Sælt verið fólkið
Mér finnst ástæða til að VIMA félagar lesi þetta og leggi málinu lið á einn eða annan hátt. Þetta er í grannlandi Eþíópíu sem tveir hópar munu heimsækja á næsta ári ef allt fer að líkum.
Hrafn Jökulsson, sonur minn sem áður stýrði Hróknum af skörungsskap hefur beðið mig að leita til ykkar. Þið gætuð kíkt við í ráðhúsinu og lagt eitthvað af mörkum, tekið skák eða sýnt samstöðu á einn eða annan hátt.
Við erum ein fjölskylda: Fjöldi þjóðkunnra Íslendinga tekur áskorun skákbarna sem safna fyrir börnin í Sómalíu
Margir þjóðkunnir Íslendingar ætla að taka áskorun skákbarnanna, sem um helgina munu tefla maraþon við gesti og gangandi í Ráðhúsinu og safna þannig sem notað verður til að bjarga sveltandi börnum í Sómalíu.
Kristjón K. Guðjónsson, sem hefur umsjón með gestalistanum í Ráðhúsinu, segir undirtektir frábærar. ,,Það vilja allir leggja sitt af mörkum, alveg burtséð frá skákkunnáttu. Yfirskrift söfnunarinnar er eitthvað sem allir Íslendingar geta skrifað undir: Við erum ein fjölskylda.“
Meðal þeirra sem ætla að spreyta sig á móti krökkunum í Ráðhúsinu um helgina eru Jón Gnarr borgarstjóri, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Ísgerður Gunnarsdóttir leikkona, Bogi Ágústsson fréttamaður, Illugi Jökulsson blaðamaður, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR, Egill Ólafsson leikari og söngvari, Þorsteinn Guðmundsson leikari, Adolf Ingi Erlendsson fréttamaður, Gunnleifur Gunnleifsson markvörður, Ingibjörg Reynisdóttir leikkona, Hjörtur Hjartarson fréttamaður og liðsmaður ÍA, Andri Steinn útvarpsmaður, Geir Ólafsson söngvari, Snorri Ásmundsson listamaður, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Siggi stormur.
Mótherjar krakkanna borga upphæð að eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hinnar hræðilegu hungursneyðar í Sómalíu.
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum notað verður allt framlag söfnunarinnar notað til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör, sem er notað til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis í Sómalíu.
Taflmaraþonið í Ráðhúsinu hefst klukkan 10 laugardaginn 6. ágúst og stendur til klukkan 18. Það heldur áfram á sunnudag, á sama tíma, og er það einlæg von íslensku skákkrakkanna að sem allra flestir leggi leið sína á maraþonið.
Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband standa að maraþoninu, en kjörorð Skákhreyfingarinnar er „Við erum ein fjölskylda“ og með maraþoninu í Ráðhúsinu vilja ungir liðsmenn skákgyðjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuðning í verki.
Thursday, August 4, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment