Blessaða nóttina öll
Við kvöddumst, Jemen/Jórdaníufarar með kærleikum í Keflavík upp úr miðnætti. Nokkur seinkunn varð frá London og síðar uppgötvaðist að ein taska hafði ekki skilað sér. Við gerðum skýrslu þar um og ég vænti þess að hún komi heim á morgun. Ferðin heim með RJ til London gekk afar vel og síðan dúlluðu menn sér á Heathrow þar til tími var til að fara heim.
Síðasta daginn okkar var ferð til Jerash og síðan frjáls dagur. Um kvöldið komu þær Stefanía ræðismaður okkar, Gurrí Guðfinnsd og Kristín Kjartansd. (sem reyndist eiga skólasystur í hópnum þar sem Brynhildur var) að borða með okkur og öllum fannst gott og gleðilegt að hitta þær stöllur.
Undir kvöldverði í gær talaði Rannveig Guðm. og fór fallegum orðum um ferðina og fyrr um daginn hafði ég flutt mitt snöfurlega kveðjuávarp.
Óhætt að segja að allir hafi verið einstaklega glaðir, "upplifðum allan skalann" eins og Inga Jónsdóttir orðaði það. Jemenfarar skilja það.
Á morgun, þ.e í dag ætla ég að sofa og síðan sný ég mér að því að athuga með Kákasusferð og hvernig þau mál standa. Kákasusfarar þurfa að hittast innan tíðar.
Minni einnig á að Sýrlandsfólk í ferð í ág.sept þarf að greiða staðfestingargjald 1.maí og það á einnig við um Ómanferðalanga síðla október. Eins og ég hef áður sagt geta allmargir bæst í Sýrlandsferð og tveir til fjórir í Óman. Látið því heyra frá ykkur eins fljótt og hægt er.
Fréttabréf í vinnslu að því er ég best veit og verður tilbúið fyrir aðalfundinn 28.apríl.
Wednesday, April 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Velkomin heim Jóhanna og Jemen og Jórdaníufarar! Það var gaman að hitta þennan fríða hóp og yndislegt að spjalla við fólk sem er fróðleiksfúst og einstaklega skemmtilegt. Bestu þakkir fyrir kvöldverðarboðið, kveðja, Gurrý
Amman í Jórdaníu
Gurrí min
takk ástsamlega. Allir voru líka einkar glaðir að hitta ykkur stelpurnar
kærlegast Jóhanna
Post a Comment