Friday, April 20, 2007

Stundum ríður vitleysan ekki við einteyming

eins og þegar kúplingin í eyðimerkurljóninu klikkaði á Sæbrautinni,
símalaus vafraði ég um sofandi Sundlaugarveginn á sumardagsmorguninn fyrsta
loks heim komin stóð til að prenta út Kákasusáætlun og spakyrði,
rétta Ómanáætlun handa áhugasömum
erindi fyrir leikhúsgesti á hálsfestaleikriti á laugardagskvöld
vekja athygli Sýrlandsfara á að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.maí
og náttúrlega aðskiljanlegar hugvekjur

og prentarinn hafði þá gefist upp á limminu
heimabankinn í bileríi
þessi tæknimál eru meiri plágan

tæknistjórinn minn í veikindum og
aðstoðartæknistjórinn í skólanum sínum

spurning hvort tölvan tekur þetta

en allt um það endaði í flissi
þetta verður allt í himnalagi
einhvern veginn
ekki lætur maður svona slá sig út af laginu,
góð með mig: maður er nú vatnsberi

ekki fótbrotnaði ég
ekki fékk ég í bakið
einn prentari, heimabanki og bíll
allt er það lítið mál
svo ég

þakka góðar undirtektir við síðasta pistli og býð
nýja félaga velkomna

No comments: