Wednesday, December 31, 2008

Fullorðinsfræðslunámskeiðið hefst eftir áramót - en áður um atburðina á GazaFrá fullorðinsfræðslunni

Sæl veriði öll á síðasta degi þessa afdrifaríka árs.

Stundum er freistandi að ræða um annað en ferðalög. Ég er til dæmis létt brjáluð yfir því hvað hefur verið að gerast á Gazasvæðinu undanfarna daga. Þar er grimmdin og andstyggðin svo ólýsanleg að fáu verður við jafnað.
Þar kemur tilgangsleysið svo skýrt fram: um leið og byggt er upp á þessu svæði sem er ótrúlegt að fólk geti hafst við á - er það lagt í rúst á ný. Og engu er þyrmt hvort sem það er saklaus börn, konur og almennir borgarar eða "hryðjuverkabústaðir" Hamas.

Ég er viss um að byggi ég á þessu svæði hefði ég ekki minnsta samviskubit yfir því að taka þátt í að skjóta eldflaugum yfir á hernámsliðið.
Mér finnst átakanlegt að svo virðist sem menn séu orðnir dofnir fyrir því ástandi sem Palestínumenn, bæði á Gaza og Vesturbakkanum búa við.

Einu sinni á mínum blaðamannaferli, nánar tiltekið, vorið 1995 fór ég niður til Gaza. Ísraelskur hermaður við landamærin sýndi mér óskaplegan þótta og neitaði að hleypa mér í gegn og sagði að bílstjórinn sem var Palestínumaður frá austur Jerúsalem hefði heldur ekkert leyfi.

Lengi stóð í þrefi og loks tókst leigubílstjóranum leyfislausa að smygla mér gegnum gat á girðingu, víðsfjarri varðstöðinni, eftir að ég hafði klætt mig í síða kápu og sett á mig slæðu til að vera Palestínulegri.

Daginn áður höfðu nokkrir Palestínumenn sem Ísraelar grunuðu um græsku verið settir í fangelsi og aðrir sendir á einskis manns landið sem þá var syðst í Líbanon. Ég fór og hitti fjölskyldur mannanna og einnig eina fjölskyldu sem hafði misst son sinn í átökum. Skotinn með gúmmíkúlu sem hljómar ekki hættulega en er hið skelfilegasta plat því það er rétt húðað gúmmíi yst en alvörukúla fyrir innan. Á sjúkrahúsi í Gaza fékk ég eina svona kúlu sem hafði verið plokkuð úr Palestínumanni. Ég geymi hana enn.
Gaza er óttalegt svæði og samtöl mín við fólk þar þennan dag og það sem ég sá og heyrði gerðu mig svo sjóðandi reiða að þegar ég paufaðist aftur gegnum girðinguna og við keyrðum aftur upp til Jerúsalem skrifaði ég snarlega grein um þetta og sendi til Moggans. Hún var náðarsamlegast birt hálfum mánuði síðar. Hún skipti engu máli. Og allt hefur síðan enn versnað á þessum stað.

Kannski við ættum að efna í ferð þangað svo fólk sjái með eigin augum hvers lags hörmungar eru þarna á ferð og skilji að framganga hernámsveldisins er til þess fallin að búa til andspyrnufólk eða hryðjuverkamenn- svona eftir því hvað menn vilja kalla það- úr friðsömum borgurum.

Við kvörtum hér og berjum okkur á brjóst yfir miklum vandkvæðum - og út af fyrir sig geri ég ekki lítið úr þeim, fjarri fer því - en þegar íslensk námsstúlka erlendis segist ekki eiga fyrir mat vegna lækkunar á yfirfærslu og nefnir sem dæmi að hún þurfi að nota sama tepokann í tvisvar, þá renna nú öldungis á mig tvær grímur ef ekki fleiri.

Muniði fullorðinsfræðsluna
Annars ætlaði ég að benda á að fullorðinsfræðslunámskeiðið okkar í Sanaa hefst nú eftir áramótin. Allmargir hafa þegar greitt inn á það og takk fyrir það. Við styrkjum námskeiðið sem heild en það sækja 27 konur og framlagið er sem svarar 250 dollarar. Leggist sem fyrr inn á 1151 15 551212 og kt 1402403979.

Margir sem ekki hafa komið við sögu hafa haft samband síðustu daga og lagt inn. Velhugsandi fólk sem vill leggja þessu góða máli lið. Og hafi allir þakkir fyrir það.

Sýrlandshópurinn
mun nú væntanlega hittast upp úr miðjum mánuði og vonandi flestir sjái sér fært að mæta. Nánar um það seinna.

Verðhugmyndir streyma inn
Hef fengið verðhugmynd um Líbanonferð í mars, Kákasuslandaferð í maí og Íran um páska, Jemen í maí/júní.
Það er augljóst mál að verð mun hækka um að minnsta kosti þriðjung miðað við síðasta ár. Ef ekki meira. Þó svo að reynt sé að halda öllu í lágmarki af hækkunartaginu.

Ég birti verð í kringum miðjan janúar.

Að svo mæltu óska ég ykkur enn og aftur gleðilegs árs og þakka fyrir einstaklega ánægjuleg samskipti á árinu sem kveður nú.

Saturday, December 27, 2008

Vangaveltur við áramót

Sæl öll og takk kærlega fyrir kveðjur og vinaleg orð.

Nú líður senn að því að ég geti gefið mönnum hugmyndir um verð á síðustu ferðalögunum því eins og fram hefur komið ætla ég að hætta þessum ferðum að árinu 2009 liðnu og snúa mér að öðru ef guð lofar.
Hér að neðan eru myndir frá flestum áfangastöðum okkar eða myndir sem tengjast þeim á einn eða annan hátt.

Ég veit að það eru erfiðir tímar en ég hef engu að síöur trú á því að Vima fólk og fleiri áhugasamir hafi í huga að reyna að veita sér ferðalög sem eru sérstök og að ekki sé nú talað um ferðafélagana sem virðast einstakir að mínum dómi í hverri einustu ferð.

Það skal tekið fram að ég set hér myndir frá Óman og Egyptalandi og er ferð til annars hvors þeirra hugsuð í nóvember. Hef ekki trú á að þátttaka náist í báðar en auðvitað væri það bæði skemmtilegt og æskilegt.

Þá hef ég hugsað mér að sleppa Azerbajdan í Kákasuslandaferð. Ástæður eru að Azerbajdanleggurinn hleypir ferðinni upp úr öllu valdi í verði og mér þótti mjög augljóst í fyrri ferðinni á þessar slóðir að Georgía og Armenía voru þau lönd sem heilluðu menn sérstaklega.

Ég bíð nú eftir svari frá hinum aðskiljanlegum samstarfsmönnum mínum. Sú breyting hefur orðið vegna gengismálaruglsins að flugferðir eru tiltölulega stærri hluti kostnaðar en hefur verið. Vonandi skýrast málin hið fyrsta.
Þá er nokkurn veginn augljóst að séu þátttakendur færri en tuttugu fellur ferð niður.

Þakka þeim sem hafa skrifað mér um málin og mun birta verð (með fyrirvara vitaskuld) eins fljótt og verða má.Abu Simbel hofið í Egyptalandi


Ómanskur karladans


Samarkand í Úzbekistan


Edda í sandi í Sahara. Úr Líbíuferð


Frá Isfahan í Íran. Krakkarnir busla í tjörninni við stærsta opna torg í heimi. IMAM moskan í baksýn

Mynd Einars Þorsteinssonar úr piparkökuborginni Sanaa í Jemen


Kákasuslandahópurinn 2007 ásant Sofíu leiðsögumanni okkar í Georgíu sem varð hvers manns hugljúfi


Frá safninu um líbanska vitringinn og málarann Khalil Gibran í Líbanonfjöllum

Bið hvern og einn að senda slóðina áfram því ég veit að margir eru áhugasamir og þurfa að íhuga málin og ákveða sig senn

Óska öllum gleðilegs árs og þakka liðið

Wednesday, December 24, 2008

Góðan aðfangadaginn


Frá húsaskoðun í Sanaa. Nouria tók myndina

Góðan aðfangadaginn.

