nóvember

Vil taka fram að Mímir símennt hefur beðið mig halda námskeið í nóvember um ástandið í Miðausturlöndum. Það verður 2ja kvölda námskeið. Þar verður lögð megináhersla á þá atburði sem hafa átt sér stað síðustu mánuði og reynt að ígrunda og greina það.
Einnig verður talað um stöðu kvenna, trúna og sögu 20.aldar í þessum heimshluta.
Hvet ykkur til að fylgjast með því þegar Mímir sendir frá sér bæklinginn sinn.

Sunday, August 7, 2011

Líflegir Eþíópíufundir í gær



Glaðlegir heimamenn
Mynd JK

Fundir í gær með Eþíópíuhópum voru líflegir og þó svo allmargir kæmust ekki af ýmsum og kannski nokkuð augljósum ástæðum var þetta verulega hressilegt. Við fengum okkur kaffi og te og mauluðum sætindi með, fórum yfir ferðaáætlun og allir fengu líka greiðsluplan til að þeir vissu hvenær á að borga. Bið alla að gera það skilvíslega og skv. þessum blöðum.
Þeim sem ekki komust en höfðu skrifað sig hef ég sent á imeili áætlun svo það ætti allt að vera í góðu standi.

Ekki má gleyma því að Gulla pé var mér til aðstoðar og hún lét disk sem ég fékk í Eþíópíu rúlla og menn höfðu augljóslega gaman að því að fylgjast með honum og fá nokkra hugmynd um þetta magnaða land sem Eþíópía er.

Vil taka fram að það eru pláss laus í seinni ferð og bið menn ákveða sig eins fljótt og verða má.

Uzbekistanfarar hittust í vikunni og fengu sína miða og allt á réttu róli þar og hópurinn virðist fínn og fullur tilhlökkunar.

Ég vil líka benda á að ég ætla ekki að hafa þriðju Eþíópíuferð. Smáhreyfing hefur verið á Íran ferð- ný áætlun- en fleiri þurfa að bætast við svo af verði. Sú ferð mundi að líkindum vera í september 2012 og að því búnu ætla ég að taka upp fyrri háttu og ferðast ein og taka ekki fleiri VIMA hópa. Þetta verður þá orðið harla gott.

Sigríður Ásgeirs lánaði mér Egyptalandsmyndina og læt skanna hana inn eftir helgi og bæta á þátttakendasíðuna. Ef einhverjir eiga hópmyndir úr ferðum Sýrland/Jórdanía vantar nokkrar slíkar. Þætti vænt um að fá þær lánaðar ef einhverjir luma á slíkum.

Þá veit ég að ritnefnd vinnur nú að undirbúningi fréttabréfs sem kemur út um miðjan sept og verður þar gott og fýsilegt efni. Bið menn endilega að láta vita um breytt heimilisföng og sömuleiðis er nauðsynlegt að fá rétt netföng

Haustfundur verður trúlega 1.okt. og þar höfum við fengið snjallan ræðumann.

Thursday, August 4, 2011

Við erum öll ein fjölskylda

Sælt verið fólkið
Mér finnst ástæða til að VIMA félagar lesi þetta og leggi málinu lið á einn eða annan hátt. Þetta er í grannlandi Eþíópíu sem tveir hópar munu heimsækja á næsta ári ef allt fer að líkum.

Hrafn Jökulsson, sonur minn sem áður stýrði Hróknum af skörungsskap hefur beðið mig að leita til ykkar. Þið gætuð kíkt við í ráðhúsinu og lagt eitthvað af mörkum, tekið skák eða sýnt samstöðu á einn eða annan hátt.

Við erum ein fjölskylda: Fjöldi þjóðkunnra Íslendinga tekur áskorun skákbarna sem safna fyrir börnin í Sómalíu
Margir þjóðkunnir Íslendingar ætla að taka áskorun skákbarnanna, sem um helgina munu tefla maraþon við gesti og gangandi í Ráðhúsinu og safna þannig sem notað verður til að bjarga sveltandi börnum í Sómalíu.

Kristjón K. Guðjónsson, sem hefur umsjón með gestalistanum í Ráðhúsinu, segir undirtektir frábærar. ,,Það vilja allir leggja sitt af mörkum, alveg burtséð frá skákkunnáttu. Yfirskrift söfnunarinnar er eitthvað sem allir Íslendingar geta skrifað undir: Við erum ein fjölskylda.“

Meðal þeirra sem ætla að spreyta sig á móti krökkunum í Ráðhúsinu um helgina eru Jón Gnarr borgarstjóri, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Ísgerður Gunnarsdóttir leikkona, Bogi Ágústsson fréttamaður, Illugi Jökulsson blaðamaður, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR, Egill Ólafsson leikari og söngvari, Þorsteinn Guðmundsson leikari, Adolf Ingi Erlendsson fréttamaður, Gunnleifur Gunnleifsson markvörður, Ingibjörg Reynisdóttir leikkona, Hjörtur Hjartarson fréttamaður og liðsmaður ÍA, Andri Steinn útvarpsmaður, Geir Ólafsson söngvari, Snorri Ásmundsson listamaður, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Siggi stormur.

Mótherjar krakkanna borga upphæð að eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hinnar hræðilegu hungursneyðar í Sómalíu.

Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum notað verður allt framlag söfnunarinnar notað til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör, sem er notað til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis í Sómalíu.
Taflmaraþonið í Ráðhúsinu hefst klukkan 10 laugardaginn 6. ágúst og stendur til klukkan 18. Það heldur áfram á sunnudag, á sama tíma, og er það einlæg von íslensku skákkrakkanna að sem allra flestir leggi leið sína á maraþonið.
Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband standa að maraþoninu, en kjörorð Skákhreyfingarinnar er „Við erum ein fjölskylda“ og með maraþoninu í Ráðhúsinu vilja ungir liðsmenn skákgyðjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuðning í verki.

Thursday, July 21, 2011

Verð er komið á Íranferð - nýja útgáfu


Frá Kandóvanfjallahótelinu í samnefndum bæ

Eins og margsinnis hefur komið fram hafa allmargir látið í ljós áhuga á að skoða sig meira um í því magnaða landi, Íran, sem hefur- með fullri virðingu fyrir öðrum sem við höfum heimsótt þessi síðustu ár, orðið hvað eftirsóknarverðast.

Því hefur forstýra okkar og með leiðbeiningu Pezhmans Azizi, leiðsögumanns okkar nú búið til aðra Íranferð.
Þá er flogið um Kaupmannahöfn og Istanbul með Turkish Airways og lent í Tabriz og farið suður á bóginn. Farið er til Kandovan þar sem merkilegar hellamyndanir eru og hefur m.a. hótelið okkar verið hoggið inn í fjöllin, einnig er víða að sjá merkilegustu moskur með sinni einstæðu írönsku flísahefð, gerðar af einstöku listfengi, vagnlestastöðvar, stórfjölbreytt landslag og fleira og fleira. Við förum til Kermanshah, Zanjan þar sem þriðja stærsta hvelfing í heimi er, til Hamadan sem er meðal frægari borga Írans og síðan getum við vitaskuld ekki sleppt Isfahan, perlu Írans sem alla heillar.
Að svo búnu förum við keyrandi til Teheran og þar er mörg söfn að sjá og sum þeirra hefur ekki gefist tími til að skoða í fyrri ferðum.

Á fundinum í vor skrifuðu tólf sig áhugasama um þessa ferð og síðan hafa þrír bæst við. Til að verði af ferðinni þurfum við 20 manns. Auðvitað eru allir velkomnir, hvort sem þeir hafa farið til Írans áður eða nýir félagar. Það liggur í augum uppi.

Verð liggur nú fyrir og áætlunin er komin og ég fer yfir hana og birti hana eins fljótt og verða má.

Ætlunin er að fara í þessa ferð í september 2012 og því er augljóst að verð kann að hækka eitthvað. Eins og það lítur út nú er það 490 þúsund.
Það er gott verð, jafnvel þótt það hækki eitthvað.
Þetta er 14 daga ferð og innifalið í henni er:

Flug og allir skattar
Öll keyrsla í ferðinni
Gisting, miðað við tveggja manna herbergi
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður
Allar skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði
Tips á flugvelli og á hótelum og veitingastöðum
Te, kaffi og kökur á ökuleiðum
Vatn

Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun( en ég sé um það að venju og sendi vegabréf út þegar þar að kemur)
Tips til bílstjóranna og íranska leiðsögumannsins( 130 dollarar á mann, innheimti það einhvern fyrstu dagana)
Aukagjald fyrir eins manns herbergi(hef ekki upphæðina að svo stöddu)

Þó nokkuð langt sé í ferðina er aðkallandi að fólk láti mig vita um vilja til þátttöku hið allra fyrsta til að ég geti staðfest ferðina og greitt inn á hana svo að verð haldist tiltölulega lítið breytt. Óskað verður eftir að áhugasamir greiði staðfestingargjald í janúar n.k. eða fyrr.

Þeir sem skrifuðu sig á aðalfundi eru beðnir að staðfesta sig.


Minni á fundina
Vil svo minna á miðaafhendingarfundi með Uzbekistanförum og kynningarfundina um ferðirnar til Eþíópíu. Hef sent öllum upplýsingar þar um.

Monday, July 11, 2011

Hvernig væri að læra dálítið í landafræði - Íran 2 inn á síðuna seinni hluta vikunnar

ATHUGIÐ AÐ EÞÍUÓPUFERDIR KOMNAR á HLEKKINN SINN- SJá til hægri á síðunni


Frá Eþíópíu

Mér datt í hug þegar ég fylgdist með fréttunum á RUV áðan að það væri sniðug hugmynd að taka á ný upp kennslu í landafræði: það var talað um ferlega þurrka í Austur-Afríku og sýndar myndir af Sómalíu, Kenya og Eþíópíu eins og þar væru alls staðar þurrkar sem hafa valdið ferlegu tjóni og stefnt þúsunda mannslífa, ekki síst kvenna og barna í voða.
Málið er: þurrkar hafa leikið hið stríðshrjáða land Sómalíu grimmt og fólk hefur í þúsundatali reynt að streyma yfir til Eþíópíu og Kenya til að bjargast af.

Þetta var villandi frétt því sem betur fer eru ekki þurrkar sem herja á Kenya og Eþíópíu. Bara hafa það bak við eyrað

Ekki er þetta svosem ný bóla og það vita allir félagarnir sem hafa farið í ferðir að menn rugla saman gerólíkum löndum, hvort sem er innan Arabalanda eða nágrannalanda þeirra. En ekki betra fyrir það.


Fyrsti hópurinn sem fór til Írans. Árið 2006 í lok febrúar. Síðan var farin önnur ferð um haustið og síðan hafa verið ein til tvær ferðir á ári og þótt Sýrland hafi enn vinninginn í ferðafjölda kemur Íran þar fast á hæla.

Ætla bara að segja ykkur að Íranáætlunin nýja, þ.e. um norður og vesturhluta landsins og endað í Isfahan mun trúlega koma inn á síðuna seinni hluta vikunnar.
Þá verður einnig sett fram hugmynd um hvenær hún verði og bráðabirgðaverð gefið upp.

En það má geta þess að þá er flogið til Tabritz í norðri, keyrt í suðurátt, m.a farið til Hamadan, Kermanshah og Zanzan og loks til Isfahan. Tólf manns hafa skrifað sig áhugasama í þessa ferð en við verðum að ná 20 svo af verði.
Í þessa ferð sýnist mér vera komnir fyrri Íranfarar sem lengi hafa sýnt hug á að fara aftur og sjá meira af þessu makalaust heillandi landi.
Ekki þarf þó að taka fram að allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir eins og þar stendur.

Allt er að verða klappað og klárt fyrir Uzbekistan í september, miðar tilbúnir o.s.frv. en ég býst við að halda fund til að afhenda ferðagögn strax eftir verslunarmannahelgi.
Sama dag býst ég við að efna í fund með fyrri Eþíópíuhópnum. Tekið skal fram að þar duttu tveir út svo ég get bætt við í hana.

Sunday, July 10, 2011

"Boðið" til samræðna við Basjar í Sýrlandi- allt óljóst við endurkomu Saleh í Jemen


Myndin þessi er frá föstudagsmótmælunum síðustu í Sýrlandi en þar hefur forsetinn nú boðað stjórnarandstöðuna til fundar til að ræða hvort unnt sé að ná samkomulagi um hvernig megi stilla til friðar í landinu þar sem allt hefur logað í mótmælum

Það er í mínum huga býsna kalhæðnislegt að boða "stjórnandstöðuna" til fundar þar sem engin opinber stjórnarandstaða hefur verið leyfð í landinu og því er mér hulin gáta hverjir mundu þora að koma til slíks fundar.
Basjar Assad forseti minntist á slíkar "samræður" í ræðu sem hann flutti 20.júní sl. Síðan hefur ekkert gerst þar til nú og mótmælin færast í aukana og breiðast út.

Herinn hefur heldur gefið í hvað varðar grimmd gagnvart þeim sem mótmæla, fært sig nær landamærum Tyrklands til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn komist yfir landamærin, menn eru handteknir í þúsundatali og örlagarík mótmæli ´hafa brotist út í borginni Hama þar sem eina uppreisnin gegn föður hans, Hafez al Assad voru brotin á bak aftur 1982.
Íbúar í Hama hafa aldrei gleymt þeim atburðum í febrúar 1982 þegar vanbúnir uppreisnarmenn létu til skarar skríða og Hafez al Assad skipaði bróður sínum Rifat að berja hana niður. Grimmdin sem var sýnd þá situr enn í Hama búum enda talið að 25-30 þúsund manns hafi verið drepnir þegar sveitir Rifats komust loks til borgarinnar eftir að uppreisnarmenn höfðu staðið í þeim í meira en þrjár vikur.

Um þessa atburði þá fréttist ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að þeir voru um garð gengnir. Blaðamenn fengu þá ekki að koma til borgarinnar lengi vel og meðal þeirra fyrstu var Thomas Friedman, bandarískur blaðamaður sem hafði aðsetur í Beirut og hefur lýst atburðarásinni og aðkomunni í bókinni " From Beirut to Jerusalem" og ég hef oft hvatt Sýrlandsfara til að kynna sér.

Nú er auðvitað öldin önnur hvað fjarskipti varðar og fréttaflutning og þó svo Sýrlandsstjórn banni fréttamönnum að koma til landsins og hafi nánar gætur á þeim sýrlensku blaðamönnum sem gætu reynt að segja frá atburðum. Samt hefur þetta frést út- sem betur fer- leyfi ég mér að segja.

Því var sérstaklega athyglisvert að íbúar hertu sig upp í að mótmæla nú og fengu þá svipaðar trakteringar og fyrir tæpum 30 árum.

En aftur að samræðufundinum svokallaða. Fréttamenn sem hafa verið í símasambandi við innfædda og fengið myndir af mótmælunum gegnum farsíma og þess háttar segjast hafa miklar efasemdir um gagnsemi fundarins. Hætt sé við að komi einhverjir verði þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og ef einhverjar mæta sem eru grunaðir um andstöðu muni þeir einfaldlega verða handteknir og stungið í dýflissu ef þeir voga sér að anda út úr sér einhverju sem stjórninni er ekki þóknanlegt.

Því er vandséð hverju slíkur fundur- sem boðaður er í Damaskus getur skilað.
Það er mér líka óskiljanlegt að eftir ræðu forsetans 20.júní þar sem hann sló úr og í en lofaði sakaruppgjöf og öllu fögru auk umbóta í frelsisátt hefur harka hersins enn vaxið, menn eru drepnir miskunnarlaust enda fer að verða vandamál með fangelsispláss ef marka má fréttirnar.

Allt er þetta mikill harmleikur og ég hlýt að endurtaka það sem ég sagði í síðasta pistli. Annað hvort hefur forsetinn fyrir löngu misst öll völd og herinn leikur lausum hala undir stjórn, að því er sagt er, bróður hans Mahers sem alltaf hefur verið hinn versti yfir því að gamli Assad kaus Basjar til að verða eftirmann en ekki sig - nú ellegar Basjar Assad hefur á þessu rúmu tíu árum sem hann hefur setið á valdastóli, sýkst svo af valdagræðgi að hann tekur fullan þátt í þessum óhæfuverkum.

