Sunday, April 29, 2007

a la Jón Baldvin

Sæl öll
Minni á:

1. Vera stundvís í fyrramálið, kæru Kákasusfarar. Hálf sex. Muna vegabréf og farmiða

2. Sýrlandsáhugamenn drífi sig í að tilkynna sig og borga staðfestingargjald
Fer alltaf inn á póstinn öðruhverju

3. Ómanfarar muni eftir staðfestingargjaldi og taki fram hvort þeir vilja vera í eins manns eða tveggja manna herbergi og þá með hverjum

4. Muna eftir Fatimusjóði, nokkrir eiga eftir að borga fyrir sína krakka

5. Muna að kíkja inn á bloggið því ég sendi fregnir eins oft og því verður viðkomið

Bless í bili

Saturday, April 28, 2007

Fimmtíu fjörugir VIMA félagar á aðalfundinum í dag

Aðalfundur VIMA var haldinn nú í eftirmiðdag og var ekki að spyrja að aðsókninni frekar en fyrri daginn. Ég setti fundinn og afhenti vinningshöfunum úr Íranferðinni Eddu Gíslad Laxdal og Birnu Karlsd ljómandi fallegar jemenskar festar. Svo tók Mörður Árnason við fundarstjórn og lék við hvern sinn fingur í því embætti.
Skýrsla stjórnar var flutt, reikningar lagðir fram og þar sást svart á hvítu að menn hafa ekki verið nógu duglegir að greiða félagsgjöldin sín. Ásdís Kvaran gerði athugasemd við einn lið í reikningnum, þ.e. 80 þúsund sem greitt hefur verið fyrirlesurum á fundum okkar. Víst væri gaman ef við gætum fengið menn til að gera þetta endurgjaldslaust og fyrirlesari dagsins í dag, Gísli B. sagðist ekki mundu senda neinn reikning og í hléi greiddu menn svo árgjöld sem óðir væru.

Stjórnarkjör fór fram með friði og var stjórn og endurskoðendur sjálfkjörnir.

Eftir hlé var svo komið að Gísla B. Björnssyni sem skrýddist sínum ómanska búningi og talaði um Óman og Lena kona hans stjórnaði myndasýningunni. Þetta var einkar skemmtilega flutt og myndir hans og teikningar hreinasta unun á að horfa.

Þá er ekki nema rétt og ljúft að geta þess að Guðbjörn Jemenfari færði þeim ferðafélögum sem voru mættir á fundinum disk með Jemen/Jórdaníumyndum. Elskulega gert.

Menn skráðu sig í ferðir og tveir borguðu staðfestingargjald í Óman n.k. október. Svo var drukkið kaffi og borðaðar sætindis súkkulaði eða eplakökur. Góð stemning og ágæt og fundi slitið rétt fyrir klukkan fjögur.

Friday, April 27, 2007

Miðar til Kákasusfaranna - hefði Saddi ekki orðið sjötugur í dag

Sæl öll
Kákasuslandaferðalangar hittust í gær að fá sína miða og ferðagögn. Allt gekk það eins og í sóma. Ítreka að við hittumst kl. hálf sex á mánudagsmorgun. Ekki síðar. Á mínútunni og efast ekki um að það verði í lagi. Muna að skoða vel farangursmiðann til að ganga úr skugga um að farangur hafi verið tjekkaður alla leið til Baku.
Hvet ykkur til að skilja eftir hjá ættingjum og vinum slóðina á síðunni svo menn geti fylgst með ferðinni og sent kveðjur www.johannaferdir.blogspot.com


Svo er það aðalfundurinn á morgun kl 14 í Kornhlöðunni. Vonast til að sjá sem allra flesta félaga og gestir eru velkomnir. Verður gaman að heyra og sjá Gísla B. tala um Óman og svo flyt ég náttúrlega mína skýrslu þar á undan. Mörður Árnason Vimafélagi hefur fallist á - með fögnuði ábyggilega- að taka sér smáhlé frá framboðsfundum og vera fundarstjóri. Það er hollt og gott fyrir hann.

Þá tók ég eftir að í Séðu og heyrðu í gær er viðtal við Sigurlaugu M. Jónasdóttur um Jemen/Jórdaníuferðina á dögunum og fínustu myndir með. Verð að viðurkenna að ég festi kaup á ritinu - svona til að setja í skjalasafnið skulum við segja.

Myndakvöld Jemen/Jórdaníufara verður fljótlega í júní. Nánar um það síðar

Mig minnir að Saddam Hussein hefði orðið 70 ára í dag. Ég hugsa að ýmsir Írakar muni eftir því og jafnvel minnist hans þar sem ástandið í landinu hans er nú langtum skelfilegra en það var á umdeildum stjórnarárum hans. Piltur í Menntaskólanum á Akureyri hafði samband við mig um daginn og var að skrifa ritgerð um hann. Fróðlegt að vita hvernig vitnisburð hann fær. Og myndin af Saddam er alltaf á veggnum hjá mér og verður ekki tekin niður í bráð hvað sem öðru líður.

Wednesday, April 25, 2007

Atkvæði og aftökur

Ætla bara að minna Kákasusfólk mitt á að kjósa áður en það fer því engir eru ræðismenn í þessum löndum enda væri tími orðinn of knappur til þess. Sjálfsagt að nota atkvæðisréttinn sinn í þessu athyglisverða lýðræðisþjóðfélagi okkar.

Stundum kíki ég inn á bloggsíður einhverra stórbloggara og það vekur athygli mína að ótal margir finna hjá sér hvöt til að senda inn athugasemdir. Mér finnst mætti vera meira af því á þessari síðu. Ath það. Ég sé að mjög margir lesa síðuna en einhverra hluta vegna vilja þeir engu bæta við. Hvernig ætli standi á því?

Svo las ég í Mogganum í morgun að Jón Ásgeir hefði keypt sér íbúð í New York á milljón dollara eða eitthvað svoleiðis. Mikið var nú gott að vita það. En vekur samt með manni hugsanir um hvort Mbl sé að færast í gulupressuáttina.
Sömuleiðis að söngvari einn reit hugvekju um aftökur í Sádi Arabíu og vissi allt um það en veit samt ekki að þjóðin sem þar býr heitir Sádar en EKKI Sádi Arabar. Kannski tekur hann næst fyrir aftökur í Bandaríkjunum. Það væri nógu fróðlegt.

Tuesday, April 24, 2007

Verðlaunaafhending á aðalfundi (!)- og vísar hugleiðingar

Góðan daginn.

Eyðimerkurljónið er komið úr kúplingsviðgerðinni og kúrir nú malandi hér úti á plani. Veit að ykkur þykir gott að vita það.
´
Varðandi aðalfundinn á laugardaginn fer fram verðlaunaafhending- öllu má nú nafn gefa- til þeirra tveggja í Íransferðinni sem gátu rétt til um aldur og stjörnumerki félaganna Mohammeds og Mohammeds. Þetta bætist ofan á létt aðalfundarstörf og fýsilegt tal Gísla B. og myndasýningu um Óman.
Þá ætla ég einnig að kynna gjafakortin okkar og vona að fólk verði iðið við að nota þau. Gefa í Fatímusjóðinn t.d. við stórafmæli vina og ættingja sem eiga allt og sömuleiðis heppilegt að nota þau til að gefa vinum upphæð inn á ferðir.
Hugsið ykkur hvað sjóðurinn getur eflst til stórra muna með þessu móti.

Skal taka fram að ég sendi pistilinn um einkaþoturnar á flesta alþingismenn og einn þeirra(sem víkur að vísu af þingi nú í vor og hefur verið í Suðurlandskjördæmi) lagði inn í sjóðinn. Hvorki ráðherrar menntamála né utanríkismála hafa vaknað til lífsins við þennan pistil. En til þessara kvenna sótti ég um styrk að upphæð samtals 600 þús. kr. til að greiða laun kennara við miðstöðina. Og það finnst mér bara ansi hart.

Vil hvetja Sýrlandsfara til að gefa sig fram. Okkur vantar slatta í ferðina í ágúst síðla. Hef ekki enn afráðið hvort Líbanon eða Jórdanía verður fyrir valinu. Hugsa mér að fara til Líbanons í nokkra daga í júní eða svo og athuga hvernig mér líst á ástandið og svoleiðis. Ef mér líst svo á að allt sé í sæmilegu standi skelli ég Líbanon hikstalaust inn.

Saturday, April 21, 2007

Áríðandi fundir- fráttabréf komið út og bílaleigubíll í kleinu

Góðan daginn

Minni Kákasusfara á fundinn á fimmtudaginn. Þá þurfa allir að mæta að sækja sín ferðagögn, miða og þess háttar. Festi kaup á jórdönskum kökum í Amman á dögunum og við maulum þær með tei eða kaffi meðan við röbbum um ferðina.

Minni líka á aðalfundinn n.k. laugardag kl. 14 á Kornhlöðuloftinu. Eftir stjórnarskýrslu og aðalfundarstörf mun Gísli B. Björnsson tala um Óman og væntanlega sýna teikningar sem hann dró upp í ferðinni, svo og myndir. Nýir félagar hafa bæst við allmargir síðustu daga og hvet þá eindregið að láta sjá sig og almennt bara alla góða félaga að koma. Áætlanir um ferðir liggja frammi.

Síðast en ekki síst: fréttabréfið er komið út, stærra núna en áður og má sér í lagi þakka Dominique og Gullu pe fyrir góða frammistöðu hvað varðar framkvæmdamálin.

Að lokum: fékk mér bílaleigubíll þar eð eyðimerkurljónið kemst ekki að á verkstæðinu fyrr en um miðja vikuna. Skrapp í Hagkaup að gera innkaup í gær fyrir mitt stóra heimili. Þegar ég kom út sá ég að bakkað hafði verið á bílaleigubílinn minn! Hm. Ætli þessu veseni hjá mér fari nú ekki senn að linna. Eða hvað?

Friday, April 20, 2007

Stundum ríður vitleysan ekki við einteyming

eins og þegar kúplingin í eyðimerkurljóninu klikkaði á Sæbrautinni,
símalaus vafraði ég um sofandi Sundlaugarveginn á sumardagsmorguninn fyrsta
loks heim komin stóð til að prenta út Kákasusáætlun og spakyrði,
rétta Ómanáætlun handa áhugasömum
erindi fyrir leikhúsgesti á hálsfestaleikriti á laugardagskvöld
vekja athygli Sýrlandsfara á að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.maí
og náttúrlega aðskiljanlegar hugvekjur

og prentarinn hafði þá gefist upp á limminu
heimabankinn í bileríi
þessi tæknimál eru meiri plágan

tæknistjórinn minn í veikindum og
aðstoðartæknistjórinn í skólanum sínum

spurning hvort tölvan tekur þetta

en allt um það endaði í flissi
þetta verður allt í himnalagi
einhvern veginn
ekki lætur maður svona slá sig út af laginu,
góð með mig: maður er nú vatnsberi

ekki fótbrotnaði ég
ekki fékk ég í bakið
einn prentari, heimabanki og bíll
allt er það lítið mál
svo ég

þakka góðar undirtektir við síðasta pistli og býð
nýja félaga velkomna

Monday, April 16, 2007

Af hverju ekki á einkaþotunum til Jemen?

Ég lít svo á að ég sé ekki öfundsjúkari manneskja en gengur og gerist. Virði fólk sem er duglegt í vinnu og spjarar sig í lífinu, hvaða störfum sem það gegnir.
Þó að ég hafi aldrei fundið hjá mér þörf né hæfileika til að safna peningum, eigum og þess háttar er mér að meinalausu og vel það að menn eigi myndarleg hús, tvo bíla eða fleiri, fellihýsi eða sumarbústaði, íbúðir í útlöndum ef það langar til.
Ekkert af þessu er annað en gott og blessað ef fólk hefur unnið fyrir því á heiðarlegan hátt.
En nú er mér alvarlega misboðið.
Ég fór í hárblástur áðan og þá þurfti ég vitaskuld að setja mig inn í það sem fræga og ríka fólkið er að gera í Séðu og heyrðu. Að vísu er dálítið erfitt að lesa þetta röfl en samt hef ég látið það yfir mig ganga þar til núna.
Auðkýfingarnir, fertugir eða fimmtugir sem bjóða nokkur hundruð manns í afmælin sín í einkaþotunum, allt glys og skraut og hégómi sem því fylgir.
Og ég er nýkomin frá Jemen með hóp VIMA félaga. Þar styrkjum við hátt í 100 börn og fullorðna með 200 dollara framlagi á ári til að þau geti notið menntunar sem ella væri ekki kostur á. Nú er aðsóknin hjá Nouriu Nagi og YERO orðin það lífleg að húsnæðið sem hún hefur á leigu er orðið of lítið. Hana dreymir um að geta keypt hús og fært enn út kvíarnar. Ég veit ekki hvað það kostar en ég er nokkurn veginn viss um það kostar ekki nema brot af þessum höllum, afmælisveislum og glinglrumding sem auðmennirnir okkar eyða á fáeinum dögum.
Við hjá VIMA höfum ekki kynnt þetta að neinu marki því okkur langaði að sjá hvernig krakkarnir stæðu sig og hvort væri vit í þessu. Ég hef leitað til tveggja ráðherra og beðið um styrk sem svarar árslaunum handmenntakennara. Frá hvorugri þessara ráðherrakvenna hefur borist svar. Ég hef haft samband við eina ríkiskonu og spurt hana hvort hún vilji styrkja þetta og ekki hefur hún haft tíma til að ansa því heldur.
En nú sting ég sem sagt upp á því í fullri alvöru að þó ekki væri nema einn þessara yfirgengilega ríku manna skryppu á einkaþotu sinni til Jemen og skoðuðu sig um þar og hvað YERO er að gera. Þeir mundu varla taka eftir því þótt þeir legðu út fyrir eins og einu húsi svo bláfátæk og ég endurtek bláfátæk börn gætu öðlast lífsgæði sem þau skortir nú.
En þeim mundi kannski líða betur - þó þeir séu náttúrlega svo hamingjusamir fyrir- að það er varla á sæluna bætandi. En þarna mundu þó peningarnir- dusulítið brot af þeim- verða til gagns.
Vinsamlegast látið þetta ganga áfram.
Johanna Kristjonsdottir

Thursday, April 12, 2007

Mun láta Kákasusfólkið mitt vita fljótlega

Góða kvöldið öll
Sálin er rétt óskriðin heim. Hef vingsast um á náttklæðum í dag og tekið á móti einum ömmudreng.

Hér með spyr ég: er einhver Íranfara sem getur tekið að sér að ljá húsnæði fyrir myndakvöld. Ég mundi panta mat og við borgum bara hvert okkar part????? Við vorum ekki það mörg að það ætti að vera mögulegt eða hvað?

Hef sent Kákasusfólki bréf sem ég hef ekki fundið inni á heimabanka og bið það að gera upp fljótlega. Þakka þeim sem hafa klárað greiðslur.
Fundur þar sem miðar ofl verða afhentir er í deiglunni sirka 24.-26.apr. Læt alla vita. Nokkrir hafa ekki gert upp eins manns herbergi og óska eftir að þeir geri það snarlegast. Takk kærlega.

Minni enn á aðalfund VIMA þann 28.apr Vonast til að sjá þar sem ALLRA flesta. Er gott að segja frá því að nýir félagar hafa bæst við meðan við vorum í burtu og hef sent Gullu pé upplýsingar þar að lútandi.

Það fór ekki framhjá mér í Sanaa að þeir krakkar sem fengu ekki myndir af sínu fólki voru vonsviknir. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á því hvað þetta er mikið mál fyrir þá. Sendi bréf sem Nouria lét mig hafa næstu daga með kveðjum.

Bið svo enn og aftur fyrir þakkir til 25 plús Jemen/Jórdaníufara fyrir einstaklega góða ferð.
Nú fer ég að sofa senn - klukkan er um hálf níu og verð svo til í allt, insjallah á morgun.
Dóminik: fyrirgefðu ég svaraði ekki í dag. Vona að efni sé komið til þín.