Er á leiðinni upp í Borgarfjörð á eftir og verð í kvöld hjá Kolbrá og famelíu.
Vona að allir njóti jólanna í friði og spekt.

Eins og ég minntist á er ég með allmörg bréf til stuðningsmanna og myndir af krökkunum og vonast til að geta kvatt stuðningsmenn saman fljótlega eftir áramótum. Þangað væru einnig velkomnir þeir nýir sem væru til í að leggja fullorðinsfræðslunni lið. Verðum í sambandi um það.

Allmargir hafa haft samband við mig vegna ferða 2009 og mér heyrist áhugi vera fyrir hendi en meðan peningamál eru enn í sínu róðaríi bíðum við átekta.

Nokkrar myndir eftir krakkana hafa líka selst, kem með hinar á fundinn og sjáum til hvort fleiri vilja ekki kaupa. Þetta eru skemmtilegar myndir og með því að kaupa þær styrkjum við málefnið.

Eftir áramót ætlar aðgerðarhópurinn líka að hittast og íhuga næstu skref í húsamálunum.

Bið svo kærlega að heilsa ykkur og ykkar fólki og óska öllum gleðilegrar hátíðar.

Sunday, December 21, 2008

Jólakveðjur frá YERO
Dear Johanna And All The Sponsers .
MERRY CHRISTMAS AND A VERY HAPPY NEW YEAR FROM ALL THE CHILDREN AT YERO'S CENTER AND THE STAFF, MAY GOD BLESS YOU ALL .
Kind Regards
Nouria Nagi


Fékk þessa kveðju til okkar frá Nouriu áðan og sendi hana til ykkar allra.
Hef svo fljótlega hendur í hári tæknistjórans okkar til að hún geti aðstoðað mig við að setja inn eina eða tvær húsamyndir.

Það hefur verið kátt hér á Drafnarstíg og greinilegt að smákökubaksturinn hefur gengið eins og í sögu. Gulla færði mér sörur, Elín Skeggjadóttir með sínar árlegu piparkökur. Og húsameistarinn Edda Ragnarsd skildi hér eftir tvær tegundir af smákökum og lét ekki þar við sitja: setti upp nýjar gardínur í stofuna með þessum flottu stöngum.
Svo komu Jóna og Jón Helgi í kvöld - hann á 75 ára afmæli í dag og fær hjartanlegustu kveðjur og færðu mér góðmeti, síld og rækjusalöt. Ég er að verða spillt af eftirlæti.

Minni rétt hljóðlega og vinsamlega á myndirnar eftir krakkana okkar í Jemen sem ég vona að einhverjir fleiri vilji kaupa til gjafa eða bara til að eiga sjálfir.

Pétur ´Jósefsson sendi mér dagbók úr Jórdaníu og Sýrlandsferð frá í september. Ég vona hann leyfi mér að birta hana á sérstökum link á síðunni og þætti vænt um að heyra frá honum.

Upp úr áramótum förum við svo að velta fyrir okkur ferðum 2009. Þætti hagstætt að heyra frá ykkur þar að lútandi.

Líbanon vika í mars
Íran 15 dagar í apríl
Kákasus 17 dagar í maí,
Jemen 16 dagar í maí/júní
Úzbekistan/Kyrgistan í sept(veit um alla þátttakendur þar)
Líbía í okt
Óman í nóvember.

Þetta eru allt hugmyndir enn en skýrist vonandi áður en langt um líður. Geri ráð fyrir verulegri hækkun en reyni auðvitað að halda henni innan skynsamlegra marka.

Bless í bili. Vona að húsamyndir verði settar inn á morgun.

Friday, December 19, 2008

Mætt á svæðið og nú vona ég að allir hafi verið duglegir að baka smákökurnar

Sæl öll
Það er mið nótt því vélinni frá London seinkaði um klukkutíma svo ég var ekki komin á Drafnó fyrr en að ganga fjögur.

Þetta var mér afar gagnleg ferð og ég aflaði mér umsagna um hóp barna því menn höfðu látið í ljós áhuga á að vita hvernig þau plumuðu sig. Ætla að halda fund með styrktarfólki fljótlega upp úr áramótum.
Sömuleiðis er ég með myndir af nýju krökkunum, svo og þeim sem fengu nýja styrktarmenn því fyrra fólk lét ekki alltaf í sér heyra. Um þetta skulum við öll skrafa og skeggræða. Einnig skoðaði ég nokkur hús sem gætu etv. hentað fyrir nýtt húsnæði.

Það var harla ævintýralegt að keyra um Sanaa með Nouriu, við flest umferðarljós komu einhverjir af krökkunum hennar þjótandi til að heilsa upp á okkur og láta í ljósi gleði sína yfir því að skólastarf er hafið aftur eftir.

Þrjún börn hafa hætt ein stúlka sem gifti sig og kvaðst vera að sálast úr ást, svo og tvær stúlkur sem eru farnar með fjölskyldunni heim í þorpið sitt því faðir fékk vinnu. Við höfum sett aðra styrktarmenn í staðinn sem höfðu boðið sig fram eða greitt með hinum.

Lítil stúlkubarn(G 12) fékk nýjan stuðningsmann því ég heyrði ekkert frá þeim fyrri er komið aftur í skólann. Hún er tíu ára og móðir hennar var krabbameinssjúklingur og lést sl. haust. Hún annast yngri syskini sín af óhemju krafti en ætlar líka að halda áfram í skólanum. Fyrri stuðningsmaður hennar hitti hana sl. vor en´sýndi ekki áhuga á að styðja hana áfram. Það sakar ekki því hún er komin með góðan styrktarmann.

Nú vænti ég þess vitaskuld að allmargir hafi pantað diska frá Ólafi S. úr Líbíuferðunum og einnig hef ég nokkra mjög flotta myndadiska Veru Illugadóttur til sölu. Þeir kosta aðeins þúsund kr. og leggist inn á 1151 15 551212 eins og þið ættuð nú flest að kunna utan að. Einnig bíð ég óþreyjufull eftir að fleiri segi mér hvort þið viljið kaupa myndir krakkanna.

Eins og ég sagði keypti ég ríflega 30 listaverk og sel þau á sirka 7 þúsund krónur og leggist inn á sama reikning. Nenni ekki að ítreka en best að gera það samt að það fer allt inn á Fatimusjóðinn, sjá reikningsnúmer hér fyrir ofan

Ekki skal ég trúa því að ég muni sitja uppi með þessi verk krakkanna. Krakkarnir frá sjálfir 80 prósent af því sem ég borgaði og nokkrar þær Gheda, Feirús og Asma komu m.a. meðan ég var þarna til að sækja höfundarlaunin sín og voru himinlifandi. Þær báðu fyrir hjartans kveðjur til sinna, þ.e, Þóru Jónasd, Ragnhildar Árnadóttur og Herdísar Kr.

Þá er gaman að segja frá því að fyrstu háskólastúlkunni okkar, Hanak al Matari gengur vel og náði með glans fyrstu prófunum sínum.

Aðgerðarhópurinn ötuli ætlar einnig að hittast fljótlega eftir áramót og leggja á ráð um frekari fjáröflun.
Nú fer ég að lúra duggusmá en verð vonandi risin úr rekkju í kringum hádegi enda alls konar ´stúss sem bíður.

Wednesday, December 17, 2008

Nokkur ord fra Jordaniu

Sael oll

Kom fra Jemen yfir til Jordaniu i gaer. By i vellystingum hja Stefaniu sem sendir bestu kvedjur til ferdafelaganna fra i vor og til annarra sem hun thekkir.

Aetladi ad nefna ad Olafur S. hefur lokid vid Libiudiskinn og selur hann a 3 thusund kr sem er spotpris. Their sem vilja festa kaup a honum og thad trui eg ymsir- auk Libiufara natturlega vilji gera. Leggja tha thessa upphaed inn a reikning Olafs 1135 26 40277 og kt 101158-5359.


