Wednesday, December 24, 2008

Góðan aðfangadaginn


Frá húsaskoðun í Sanaa. Nouria tók myndina

Góðan aðfangadaginn.

Er á leiðinni upp í Borgarfjörð á eftir og verð í kvöld hjá Kolbrá og famelíu.
Vona að allir njóti jólanna í friði og spekt.

Eins og ég minntist á er ég með allmörg bréf til stuðningsmanna og myndir af krökkunum og vonast til að geta kvatt stuðningsmenn saman fljótlega eftir áramótum. Þangað væru einnig velkomnir þeir nýir sem væru til í að leggja fullorðinsfræðslunni lið. Verðum í sambandi um það.

Allmargir hafa haft samband við mig vegna ferða 2009 og mér heyrist áhugi vera fyrir hendi en meðan peningamál eru enn í sínu róðaríi bíðum við átekta.

Nokkrar myndir eftir krakkana hafa líka selst, kem með hinar á fundinn og sjáum til hvort fleiri vilja ekki kaupa. Þetta eru skemmtilegar myndir og með því að kaupa þær styrkjum við málefnið.

Eftir áramót ætlar aðgerðarhópurinn líka að hittast og íhuga næstu skref í húsamálunum.

Bið svo kærlega að heilsa ykkur og ykkar fólki og óska öllum gleðilegrar hátíðar.

No comments: