Thursday, July 21, 2011
Verð er komið á Íranferð - nýja útgáfu
Frá Kandóvanfjallahótelinu í samnefndum bæ
Eins og margsinnis hefur komið fram hafa allmargir látið í ljós áhuga á að skoða sig meira um í því magnaða landi, Íran, sem hefur- með fullri virðingu fyrir öðrum sem við höfum heimsótt þessi síðustu ár, orðið hvað eftirsóknarverðast.
Því hefur forstýra okkar og með leiðbeiningu Pezhmans Azizi, leiðsögumanns okkar nú búið til aðra Íranferð.
Þá er flogið um Kaupmannahöfn og Istanbul með Turkish Airways og lent í Tabriz og farið suður á bóginn. Farið er til Kandovan þar sem merkilegar hellamyndanir eru og hefur m.a. hótelið okkar verið hoggið inn í fjöllin, einnig er víða að sjá merkilegustu moskur með sinni einstæðu írönsku flísahefð, gerðar af einstöku listfengi, vagnlestastöðvar, stórfjölbreytt landslag og fleira og fleira. Við förum til Kermanshah, Zanjan þar sem þriðja stærsta hvelfing í heimi er, til Hamadan sem er meðal frægari borga Írans og síðan getum við vitaskuld ekki sleppt Isfahan, perlu Írans sem alla heillar.
Að svo búnu förum við keyrandi til Teheran og þar er mörg söfn að sjá og sum þeirra hefur ekki gefist tími til að skoða í fyrri ferðum.
Á fundinum í vor skrifuðu tólf sig áhugasama um þessa ferð og síðan hafa þrír bæst við. Til að verði af ferðinni þurfum við 20 manns. Auðvitað eru allir velkomnir, hvort sem þeir hafa farið til Írans áður eða nýir félagar. Það liggur í augum uppi.
Verð liggur nú fyrir og áætlunin er komin og ég fer yfir hana og birti hana eins fljótt og verða má.
Ætlunin er að fara í þessa ferð í september 2012 og því er augljóst að verð kann að hækka eitthvað. Eins og það lítur út nú er það 490 þúsund.
Það er gott verð, jafnvel þótt það hækki eitthvað.
Þetta er 14 daga ferð og innifalið í henni er:
Flug og allir skattar
Öll keyrsla í ferðinni
Gisting, miðað við tveggja manna herbergi
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður
Allar skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði
Tips á flugvelli og á hótelum og veitingastöðum
Te, kaffi og kökur á ökuleiðum
Vatn
Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun( en ég sé um það að venju og sendi vegabréf út þegar þar að kemur)
Tips til bílstjóranna og íranska leiðsögumannsins( 130 dollarar á mann, innheimti það einhvern fyrstu dagana)
Aukagjald fyrir eins manns herbergi(hef ekki upphæðina að svo stöddu)
Þó nokkuð langt sé í ferðina er aðkallandi að fólk láti mig vita um vilja til þátttöku hið allra fyrsta til að ég geti staðfest ferðina og greitt inn á hana svo að verð haldist tiltölulega lítið breytt. Óskað verður eftir að áhugasamir greiði staðfestingargjald í janúar n.k. eða fyrr.
Þeir sem skrifuðu sig á aðalfundi eru beðnir að staðfesta sig.
Minni á fundina
Vil svo minna á miðaafhendingarfundi með Uzbekistanförum og kynningarfundina um ferðirnar til Eþíópíu. Hef sent öllum upplýsingar þar um.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment