Thursday, December 31, 2009

Gleðilegt ár



Óska ykkur öllum gleðilegs árs. Þakka það liðna og margar góðar samverustundir á þessu skringilega ári sem nú kveður í kvöld.

Minni á að ég hef sent Sýrlands/Líbanonsförum greiðsluplan og bið menn að fylgja því mjög nákvæmlega. Hef ekki náð sambandi við Mími um húsnæði en vonast til að fundur geti orðið fyrstu eða aðra helgi í janúar. Bið menn um að muna þá eftir ljósritum af vegabréfum og ítreka að tveir hafa ekki látið vita hvort þeir vilja eins manns herbergi og nú fer að þrengjast um slíkt ef ekki kemur svar. Þakka þeim sem hafa látið vita.

Þá mun ég einnig fljótlega finna stund svo hinir hugþekku Egyptalandsfarar geti loks efnt í myndakvöld og læt vita af því. Mér heyrist að sem flestir hafi gengið frá myndum og væri þakklát fyrir ef einhverjir gætu gaukað að mér einum diski eða svo.

Hafið svo í huga með þessum góða fyrirvara að þann 30.jan verður fyrsti fundur VIMA á nýju ári.
Þó svo ferðalögum fækki hefur VIMA enn og um ókomna tíð hlutverki að gegna. Fréttabréf er í vinnslu. Þeir sem hafa ekki sent Dóminik umbeðið efni geri það skjótlega.

Sæl að sinni

Wednesday, December 23, 2009

Viðsnúningur í ferðalögum stjörnumerkjanna


Nautið hefur oftast verið í efri kantinum en aldrei unnið

Jómfrúin hefur heldur betur tekið sig á

Þá er komið að hinni vísindalegu úttekt á stjörnumerkjum ferðalanga VIMA árið 2009 og hefur þar heldur betur orðið breyting miðað við síðustu ár. Til tíðinda telst að
jómfrúin sem hefur löngum verið treg til ferðalaga er nú ásamt nautinu í fyrsta/öðru sæti.
Í fyrra voru fjölmennastir bogmenn, krabbar og tvíburar.

Niðurstaðan nú er þessi og tekið fram í leiðinni að ég tel sjálfa mig aðeins einu sinni

1.-2 Jómfrú og naut
3.-4 vog og vatnsberi
5. hrútur
6.bogmaður
7. steingeit
8.-9 fiskur og tvíburi
10.-11 krabbi og ljón
12.sporðdreki

Alls voru farnar fimm ferðir
Tvær til Írans= 48 manns
Ein til Jemen= 25
Ein til Marokkó= 28
Ein til Egypta-
lands 29

Vænti þess að mönnum þyki þetta hinar athyglisverðustu niðurstöður og sigurvegurum óskað til hamingju og aðrir hvattir til dáða.

Vil taka fram að ég sendi Líbanons/Sýrlandsförum greiðsluplan milli jóla og nýárs og skulu menn athuga það og vinsamlegast greiða á hárréttum tíma. Annars lendi ég í vanda.

Sendi svo öllum VIMAfélögum, ferðafélögum sem öðrum, stuðningsmönnum krakkanna okkar í Jemen óskir um góð og gleðileg jól og óska öllum hagsældar og friðar á nýju ári.

Sunday, December 20, 2009

Kveðjur frá YERO börnum - samband fljótlega við Egyptófólk



Nouria sendi mér og okkur þetta kort með kveðju frá börnunum og fjölskyldum þeirra til allra en einkum og sér í lagi þeirra sem hafa stutt og styðja við bakið á börnunum. Þið ýtið með músinni á myndina til að sjá textann.

Þá er vert að geta þess þrátt fyrir allt jólavafstur að menn ættu að fylgjast með hvenær fundir verða: annars vegar myndakvöld Egyptalandsfaranna og hins vegar fundur með væntanlegum Sýrlands/Líbanonshópi.

Vel á minnst: Þakka Margréti Halldórsd Íranfara kærlega fyrir diskana sem hún skutlaði hér inn um lúguna í dag. Væri ákaflega vel þegið ef Óskar myndasnillingur úr sömu ferð nennti að gera handa mér disk við hentugleika.

Nú skilst mér að fólk tali sig saman um Jemenferð, Íranferð og jafnvel nokkrir sem hafa áhuga á Kákasus. Sú ferð kemur vissulega til greina ef menn safna sér saman en ég legg þó til að farið yrði aðeins til Georgíu ef af yrði. Það er rjómi þessa svæðis. Ferð til Azerbajdan og Armeníu líka yrði sömuleiðis rokfokdýr. ´Gæti ímyndað mér að tiltölulega hóflegt verð fengist á Georgíuferð.

Þið látið heyra frá ykkur

Monday, December 14, 2009

Mig vantar enn- hvernig stendur nú á því? En er Maher fundinn.........

Gæskurnar allar
Var að koma heim og vona náttúrlega að allir hafi saknað mín þótt þess gæti ekki á síðunni, næsta fáir hafa farið þangað meðan ég var í burtu. Hafa væntanlegir Sýrlands/Líbanonsfarar örugglega borgað staðfestingargjald. Vinsamlegast ef ekki þá snarlegast.
Einnig vantar nokkur vegabréfsnúmer, hvernig stendur á því??

EN
Í fyrsta lagi: Maher er fundinn. Hann rekur ásamt sinni amrísku frú pínulítið flotteríis hótel í Damaskus, þetta eru kölluð boutique hótel, eru rokdýr og aðeins fyrir 6-8 manns.

Í öðru lagi: Skutlaði mér á viku yfir til Jórdaníu, Sýrlands og Líbanons og sat svona álíka marga merkisfundi og matarboð. Hitti þar af tilviljun H
æþam sem var gæd fyrsta og annars hópsins okkar og hann bað fyrir kveðjur. Hann hefur sett á stofn eigin ferðaskrifstofu og er í samvinnu við náungann okkar í Sýrlandi.
Ræddi lengi og hressilega við ferðaskrifstofukallana, Soheil í Líbanon og Abedelkarim í Sýrlandi og þeir voru glaðir og hlakka til komu okkar.

Mun hafa samband fljótlega við Sýrlands/Líbanonshópinn sem er alveg stútfullur og ég þori ekki að bæta fleiri við þótt ég fegin vildi. Verð í báðum þessum löndum hefur hækkað því þar er kreppa líka þótt við höfum ekki teljandi áhuga á öðru en okkar kreppu enda kannski nóg að eiga við hana.

Bara þetta núna.
Gaman að heyra í Marjöttu Ísberg. Hún hvetur til að fólk safni sér saman í hópa. Gott mál það.

Wednesday, December 2, 2009

Mér finnst það gleðiefni--


Líbanskir smáréttir- hvergi betri

að Líbanon/Sýrlandsferðin er fullskipuð, alskipuð og umfram allt vel skipuð.
Svo virðist sem allmargir þurfi nýtt vegabréf og bið þá lengstra orða að senda mér númer og útgáfudag þegar það er klappað og klárt. Einnig bið ég menn borga staðfestingargjald ekki síðar en 5.des og vísa í bréf sem ég sendi öllum ferðafélögum
því ég er að ganga frá flugmiðum og verð að klára það áður en ég skrepp til Líbanons og Sýrlands með stuttri viðkomu í Jórdaníu n.k mánudagsmorgun.

Við munum efna til fundar snemma í janúar og fara rækilega yfir ferðina og menn fá þá væntanlega áætlanir.Einnig verður þá lögð fram greiðsluáætlun. MUNA AÐ FERÐIN ER 21.mars-3.apr 2010. Það er ákveðið.

Þá er hér orðsending til Egyptalandsfaranna á dögunum. Við efnum í myndakvöld fljótlega eftir áramót. Geri því skóna að það sé ofætlan að halda slíkan fund með almennilegri þátttöku fyrir jólin.

Loks eitt enn og ekki síst: Nokkrir en ekki margir sem styðja Jemenbörn hafa enn ekki borgað krónu og aðrir virðast hafa gleymt að borga seinni greiðslur. Vil síður telja upp nöfn en geri ráð fyrir að þetta sé athugunarleysi. Bið ykkur vinsamlegast sem í hlut eigið að ganga frá þessum málum eða láta vita. Þetta er einstaklega óþægileg staða sem ég er sett í með þessu.