Það er mér líka nokkurt umhugsunarefni að talsmaður forsetans, rithöfundurinn Bouthainia Shaaban sem kom fram strax og mótmælin hófust í mars og sagði að forsetinn og stjórn hans mundu sýna skynsemi og skilning á kröfum og ekki beita ofbeldi- ja í henni hefur ekki heyrst síðan mótmælin færðust á alvarlegra stig.
Hún var jafnan kölluð til ef eitthvað var og þar sem hún nýtur mikillar virðingar og óumdeilanlegs trausts en nú virðist hún hafa gufað upp og aðrir koma fram þar sem manni þætti eðlilegt að talsmaður forsetans væri kvaddur til.

Einhverjir bjartsýnismenn segja samt að kannski skili þessi fundur einhverjum árangri. Það má auðvitað vona að svo verði en raunsæi slíkra vona er að mínum dómi afar hæpið.



Ali Abdullah Saleh forseti Jemens ávarpaði landa sína í sjónvarpi frá Sádi Arabíu á dögunum. Hann var nánast óþekkjanlegur, augljóslega stórskaddaður eftir árásina sem var gerð á forsetahöllina í Sanaa fyrir æðimörgum vikum. Hann var engu að síður kokhraustur nokkuð og sagði að uppreisnarmenn skildu ekkert hvað þeir væru að fara og allra síst vissu þeir hvað hann væri hlynntur frelsi og lýðræði.
Samt var eftirtektarvert að hann minntist ekki á hvenær hann kæmi heim þó áður hefði margsinnis verið sagt að hann kæmi heim einhvern næstu daga.
Hann minntist ekki á að hann mundi víkja.

Og nú eru stjórnmálaskýrendur farnir að bollaleggja um að Sádar ætli ekki að sleppa honum. Hann gæti þess vegna verið fangi stjórnarinnar í Sádi Arabíu.
Á meðan halda mótmæli í Jemen áfram af ákefð og fólk er farið að líða skort meiri en áður. Allt í kaldakoli og enginn virðist vita neitt í hausinn á sér hver ráði í landinu.
Andstæðingar forsetans fara í mótmælagöngur, margir hafa verið drepnir og margir hafa reynt að flýja en eiga ekki margra kosta völ. Sádar vilja ekki fá þá á sitt land, landamærin við Óman eru enn harðlokuð og eins og menn geta ímyndað sér hefur allt eðlilegt mannlíf gersamlega farið út í buskann. Skólar eru notaðir fyrir særða og flugsamgöngur við Jemen liggja niðri heilu dagana.

En þar sem Ali Abdullah Saleh var gengin í björg Bandaríkjamanna fyrir allnokkru er ekki ósennilegt að þeir skipi Sádum að halda Saleh og láta hann ekki snúa heim.

Hvað bíður síðan í þessu landi. Það er jafn óljóst og hvað verður í Sýrlandi.

Sunday, June 26, 2011

Mun sumar koma að liðnu þessu örlagaríki vori?



Gaddafi - vilja Vesturlönd nú allt í einu koma honum frá?



Það er óhjákvæmilegt annað en manni vefjist tunga um höfuð þegar fjalla skal um stöðu mála í Miðausturlöndum þessar vikurnar og mánuðina. Þar hafa gerst þvílíkir atburðir að þeir sem þekkja til þessa heimshluta eru fullir af sorg og reiði yfir því hvernig þar hefur verið haldið á málum og hvílíku ofbeldi alþýða manna hefur verið beitt.

Fyrir endann á hörmungunum sér ekki. Saleh forseti Jemen er spurningarmerki og gengst nú undir skurðaðgerðir í Sádi Arabíu. Engar áreiðanlegar fregnir eru af því hvort maðurinn er alvarlega skaddaður en reynt er af stuðningsmönnum hans að láta líta út fyrir að hann muni senn snúa heim og þá er helst að skilja að allt muni falla í ljúfa löð. Sem það gerir náttúrlega ekki. Of margt hræðilegt hefur orðið þar sem víðar annars staðar og nú er flest sem hnígur í þá átt að þeir sem berjast gegn forsetanum sjái að varaforsetanum Hadi er ekki treystandi.

Meðan þessu fer fram hafa Jemenar haldið áfram mótmælum. Skortur er farinn að gera vart við sig á ýmsum nauðsynjum. Menn hafa annað að gera en laga rafmagn og koma olíu til neytenda, vatn í Sanaa er meira vandamál en nokkru sinni áður.

