Saturday, August 20, 2011

Mæli með eþíópískum veitingastað á Flúðum



Við gerðum okkur ferð í gær, föstudag, slúðurfélagskonurnar fjórar Edda Ragnarsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Þóra Jónasdóttir og ég að Flúðum í gær. Erindið var að skoða nýjan eþópískan veitingastað sem hefur nýlega tekið til starfa. Stjórnandi þar er eþíópísk kona og íslenskur eiginmaður hennar.

Eftir þessa heimsókn og eftir að hafa bragðað á réttunum þykir mér sjálfsagt að hvetja ykkur til að koma þar við. Maturinn er ekta eþíópískur og ekki dýr. Við fengum okkur fjóra rétti og skiptumst á að smakka hjá hver annarri.

Stúlkan sem kom þessu á fót sagðist hafa búið hér í þrjú ár. Hún talar prýðisgóða íslensku og var elskuleg og gladdist að heyra að íslenskir hópar hygðust heimsækja landið hennar á næsta ári.




Fylgst með dæmigerðum kaffiuppáhellingi á veitingastaðnum Minilik á Flúðum.