Á stjórnarfundi VIMA í vikunni kom í ljós að efni í næsta Fréttabréf sem kemur um miðjan janúar virðist allt á góðu róli og vona að menn skili sínu til Dominik fyrir 15.des eins og umsamið var. Janúarfundur var einnig ræddur, líklega 30.jan. Mjög spennandi efni verður þar vonandi tekið til umfjöllunar.

Þá vorum við sammála um að það væri freistandi að setja saman litla bók um ferðirnar sem VIMA félagar hafa farið í. Frásagnir, viðtöl, ferðasögur, myndir og margt fleira. Jafnvel stjörnumerki og einkunnagjöf! Allt er það svosem á umræðustigi.

Margir sem hafa heitið mér myndum á diskum hafa ekki sent mér þá. Ég er doltið hnuggin yfir því og vonast til að þeir skili sér og finnst leiðinlegt að þurfa að hamra á því.

AÐ LOKUM þetta: Það er áhugi á Íranferð- gjarnan dálítið öðruvísi enda landið stórt. Ég mun ekki blanda mér í það en get tekið niður nöfn ef menn vilja.

Sama máli gegnir um Jemenferð. Það verður að vera að ykkar frumkvæði. Eins og þessi mars/apr ferð.

Thursday, November 26, 2009

Fullskipað í Líbanon/Sýrland í mars/apríl


Fáni Líbanons
Það er ánægjulegt að segja frá því að fullskipað er í ferðina sem ákveðin var fyrir beiðni félaga til Líbanon og Sýrlands í mars/apríl. Dagsetningar eru ekki fullfrágengnar en ég hef samband við þátttakendur um leið og það skýrist.


Fáni Sýrlands

Mér finnst mjög ánægjulegt að geta aftur tekið Líbanon inn og verður lögð áhersla á norðurhluta landsins, farið upp í sedarskóginn, heimsótt safn Gibrans spekings og listmálara ofl. Í Sýrlandi verður einnig farið til Palmyra og Crak de Chevaliers og Malulah og Damaskus skoðuð í krók og kring.

Er verulega kát yfir þessu og finnst hópurinn spennandi blanda. Slatti af glænýju fólki og svo öðrum sem hafa farið í margar ferðir með VIMA.

Bendi á að ekki eru fleiri ferðir á dagskrá, fyrr en í haust að ég tek að mér mjög áþekka ferð fyrir Bændaferðir. Þeir sem ekki komast með núna þurfa því ekki að vera of hnuggnir.

Ég vona að Íranfarar hafi fengið hópmyndina. Það var eitthvert maus í tölvunni sem ég réði ekki við. Því gæti verið að sumir hafi fengið hana mörgum sinnum og aðrir ekki. Bið ykkur um að láta mig vita ef hún barst ekki.

Saturday, November 21, 2009

Októbermynd við keisarahöll


Myndina tók Pezhman Azizi

Frá vinstri fremsta röð: Kristín Vilhjálmsdóttir, Helen Teitsson, Hrefna Jóhannsdóttir, JK, Óskar Ægir Benediktsson

Efri röð f.v. Agla Egilsdóttir, Tryggvi Ásmundsson, Margrét Á. Halldórsdóttir, Margrét Friðbergsdóttir, Höskuldur Jónsson, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Kristín Einarsdóttir, Haukur Backmann, Kristín Thorlacius, Ingvar Teitsson, Valur Guðmundsson, Kristín E. Daníelsdóttir, Bjarni Sigfússon, Guðrún Magnúsdóttir, Anna Torfadóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, Jón Halldórsson, Bergþór Halldórsson, Kristín Möller, Kristján Ragnarsson.

Sendi öllum ferðafélögunum myndina fljótlega

Lista og lystaglaðir Íranfarar hittust í hádeginu

Ferðafélagar úr Íranferð 1.-14.okt hittust núna í hádeginu. Við borðuðum saman og skoðuðum listagóðar myndir. Ingvar Teitsson sýndi myndir á tjaldi, framúrskarandi góðar og Kristín Vilhjálmsdóttir frumsýndi fjöruga heimildamynd sína um kaup hópsins á fljúgandi teppum. Hvorttveggja fékk mjög góðar undirtektir.

Einnig voru Guðlaug og Höskuldur með myndir, Bjarni og Guðrún og sjálfsagt fleiri.

Við skáluðum náttúrlega fyrir ferðinni og til lífs og til gleði. Einnig fyrir Óskari sem gat ekki komið en sendi öllum í hópnum einstaklega skemmtilega gjöf.
Þá færðu Margrét og Bergþór mér gjöf með myndum úr hinum ýmsu ferðalögum þeirra með VIMA.


Þetta var góð og ljúf stund og menn skröfuðu og rifjuðu upp ferðina af stakri ánægju.

Hef sent Pezhman beiðni um að imeila mér hópmyndina sem hann tók og vonast til að hún berist innan tíðar.

Þá vil ég geta þess að þegar mars/apríl fólk í Líbanon/Sýrland hafa allir staðfest sig, síðasti frestur 25. nóv. mun ég senda þeim nákvæma ferðaáætlun. Bíð eftir svari frá nokkrum en augljóst að ferðin verður farin, insjallah.

Hef fengið svör frá köllunum mínum í Damaskus og Beirut og mun ganga frá málum við þá þegar ég fer út 7.des. Þeir eru mjög glaðir að geta átt von á tveimur hópum á næsta ári, VIMA hópi í mars og Bændaferðarhópi( sem er undir minni fararstjórn og skipulagningu).

Þakka enn og aftur Íranförum góða stund fyrr í dag.

Wednesday, November 18, 2009

Dagbók Ingvars frá Íran- myndafundur- marsferð ofl

Sæl veriði
Ingvar Teitsson, læknir, sem var í seinni Íransferðinni á dögunum hefur sent mér dagbókina um ferðina og er vísað til hennar á sérstökum hlekk á síðunni. Hvet menn lengstra orða til að kynna sér skrif Ingvars sem er glöggur maður og ritfær svo allir ættu að græða á lestri hvort sem þeir hafa farið til Íran eður ei.

Vil þó aðeins nefna eitt atriði: teppasalar í Isfahan berjast mjög um viðskiptavini enda oft og einatt um verulegar upphæðir að tefla. Eins og ég hef sagt frá áður var ég í Íran í mánuð fyrir fjórum árum og notaði þá tækifærið og kynnti mér teppabúðir því verð og gæði fara ekki alltaf saman þótt allir séu guðsheilagir í framan.

Mér var tjáð að skv reglum hins islamska lýðveldis hefðu verið settar reglur um að hvorki staðarleiðsögumenn né fararstjórar mættu taka umboðslaun- sem er að vísu alþjóðlegt fyrirbrigði.Þær reglur gilda enn og er fylgt eftir og allt slíkt er sem sagt bannað í Íran, svo hvorki Pezhman né ég græðum á viðskiptum sem menn gera. Nema náttúrlega að ég hef afskaplega gaman af því að prútta fyrir mitt fólk.

Þessi hópur ætlar svo að hittast í hádeginu n.k. laugardag og fá sér persneskt snarl, skoða myndir og rifja upp ferðina og mér sýnist ágætis þátttaka vera á þeirri væntanlegu samkundu

Þá vil ég taka fram að ég loka Líbanon/Sýrlandsferð þann 25.nóv Ýmsir sem höfðu látið í ljós áhuga á þeirri ferð(mars/apríl- dagsetningar eru ekki ákveðnar) hafa ekki látið vita. Allt virðist þó sem stendur benda til að af þeirri ferð verði því ýmsir nýir hafa frétt af þessari hugsanlegu ferð og skráð sig snarlega.

Friday, November 13, 2009

Þessi fagri Egyptóhópur



Þessi mynd af hópnum síðasta daginn i Islamic KaIro
Fremstur á mynd er gædinn elskulegi George Fikrey

Önnur röð: Anna Eyjólfsdóttir, Matthías Jónasson, Dagbjört Kristinsdóttir, Garpur I. Elísabetarson, Daggrós Sigurbjörnsson, þorsteinn Máni Hrafnsson, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir, Kristinn Kristinsson, Rikhard Brynjólfsson

Þriða röð Sigurður Júlíusson, Þorsteinn Haraldsson, Jökull I Elísabetarson, Lára Júlíusdóttir, Angelina Mutinda. Hrönn HAkonsson,Andrés Guðmundsson, Ingunn Sigurpálsdóttir, Eiríkur Magnússon, Hólmgeir björnsson, Sesselja Bjarnadóttir

Efsta röð
Edda Niels, Kristín Arna Sigurðardóttir, JK, Reynir Harðarson, Bergljót Kristinsdóttir, Arngrímur Ísberg, Marjatta Ísberg, Jónína Guðmundsdóttir

Thursday, November 12, 2009

Egyptalandsfólk komið heim hresst og kátt

Komum um miðnættið, allir hressir en vonandi gefst mönnum tækifæri til að hvíla sig vel á morgun því við vöknuðum fimm í morgun og drjúg bið í London.

Kvöddum Georg gædinn okkar með söknuði og gleði og hann skartaði á leið til flugvallar íslensku tisjörti sem ég hafði komið með handa honum. Hann fékk einnig bók eftir Marjöttu og rausnarlegt tips.

Ég var einnig beðin fyrir kveðjur til Egyptalandshópsins í febr. 2008 frá honum, alveg sérstaklega þó til Örnólfs Hrafnssonar, vinar hans.

Dagurinn í gær var hinn ánægjulegasti, farið í merkar kirkjur koptiskar og synagogu frá því gyðingar voru fjölmennir í Egyptalandi. Svo var frjáls tími og menn voru tvist og bast um bæinn, keyptu bækur, krydd og hvaðeina og Kristinsfjölskyldan húrraði sér upp í Kairóturninn fræga sem Nasser forseti lét byggja fyrir ´fjármagn frá Bandaríkjamönnum eftir að þeir höfðu áður neitað að leggja honum lið við gerð Aswanstíflunnar og varð til þess að hann sneri sér til Sovétmanna upp frá því.

Í gærkvöldi bauð johannatravel hópnum í mat í tilefni 30.ferðarinnar. Fórum á einstaklega fallegt og þekkilegt veitingahús sem heitir eftir Naguib Mafúss Nóbelsverðlaunahafa. Þarna var upprunalega testofa þar sem Mafúss sat og drakk sitt te og reykti vatnspípu milli þess sem hann framleiddi meistaraverk.
´Við fengum skínandi góðan mat og ég flutti snöfurlega kveðjuræðu að venju og þakkaði öllum einstaklega ánægjulegar samverustundi. Lára Júl og Þorsteinn Har. áttu brúðkaupsafmæli 11.nóv svo við skáluðum fyrir þeim og Anna og Sigurður Júl.voru í brúðkaupsferð eftir 30 ára hjónaband og fengu einnig sína skál.
Marjatta Ísberg mælti falleg og vitur orð. Hún hvatti mig eindregið til að fara að dæmi Sigurðar A. og segja að hver ferð væri hin síðasta og halda síðan ferðum áfram enn um hríð eins og ekkert hefði í skorist hvað sem yfirlýsingum liði.
Jökull Elísabetarson talaði af stakri kúnst og svo var skrafað og skotist öðru hverju út á markað því veitingastaðurinn er í Khan Khalili.
Endurtek þakkir og ánægju til hópsins og verðum í sambandi þegar menn hafa melt ferðina og sorterap myndir.
Á Kairóflugvelli notuðu menn tækifærið og keyptu kökukassa og fleira góðmeti og þar sem við gátum tjekkað farangur alla leið var fargi af mér létt að þurfa ekki að dröslast með hann milli flugstöðva í London.

Ég komst því miður ekki til að kveðja nema fáeina ferðafélaga á flugvelli. Bið kærlega að heilsa þessum elskulega, stundvísa og jákvæða hópi og við hittumst Evonandi öll á myndakvöldi innan tíðar.
Meðaldur hópsins var 46 ár sem er hinn lægsti sem þekkst hefur í þessum ferðum og munaði þar auðvitað um þríbba og þeirra konur, Angelinu,konu Reynis verðlaunahafa í getrauninni sem erifð þótti sl. vetur svo og þeirra Dagbjartar og Bergljótarþ Góð og skemmtileg aldursdreifing í hópnum.

Þá skal þess getið að Dóminik hefur undirbúið myndakvöld haustíranfara þann 21.nóv og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma og bið fólk endilega að láta vita um þátttöku og vænti þess að við sjáum þar flesta.


Allt í lagi að segja ´frá því að um 15 manns hafa lýst áhuga á Líbanon/Sýrlandsferð í lok mars nk og bætist 6 við tek ég hana að mér með gleði, auk þess sem ég hef lofað Bændaferðum svipaðri ferð á haustnóttum 2010.

Þakka einnig styrktarmönnum Jemenbarna sem hafa greitt sl mánaðamót

Tuesday, November 10, 2009

Faekkar nu Egyptalandsdogum

Goda kvoldid
Vid erum maett med soma og sann i Kairo eftir herlegan tima i Luxor og skodudum thar Kongadali og hof skeggdrottningarinnar og fannst monnum litirnir i grafhysunum storkostlegir og hus drottningar otrulega nutimalegt i byggingarlagi. Auk thess komid vid i alabastursverksmidju og verslun. Sidari hluta dags i gaer flatmagadi folk vid sundlaug en siddegis heldum vid til Karnak og Luxor hofin og voru menn almennt fullir andakt. Vid vorum i Luxorhofinu thegar rokkrid skall a og hofid var fagurlega upplyst.
Einhverjir litu vid a markadi i heimleidinni og er ekki annad vitad en thad hafi allt verid i godu lagi.
I morgun flugum vid til Kairo, um klst flug, farangur skiladi ser og Milad bilstjori beid okkar svo og starfsmadur ferdaskrifstofunnar a flugvellinum, einkar vaenn naungi.
Vegna heimsoknar forseta Sviss urdum vid ad fara adra leid i baeinn og saum tha m. a hvar sa atburdur vard 6.okt 1981 thegar Sadat thaverandi forseti var skotinn thegar hann fylgdist med hersyningu til ad minnast oktoberstridsins.
Eg sagdi svo eina gamansogu af Mubarak nuverandi forseta en Egyptar framleida hafnarfjardarbrandara um hans i longum bunum.
Rakleitt i safnid sem menn graeddu nu meira a ad sja en vaeri thad heimsott i upphafi ferdar thar sem menn thekkja nu til stada og eru betur heima i sogunni, thokk se m.a. Georgi gaedinum okkar
I kvold forum vid a veitingahus i Maadi, utborg Kairo og bordum i bodi ferdaskrifstofunnar og verdur thad vonandi hid besta mal.
A morgun er svo sidasti dagurinn her Allir senda bestu kvedjur thott undrafair hafi sett kvedjur a siduna. Vid erum svo upptekin af ad skoda og skilgreina og i thessu undursamlega vedri ad vid afberum thad med stillingu.

Saturday, November 7, 2009

Komin fr'a Abu Simbel

Saelt veri folkid
Vid erum i Aswan thessa stundina og buum a Mowenpickhotelinu a litilli Nilareyju. I nott var varid ut til Abu Simbel, thessa storkostlega hysis Ramsesar kongs 2 og hans fjolskyldu og thotti ollum mikid til um dyrdina/ Nu liggja flestir vid sundlaugina og gaeta sin vonandi tvi hiti er um 35 stig.

I gaer var farid i felukkasiglingu, nubiustrakar komu a smabat og sungu okkur til hyllingar a ymsum tungumalum en fengu natturlega eitthvad fyrir sinn snud. Einnig skodad Philaehofid og farid um markadinn. Daginn thar a undan komum vid fljugandi hingad fra Kairo og forum ad stiflunni miklu og Georg sagdi fra malum. Eg held ad hann se afar vel thokkadur af hopnum enda finn strakur og ljufur og stendur nu yfir aldurs og stjornumerkjakeppni um hann.
Sidasta daginn i Kairo kom Sigrun Valsdottir til spjalls thegar vid komum fra Memfis og Sakkara ofl skodunarstodum. Thad var afar gaman ad spjalla vid Sigrunu og hun var spurd utur af miklum ahuga.

I fyrramalid holdum vid svo med rutu til Luxor og stoppum vid nokkra merkisstadi a leidinni.
Mer thykir litid berast af kvedjum en thad breytir ekki tvi ad solbakadir og saellegir Egyptalandsfarar senda kvedjum kaerar til sin og sinna.

Tuesday, November 3, 2009

Godan daginn fra anaegdum Egyptalandsforum

Sael oll
Vid erum nu ad ljuka odrum degi her i Kairo og allt gengur ad oskum. I dag var farid upp i kastalavirkid hans Saladins og skodud moska Mohammeds Ali sem sumir nefna fodur nutima Egyptalands thott stjornartimi hans vaeri a 19 old. Thar sem Egyptar eiga langa og merka hefd i ilmvatnsgerd skruppum vid i ilmvorustad thangad og ilmudum vid af nottum eydimerkurinnar, lotusblomum osfrv og gerdu ymsir kaup thar.
Eftir thad la leidin a markadinn Khan Kalili og hofst tha mikid fjor og gauragangur enda vorum vid med eindaemum vinsaelir gestir.
Lara og Thorsteinn lobbudu heim af markadnum, thad tok 2 klst en thau voru alsael og spraek eftir gonguturinn. Systurnar Bergljot og Dagbjort og theirra makar rannsokudu midbainn, eg held ad Edda, Rikard og Sesselja hafi farid ut i Jakobseyju thar sem endurgert hefur verid faroathorp og adrir eru bara tvist og bast um bainn eda hotelid.

Fyrsta daginn voru piramidarnir a dagskra og thotti ollum mikid til um thad tho manni bloskri vitanlega ad sja hvad byggd var leyfd naerri theim unz stodvud var fyrir faeinum arum. Meirihluti hopsuins teysti svo i ulfaldareid ut i Sahara en skiludu ser allir heilir og gladir og einnig foru margir inn i pyramidann, thann naeststaersta.
Eftir godan og hollan hadegisverd forum vid i papirusverksmidju og var synt hvernig papirus er buinn til og einnig voru skodud kartuss og fleira sem er daemigert fyrir Egyptlaand.
I Kairo komu inn i ferdina Reynir og Angelina sem hofdu maett daginn adur fra Kenia.
Vid komuna hingad bidu menn fra Thomasi Cook og ollum lidsinnt vel og thekkilega, eg keypti vegabre3fsaritanir og allt gekk thrautalaust og ekki dro ur gledi thegar allur farangur skiladi ser en thad tokst ad fa hann tjekkadan alla leid.

Fagnadarfundir urdu med okkur Georg leidsogumanni og mer heyrist ollum litast afskaplwega vel a hann. Honum fannst gaman ad hitta brodur vinar sins t.e. Thorstein Mana og bad einnig kaerlega ad heilsa Ornolfi.

Taladi adan vid Sigrunu Valsdottur sem er busdett her og rekur bokabud i Kairo. Vid vonum ad hun komi a morgun siddegis og hitti hopinn.
A morgun aetlum vid til Memfis og Sakkara, kikja i teppaskola og bomullarverksmidju.
Bliduvedur her fra 23-28 stig. Svalara adeins a kvoldin

Thad bidja allir ad heilsa og vonast eftir kvedjum.

Tuesday, October 27, 2009

Egyptalandsfarar búast nú til ferðar


Frá Abu Simbel. Að sjá það eitt finnst mér réttlæta Egyptalandsferð

Það styttist í Egyptalandsferðina sem hefst í Leifsstöð að morgni 1.nóv. og við verðum 28 í förinni. Fleiri höfðu hug á að bætast við, en það var um seinan og aukinheldur er þetta hæfilega stærð.

Þetta er 30. VIMA ferðin og sú síðasta sem slík eins og margoft hefur komið fram.
Dálítið tignarlegt að hafa þá ferð til Egyptalands. Trúlega er meðalaldur í þessari ferð lægri en hefur verið í fyrri ferðum og kynjahlutföll eru sömuleiðis jafnari en oftast áður.

Hef verið beðin um að taka að mér Líbanons/Sýrlandsferð hjá Bændaferðum næsta haust. Það kemur til ágætlegra greina, enda óskað eftir að ég skipuleggi hvert farið verður. Það hentar mér ljómandi vel.

Annars veit ég að hópur var að safna sér saman í slíka ferð innan VIMA (og utan) í mars/apríl. Ég hef ekki hugmynd um hvort af því verður en læt fljóta með að sá hópur verður að gefa sig fram ekki síðar en 20.nóv. til að ég geti sinnt því þar sem ég reikna með að vera í burtu um hríð eftir áramót. Ef guð lofar og allt það.

Þar sem ekki er ljóst hvort hægt verður að tjekka inn alla leið til Kairó hér og við þurfum að skipta um terminal í London bið ég menn að vera mættir kl. hálf sex en þá hefst innritun.

Ég hvet Egyptalandsfara líka til að skilja eftir slóðina á síðunni því að venju skrifa ég pistla eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Menn skyldu einnig skrifa kveðjur til sinna inn á ábendingadálkinn.

Senn fer svo ritnefndin að ganga í að undirbúa janúarfréttabréf.

Hef sent fyrstu greiðslu til Nouriu fyrir Jemenbörnin okkar.
Stjórn Fatimusjóðsins, Gulla Pé, Rannveig, Ragný og JK hittast til skrafs og ráðagerða á fimmtudaginn næsta.

Augljóst að okkur tekst að styðja 133 börn eins og í fyrra en það má þakka, ekki hvað síst rausnarlegum gjöfum Önnu Stefánsdóttur og Jennýjar Karlsdóttur, svo og Evu og Axel.
Nokkrir hafa ekki greitt svo mikið sem KRÓNU fyrir krakkana sína. Það er til vansa og óþarfra leiðinda. Mun strika þá út sem styrktarmenn og setja Önnu eða Jennýju í staðinn. Mánaðarlegt framlag Evu og Axels fer í háskólakostnað vegna Hanaks al Matari.

Systur hennar amk tvær hafa ekki fengið neitt greitt frá sínum stuðningsmönnum. Meira vesenið en bjargast.

Monday, October 19, 2009

Marokkóhópur á myndakvöldi - tilkynning til Egyptalandsfara og smálegt


Vera æfir sig á trommurnar í tjaldbúðunum í Merzúga. Dóminik tók myndina

Hópurinn sem fór í Marokkóferðina 5.-16.sept. hittist á Litlu Brekku í kvöld. Við skoðuðum myndir frá Ingu, Jónu, Sigurði, Sigr. Ásgeirsd, Dóminik, Veru og vídeomynd sem Högni hafði gert.
Allt vakti hina mestu gleði og var gaman að hittast. Menn rifjuðu upp ferðina á ný með því að horfa á myndirnar og skemmtu sér konunglega.

Fáeinir komust ekki en Ingibjörg Júl. sem varð að hætta við ferðina á síðustu stundu brá sér til okkar og hafði gaman af því að sjá myndir og hnusa af stemningunni.

Vera Illugadóttir hefur nokkra úrvals diska til sölu á þúsund krónur og keyptu þó nokkrir og vilji fleiri eignast þá ættu þeir að hafa samband.

Þá seldi Högni sína vídeodiska og lét það renna í Fatímusjóð. Takk fyrir það.

Við fengum góðan fiskrétt og kaffi og var þetta afar ánægjuleg stund. Sníkti diska frá nokkrum og vonast til að fá þá innan tíðar. Þarf endilega að fá Veru eða Elísabetu Ronaldsdóttu til að setja þá inn á síðuna hið fyrsta.

Bendi á að ég verð með fyrirlestur um Menningarheim araba kvöldstundina 26.okt og þeir sem hafa áhuga geta enn skráð sig hjá Mími símenntun.

Ennfremur vil ég taka fram að þar sem Egyptalandsmiðar hafa ekki borist hef ég ekki kvatt þann hóp saman. Vonast til að heyra frá Icelandair á morgun og geri ráð fyrir að pósta þá miðana eða keyra þá út.

Þar sem fundur hefur þegar verið haldinn um ferðina reikna ég ekki með að fá húsnæðið fyrir fund. Ef einhverjar spurningar eru geta menn sent mér imeil en ég mun senda með smáleiðbeiningar þegar miðarnir koma á morgun eða hinn
.

Eins og margoft hefur komið fram er Egyptalandsferðin síðasta ferðin en safni fólk sér saman og tilkynni sig í hóp verður því tekið af fullum velvilja(!). Veit að menn eru að tala sig saman um Líbanon/Sýrland næsta vor(sirka í byrjun apríl) en til að úr því verði er aðkallandi að hópur tali sig saman og láti vita, fyrr en síðar þar sem ég hef áform á prjónunum fyrstu mánuði ársins. Ég get þó tekið niður nöfn þeirra sem ekki eru innan þess hóps nú þegar.

Eftir að ég kem frá Egyptalandi verður myndakvöld Íranfara ákveðið. Býst við að það verði undirbúið meðan ég er í burtu.

