Saturday, April 30, 2011

Flottir Uzbekistanfarar við Registstan í SamarkandHér er hin ágætasta hópmynd af hópnum sem fór í fyrstu Uzbekistanferðina.
Efsta röð frá vinstri:
Garðar Karlsson, Stanley Pálsson, Ágústa Hrefna Lárusdóttir, Sara Sigurðardóttir, Kjartan Rolf Árnson, Gísli B. Björnson, Rikharð Brynjólfsson, Guðmundur Pétursson, Hermann Hermannsson, Jón Helgi Hálfdanarson
Miðröð:
Jóhanna Jóhannsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Linda Hreggviðsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Marjatta Ísberg, Arngrímur Ísberg, Auður Kristinsdóttir, Sesselja Bjarnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Davlatsko Aminov(leiðsögumaður okkar)
Fremsta röð: Margrét Árný Halldórsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Lena M. Rist, Eyþór Björnsson

Einhverjir hafa kvartað undan því að Fréttabréfið hafi ekki borist. Það er auðvitað hið versta mál en gæti líka stafað af því að þið hafið breytt um heimilisfang. Vinsamlegast athugið það.

Blæs Palestínuferð í nóvember af þar sem aðeins örfáir hafa sýnt henni áhuga.

Aftur á móti er mikill áhugi á Eþíópíuferð sem enn er í lausu lofti og skýrist ekki fyrr en ég kem aftur.

Athugið að 1-2 sæti í seinni Uzbekistanferð í sept hafa losnað vegna skyndilegra forfalla.

Við erum út af fyrir sig nægilega mörg en má sem sagt bæta tveimur við.

Endilega munið maígreiðslu og passamyndir því ég þarf að senda allt út áður en ég fer til Eþíópíu eftir nákvæmlega viku.
Vonast svo til að sjá sem allra flesta á aðalfundinum 7.maí en að loknum aðalfundarstörfum mun Guðlaugur Gunnarsson sem hefur búið í mörg ár með fjölskyldu sinni þar gefa okkur innsýn í fjölbreytni, menningu og þjóðirnar.
Ekki sakar að nefna að nýir félagar og gestir eru velkomnir.

Thursday, April 28, 2011

Uzbekistanliðið er mætt á heimaslóðir


Þessi mynd er tekin í júlí sl og má sjá Davlat sem var gædinn minn þá og hópsins nú og Nasser bílstjóra

Við Uzbekistanfarar komum heim síðdegis og allt í góðu lagi og vel það. Þetta var afar samstilltur og skemmtilegur hópur, fannst mér og allir blönduðu geði við alla.

Eftir veruna í Ferghanadal var kveðjuveisla á sérdeilis skemmtilegum veitingastað í Tashkent þar sem foss fossaði með látum í grenndinni svo ég varð að bíða með það uns við komum á hótelið að flytja kveðjuræðu. Mæltist náttúrlega vel að venju. Sigga, Linda og Lena efndu í söng og hljóðfæraslátt fyrir ferðaskrifstofumennina og okkur. Rikhard mælti góð orð og færði Davlat gæd sem varð afar vinsæll hjá hópnum, gjöf og Guðmundur Pé flutti ræður á þremur tungumálum og fór létt með það.
Síðan afhenti þeir ROXANA menn hópnum skrautlegar gjafir, höfuðför sem gerðu mikla lukku.

Ég tel því óhætt að staðhæfa að þessi fyrsta Uzbekistanferð hafi lukkast afar vel og tilhlökkunarefni að fara þangað aftur í september. Nokkur ruglingur kom upp hjá úzbekisku ferðaskrifstofunni varðandi flugmiða en það verður bara brandari innan tíðar

Það var afar gaman að sjá alla þessa stórbrotnu sögustaði, velta fyrir sér nútímanum og íhuga hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þetta svæði.

Ferðin í haust er fullskipuð, ath það.

Má geta þess og þarf þó væntanlega ekki að fréttabréfið er komið út og hefur verið sent til félaga. Gluggaði í það í kvöld og finnst það öldungis fínt. Þar segir frá því hvernig mál standa í Jemen varðandi börnin sem við styrkjum, viðtal við Susan og Slaah frá Kúrdistan. Miðausturlandauppskrift, Vera Illugadóttir skrifar um Razi, fremsta lækni miðalda og einnig skrifar Vera um Palestínurapp. Guðmundur Pétursson er með grein um Uzbekistan og Hulda Waddel skrifa um sjia og súnníta og fleira mætti efna. Verulega girnilegt aflestrar og ritnefnd á hrós skilið.

Síðast en ekki síst er svo tilkynning um aðalfund VIMA þann 7.maí í Kornhlöðunni kl. 14 og að lknum aðalfundarstöfum mun Guðlaugur Gunnarsson tala um Eþíópíu, sýna myndir og spila tónlist. Við erum að íhuga ferð þangað sem mikill áhugi virðist vera á svo ég vænti þess að sem allra flestir sjái sér fært að mæta.

Þakka svo enn og aftur góðum ferðafélögum í Uzbekistan afar skemmtilegan samverutíma.

Monday, April 25, 2011

I fognudi i Ferghanadalnum

Goda kvoldid
Vid komum til Ferghanadals i daga og eru allir mjog anaegdir enda er hopurinn jakvaedur og finn. Ferghana er gridarstor og thar eru fjolmorg misjafnlega stor thorp. Grodur mikill og Ferghana jafnan kallad ghjarta Uzbekistans.Leidin hingad er afskaplega falleg og vid gerdum nokkur stopp a leidinni til ad dast ad uytsyni undir tilkomumiklu og fa okkur tiudropa.
Nu vorum vid af koma af mjog daemigerdum veitingastad, thar voru thoddansar og laeti og allir skemmtu ser vid besta
Ibuafjoldi er einar 12 milljonir og ma kalla Ferghana sudupott, tvi her buja auk Uzbeka, Kyrgisar, Tajekistar, Koreumenn, gydingar ofl ofl.
Ferghana var i frettum i fyrra eda thegar okyrrd braust ut i nagrannalandinu Kyegistan og teygdi sig hingad. Nu er hins vegar allt med kyrrum kjorum.

A morgun munum vid skoda okkur um, fara a sofn, markadi og i fraega silkiverksmidju ofl. Vid gistum her adra nott.
Thad kaemi mer ekki a ovart thott thessir dagar her yrdu hapunktur frabaerrar ferdar sem fer nu mjog ad styttast i annan endann.

Her for hiti i dag i 32 stig og ogn rakara en annars stadar.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur.

Friday, April 22, 2011

Gist i jurt, ulfaldareid og onnur aevintyri

Saelt veri folkid
Vid erum her i Samarkand og vorum ad koma ur kvoldverdi hja henni fru Niginu sem byr i eldgomlu hefdarhusi sem er meira ad segja a fornminjaskra UNESCO. Thad vbar serstaklega notalegt og hun syndi okkur brudarmyndirnar sinar og vinur fjolskyldunnar lek a hljodfaerid taarr. Vid skenktum henni litla Islandsbok og allir afar gladir.

Fyrr i dag komum vid fra Yangzi Karzan en thar gistum vid i jurthusum sl nott. Thad var hin merkasta reynsla og adur hofdum vid etid og drukkid, setid vid vardeld og sungid enda godar songkonur i hopnum eins og td Lena, Linda og Sigga Gudmundsd og Rikard var forsongvari karla.

Jurtin eru afar frumstaed hus en thar voru dynur og saengur og ollu meira thurfgtum vid svosem ekki. Vaskar fundust og einn spegill. Eftirminnilegt kvold i alla stadi.
I morgun hopudust menn i ulfaldareid og skemmtu ser datt.

Ad loknum morgunverdi i budunum var stefnt til Aydar Kul vatnsins og thar logdust tjar hetjur til sunds i koldu vatninu, their Jon Helgi, Kjartan og Arngrimur. Svo toludum vid vid skjaldbokur og fugla og adur en vid logdum af stad til Samarkand snaeddum vi fisk ur vatninu og thotti vid haefi a fostudaginn langa

Thad er mjog ljuft vedur her, liklega um 26 stig eda adeins meira. A morgun verdur skodunarferd um helstu stadi her og vaentanlega rekum vid inn nefin i silkiverksmidju tvi thad er einstakloega gaman ad gera innkaup her i landi.
Allir bidja ad heilsa.

Wednesday, April 20, 2011

Gudmundur mun ekki sofa nakinn i eydimorkinni....

Godan daginn og gledilegt sumar
Vid erum a seinni degi i Bukhara og leggjum bradum af stad upp i jurtalandid og sofum i slikum hysum naestu nott
Vid hofum skodad Bukhara af miklum ahuga, her eru grafhysi, moskur, gamlir skolar, gardar og litrikt mannlif i eiginlegum skilningi. Heillandi stadur Bukhara.
I gaerkvoldi voru menn a eigin vegum og lentu i adskiljanlegum aevintyrum, td vakti Rikhard mikla addaun med sinar trjar konur , Sessdelju,k Gudrunu magkonu sina og Audi vinkonu Gudrunar en thau foru i eitthvert hverfi thar sem engir utlendingar voru og voru bornar i thau veitingar til ad votta Rikhard addaun. Hann sagdi ad fjorda konan vaeri a hotelinu og hefdi ekki komist i bilinn. Sesselju var gefid blom af tvi huin var kona numer eitt.

Adrir bordudu a hoteli eda litlum stodum tvist og bast og voru allir sem eg hitti i gaerkvoldi anaegdir.

Einnig hofum vid skodad her kastalavirki borgarinnar og yms onnur merk minnismerki og er i sjalfu ser furdulegt hvad menn hafa verid roskir ad reisa ur rustum helstu stadi tvi thetta var meira og minna sprengt i loft upp i kringum 1920 thegar Stalin var ad seilast til ahrifa.
Tonlistarhatid verdur her i naesta manudi og er verid ad fegra og pussa hvarvetna. Hiti i gaer var 30 stig og ljuf gola.
Daginn adur komum vid keyrandi yfir Kiskumeydimorkina og var thad long keysla en vid styddum timann med ymsum skemmtilegheitum, Gudmundur P sagdi fra hinu fraega karakulfe sem flutt var til Islands af thessum slodum um eda upp ur 1930 og bar med ser maediveiki og adskiljanlegar pestir, Gudrun Halla sagdi sogu af tvi thegar hun stal hundi og Rikhard var med afar greinargoda frasogn af ferdum Marco Polo her adur fyrr. Auk thess sem vid Davlat spjolludum um hitt og annad.

I dag verdur sem sagt haldid a jurtslodir og eins ber ad nefna ad vid hofum gert toluverd kaup og er tho nog eftir af ferdinni enn svo buast ma vid ad fleira baetist i toskur.

Og er tha komid ad fyrirsogninni og skal hun skyrdi i faum ordum. Gudmundur pe gleymdi nattfotum sinum a hotelinu okkar i Tashkent og vid tjekkudum a tvi ad thau yrdu geymd thar til vid kaemum til baka. Theim Roxana monnumn fannst omogulegt ad vita af Gudmundi nattfatalausum svo sendur var bill a hotelid i Tashkent og ok hann sidan dagfari og nattfari hingad til Bukhara med sinn dyrmaeta nattfatafarm. I gaerkvoldi kom hann og nattforin i afangastad og er Gudmundur tvi hinn gladasti ad geta notad thau naestu nott. Annars hofdu konur bodist til ad ylja honum og thar sem fair trudu ad nattforin vaeru i alvoru a leidinni var hann ad ihuga hverja velja skyldi. Til thess kemur tho liklega ekki nuna.

Gisli og Lena fengu einstaklega fallega kvedju fra daetrum sinum i gaer sem hofdu bedid ferdafelaga fyrir gladning til theirra og kvedju. Svo thad er augljoslega til okkar hugsad

A morgun liggur svo leidin til Samarkand og tha skrifa eg liklega nesta pistil
Folk er allt i godum gir og allir senda kvedjur heim.

Monday, April 18, 2011

Vid erum i Uzbekistanvimu i Khiva

Godan daginn oll somul
Timabaert ad lata fra ser heyra. Vid erum i Khiva og folk er i algerri daleidslu her i thessari einstoku borg sem ma med sanni kalla lifandi listasafn sem ollum sinum storkostlegu byggingum fra gamalli tid en inni i safnborginni dafnar katt mannlif sem vart a ser lika
Margir hafa haft a ordi i dag ad nu seu their komnir i alvoru og nu se Uzbekistan buid ad gagntaka tha,
Allir eru hressir og vid hofum att goda daga. Vorum a finu hoteli Tashkent Palace i hofudborginni og hittum tha sexmenningana sem komu kvoldid a undan og urdu fagnadarfundir. Ekki hafdi vaest um tha tvi farid var med thau i fjallaferd og stjanad vid thau.
A flugvelli gekk allt skikkanlega thratt fyrir ad skriffinnskubaknid her se aedi rikjandi og vid urdum kat ad hitta leidsogumanninn okkar Davlat sem var med mer i fyrra i rannsoknarferdinni og eg bad um ad fylgdi hopnum,
Fyrsta daginn var farid um hinn sogulega hluta Tashkent sem var frodlegt i betra lagi, a verkstaedi listamanna thar sem menn fylgdust med flinkum handverksmonnum ad storfum, Einnig a matvorumarkadinn og ondudum ad okkur kryddi, smokkudum a hunangi og skiptumst a gladlegum ordum vid Uzbeka og skildi hver annan tho tungumalid vaeri ekki hid sama.
Hlyja og 25 stiga hiti dro ekki ur anaegju. Ferdaskrifstofan baud i hadegisverd i haa sjonvarpsturninum og i gaerkvoldi var svo einstaklega godur kvoldverdur a einhverju fallegasta veitingahusinu i Tashkent Seddo thar sem hljomlistamenn leku fyrir okkur vid mikla anaegju.

I morgun var svo vaknad klukkan 4,30 til ad na flugi til Urgench og sidam keyrdir 35 km til Khiva. Vid buum a hreint undursamlegu hoteli i midri gomlu borginni og nu sem stendur eru allir ut og sudur enda endalaust ad skoda her.
A morgun forum vid svo til Bukhara thar sem vid verdum i tvaer naetur og er tilhlokkunarefni.
Eg a ad skila kaerri kvedju fra ollum i hopnum til sinna. Leyfi mer ad taka mer thad bessaleyfi ad misnota adstodu mina og senda Elisabetu sem atti afmaeli 16.apr. kvedjur.
Vonast til ad heyra fra ykkur en ohaett ad segja ad allir eru i sjounda himni.

Wednesday, April 13, 2011

Ferðin til Uzbekistan hefst senn- ný Íransáætlun- fréttabréf ofl


Íranhópurinn febr/mars. Við hof eldsins í Jazd.
Hópurinn hittist sl. mánudag á myndakvöldi. Mjög góð þátttaka og framúrskarandi myndir. Áttum þar notalegt kvöld
Sjá nánar um nýja hugmynd hér fyrir neðan.


Dansstúlka frá Ferghanadal. Þar dveljum við í tvær næturHerbergi í hótelinu Sasha and son í Bukhara þar verðum við líka í tvær nætur

Á föstudagsmorguninn förum við áleiðis til Uzbekistan, 27 manns og verður spennandi að sjá hvernig þetta merka land kemur fólki fyrir augu og eyru. Þar eru minjar frá gömlum tíma og nútíminn er að bagsa við að halda innreið sína eftir Sovét.

Vegna þess að vandkvæði urðu með farmiða fara sex til London á föstudag og áfram til Tashkent um kvöldið. Þar verður tekið á móti þeim og þeim boðið í fjallaferð og huggulegheit af ferðaskrifstofunni.
Hinn hluti hópsins heldur um Frankfurt, gistir þar og fer til Uzbekistan að morgni 16 en vegna tímamunar erum við varla komin fyrr en tíu um kvöldið.

Allir félagar hafa fengið sendar upplýsingar um hótel, ásamt símanúmerum svo þeir geta skilið það eftir svo vinir og ættingjar geti fylgst með ferðinni. Auk þess reyni ég eftir föngum að skrifa hér inn á síðuna eftir því sem ferðinni vindur fram

Mér sýnist sem þessi ferð bjóði upp á einstaklega fjölbreytilega upplifun, hvort sem er að skoða sig um í "leiktjöldum" Khiva og Bukhara, gista í jurt og fara inn í Ferghanadal sem er gróðursælasti hluti landsins ellegar vitja þeirrar sögufrægu Samarkand og skoða nútímaborgina Tashkent.

Vona að allir verði stundvísir og ég ætla að vera mætt úti á velli 5,15 og held að það sé mjög heppilegt að vera með góðan fyrirvara eins og alltaf.

Fréttabréfið væntanlegt og svo er aðalfundurinn á dagskrá 7.maí
Dóminik og hennar liðsmenn undirbúa nú Fréttabréfið af kappi, það kemur út seinni hluta apríl, fullt af spennandi efni sýnist mér.
Aðalfundur VIMA verður svo í Kornhlöðunni 7.maí kl 14 og þar verður að loknum aðalfundarstörfum fjallað um Eþíópíu sem kynni að verða hagstæður næsti áfangastaður VIMA-félaga, altjent er áhugi mikill á þeirri ferð. En ekki fyrr en 2012 enda er önnur Uzbekistanferð í september. Losnaði í henni eitt sæti eða tvö.

Eigum við að skoða aðra hluta Írans?
Einnig hefur ferðaskrifstofufólkið okkar í Íran stungið upp á að búa til nýja ferðaáætlun til Írans og þá yrði farið um norður og vesturhluta og endað í Isfahan. Það er allt á hugmyndastigi enn, læt ykkur fylgjast með.

Sæl að sinni