Monday, December 1, 2008

Eid al Adha gengur senn í garð hjá múslumum


Tveir kátir pollar skoða nýju fötin sín

Eftir tæpa viku hefst helsta trúarhátíð múslima Eid al Adha og stendur í fjóra daga. þá þurfa allir krakkar að fá ný föt í tilefni hátíðarinnar og starfsmenn YERO eru nú í óðaönn að ganga frá fatnaði fyrir krakkana. Konurnar á saumanámskeiðinu hafa saumað sumt, aannað er keypt, allt eftir máli og smekk krakkanna. Eins og menn vita eru fötin innifalin í þeirri greiðslu sem styrktarmenn inna af hendi.

Ég þarf ekki að taka fram - en geri það samt- að krakkarnir fengju ekki nýju fötin nema af því. Fjölskyldur þeirra hafa ekki efni á að gefa krökkunum ný föt.

Hef fengið allmargar fyrirspurnir frá styrktarfólki þar sem ég er beðin um að afla upplýsinga um framgöngu og frammistöðu barna viðkomandi og geri það með hinni mestu gleði. Þá fæ ég plögg fyrir þá styrktarforeldra sem ekki hafa þau þegar.

Kannski væri ráð að efna í fund með styrktarmönnum eftir áramótin. Hvernig litist mönnum á það? Þá verð ég væntanlega búin að fá upplýsingar hjá Núríu um hvort einhverjir til viðbótar stefna á háskólanám, hvort þau sýna áhuga á iðnnámi osfrv.

Einnig kemur svo til fullorðinsfræðslunámskeiðið sem ég vona að okkur takist að styrkja.

Og síðast en ekki síst til okkar: Til hamingju með 1.desember

4 comments:

Anonymous said...

Sæl og til hamingju með daginn.

Mér líst vel á að koma á fund um stöðu Yerobarna

á næst ári.

Kveðja – Halla G.

Anonymous said...

Góð hugmynd að hafa fund með stirktarmönnum, ég hef ekki fengið neinar upplísingar um stúlku 2 nema það að hún er 18 ára.
Kveðja Guðbjörg Edda

Anonymous said...

Heil og sæl Jóhanna mín!!
Gaman er alltaf að fá póst frá þér. Ég yrði ánægð með að fá funnd með þér
og öðrum styrktaaðilum um börnin og hvernig við gætum kannski gert meira
ef þörf er á. hafðu það sem best, ert þú að fara til Austurlanda í desember???
góða ferð og allt með sykri og rjóma.
Heba

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna og tek undir með fund eftir heimsókn þína til Jemen en þú velur þann tíma á nýju ári. Dóttir okkar Jóns Helga er að ljúka bernsku og æskuárin taka við vonandi með námi svo gott er að heyra um áform hennar. Kveðjur svo til barna og Nuriu þegar þar að kemur en sjáumst fyrst á myndakvöldi Líbíuhópa, kv.Jóna.