Wednesday, October 14, 2009

Íranfarar komu með rok og rigningu

Blessuð öll

Við vorum að lenda rétt í þessu Íranfólkið í roki og rigningu og sönnu ísl. veðri.

Held ég hafi kvatt alla ef ég hef misst af einhverjum skila ég alúðarkveðjum.

Þetta var frækin ferð og frábær og við hlökkum öll til myndakvölds ca um 20.nóv Nánar síðar

Síðasta daginn keyrðum við að venju frá Isfahan til Teheran og rakleitt á Þjóðnminjasafnið. Á leiðinni snæddum við prýðilegan pikknikk hádegisverð sem bílstjórarnir okkar útbjuggu.

Eftir Þjóðminjasafn á Laleh hótel og kveðjukvöldverður var þar, bæði myndarlegur og ljúfengur að venju,

Ég flutti snöfurlega kveðjuræðu undir borðum og minntist á það að ég hefði kviðið eilítið fyrir ferðinni þar sem óvenjulega margir nýir voru þátttakendur. Sá kvíði hefði reynst ástæðulaus með öllu því hópurinn náði sérlega vel saman.
Fengu þeir hver og einn sérstakar umsagnir sem mæltust vel fyrir og var mikið hlegið og skríkt og áttum við góða stund.

Aldursforsetinn í ferðinni, Kristin Thorlacius sagði vitur orð eins og hennar var vísa og svo talaði Höskuldur Jónsson og mæltist vel.

Allir fengu gjöf frá ferðaskrifstofunni og eftir snæðing lögðu menn sig til þrjú um nóttina að við héldum til flugvallar og kvöddum þá Pezhman, Mohammed og Hadi með virktum, smágjöfum og rausnarlegu tipsi.
Því miður var ekki hægt að tjekka farangur alla leið til Íslands en menn létu það ekki á sig fá og alllöng bið í London leið hratt og við skemmtum okkur konunglega.

Eins og áður hefur komið fram var mikil ánægja með ferðina og ég hef þegar fengið nokkur skeyti frá þátttakendum. Við hugsum svo til myndakvölds um 20.nóv eins og ég sagði.

Egyptalandsfarar verða kvaddir á miðafund einhvern allra næstu daga. Ath það.

Þá hefur Dóminik undirbúið myndakvöld Marokkóhóps af stakri prýði og góð þátttaka þar sýnist mér.

Myndarleg gjöf 100 þúsund kr. hefur borist Fatimusjóði frá Leikskólanum Gimli í tilefni 20 ára afmælis Hjallastefnunnar og þakka ég skólastjóranum Karen Valdimarsdóttur kærlega fyrir. Einnig hefur Anna Stefánsdóttir í Málmey sent höfðinglega gjöf sem svarar um 400 evrum og fær kærustu þakkir fyrir.

Allmargir - bæði í ferðinni og aðrir- hafa látið í ljós áhuga á ferðalögum 2010 þótt formlega sé ferðum mínum með hópa lokið með Egyptó í næsta mánuði. Menn tali sig saman um það og geta út af fyrir sig haft samband við mig ef einhver sérstök ferð leitar á þeirra huga. Einkum heyrist mér Sýrland og Líbanon, Íran og Jemen vera þar á blaði. Einnig er Kákasusferð í hugum manna.

Seinni hluti þessa pistils er skrifaður nú í eftirmiðdaginn því ég leið út af í nótt og hafði varla rænu á að heilsa upp á Jóhönnu Engilráð og foreldra hennar en þau héldu svo norður í Trékyllisvík í dag.

Í Íran gat ég ekki komist inn á simnet adressuna mína og bið því fólk hafa biðlund þó ég svari ótal bréfum ekki fyrr en á morgun því ég hugsa mér til svefns á ný. Sálin er í Íran en líklega í þann mund að leggja af stað.

Takk aftur kærlega, Íranfarar. Fer nú aftur að sofa og bíð eftir sálinni.

Sunday, October 11, 2009

I perlu Irans Isfahan

Vid hofum verid i Isfahan sidustu dagana og mikil anaegja med allt- ad visu skyggir a gledina ad Lifgjafarfljotid hefur thornad upp og tho vatnid se lagt af stad tekur nokkra daga uns thad naer til borgarinnar.
En vid latum thad ekki skyggja a okkar gledi, hofum skodad her Imam moskuna, Lotfullahmoskuna, konungshallir og torgid dyrdlega thad naeststaerta i heimi thar sem jafnan er lif o fjor. Audvitad hofum vid einnig farid i armenska hverfid, ad Skjalfandi minerettunni, skodad brynar storkostlegu og hnusad af markadnum. Og fleira og fleira.
A morgun er frjals dagur og tha reikna eg med ad menn noti taekifaerin sem bjodast a markadnum. Hofum heilsad upp a litlakall med hjolid sitt og treflana godu, vitjad Hosseins og Ali teppastraka og thegar hafa einhverjir gert kaup vid tha. Komid vid hja Mostafa miniaturlistamanni og svo maetti lengi telja.
Vid hofum bordad a okkur got nokkrum sinnum a dag og iranski maturinn fellur monnum einstaklega vel i ged svo og islenskum mogum,

Vedrid leikur vid hvern sinn fingur og um 26-28 stig her en svalara a kvoldin
Kristin Vilhjalmsd og Anna Torfad hofdu fengid leyfi til ad heimsaekja skola og bokasofn her og gerdu thad i morgun og voru afar anaegdar med thad. Kona Pezhmans og modir hofdu led videigandi fatnad til theirrar heimsoknar.

Vid verdum sem sagt her a morgun og naesta dag forum vid keyrandi til Teheran. Samkeppnin um stjornumerki Pezhmans og Mohameds bilstjora stendur sem haest og enda verdlaun og heidur i bodi.

Hossein og Ali bidja fyrir kaerar kvedjur til islenskra vina sinna og thad gera einnig Pezhman og Mohamed.
Allir bidja adrir fyrir bestu kvedjur til sin og sinna.

Thursday, October 8, 2009

Laekurinn syngur fyrir Iranfara

Sael veri[i
Vi[ erum 'a seinni deginum ['i saeluh'otelinu okkar 'i Yazd og nykomin 'ur hadegisverdi, gongu um gomlu borgina, heimsokn i hus eldsins og fostudagsmoskuna her.

Allir eru saelir og gladir og senda kvedjur og thakka kvedjur og Bjarni og Gudrun oska theirri raudhaerdu serstaklega til hamingju, svo og modur hennar.

Ferdin hingad til Yazd i gaer var hin gledilegasta og farid um merkur og sanda og inn a milli storkostlegra fjalla. Stoppad i Pasargad og sidar vid 4500 ara gamla siprustred i Abarqu. Vid bordudum pikknikk hadegisverd a landareign Hasans heimspekings en hittum hann tvi midur ekki tvi hann var uti a akri ad yrkja sitt land.
Rett adur en komid var til Jazd var svo stoppad vid Turn thagnarinnar og flestir priludu upp haedina. Tha var birtan himnesk.
Folk er afar anaegt med hotelid okkar og vid bordudum uti i gaerkvoldi og laekurinn song fyrir okkur undir bordum.

Sidustu dagar i Sjiraz voru einnig hinir bestu og farid vitt og breitt um og somuleidis var frjals timi sidasta daginn.

Seinna i dag skodum vid safnid um vatnid, bregdum okkur i kokubud og horfum a skritna ithrottaleikinn sorkaneh.
A morgun liggur svo leidin til Isfahan.
Itreka kvedjur og ad allir eru mjog hressir og jakvaedir.

Sunday, October 4, 2009

Til Persepolis 'i dag

Godan daginn 0ll
Fyrst> Anaegja med kvedjur, takk fyrir. Skilabod fra Bjarna> myndavel reynist prydilega.
I gaer var fyrsti dagurinn okkar i Shiraz. Hiti for i sirka 37 stig um hadaginn og ollum leid vel thratt fyrir thad. Folk svaf ut til tiu en tha hofst skodunarferdin i Khantruarskolann, bleiku mosku og Narenjestanhollina of thotti ollum mikid til um.
Menn veittu tvi fljotlega athygli hvad Sjiraz er allt odruvisi en Teheran i laginu og auk thess gengur lifid her fyrir sig a allt odrum og haegari mata
Siddegis var farid ad minnismerki Hafezar og tha hrifust menn mjog. Umgjordin um minnismerkid er svo einstaklega smekkleg og gardarnir fagrir og einhver blidur andblaer thar svo madur laekkar osjalfratt rominn. Ingvar Teitsson las endka thydingu a ljodi Hafezar og maltist thad vel fyrir. Auk thess voru menn hissa og gladir yfir tvi hvad Iranir, einkum stulkur gafu sig a tal vid okkur og vildu taka af okkur myndir eda vera med okkur a myndum. Thetta var mjog god stund. Pezhman utskyrdi metaforuna i ljodum Hafezar af stakri snilld eins og hans er visa.
Svo la leidin a markadinn og menn skodudu en keyptu ekki ykja margt, svona i bili, helst slaedur og smalegt en ef ad venju laetur mun Isfahan verda sa stadur thar sem folk laetur helst fallerast i innkaupum.
Svo i godan malsverd enda sja Iranir um ad vid faum nog ad borda morgun, kvolds og um midjan dag og allir kvarta dugguliti[ undan tvi og eta svo a sig gat
Nu erum vid sem sagt a leid a eftir kl 8 ut til Persepolis og Necropolis og menn
fullir tilhlokkunar.
Thar er spad adeins 30 stiga hita i dag og smagolu svo vid vorum ad hugsa um ad taka flispeysurnar med til vonar og vara.
Mohammed og Pezhman bidja kaerlega ad heilsa fyrri Iranforum og hugsa til theirra med mikilli hlyju.
Sael ad sinni.

Friday, October 2, 2009

Iranfarar i godu yfirlaeti i Teheran- til Sjiraz seinna i dag

Sael oll
Vid Iranferdalangar erum thessa stundina i morgunverdi a Laleh hoteli i Teheran og a eftir tritlum vid a teppasafnid og nylistasafnid. Bliduvedur og allt i prydilegu standi eftir tvi sem eg best veit.
I gaer voru menn litid eitt framlagir eftir nokkud langa flugferd og tof i London en drifum okkur a faetur um hadegid og skodudum keisarahallirnar og furdudu menn sig a ollum theim iburdi og skrauti. A eftir til bustadar og baenastadar Khomeinis erkiklerks sem stakk mjog i stuf vid keisarahusakynnin.
I gaerkvoldi var bordad svo her a Laleh og eg hygg ad flestir hafi verid komnir i koju um niuleytid eda svo enda eru menn uthvildir i dag og til i allt.

Um hadegid tjekkum vid ut og seinna i dag liggur leidin til Sjiraz og verdur gaman ad koma thangad.

Thar er fjogurra daga dvol og nog ad skoda. Vid verdum a Parshoteli eins og oftast fyrr.

Hopurinn er forvitinn og gladsinna, synist mer. Hrafnhildur Jonsdottir og Hrefna Johannsdottir komu um Frankfurt og hittu okkur her.
Blidvidrid uti hefur god ahrif a folk og mengun i Teheran med minna moti i bili.

Pezhman tok a moti okkur a flugvelli og Mohammed bilstjori. I gaer keyrdi Mohammed til Sjiraz og tekur a moti okkur thar. Fagnadarfundir urdu med okkur thremur og hopurinn og Pezhman virdast na agaetlega saman.

Thad bidja allir ad heilsa og eg hvet aettingja og vini til ad senda kvedjur i abendingardalkinum.
A ad skila kvedjum fra Pezhman og Mohammed til fyrri hopa.

Monday, September 28, 2009

Síðasta greiðsla Egyptalandsfara- og muna krakkana

Sæl veriði

Þá er síðasta greiðsla Egyptalandsfara nú um mánaðamótin, 94 þús. per mann og svo skal greiða fyrir eins manns herbergið 40 þús.kr.

Bið menn að standa í skilum eins og hefur raunar ekki verið vandamál.

En hvernig væri að muna eftir Jemenkrökkunum. Ýmsir tilkynntu sig sem stuðningsmenn, fengu skipt í þrennt eða fernt eða tvennt eða tólft eða hvað eða kváðust greiða það snarlega og síðan eru undramargir sem hafa látið þar við sitja. Hinir eru langtum fleiri og þakka þeim kærlega. En

það er náttúrlega viðkunnarlegra að láta vita ef mál hafa eitthvað breyst.Svo getur verið að sumir hafi hugsað sér að borga þetta og gleymt því eða greitt það og taka þessi orð til sín. Sumir hafa gert það og ég hef látið þá vita. Oftast eru það stuðningsmenn sem HAFA greitt sem hrökkva við.
Látið því frá ykkur heyra ef þið eruð í vafa. Látið frá ykkur heyra ef einhverjar tafir verða. En látið mig vita. Ég verð að koma þessu sæmilega á hreint áður en ég fer með næsta væna hóp til Írans nú 1.okt.

Friday, September 25, 2009

Neskaffi og Íranráðleggingar


Ein af mörgum fallegum brúm í Isfahan



Sæl verið þið
Íranfarar - einkum konurnar- leita nú sem óðast að flíkum sem hæfa Íran. Ekki vera of órólegar, Íranir líta með skilningi á það þótt útlendingar séu ekki með allt alveg á hreinu. En alls ekki stutt eða kvartbuxur- það á við um karla sem konur. Ekki berfætt í skónum.
Konur beri alltaf slæðu, líka á hótelunum sem við verðum á.

Hef sent Íranförunum öllum nokkrar leiðbeiningar og upplýsingar. Við hittumst í Leifsstöð kl 5,30 að morgni 1.okt. og best að menn séu stundvísir svo við getum tjekkað inn nokkurn veginn samtímis- ekki hóptjekk þó. Muna bara að tjekka farangur alla leið til Teheran. Það á ekki að vera neitt vesen í því.

Hef einnig sent upplýsingar um hótelin og hvet Íranfara til að skilja eftir slóðina á síðunni svo ættingjar og vinir og aðrir geti fylgst með.
Ástæðan fyrir því að hér birtist mynd af neskaffi er eftirfarandi: morgunkaffið á hótelunum okkar- þó fimm stjörnu séu á íranskan mælikvarða- er ekki sérlega gott. Tilvalið að hafa með sér neskaffi ef menn eru ekki tedrykkjumenn. Hins vegar er mesta sómakaffi í lobbíum hótelanna.

Börnin okkar í Jemen hefja nám nú þessa daga að loknum ramadan og síðan eid-hátíðinni. Enn heyrist ekki frá nokkrum sem hafa lofað stuðningi. Ég nenni ekki að halda þessu eilífa tuði áfram. Eru einhverjir nýir sem vilja ganga til liðs við krakkana. Það eru svona 5-6 sem ég fæ ekkert svar frá. Hef þegar látið peningagjöf Jennýar Karlsdóttur renna til að styðja fjóra stráka sem engan stuðning hafa fengið. En vanar samt amk fimm til viðbótar. Því væri tekið með fögnuði. Þeir sem borga mánaðarlega eða hafa tilkynnt skiptar greiðslur standa við sitt eins og fyrr.

Monday, September 21, 2009

Marokkóhópurinn - ábendingar til Íranfara



Hér er hópmynd af Marokkóhópnum sem kom heim í sl. viku eftir góða ferð. Vera sendi mér myndina og ég reyndi að koma henni til þátttakenda eins og lofað var. Held það hafi ekki tekist en reyni aftur síðar.
Í fremri röð frá vinstri: Vera Illugadóttir, Daoud ferðaskrifstofustjóri og fyrir aftan hann Kolbrún Ásgrímsdóttir,síðan kemur Helga Sverrisdóttir, Eyþór Björnsson, Edda Ragnarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Mörður Árnason og JK.

Miðröð: Vilborg Sigurðardóttir, Helga Tulinius, Catherine Eyjólfsson, Sjöfn Óskarsdóttir, Jóna Þorleifsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Jóna Einarsdóttir, Þuríður Árnadóttir, Dominik Pledel Jónsson og Jósef leiðsögumaður
Aftasta röð: Vikar Pétursson, Inga Jónsdóttir, Hrafn Tulinius, Jón Helgi Hálfdanarson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Matthildur Valfells, Þorgils Baldursson, Árni Gunnarsson, Ágúst Valfells, Rögnvaldur Gunnarsson, Högni Eyjólfsson

Fríður hópur og skemmtilegur og efnt verður til myndakvölds eftir að ég kem frá Íran því ég vil endilega fá að vera með. Við verðum væntanlega á Litlu Brekku en Dóminik hefur raunar gefið vilyrði fyrir því að elda kúskús ef einhver hefur húsnæði fyrir þennan stóra hóp.

Fundurinn á laugardaginn var hinn prýðilegasti og um fimmtíu manns mættu. Mörður talaði aðeins um Marokkó en aðalefni fundarins var að Hanna Björk Valsdóttir sagði frá veru sinni í Teheran og íranskri kvikmyndagerð sem stendur með miklum blóma.

Til Íranfólks. Hef póstað miða til allra og þeir ættu að vera komnir eða um það bil að detta inn um lúguna í dag eða í síðasta lagi á morgun. Sendi síðan lítið leiðbeiningablað til Íranfara fljótlega. Vinsamlegast fylgist með síðunni

Þá er þess að geta að höfðingskonan Jenný Karlsdóttir hefur lagt afmælisfé sitt inn á reikninginn, þar af fara 120 þúsund til að styðja fjögur börn sem enn hafa engan staðfestan stuðningsmann en 93 þúsund voru lögð á byggingarsjóðinn.
Ég þakka þeim sem brugðu við og lögðu inn fyrir sín börn þegar ég minntist á að ansi mikið vantaði upp á að fólk léti mig vita hvernig og hvenær það borgar þótt það hafi lofað stuðningi. En ekki tóku allir það til sín og ég vil ekki birta nöfn en mun senda sérstakan póst á þá fljótlega.

Friday, September 18, 2009

Gjöf í Fatimusjóð - hvet fólk til að koma á fund á morgun

Gleðilegt að segja frá því að Jenný Karlsdóttir sem átti sjötugsafmæli í sumar, baðst undan gjöfum og hefur nú fært FATIMUSJÓÐI 213 þúsund kr sem hún fékk á afmælisdaginn. Henni eru færðar miklar og hlýjustu þakkir.

Þar sem fjögur börn hafa ekki fengið stuðning staðfestan mun sjóðurinn greiða fyrir þau 120 þús og 93 þús fara rakleitt inn í byggingarsjóðinn. Afar rausnarlegt og umfram allt einstaklega hugulsamt.
Það er ótrúlegt en satt að EKKI hafa allir gert grein fyrir hvernig þeir ætla að borga þótt þeir heiti stuðningi. Þarf að senda fljótlega peninga út og bið fólk því endilega að ganga frá þessu. Þeir sem skipta greiðslum hafa flestir látið vita.

Minni enn á fundinn í Kornhlöðunni á morgun kl 14. Allir velkomnir. Þar verður írönsk kvikmyndagerð sem hefur sótt í sig veðrið af miklum krafti til umræðu og er auglýsing um fundinn á baksíðu fréttabréfsins.

Loks skal svo tekið fram að ég hef fengið í hendur miða Íranfaranna. Væntanlega koma einhverjir þeirra á fundinn á morgun og geta tekið sína miða þar. Aðra pósta ég svo á mánudag.
Mun senda Íranförum leiðbeiningarbréf í næstu viku og bið menn að hafa samband ef einhverjar spurningar brenna á fólki, t.d. varðandi klæðnað kvenna og þess háttar

Wednesday, September 16, 2009

Marokkófarar komnir heim kátir og glaðir

Sæl öll
Þið verðið að afsaka hvað ég hef skrifað lítið um Marokkóferð en ég komst sjaldan í tölvu

Afmæli Veru var hið besta og við færðum henni ágæta gjöf, hálsmen með fingrum Fatímu með úlfaldaskinnsfesti. Mörður hélt snöfurlega ræðu og systir Daouds ferðaskrifstofustjóra hafði bakað dýrindis köku og var þetta hið ágætasta afmælisboð og afmælisbarnið skríkti af kæti.

Marrakesj er sennilega uppáhaldsstaður hópsins að ferð'inni lokinni og þar fengum við aukalega hálfan dag til að skoða okkur um. Fórum í teppaverslun, heimsóttum járnsmiði sem gera mikil listaverk, skoðuðum gallerí, krydd og heilsubúðir og ég man ekki hvað Veður var ljúft allan tímann og hópurinn elskulegur og fínn.
Síðasta kvöldið í Casablanca töluðu um ferðina Dóminik, JÓn Helgi og Helga Tulinius fyrir utan mína snöfurræðu og ferðin í dag gekk svo eins og í sögu.

Ég vil leyfa mér að líta svo á að þessi fyrsta ferð VIMA til Marokkó hafi lukkast prýðisvel. Í dag var afmæli Árna Gunnarssonar og hann fékk snoturt kort undirskrifað af þeim sem ég náði í. Bið í London var hin huggulegasta og við komum sem sagt heim núna áðan. Hrafn og Helga Tulinius fóru til Barcelona og áfram til Frans og Kolbrún og Rögnvaldur til Kanaríeyja.

Þótt ferðin hafi verið fin og alælur aðbúnaður góður var nokkur lasleiki sem stakk sér niður hér og hvar í hópnum framan af ferð. Til vonar og vara kvaddi ég eyðimerkurlækni á vettvang í Merzúga og lifnaði þá yfir mörgum enda læknirinn geðÞe
kkur og vissi greinilega sínu viti.

Mér er ljúft að þakka Marokkófferðalöngum enn og aftur fyrir þessa einstöku samveru ogn fegurð Atlasfjalla gleymist seint og elskulegt og gott viðmót fólksins var ógleymanlegt hygg ég að við séum sammála um

Nú ætti Fréttabréfið að vera komið til ykkar. Nokkur heimilisföng ekki rétt og hvet þa sem hafa ekki fengið bréfið að láta vita snarlega.

Þá minni ég á fundinn í Kornhlöðunni næsta laugardag. Sjá fréttabréf

Íranfarar hafa flestir fengið vegabréf með stimpli sínum svo það er allt í góðu standi og til þeirra verða sendir miðar í vikunni ásamt upplýsingum.

Saturday, September 12, 2009

Vid erum heil a hufi i Ouarzazate

Saelt veri folkid
Hef ekki tvi ad haft tok ad komast i tolvu sl dagaen vid erum her oll kat og glod og a unadslegu paradisarhoteli i baenum Oarzazate. I dag skodudum vid einstakt herad ogn sunnar thar var fjallafegurdin slik ad allir fellu i stafi. var fjallafegurdin slik ad allir fellu i stafi. Trollasveitir leku thar lausum hala, makalausir flekar og hrjostrug fjoll rett fyrir ofan grodursaela vin. Sigridur Asgeirsd komst svo ad ordi ad Grand Canyon felli gersamlega i skuggann af thessari syn.I hadegi nestishadegisverdur sem maeltist vel fyrir og svo komum vid hingad siddegis. Forum i fyrramalid aleidis til Marrakesj. komum vid hingad siddegis. Forum i fyrramalid aleidis til Marrakesj. Vera Illugadottir, yngsti ferdalangurinn i hopnum a afmaeli a morgun og Illugadottir, yngsti ferdalangurinn i hopnum a afmaeli a morgun og verdur tvitug og vid munum syna henni videigabndi soma.
Sidustu dagar hafa verid fullir af fegurd og fjolbreytileika svo allir eru mjog anaegdir. Fjortan foru i ulfaldaferdina i Merzuga og svafu anaegdir. Fjortan foru i ulfaldaferdina i Merzuga og svafu noott uti i frumstaedum budum og karlar leku thar a trommur medan vid snaeddum gomsaetan mat. Um nottina rigndi, hvessti og letti til svo stjornur leku ser um himininn.M
Morguninn eftir til baka til aevintyrahotelsins Timbuktu. Farid um thorp og bai. Flod hafdi ordir eina nottina og forum vid tvi fjallabaksleid til Tinhir en hun er labngtum fallegri en hradbrautin svo enginn harmadi thad
Vid hofum sed og skodad milljon ara gamla steingervinga og listaverk ur silfri, rosavatn sem er mjog fraegt hedan og ma tho lengi telja.
Sidasti dagur i Fes var einnig afar godur en tha voru menn a randinu um gomlu borg og alls konar smainnkaup gerd og margt fallegt keypt.

Tolvan tholir ekki ollu meira i bili.
vID vorum ad ljuka kvoldverdi og

Tuesday, September 8, 2009

Marokkohopurinn er i Fes

Godan og saelan daginn

Marokkohopurinn sendir kvedjur guds og sina og er i blidvidri i theirri undursamlegu borg Fes. Menn eru nu ad tygja sig i baeinn og til ad villast um krakustiga gomnlu Fes. Thar vorum vid i allan gaerdag med leidsogumanninum okkar Josef sem hopurinn er mjog anaegdur med. Vid skodudum thar elsta skola i Nordur Afriku og tho vidar vaeri leitad, verksmidju thar sem sutad er ledur og litadm hann yrdaverksmidju,m koparsmid var konnud oflofl. Bordad inni i gomlu borg um hadegid og var maturinn gomsaetur.