Jona Einarsd hafdi samband og vill kaupa mynd eftir Jemenbarn. Hvad med fleiri. Trui ekki odru en ymsir hafi hug a tvi. Lata vita vinsamlegast

Sidasta daginn i Sanaa forum vid Nouria i all raekilega husaskodun. Thad var ymislegt athyglsvert ad sja en verdid fannst mer haerra en eg reiknadi med og Nouria kvadst hafa verid ansi naiv thegar hun gaf upp hugsanlegt verd fyrir thad husnaedi sem eg tel ad vid thurfum. En meira um thad seinna.

Mer finnst folk ekki vera nogu duglegt ad fara inn a siduna thar sem eg hef ekki sent tilkynninar. Sendi tvi a nokkrar adressur sem eg man og bid folk endilega ad lata siduna ganga. Kem svo heim undir midnaetti a fostudag.

Sunday, December 14, 2008

Malverk til solu- frettir fra Sanaa

Saelt veri folkid

Er herna i YERO midstodinni og skrifa meira a morgun eftir tvi tolvan herna er svo haeg ad hun slaer ut gomlu tolvuna mina.
Bara til ad segja ykkur ad eg hef keypt milli 20 og 30 myndir eftir krakkana okkar og vona thid latid mig vita hvort thid viljid ekki festa kaup a theim, thaer eru prydilegar jolagjafir til daemis. Thau kosta svona fra 5-8 thusund og verdi hagnadur mun thad natturlega renna i sjodinn okkar.

Vid Nouria hofum att godar og gagnlegar samraedur og i gaer hitti eg konurnar a fullordinsfraedslunamskeidinu og var virkilega gott ad sja dugnadinn og ahugann. Tha hefur verid stofnadur her i YERO smar banki svo konur geta fengid lan til ad setja a stofn sitt eigid litla fyrirtaeki tvi ekki hafa allar adstaedur til ad koma her og thaer sem syna ahuga a thessu hafa allar verid her a namskeidunum.

Krakkarnir byrjudu svo i dag eftir hatidina og var lif og fjor i tuskunum her. Thyska sendiradid hefur veitt Nouriu styrk til ad festa kaup a rutu til ad saekja litlu krakkana en thau eldri fa greidda straetopeninga.

I vikubladinu Yemen Today var i gaer stor og mikil grein um YERO og finar myndir. Thad er augljost ad thetta er farid ad vekja mikla athygli her. Samtimis var i Yemen TImes grein um thad ad tridja arid i rod vaeru jemenskar konur nedstar a lista i heimi vardandi hversu haegt midar ad koma konum i stjornunarstodur her. Aftur a moti hafdi astandid i menntunarmalum stulkna skanad litillega og er thad jakvaett.

Tonlistarkennsla hefst sennilega thessa onn og ahugi er a ad krakkarnir stofni svo hljomsveit YERO med tid og tima.
Ekki meira nuna. Nouria bidur kaerlega ad heilsa og krakkarnir sem eg hef hitt lika.
Thakka somuleidis kvedjur vegna vali Nys lifs a konu arsins sem eru enn ad berast.

Friday, December 12, 2008

I sol i Sanaa og bestu kvedjur fra okkur Nouriu

Sael oll og blessud
Thad skin sol her en kolnar a kvoldin. I dag var hiti um 18 stig og hid blidasta.
Hitti Nouriu a eftir og hun bidur ad heilsa ollum sem hun thekkir heima og eda hafa lagt malinu lid. Og tha ma nu aldeilis skila kvedjum til margra.
Ferdin var long og allt thad en enginn farangur tyndist og allt i godu lagi a vellli i Frankfurt og thar er aftur buid ad taka upp reykingar- i afmorkudum holfum ad visu- Evropubandalagid hefur liklega komist ad theirri nidurstodu ad thad vaeri brot a einhverju ad banna reykingar.
Allavega kaerar thakkir fyrir allar kvedjur og hamingjuoskir baedi i posti, simleidis og eg veit ekki hvad. Mjog kat med thad allt saman og endurtek ad eg met oll thessi hlyju og godu ord mikils

I dag er sidasti dagur Id al Adha sem er mesta truarhatid muslima og tha er alls stadar lokad og standa yfir fjolskylduveislur, pilagrimsferdir til Mekka og hvadeina i fjora daga. Opinberar skirfstofur eru lokadar lengur. Thess er minnst ad Gud skipadi Abraham ad forna ser Ismail syni sinum Thegar Gud sa ad Abraham aetladi ad verda vid tvi baud hann Abraham ad forna kind i stadinn. Sidan er mikil kindaslatrum a Id al Adha og menn borda thad ef minnsti moguleiki er a alla thessa fjora daga. Born fa ny fot og eins og eg sagdi fra a sidunni um daginn koma okkar framlog thar ad godum notum.

A morgun koma kennararnir aftur til starfa og stulkurnar sem eru ad ljuka fullordinsfraedslunni, A sunnudag hefst svo venjulegur skolatimi krakkanna

Tuesday, December 9, 2008

Líbíumyndakvöld og strauningar

´
Það stóðst á endum, okkur tókst að ljúka við að tjalda fyrir sólsetur

Upp og niður sandöldurnar

Tíu þúsund ára gamlir kettir í Wadi Medkandúsj

Hrafnhildur í Sahara

Sæl öll
Myndakvöld Líbíuhópanna tókst öldungis prýðilega í gærkvöldi og mæting var fín. Við gæddum okkur á kjúklingasalati og fengum okkur kaffi á eftir og svo voru það myndirnjar! Og þvílíkar myndir
Þessar sem hér birtust eru af diski Veru Illugadóttur og hún gerði nokkra í viðbót og hafi fólk áhuga á að kaupa disk á þúsund kall er ég með fáeina.

Svo voru myndir Ingu Jónsdóttur látnar rúlla og rúsínan var náttúrlega 40 mínútna mynd Ólafs S. sem gerði stormandi lukku. Mjög að makleikum.
Fólki fannst gaman að hittast, sýndist og heyrðist mér á öllu. Skáluðum óspart fyrir ferðunum, Líbíu og okkur og til lífs og til gleði.
Maja Heiðdal hefur ákveðið að fara aftur til Líbíu og það gætu fleiri þurft að gera ef tekst að hafa aðra næsta haust.

Fleiri voru með myndir og mér fannst athyglisvert að sjá hversu ólík sjónarhorn voru hjá mönnum, hvort sem var úr fyrri eða seinni ferð þótt myndamótívin væru stundum svipuð.

Vel lukkað kvöld. Allir fengu svo hópmynd og ánægja með það. Hulda og Örn færðu mér disk með sínum myndum og það ætlar Herdís að gera líka og vonandi fleiri því það er mjög nauðsynlegt fyrir mig að eiga sem flestar myndir til notkunar, annað hvort á síðunni eða til almennrar kynningar.

Svo kvöddust allir með jólaóskum og fögnuði og þetta var í alla staði hið gleðilegasta mál.

Munið að hafa samband ef þið viljið fá ykkur Verudiskinn.

Annað mál líka
Nú fer ég sem sagt til Jemen á fimmtudagsmorgun - og þarf aðeins að klára að strauja tísjörtin og brókaðikjólana-og Edda og Gulla Pé munu axla ábyrgð á diskum, gjafa eða minningarkortum þessa daga sem ég er í burtu. Hafið endilega samband við þær.

Ég skrifa örugglega frá Jemen og fundum okkar Nouriu en sendi ekki tilkynningar svo ég hvet fólk til að sýna frumkvæði og fara inn á síðuna eitt og sjálft.

Sunday, December 7, 2008

Nú líður senn að því


Frá fullorðinsfræðslunni í fyrra. Mynd JK

að nýtt fullorðinsfræðslunámskeið hjá YERO taki til starfa og þá þarf ég að leita til ykkar.
Eins og í fyrra er námskeið 22-24 fullorðinna kvenna stutt sem slíkt en ekki einstaklingar. Ég vona að vel verði tekið í það. Og leyfi mér að spyrja: þeir sem hafa boðist til að styrkja börn en ekki fengið krakka því þeim höfðu verið úthlutað styrktarmönnum, viljið þið koma til liðs núna?

Ég er m.a. að tala um Þóru Jónasd, Elvu Jónmundsd, Olgu Clausen, Dóminik Pledel og vonandi einir 20 fleiri.

Fullorðinsfræðslan fer þannig fram að konurnar koma fjóra daga í viku og vinna að saumaskap og alls konar hannyrðum. Þær sem eru ólæsar fá einnig leiðsögn í undirstöðuatriðum í lestri og skrift.

Flestar eru konurnar á aldrinum 25-50 ára og eiga mörg börn og sumar þeirra eru mæður barna sem við styrkjum og hafa drifið sig í fullorðinsfræðsluna eftir að krakkarnir þeirra fengu styrk og sækja til YERO. Þær fá smálaun vikulega sem hjálpar til að framfleyta fjölskyldunni og ekki vanþörf á því.

Hjón í hópi styrktarmanna barnanna hafa einnig gefið andvirði tveggja saumavéla á námskeiðið eins og ég hef sagt frá og var það í minningu mæðra þeirra.

Markmiðið er að við styrkjum námskeið 22ja tvenna og skyldi þá hver borga sem svarar 250 dollurum fyrir. Reikn nr er 1151 15 551212 og kt. 140240 3979 eða sama númer og fyrr.
Ég leyfi mér sömuleiðis að vona - bjartsýn sem fyrr- að þó nokkrir þeirra sem lýstu yfir að þeir mundu styðja börn en létu svo ekkert meira frá sér heyra, komi þarna til hjálpar. Því ekki skal ég trúa öðru en þessu verði vel tekið.

Námskeiðið stendur frá því um 20.des 2008 til jafnlengdar 2009 og þær koma einnig yfir sumarmánuðina.
Mig langar líka til að biðja hvern og einn að senda þetta áfram. Við eigum góða að þótt þeir séu ekki endilega á póstlistanum og ég er viss um að einhverjir þeirra vilja koma til liðs.
Það skal áréttað að óskað er eftir að þessi greiðsla verði innt af hendi ekki seinna en um miðjan janúar og má skipta henni í tvennt og greiða seinni greiðsluna 1.maí.

Þá er mér það ánægjuefni að segja frá því að börnin þrjú sem talað var um í pistlinum hér á undan hafa fengið trausta styrktarmenn svo þetta er allt í góðum gír.

Vænti þess að þetta dreifist á fleiri Mér finnst ekki rétt að ætlast til þess að þeir sem borga fyrir krakkana komi líka þarna við sögu.

Dagbók frá Díafani
Þá er rétt að nota aðstöðu sína hér og segja frá því að loks hefur verið endurútgefin bókin Dagbók frá Díafani eftir Jökul Jakobsson. Hún hefur verið nánast ófáanleg frá því hún kom út 1967.
Þetta er afar fallega skrifuð bók, myndræn og ljúf og pínulítið írónisk líka og er kannski sú besta sem Jökull skrifaði og segir frá veru okkar fjölskyldunnar á grísku eynni Karpaþos í nokkra mánuði 1966.

Thursday, December 4, 2008

Undur má það kalla


Myndina tók Ólafía Halldórsdóttir í fyrri Jemenferðinni sl. vor

að tvær litlar jemenskar stúlkur sem höfðu fengið loforð um stuðning virðast hafa steingleymst. Einn drengur hefur sömuleiðis orðið út undan.

Alls eru 133 börn á styrktarskrá hjá okkur, þar af 94 stúlkur og 39 drengir. Af þessum hópi hefur verið fullgreitt fyrir 113, 17 styrktarmenn skipta greiðslu og langflestir standa við sínar greiðslur, nokkrir virðast hafa gleymt þrjú börn hafa gersamlega orðið útundan. Mér er hreint ekki skemmt yfir því.
Fatimusjóðurinn mun leggja út fyrir þau og greiða upp fyrir þau þar sem greiðslu er skipt enda er það í góðu lagi. Einnig hefur verið greitt að fullu fyrir Hanak háskólastúlkuna okkar úr sjóðnum.

Abdúllah, gæd í Óman í ferð tvö hringdi til mín í morgun og langaði að vita hvort Ómanferð yrði á dagskrá. Ég flutti smápistil um efnahagsástandið og við ákváðum að vera í sambandi. Ómanferðin er dýr, hvað sem líður gengismálum og lítið heyrst frá þeim sem áður voru áhugasamir.

Þá hafa Íranfarar (hugsanlegir) ekki látið mig vita um sín áform. Það er sjálfsagt ekki hægt að lá fólki það. Samt hefur verið ítrekað að það er allt skuldbindingarlaust og því mundi ekki skaða að láta frá sér heyra.

Líbíumyndakvöld verður með sóma og sann á mánudagskvöldið næsta. 43 hafa tilkynnt þátttöku og Ólafur S. hefur setið sveittur við og klippt saman mynd um ferðina og forvitnilegt að sjá hana. Einnig vonast ég til að fleiri komi með diska og almennt sínar myndir.

Tuesday, December 2, 2008

Hvaða stjörnumerki vann þetta árið?

Bogmaður vann með einu atkvæði yfir krabba og hann vann með einu atkvæði yfir tvíbura.Sannarlega æsispennandiHér er listinn. Skal tekið fram að ég taldi sjálfa mig einu sinni.

1. Bogmaður
2. Krabbi
3. Tvíburi
4.-5 Hrútur og vog
6.7.8.9 Ljón, jómfrú, naut og sporðdreki
10.-11 vatnsberi og steingeit
12. fiskur

Þetta er athyglisverð útkoma, sérstaklega hvað jómfrúr og vogir hafa tekið sig á !

Og stutt orðsending til Sýrlands/Jórdaníufara í sept. sl.
Við höfum ekki enn getað haldið myndakvöld. Það er náttúrlega ófært. Það verður efnt til þess fljótlega eftir áramót og Sigríður og Páll ætla að opna heimili sitt fyrir þeim góða hópi og svo sláum við í púkk með veitingar. Nánar um það seinna.

Monday, December 1, 2008

Eid al Adha gengur senn í garð hjá múslumum


Tveir kátir pollar skoða nýju fötin sín

Eftir tæpa viku hefst helsta trúarhátíð múslima Eid al Adha og stendur í fjóra daga. þá þurfa allir krakkar að fá ný föt í tilefni hátíðarinnar og starfsmenn YERO eru nú í óðaönn að ganga frá fatnaði fyrir krakkana. Konurnar á saumanámskeiðinu hafa saumað sumt, aannað er keypt, allt eftir máli og smekk krakkanna. Eins og menn vita eru fötin innifalin í þeirri greiðslu sem styrktarmenn inna af hendi.

Ég þarf ekki að taka fram - en geri það samt- að krakkarnir fengju ekki nýju fötin nema af því. Fjölskyldur þeirra hafa ekki efni á að gefa krökkunum ný föt.

Hef fengið allmargar fyrirspurnir frá styrktarfólki þar sem ég er beðin um að afla upplýsinga um framgöngu og frammistöðu barna viðkomandi og geri það með hinni mestu gleði. Þá fæ ég plögg fyrir þá styrktarforeldra sem ekki hafa þau þegar.

Kannski væri ráð að efna í fund með styrktarmönnum eftir áramótin. Hvernig litist mönnum á það? Þá verð ég væntanlega búin að fá upplýsingar hjá Núríu um hvort einhverjir til viðbótar stefna á háskólanám, hvort þau sýna áhuga á iðnnámi osfrv.

Einnig kemur svo til fullorðinsfræðslunámskeiðið sem ég vona að okkur takist að styrkja.

Og síðast en ekki síst til okkar: Til hamingju með 1.desember