Wednesday, April 11, 2007

Jemen/Jórdaníufarar kvöddust með kærleikum í Keflavík í nótt

Blessaða nóttina öll

Við kvöddumst, Jemen/Jórdaníufarar með kærleikum í Keflavík upp úr miðnætti. Nokkur seinkunn varð frá London og síðar uppgötvaðist að ein taska hafði ekki skilað sér. Við gerðum skýrslu þar um og ég vænti þess að hún komi heim á morgun. Ferðin heim með RJ til London gekk afar vel og síðan dúlluðu menn sér á Heathrow þar til tími var til að fara heim.
Síðasta daginn okkar var ferð til Jerash og síðan frjáls dagur. Um kvöldið komu þær Stefanía ræðismaður okkar, Gurrí Guðfinnsd og Kristín Kjartansd. (sem reyndist eiga skólasystur í hópnum þar sem Brynhildur var) að borða með okkur og öllum fannst gott og gleðilegt að hitta þær stöllur.
Undir kvöldverði í gær talaði Rannveig Guðm. og fór fallegum orðum um ferðina og fyrr um daginn hafði ég flutt mitt snöfurlega kveðjuávarp.
Óhætt að segja að allir hafi verið einstaklega glaðir, "upplifðum allan skalann" eins og Inga Jónsdóttir orðaði það. Jemenfarar skilja það.
Á morgun, þ.e í dag ætla ég að sofa og síðan sný ég mér að því að athuga með Kákasusferð og hvernig þau mál standa. Kákasusfarar þurfa að hittast innan tíðar.

Minni einnig á að Sýrlandsfólk í ferð í ág.sept þarf að greiða staðfestingargjald 1.maí og það á einnig við um Ómanferðalanga síðla október. Eins og ég hef áður sagt geta allmargir bæst í Sýrlandsferð og tveir til fjórir í Óman. Látið því heyra frá ykkur eins fljótt og hægt er.

Fréttabréf í vinnslu að því er ég best veit og verður tilbúið fyrir aðalfundinn 28.apríl.

Tuesday, April 10, 2007

Sidasti Jordaniudagur ad sinni

Godan daginn
Vid vorum ad koma fra Jerash og thotti monnum merkilegt ad skoda rustirnar thar sem rekja sig til tima Romverja her a fyrstu old f. Kr til 2.aldar e.Kr. Sami skyrdi allt vel og skilmerkilega ut og menn voru katir og spraekir sem adra daga.
A leidinni til Amman aftur taldi eg astaedu til ad flytja smakvedjutolu thar sem buast ma vid ad ys og thys verdi i kvoldverdi. Thakkadi folki samveru og hvad allir hefdu verid vesenislausir og tekid breyutingum sem ohjakvaemilegar voru stundum med humor og gedgaesku. Auk thess thurfum vid tvi midur ad kvedja Sami leidsogumann sem thurfti ad fara heim til sin til Petra vegna alvarlegra veikinda i fjolskyldu. Vid hropudum ferfalt hurra fyrir honum af mikilli innlifun.
Olafur Bjarnason ste svo fram og for med visu, stuttorda og gagnorda
Eftir Jemen og Jordaniu
Johonnu okkar gladur kved
sem einn af thessum niu nyju\
notid hef ad vera med.

I gaer var farid uopp til Madaba og a Nebofjall og horft yfir til og skodadar fallegar kirkjur thar sem mosaiklistaverk eru a golfum. A heimleidinni bordad a einstaklega skemmtilegum veitingastad og margir slogu i vatnspipu med teinu a eftir.

Sidari hluti dagsins var frjals og margir foru nidri gamla bae eda annad og hreint otrulegt hvad marga vantar enn eitthvad af varningi tvi verslad var rosklega i keramikbudinni rett hja Nebofjalli.

Daginn thar a undan var vid Dauda hafid og eftir storbrotinn hadegisverd a Marriott thar sem flestum vard afar tidgengid ad sukkuladigosbrunni og dyfu jardab erjum og odru godmeti i, flutu menn eins og korktappar um hafid eda busludu i sundlaugum hotelsins.
Her i Amman erum vid a Regency Palace, prydilegu hoteli og allir eru hressir og vid hestaheilsu. I kvold koma Stefania Khalife Gudridur Gudfinnsdottir og Kristin Kjartansdottir og hitta okkur.
I fyrramalid forum vid ut a voll kl 9,15 ad jordonskum tima og velin fer kl 12.
Erum vaentanleg heim sidla annad kvold fra London. Sjaumst tha

Friday, April 6, 2007

I rosraudri fegurd Petra

Vid erum a odrum degi i Jordaniu, godir halsar. Komum flugleidis fra Sanaa i gaermorgun og Sami leidsogumadur beid okkar a flugvellinum, tha var 5 stiga hiti i Amman. Vid brunudum svo nidur til Petra og stoppudum i kaffidrykkju einu sinni. Margir fengu ser lur a leidinni enda flugid ekki a heppilegasta tima svo menn voru syfjadir og threyttir.
Thegar til Petra kom fengum vid ekki herbergin strax en menn toku tvi rolega, hitinn var tha kominn i 25 stig og vid satum vid sundlaug og fengum okkur hressingu.

Siddegis var ferd inn i Litlu Petra en thangad er ekki oft farid med ferdamenn og vid dadumst ad kyrrd og feghurd sem var tho adeins forsmekkurinn af tvi sem beid i dag.

Arla lobbudum vid fra hoteli i morgun og solin skein og Petra beid okkar i allri tign sinni. Sumir fengu ser vagna inn i borgina sem kollud hefur verid hin rosrauda borg, jafngomul timanum. Thar eru einkum minjar fra timum Nabatea sem voru her fra 2.old fyrir Kr. til 3 aldar e.Kr en tha breyttust verslunarleidirnar her a skaganum og henni hnignadi og Nabatear dreifdust um allar trissur.
Flestir gengu inn i borg og Sami sagdi vel fra og allir voru dolfallnir enda Petra eitt hid mesta undur sem eg veit til.
Vid gengum um lengi lengi, settumst nidur i kaffi eda te annad kastid, Sveinn Har. og Vera theystu a undan, enda heimavon, komu hingad med mer i fyrra.

Undir hadegi vorum vid komin nidur i botn og tha vildu fjallageiturnar i hopnum sem eru ansi margar fara upp 999 threpin og upp i kslaustrid og sogdu thad sannarlega erfidis virdi. Adrir satu og horfdu i kringum sig og allir fengu ser i gogginn.
Eg fekk mer ulfalda upp ad Tollstofunni og labbadi sidan upp gilid og i thessudum toludu ordum eru flestir komnir og sumir heim a hotel en adrir skoda sig um
Held ad menn seu afskaplega anaegdir med daginn og allt hefur leikid vid okkur

A morgun inn til Wadi Rum, annars undurs Jordaniu og thar gistum vid adra nott. En vid tokum thessu rolega og menn geta sleikt solinsa vid sundlaugina fram undir hadegid.
Allir bidja fyrir kvedjur og mer finnst menn maettu vera otulli ad senda kvedjur til sinna. Thaer gera lukku.

Tuesday, April 3, 2007

Umsvif hja Jemeforum i dag- heimsokn i YERO og hadegisverdarbod hja Fatimu




Thad er ohaett ad segja ad thetta hafi verid godur dagur hja okkur. Byrjudum a ad fara i heimsokn i Yeromidstodina og thar var okkur vel fagnad. Ymsir styrktarforeldrar hittu sin born og urdu fagnadarfundir, Nawal litla hljop upp um halsinn a Rannveigu og Sverri thegar hun hafdi skilid ad thau eiga allan thatt i ad hun getur nu laert ad lesa og skrifa, Maria Kr vafdi Bodore sina ormum og fekk ad vita ad hun vaeri einstaklega samviskusamur namsmadur, Magnea hitti Feiruz sem hun stydur i sumanamskeiduna en Ragnhildurt Arnadottir stydur hana i skolanum, Olof hitti Abir sina og henni var sagt ad Abir aetti til ad skropa og Olof tok af henni hatidlegt loford um ad standa sig betur, Hogni var mjog pabbbalegur med sinn strak og eg hitti adra af minum, Nassim, prud og hljodlat stulka. Silla tok a stadnum i fostur munadarlausan strak sem vantadi styrktarmann og svo var tekin mynd af krokkunum sem Margret Pala stydur til ad faera henni.
Allir voru mjog hrifnir og svo var solusyning a munum krakkanna og keyptu menn thar i grid og erf.
Garpur slo i gegn sem fotboltatjalfari og allir voru bara himinkatir. Monnum fannst mikid til um thad starf sem Nouria er ad vinna og eg hef grun um ad fleiri styrktarforeldrar eigi eftir ad baetast vid.

Vid kvoddum svo Nouriu og krakkana og heldum upp i Thula. Thar hafdi okkur verid bodid i hadegisverd til Fatimu sem er su sem hugmyndina ad sjodnum okkar kveikti . A golf voru bornir amk tiu rettir og kann eg tha ekki alla ad nefna en greinilegt ad Fatima, mamma hennar og systir hofdu ekki slegid sloku vid matargerdina. Margir hofdu a ordi ad af morgum godum maltidum thessa Jemendaga vaeri Fatimumaturinn bestur.\
A eftir gerdu margir kaup i litlu versluninni hennar og strakarnir gulir og graenir hropudu o g kolludu a okkur og hermdu upp a mig loford um ad kaupa af theim.

Eftir langt og skemmtilegt stopp var farid til Wadi Daar thar sem klettahollin her og klifrudu flestir upp, meira ad segja aldursforseti hopsins Anna Gunnlaug let sig ekki muna um ad sveifla ser upp a efstu haed og dast ad utsyni.

I gaer komum vid fljugandi fra Sejun og dagurinn var rolegur, menn konnudu gomlu borg og dingludu ser i blidvidr.
Sidari daginn i Sejjun var einkar thekkilegur. Folk svamladi i sundlauginni til klukkan tvo ad vid forum i rannsoknarferd inn til Sejjun og sidan til Sjibam Manhattan eydimerkurinnar og vordum thar longum tima innan um thessa duludgu skyjakljufa.

Thetta er bara si sona i fljotu bragdi thad helsta sem a sidustu daga hefur drifid. A morgun aetlum vid a Tjodminjasafn og taka svo ollu med ro adur en lagt er af stad adra nott til Jordaniu.
Enginn 7 9 13 med neina pest og allt i himnalagi.

Sunday, April 1, 2007

Vid erum a galdrahotelinu i Sejun

Gott folk
I gaermorgun flugum vid til Mukalla a sudausturstrondinni og thar bidu nyir sjo galvaskir bilstjorar og sidan var brunad yfir merkur og sanda i verulega miklum hita.
Komum vid i Palmalundinum okkr tvi storgoda veitingahusi og bordudum kjuklinginn fraega, safarikan og bragdgoadn.
Thegar ad tvi kom ad keyra nidur i Wadi Doan lustu menn upp undrunar og addaunarhorpi yfir serstaedri fegurd sem thar blasir vid, husagerdarlistinni og mannlifinu.
Stoppudum odru hverju ad taka myndir og Mohm ospar ad fraeda eins og fyrri daginn. I Hajarain keyptu margir ser hunangid fraega sem talid er hunanaga best.

Thegar Manhattan eydimerkurinnar blasti svo vid var enn oad og ajad og sidar i dag forum vid thangad aftur i almennilega skodunarferd.

Menn voru ordnir harla rykugir thegar a Howta Palace kom og margir hofdu a ordi a thetta vaeri eins og ganga inn i thusund og eina nott. Skelltu margir ser nanast beint i sundlaugina en adrir fengust vid floknari fraedi Vera hefur til daegis tekid svo mikid ad myndum ad hun og Sveinn satu yfir tvi lengi ad faera myndir hennar inn a tolvuna svo hun gaeti haldid afram
Bordudum uti i gardinum i gaerkvoldi godan mat og fin stemning og akvedid var ad gefa frjalsan tima til kl 2 og gloddust allir yfir tvi enda svo margfaldleg ahrifin fra sidustu dogum ad thad er gott fyrir folk ad salin nai theim.
Hitti allmarga i morgunverdi i morgun og la vel a folki. Smapest hefur gengid ad milli manna en hun hefur lika gengid hja eftir solarhring svo eg moka bara salti og immodium toflum i folk ef thad kvartar.
Allir anaegdir med thad. Takk fyrir kvedjur, kem theim aleidis nuna a eftir. Byst vid ad flestir seu vid sundlaug.
Lati fleiri i ser heyra. Sael ad sinni.