Tuesday, October 28, 2008

Seinni hopurinn komst med prydi

Goda kvoldid gott folk
vid vorum ad koma ur kvoldverdi her i Tripoli og allt i soma. I morgun vorum vid a russinu i gomlu borginni, lobbudum um markadinn, einhverjir gerdu kaup og einhverjir tyndust um hrid en allt var svosem i bloma.
Skodudum einnig tvaer grisk ortodokskirkjur thar sem starfssemi og messuhald er leyft, litum inn a leikskola og ymislegt fleira.
I fyrramalid til Leftis Magna klukkan niu.

Thad gekk mjog vel a flugvelli8num i gaer og Gurry og gulla og fleiri sem veittu adstod i vegabrefsmalum eiga miklar thakkir skildar fyrir.

Forstjori ferdaskrifstofunnar kom med mer ut a fugvoll i gaer og eg held ad hvorugt okkar hafi getad treyst tvi ad hopurinn kaemi fyrr en their fyrstu birtust og var mer tha storlett.

Thessi misskilningur med aritanirnar er ferdaskrifstofunnar, en their eiga ser malsbaetur tho vegna thess ad radamadurinnh her er syknt og heilagt ad breyta thessu til og fra.

Vid hofum fengid nyjan leidsogumann sem heitir Milad tvi Isam hefur ekki nad ser eftir sidustu nottina thegar hann svaf i kulda og trekikim, tepplaus og allslaus uti a sandinum. Hann er tho ad hressast en tilfinningalega sed segist hann heldur ekki vera reidubuinn ad bindast slikum tryggdabondum og thurfa sidan ad sja a eftir hopnum!O jaeja. Milad er oskop vaenn og verdur sjalfsagt OK
Vedur er undur notalegt. Allir anaegdir og bidja ad heilsa.
Vera hefur lesid lysingu a mynd sem hun a ad taka. Gudn\mundur Pe veifar tignarlega af svolunum athekkt tvi sem leiddtoginn gerir her allt um kring

Allir bidja kaerlega ad heilsa og skrifid endilega kvedjur til okkar.
Bless i bili

Sunday, October 26, 2008

Letilif i Tripoli

Hef verid herna i leti og notalegheitum og slappad af sidan fyrri hopurinn for. Nu leggur sa seinni af stad og gistir i London og kemur hingad a morgun. Tha verdur ugglaust allt i lagi a flugvelli auk thess sem gaedinn kemur upp og veitir adstod ef thorf gerist a tvi.

I gaerkvold i langan labbitur og tyllti mer nidur a inteligensiukaffid og fekk mer kaffi og ljuffenga koku. Annars beid eg eftir Isam meira og minna allan daginn til ad geta sent heim ploggin sem Edda og Herdis thurftu. Thau komust til theirra en Isam la heima raddlaus og veikur, sennilega af soknudi.
Kona hans sagdi i morgun ad hann vaeri a batavegi. Tvi hann a natturlega konu thessi elska tho hann vaeri gersamlega okvaentur i ferdinni og segdi romantiskar sogur af einu astinni sinni!

Hann gret mikid eftir ad thid forud og thegar eg let hann svo hafa tipsid fekk hann annad gratkast og vid satum vid kaffidrykkju i flugstodinni medan hann jafnadi sig. Hann er natturlega vog. Honum fannst eg kaldlynd ad grata ekki. Eg sagdi ad vatnsberar gretu vid onnur taekifaeri. Svo jafnadi hann sig, blessadur, missti roddina og fekk hita og nu sinnir kona hans honum vaentanlega af theirri tholinmaedi sem naudsynleg er thegar karlmenn veikjast.

Her er bliduvedur sem fyrr. Hussein forstjori ferdaskrifstofunnar- ekki sa sem kom med gjafirnar, thad er Wanis- kom og sotti mig i morgun og vid forum raekilega yfir thad sem aflaga for i fyrri ferd svo thad endurtaeki sig ekki.
Sjaumst svo a flugvellinum i Tripoli a morgun.

Friday, October 24, 2008

Eydimerkurfarar komu til Tripoli i gaerkvoldi

Loksins get eg latid heyra fra okkur. Vid hofum verid sidustu dagana uti i eydimorkinni og komum flugleidis fra Sebha i gaerkvoldi. Tha forum vid rakleitt a hotelid, thar beid fengum vid okkur snarl og allir foru ad sofa, dasadir nokkud en anaegdir.
Dagarnir sidustu eru olysanlegir og eg held thad se ekki minnsta vafamal ad dagarnir sudurfra verda their sem upp ur standa i godri ferd.

Thurfti ad gera breytingu a aetlun svo vid keyrdum til Sebha i stad thess ad flugja. Tvi toku allir af stakri stillingu. Svo tok vid tiu tima ferd thar sem foru a kostum Thor Magnusson og Asdis sogdu sogur og Sigga stjornadi song, menn sogdu brandara i lange baner og timinn leid eins og orskot.

Daginn eftir var lagt af stad inn i eydimorkina skammt fyrir nordan Ubari. Long keyrsla i fyrstu en sidan beygt inn i sandinn og stoppad odru hverju og vid skodudum litbrigdi sandsins og Akkakusfjallanna i fjarska.
Vorum i jeppum og vid Gudrun Olafsd og Hronn vorum saman i bil og voru thaer agaetir ferdafelagar.
Um kvoldid var komid i nattstad i Adalibudunum sem eru eiginlega full flottar svona i byrjun ferdar. Thar voru fin tjold og klosett og sturta i hverju tjaldi.Daginn eftir var margt ad skoda og thetta svaedi er eiginlega svoleidis ad tvi verdur ekki lyst ad neinu gagni. Stoppudum vida og skodudum ma forsogulegar minjar, myndir ristar a kletta ofl ofl.

Nu hofdu trussbillinn med matfongin og rumfatalagerinn - bill med dynur og tjold baest i hopinn. Their a matarbilnum voru alltaf a undan og thegar nalagadist hadegis eda kvoldverdi utbjuggu their hladbord i skugganum og allir gaeddu ser a mjog godum mat og oft stoppad i kaffi.

Tvaer naestu n;tur gistum vid i tjoldum og var thad hopp og hi thegar folk var ad venjast tvi enda ekki thaegindum fyrir ad fara. En stjornudyrdin og utbunadur theirra felaga sem med voru alls stadar til soma. Thad var ad visu ekki haegt ad greida ser eda snyrta neitt ad gagni a morgnana en thad gerdi ekkert til, klosettmal sandsinsd urdu ekki lengi feimnismal. Sumir svafu uti a sandinum, ma baedi Inga og Thorgils, Hronn, Helga Hardar, Sjofn, Olafur S og kannski fleiri. Thad vard ansi kalt a nottunni thratt fyrir hita daganna en menn voru vel utbunir med ljos og godan naeturklaednad.
Seinna kvoldid aetludu bilstjorarnir ad syngja fyrir okkur og vid rodudum okkur upp vid vardeld en their voru doltid lengi ad koma ser saman svo hopurinn - undir forystu Sigridar sem fyrr tok nokkur isl. log og their fylltust lotningu ad vera med svona finum kor a ferdalagi.
Sidustu nottina gistum vid i Afrikubudunum, thar voru sturtur,klosett og speglar og urdu ymsir hissa ad sja sig eftir dagana tvo a undan thegar hvorki speglar ne onnur thaegindi voru innan seilingar.
Tha hofdum vid fyrr um daginn farid i Wadi Metkandusj thar sem storkostlegar ristur eru a haum hamraveggjum
Eftir morgunverd i afrikubudunum var farid i hradakstur um sandoldurnar og menn syntu i soltum Saharavotnum og var thad godur endir og sidan stefnt til flugvallarins eins og eg sagdi fyrr.
Thad hefur enginn kennt ser neins, enginn fengid i magann, eina ad Asdis fekk haesi i tvo daga og var tha litid eitt hljodlkatara! En hun jafnadi sig fljott sem betur fer.
Sumum fannst thetta erfitt i fyrstu en vid erum oll sammala um ad menn muni telja eydimerkurdagna toppinn a ferdinni, their voru spes og fegurd Akkakussvaedisins mognud.
Nu fer hopurinn ut a flugvoll kl 11 og thar kvedjum vid Isam hopinn og hlokkum til ad fa naesta hop a manudaginn.
Takk fyrir allar kvedjurnar og sendid fleiri. Hopurinn hefur verid i einu ordi sagt undurskemmtilegur og jakvaedur og hefur tekid theim breytingum sem eg hef thurft ad gera med stakri hugarro og kaeti og thad vona eg ad naesti geri lika ef eitthvad verdur af sliku.
Thad er hlytt og nokkud rakt i Tripoli nuna midad vid thurrt loftid i Sahara.
Hopurinn kemur svo heim med kvoldvelinni fra London i kvold en Inga Jons mun leida hopinn og vonandi verdur haegt ad tjekka farangur alla leid til Islands.
Bidjum ad heilsa.

Wednesday, October 15, 2008

Vid erum i godu yfirlaeti i Ghadames

Godan daginn
I gaer sidla komum vid Libliulidid fyrra til Ghadames i sudvesturhlutanum. Tha hrukku augnablik nokkrir farsimar i gang vegna nalaegdar vid Alsir. En thad stod ekki lengi.
Ferdin i gaer var long en vid skemmtum okkur prydilega, vid Izam toludum til skiptist, Asdis song og milli thess fengu menn ser lur. Stoppudum i Kasr el Haj og i Nalut sem er staersti Berbabaer her i landi. Langflestir ibua Ghadames eru Berbar og thetta er fjarska godur stadur.
Eftir godan naetursvefn skodudum vid gomlu borgina tvers og kruss og hun er ein af ymsum stodum i thessum heimshluta sem er a heimsminjaskra UNESCO enda afar serstaett byggingarlag sem hefur dugad vel i sumarhitum og vetrarkuldum. Thar byr enginn lengur en kaupmenn med varning voru vid hvert fotmal og ohaett aad segja ad sem fyrr erum vid bysna dugleg ad stydja fjarhag gistilandsins.Allir virdast fila L'ib'iu 'i botn iog mikid er eg fegin tvi.
Bordudum kuskus i daemigerdu husi i gomlu borginni og nu eru flestir ad slappa aaf a hoteli og seinni partinn keyrum vid ut a sandoldur og horfum a solarlag og innfaeddir baka fyrir okkur braud unfir stjornum.
Eftir matinn i kvold er svo dans og musisering.
A morgun verdur haldid aleidis til Tripoli med vidkomu i nokkrum skemmtilegum baejum og thar er ma keramikgerd i havegum hofd.

I fyrradag var ferd okkar til Leftis Magna. Thad var hreint otrulegur stadur og poersonulega fannst mer nu mest til um gridarstora utileikhusid vid hafid.

Thad er allt gott ad fretta. Hopurinn er afar jakvaedur og skemmtilegur og sinnugur um hvert annad. Gaedinn Izam hvers manns hugljufi, matur og vidurgerningur til fyrirmyndar.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

Sunday, October 12, 2008

Olafur handtekinn og Gudrun hvarf

Her koma kvedjur fra bjortum og glodum Libiuforum.
I dag var farid i skodunarferd um Tripoli, gengid um gamla baeinn og skodadur
varningur og Margret keyptiu til daemis forlata tosku ur edluskinni. Vid skodudum
einnig sigurboga markusar areliusar sem audvitad var her og thessi bogi var ekki
grafinn upp fyrr en a 20 old.
Svo skodudum vid dyrdarinnar hus leidtoga Ottomana her a 16 old og hann hefur buid
ansi vel. Vid gatum i opnum gardi og veggirnir um kring pryddir listaverkum og
skrautmunum. Fengum te og kaffi, dodlur og kokur og undum okkur vel. Uppgoitvadi svo
ad Gudrun Olafsd var horfinn og vid hronn aetludum ad fara ad skima eftir hennar
thegar inn gekk tiguleg hvithaerd kona i skarti sem saemt hefdi hverri
landshofdingabru.
Husradandi hafi tha greinilega sed hver var mest hefdarkvenna i hopnum og bjo
Gudrunu upp i fogur klaedi.