Bandaríkjammenn og yfirborðskenndir sérfræðingar þar telja allt illt í Jemen megi rekja til Al Kaida þótt sannleikurinn sé að öllum líkindum sá að það mál, þjálfunarbúðir þeirra í suðrinu og að Jemen sé að verða gróðrarstía hryðjuverkamanna(og vel á minnst hryðjuverkamenn sem berjast þá gegn hverjum) er stórlega ýkt og notuð sem fyrirsláttur að einhverju verulegu leyti.

Stjórnarandstaða Isliah flokksins sem ég hafði satt að segja nokkuð góða trú á í byrjun virðist nú komin í hár saman og menn geta ekki náð neinu samkomulagi hvert þeir vilja að Jemen stefni, fari svo að forsetinn illræmdi snúi ekki heim aftur.

Í Sýrlandi gerast atburðir þyngri en tárum taki. Mín skoðun er sú að Basjar Assad hafi löngu misst völdin í hendur harðlínumanna og sé ekki lengur annað en strengjabrúða sem hangir þó á völdunum eins og hundur á roði. Skriðdrekum og þungvopnuðum hermönnum er beitt af fullkominni hörku nánast samtímis því að forsetinn flytur skrítna ræðu of lofar öllum sakaruppgjöf.

Basjar Assad hefur ekki manndóm í sér til að kveða upp úr með það að hans dagar séu liðnir og koma sér úr landi með örlitlum sóma, fólk flýr í þúsundatali yfir til Líbanons- sem telst nú varla það klókasta því armur Sýrlendinga nær til þeirra þar- og aukin heldur eru Sýrlendingar ekki eftirlæti Líbana- en þó einkum til Tyrklands og þá gæti allt farið í háaloft milli Tyrkja og Sýrlendinga því Tyrkir geta varla tekið endalaust til flóttamönnum.

Og í Líbíu hafa nú vesturlönd allt í einu greint frá því að þau vilji koma Gaddafi frá völdum! Og ekki nóg með það. Hann skal dreginn fyrir stríðsglæpadómstól. Það var ekki á áætlun þegar loftárásir NATO og Bandaríkjamanna hófust, þá átti aðeins að "vernda" óbreytta borgara, hvernig sem hinir hittnu og hnyttnu loftárásamenn ætluðu að þekkja í sundur óbreytta borgara og fylgismenn Gaddafis.

Bahrein má helst ekki tala um, þar sem Bandaríkjamenn hafa sína helstu flotastöð en vitað er að þar hefur verið barið miskunnarlaust á sjitum og þeir fangelsaðir í búntum.

En svo eru góðar fréttir innan um og saman við: Egyptar virðast ætla að komast frá sinni friðsömu byltingu með sóma og gleði og það er til eftirbreytni. Nokkur vafi leikur á um framtíð Túnis, að minnsta kosti er flótti þar stöðugur og þá einkum yfir til Ítalíu og Frakklands og Spánar.

Mohammed Marokkókóngur hefur sýnt klókindi og stjórnkænsku og lofað umbótum og að hann afsali sér góðum hluta valda sinna ef það mætti verða til að verulegur eldar kviknuðu ekki þar. Það er lofsvert svo fremi við það verði staðið.

Enn er Alsír tiltölulega rólegt og Jórdanía hefur hemil á sínu fólki, ekki með harðræði heldur með því að kóngur hefur sýnt stillingu og yfirvegun.

En þrjú lönd, Líbía, Sýrland og Jemen standa í loga. Hver verður þróunin þar?
Menn tala um arabíska vorið og vissulega var þörf á margvíslegum umbótum, frelsi, auknum mannréttingum osfrv.
En spurningin er líka: Hvað mun fylgja í kjölfarið. Hverjir verða til að taka við?

Og hvernig leysa Írakar svo sín mál? Þar gerast skelfilegir viðburðir dag hvern sem hafa gersamlega fallið í skuggann. Þó nokkrir tugir Íraka deyi á hverjum degi er það ekki lengur fréttaefni.

Því er það þessi spurning sem brennur á flestum: Að loknu þessu arabíska vori sem er orðin klisja í vestrænum fjölmiðlum - kemur þá sumar að því liðnu?