Eftir hadegisverd i biltur um nyrri hluta tripoli og sidan frjals timi og skokkudu
menn ut og sudur. olafur S for ut med sina myndavel og myndadi i oda onn thar til
vinalegir logreglumenn toldu hann grunsamlegan og toku hann og faerdu hann i
logreglubil og hofust svo hringingar ut og sudur og olafur var hinn katasti.
Samraedur foru ekki fram a milli theirra vegna gagnkvaemrar tungumalavankunnattu.
Loks var olafi sleppt med brosi og hneigingum og hann helt bara afram ad mynda i
rolegheitum.

I kvold vorum vid svo a finasta fiskistad. I fyrramalid til Leftir magnaGaedinn
okkar her heitir Isam, virkilega naes naungi synist okkur.Her er afar notalegt vedur
og allir i hressu skapi og list vel a sig thad litla sem vid hofum enn sedFerdin fra
ldn gekk vel og skikkanlega thetta er ekki nema 3ja og halfs tima flug.

Gistum a jurys inn a flugvellinum, mesta somahotel.

Thad kom svo upp smatof a flugvelli en allt leystist um sidur og allir voru
tholinmodir og jakvaedir og hofdu bara gaman ad.
thad bidja allir ad heilsa og oska eftir kvedjum.

Wednesday, October 8, 2008

Nokkrar hagnýtar ráðleggingar og heilbrigð skynsemi


Fáni Líbíu. Varla erfitt að muna hann

Vegna fyrirspurnar sem ég fékk í gærkvöldi: best að hespa þessum ráðleggingum af sem allar byggja þó á almennri skynsemi.

Í Líbíuferð erum við í 4ra daga jeppaferð í suðvestur Sahara, förum þar um einstakar slóðir. Við gistum í tjöldum í 2 nætur og strákofum í aðrar 2 ef ég man rétt.
Með í för eru fylgdarmenn á bílum með tól og tæki til að kokka ofan í okkur svo og með dýnur og dótarí.

En auðvitað skilur fólk megnið af farangri eftir á hótelinu í Tripoli. Gæta þess þó að hafa með það nauðsynlegasta og ekki gleyma vasaljósi eða lukt, sólarvörn, hatti og þess háttar. Nauðsynlegum fötum og m.a. hlýrri fatnað því það gæti kólnað á nóttum. Þetta taldi ég að við hefðum rætt á fundunum um sl. helgi en ég hnykki hér með á þessu.

Auk þess og ekki síst er eindregið mælst til að allir í fyrri hópnum séu komnir á Keflavík kl 14 á föstudag. Muna vegabréf og miða. Muna jákvætt hugarfar. Muna að
merkja farangur með því sem ég afhenti á fundunum. Muna að tjekka aðeins inn til London. Muna að skilja slóð síðunnar eftir hjá ykkar fólki svo það geti fylgst með okkur. Reyni að skrifa inn á síðuna þegar tækifæri gefst. Muna að ég sendi EKKI tilkynningar um pistla. Muna að hraðbankar eru aðeins í Trípóli. Munið að lesa leiðbeiningablöðin sem fylgdu með. Munið eftir að pakka lyfjum ALLTAF í handfarangur.

Mér finnst dálítið hallærislegt að skrifa svona sjálfsagðar ábendingar því allt
er þetta ferðavant fólk sem verður eiginlega að brúka heilbrigða skynsemi líka til að muna hvað það á að muna og álykta.
En hér með er þetta vonandi komið til skila.

Það var eitthvert vesen á póstinum í gær, veit ekki hvort allir fengu tilkynningu en sumir kannski tvær. Afsakið það.

Tuesday, October 7, 2008

Gott myndakvöld Jemenhópanna - nýir stuðningsmenn verða fengnir fyrir krakkana


Hér er Nouria með Ahmed Alansee, annað tveggja barna sem Ingvar Teitsson styður


Setið í böndunum góðu í Sjibam.
Ingvar Teitsson tók báðar myndirnar

Gott kvöld öll
Jemen/Jórdaníuhóparnir höfðu myndakvöld núna áðan á Litlu Brekku og var mæting góð þó nokkra vantaði. En það er varla við því að búast að hægt sé að ná samtímis saman tæplega 40 manns.
Við fengum góðan fisk að borða, kaffi og súkkulaði og horfðum á diska og kubba, m.a. frá Guðrúnu Ólafsd, Guðmundi Sverrissyni,Ingvari Teitssyni suðurferð fjórmenninganna Margrétar, Brynjólfs, Guðrúnar S og Evu Júl. ofl. Óuðum og æ-uðum og
Rifjuðum upp skemmtilegar ferðir og áttum verulega ánægjulega samverustund.

Nýir stuðningsmenn við krakkana sem virðast hafa gleymst
Ég sagði í síðasta pistli að það væri ókurteisi að láta ekki vita af því ef fólk ætlar ekki að borga fyrir börnin í Sanaa sem það hefur gefið sig fram til að styðja. Hef ekkert annað orð yfir það. Allir hafa fengið vinsamlega ýtingu en sumir svara ekki einu einasta orði.
Mér finnst leiðinlegra en orð fá lýst að standa stöðugt í þessu veseni. Það er miklu hreinskiptara að segja bara að það sé hætt við eða aðstæður hafi etc.etc.

Var að fara yfir listana frá Nouriu og mun í fyrramálið senda bréf til þeirra sem
höfðu boðist til að koma til liðs.
Ég vona að boð þeirra standi enn og krakkarnir fái allir þann stuðning sem búið var að heita þeim og Nouriu.
Bendi á í 700. sinn að það er EKKI nauðsynlegt að borga alla upphæðina í einu. En einhvern lit verður fólk að sýna t.d með því að borga 5-10 þús. nú og afganginn þegar þessi gengismál hafa skýrst.

Mun svo setja pistil inn á fimmtudag til að minna Líbíufara á nokkra afskaplega sjálfsagða hluti.
Fékk í dag lista yfir vegabréfsáritanir fyrri hópsins. Edda og Herdís sjá um að taka á móti áritunum fyrir þann seinni. Sömuleiðis eru komnir voucherar fyrir hótelið í London, það heitir Jurys Inn ef þið viljið skoða það á netinu. Virðist hið notalegasta.

Þakka svo enn og aftur Jemenferðalöngunum fyrir ljúft og elskulegt kvöld.

Saturday, October 4, 2008

Þrátt fyrir kröggur og kynlegt stefnuleysi

látum við auðvitað ekki deigan síga, góðir félagar. Líbíuhópar voru sannarlega heppnir að SPRON hljóp undir bagga með mér fyrr í sumar, svo ég gat greitt báðar ferðirnar að fullu áður en krónan seig enn lengra.
Og þar sem flest er innifalið í Líbíu ættu menn ekki að þurfa að kaupa gjaldeyri fyrir nein ósköp. Fimm hundruð evrur er ugglaust yfrið nægur farareyrir plús hundrað dollararnir fyrir leiðsögumenn og bílstjóra úti.

Ég ætla að minna á að nokkrum dögum eftir að seinni Líbíuferð lýkur, hefjast svo námskeiðin mín hjá Mími símenntun, annars vegar 4ra kvölda námskeið um Menningarheim Araba og hins vegar arabíska I og ég vænti vænnar þátttöku. Hafa samband við Mími, vinsamlegast.

Núna áðan kom einn Sýrlands/Jórdaníufari til mín með einhvern fegursta blómvönd sem ég hef fengið, til að þakka fyrir ferðina. Slíkt yljar manni sannarlega um hjartaræturnar, svo og aðrar elskulegar kveðjur frá ýmsum í þeim góða hópi.

Óska Guðmundu Kristinsd til hamingju með sýninguna hennar sem var opnuð í dag. Vonast til að komast til að skoða eftir helgina.

Varðandi Fatímusjóð: nú eru að skila sér greiðslur vegna kreditkortareikninga svo innan tíðar verður klárt hvað kom inn á markaðnum og hvernig byggingarstjóðurinn stendur.

Búin að borga þá reikninga sem þurfti að borga og ég fæ ekki betur séð - hvað sem þessu kreppta efnahagsástandi líður - og auðvitað tekst okkur að kaupa nýtt hús fyrir skólann. Hyggst fara til Jemen í desember í nokkra daga eftir að námskeiðum lýkur og þá ræðum við Nouria um næstu skref svo ég taki til orða eins og þessir leiðindapólitíkusar sem enga lausn kunna.

Enn eru nokkrir styrktarmenn sem hafa ekki látið í sér heyra og sé ekki betur en ég verði að leita til þeirra sem höfðu boðið hjálp sína fram ef styrktarmenn greiddu ekki. Það er ekki kurteist að láta mig ekki vita hvernig og hvenær menn hugsa sér að borga ef fólk er að lýsa yfir að það vilji styrkja krakkana.Ef ég heyri ekkert frá þeim sem hafa ekki borgað svo mikið sem krónu með sínum börnum leita ég til annarra á mánudaginn. Þetta getur ekki gengið svona að fólk sýni ekki minnsta lit.Því engan hef ég þvingað til að borga svo ég viti til. Og þakka kærlega öllum sem hafa greitt, borga reglulega og skv. því sem þeir hafa sagt mér. Þetta eru fimm börn sem um er að tefla. Heildarlistann birti ég svo þegar það er allt komið á hreint og vonandi áður en ég fer til Líbíu enda þarf ég að senda Nouriu fyrir amk. 30 börn til viðbótar í næstu viku.

Talaði um Fatímusjóðinn hjá Rotaryklúbbnum Reykjavík austur í vikunni og það var hið besta mál og áhugi góður. Einnig heppnaðist ferðin okkar Gullu Pé til Kefló mjög vel og ég fékk umsagnir þátttakenda sendar og þær voru prýðilega jákvæðar. Mér var sagt í kvöld að arabískunámskeiðið væri fullskipað, ath hvort annað verður. Hvet fólk til að koma á námskeiðið um menningarheim Araba, þar held ég að séu enn laus pláss.

Munið svo myndakvöld Jemenfara. Vantar enn svör frá fáeinum og nokkur spurningamerki eru viðtvo eða þrjá. Þá loksins við efnum í myndakvöldið vonast ég sannarlega til að sjá flesta með sínar myndir og sína diska.


Þegar ég kem frá Líbíu mun ég eindregið óska eftir að menn staðfesti sig í ferðir. Það má ekki seinna vera. Gjörið svo vel og athugið það.

Wednesday, October 1, 2008

Sýning Guðmundu VIMAfélaga og Jemenfara


Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?

Sýning á verkum Guðmundu Kristinsdóttur í Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 30 verður opnuð laugardaginn 4. október kl. 14:00.

Í sýningu Guðmundu “Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?”
leika konur aðalhlutverkið. Fullskapaðar konur, ýmist naktar eða klæddar, birtast á myndfletinum og koma sér fyrir eins og ekkert sé, en aðrar þröngva sér út úr skugganum fram í rautt dagsljósið. Birting þessara kvenna er ekki tilgangsleysið uppmálað, þær eru mættar hér á eigin forsendum til að sýna okkur samspil kvenna í mörgum tilbrigðum. Sumar virðast ryðjast fram af öryggi í krafti þroska og lífsreynslu. Þær stjórna og tukta til, þær verja og hugga, allt eftir því sem við á, meðan stöllur þeirra taka lífinu með ró og mildi, fara með friði og gull í hári. Kvenorkan getur tekið á sig margar myndir í mörgum litum, í þetta sinn valdi hún rautt.

Guðmunda lauk námi við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1969 sem myndlistarkennari. Á undanförnum árum hefur hún stundað nám í listmálun við Myndlistarskóla Kópavogs, auk þess hefur hún sótt nokkur námskeið í listaskólum erlendis.

Þetta er fyrsta einkasýning Guðmundu, en á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún rekur vinnustofuna Art 11 í Auðbrekku 4 Kópavogi ásamt öðrum listamönnum.

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14 - 17 til 18. október

Ég leyfi mér að hvetja menn til að fara á sýningu Guðmundu. Myndirnar hennar eru bæði sérstakar og fallegar.

Í leiðinni bið ég fleiri Jemenfara að láta heyra frá sér varðandi myndakvöldið

Svo förum við Gulla Pé til Kefló í kvöld að tala þar hjá Símenntun Suðurnesja og sýna myndir.
Sæl í bili