Daginn adur komum vid brunandi fra Casablanca eftir ad hafa farid i hina gridarstoru mosku Haannan heitins kongs herm farid um ymis hverfi og svo var keyrt til hofudborgarinnar Rabat og vorum thar vid rannsoknir nokkra hrid og allir gladir.
Ad svo maeltu keyrt til Fes og her unum vid okkur prydilega yms athyglisverd kaup voru einnig gerd og var thetta tvi baedi menningarferd um gomlu borgina og mannlifsrannsokn

Thar sem ramadan stendur yfir er best ad vera varfaerin i samskiptum vid heimamenn thegar fer ad lida a daginn thad kann ad vera stuttur i theim kveikjuthradurinn thar sem their mega hvorki setja ofan i sig vatnsdropa, hvad tha annad

Menn eru mjog hrifnir af folkinu her sem er gladlynt og hjalpfust og allt gert til ad okkur lidi sem best.
Hopurinn er ferdavanur en thrir nylidar eru i hopnum Helga, Kolbrun og Rognvaldur og hafa thau fallid inn i hopinn eins og hendi vaeri veifad

Sem sagt nu eru menn ad fara nidri gomlu borgm thar leggur kryddlyktina ad vitum og krakkar hopppa katir fram og aftur. Ekki er haegt ad vera a bilum thar en asnar og hestar notud sem vorubilar. Siddegis aetla allmargir i marokkanskt bad sem er skylt tvi tyrkneska. A morgun holdum vid sudur a boginn og her er bliduhiti, um svona 32 til 34 stig.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur heim og thyggja kvedjur fra sinum med gledi

Friday, September 4, 2009

Að vinna við kvikmyndagerð í Íran- haustfundur okkar

Sæl veriði

Rétt áður en ég durra til Keflavíkur og sef þar nóttina fyrir brottför eins og venjulega ætla ég að minna á og segja frá haustfundinum okkar:

Hann verður laugardag 19.sept kl. 14 í Kornhlöðunni við Bankastræti.

Aðalefni er: Að vinna í Teheran við kvikmyndagerð. Hanna Björk Valsdótir segir frá í tali og með myndum.

Ætti að vera mjög forvitnilegt efni. Fyrir þann tíma vænti ég að þið hafið fengið Fréttabréfið og þar er margvíslegt efni, Elísabet Ronaldsdóttir skrifar um kvikmyndagerðarkonuna Samiru Makhmalaf, Vera Illugadóttir um egypska kopta, viðtal við Þóri Guðmundsson um starf Rauða krossins í Miðausturlöndum, pistill um YERO krakkana okkar, mataruppskrift frá Marokkó og ljóð eftir líbanskan höfund sem Linda Vilhjálmsdóttir þýddi. Einnig sagt frá Hönnu Björku og veru hennar í Teheran fyrir fáeinum árum. Og fleira girnilegt.

Munið því að taka laugard. 19.sept. frá og komið á fundinn. Muna að nýir félagar eru velkomnir.

Læt svo heyra frá mér. Muna að fara inn á síðuna.
Bless í bili

Wednesday, September 2, 2009

Um helgina til Marokkó

Rétt aðeins: Á laugardagsmorgun heldur hópur til Marokkó og ég vona að allir hlakki til. Minni ferðalangana og aðra á að fara inn á síðuna meðan við erum í burtu því ég skrifa pistla um ferðalagið eins oft og því verður við komið.
Svo hljóta vinir og ættingjar að vilja senda kveðjur og því ættu menn að skilja slóðina eftir www.johannaferdir.blogspot.com
Menn geta m.a. skrifað kveðjur í ábendingadálkinn.
Athugið að tilkynningar um pistla eru EKKI sendar.

Bendi á að Guðlaug Pétursdóttir mun taka við Íransvegabréfum þegar þau koma. Einnig má snúa sér til hennar ef fólk vantar minningarkort eða þess háttar. Imeilið hennar er gudlaug.petursdottir@or.is og hún býr í Laufrima 30.

Sömuleiðis má hafa samband við aðrar stjórnarkonur Ragnheiði Gyðu eða Herdísi Kristjánsdóttur ef eitthvað sérstakt er. Í ferðinni núna eru þrjár stjórnarkonur JK, Edda og Dóminik. Dóminik er einnig ritstjóri Fréttabréfsins og hefur keppst við að undanförnu að ganga frá því svo það ætti að vera tilbúið úr prentun og helst komið til allra þegar snúið er heim frá Marokkó.

Það hafa bæst við nýir styrktarmenn/staðfest styrk:
Pétur Jósefsson
Ólafur Birgir Davíðsson(nýr styrktarmaður). Það er nokkuð farið að skýrast hvernig menn ætla að skipta greiðslum. Þó hef ég ekki upplýsingar frá öllum og þykir það sérlega óheppilegt. Skil ekki almennilega þessa tregðu að láta vita en flyt þeim þakkir sem hafa gert það með prýði.

Sunday, August 30, 2009

Hörmungarástand í Jemen, Sýrlandi og Írak



Í fréttum síðustu daga og vikur hefur verið fjallað um mikla þurrka á Arabíuskaganum og Rauði krossinn mun á næstunni senda sérfræðing til Sýrlands til að kanna málið.

Við skulum heldur ekki gleyma að Jemen- fátækasta land skagans - hefur orðið skelfilega úti í þurrkunum og þeim veðurfarsbreytingum sem ganga yfir heiminn.

Bændur kaupa ekki lengur útsæði þar sem þeir telja sig sjá fram á að þar fari allt fyrir lítið. Sama hefur einnig gerst í Jemen og í Sýrlandi að fólk flýr sveitirnar og reynir að fara til borganna og þar er ástandið ekki betra.

Í Yemen Times er sagt frá heimsókn fulltrúa Matvælastofnunar S.þ þangað fyrir stuttu og lýsir hann ástandinu á öllum svæðum, t.d. Dhamar og Hodeidah þar sem ástand hefur verið þokkalegt áður en hefur nú gerbreyst til hins verra. Sömuleiðis fór fulltrúinn á þurrkasvæði víðar í landinu.

Hann sagði að ástæða væri til að óttast að þetta gæti leitt til hvers kyns hörmunga og jafnvel átaka og félagslegra vandamála þar sem staðan væri hvað verst. Einnig óttaðist hann viðbrögð fólks á þeim svæðum þar sem lítils háttar vatn er að finna, ef mikill straumur manna tæki að leita þangað. Í ferðinni hitti hann ýmsa bændur sem höfðu gripið til þess að selja búfénað sinn til að kaupa vatn og mat fyrir fjölskyldur sínar.

Mjög stór hluti Jemena reiðir sig á matargjafir góðgerðarstofnana og þurfti að flytja inn um 90% allra matvæla árið 2008. Þá hefur regntíminn í Jemen breyst, áður var hann frá því í mars og fram á maí en síðasta ár urðu ekki umtalsverðar rigningar fyrr en í ágúst.

Þetta ár hefur rignt minna en nokkru sinni. Nánast ekkert hefur heldur snjóað í fjöll.
Vonast er til að með hjálp alþjóðastofnana sé hægt að safna því vatni sem fellur í rigningum en fram til þessa hefur orðið misbrestur á því. Með aðstoð FAO er vonast til að það kunni að ganga skár ef rignir í september og október.

Víða hefur verið komið upp áveitukerfum og vatnsgeymum en það dugir vitanlega skammt ef ekki kemur dropi úr lofti.

Sérfræðingar segja að rætist ekki úr málum í Jemen og það fyrr en síðar geti hungursneyð orðið þar þegar árið 2010.

Mér er ljóst að við getum lítið gert í þessum risastóra skelfingarmáli. Ég veit að þeir sem hafa farið með VIMA til Jemen gera sér þó grein fyrir þessu vandamáli og ég held líka að það sé - kannski ekki hollt- en svona nálægt því okkur sem búum við gnægðir vatns og tökum það sem sjálfsagðan hlut að íhuga málið.

Tuesday, August 25, 2009

Senn koma mánaðamót - og brátt fara Marokkóferðalangar að tygja sig


Sæl veriði

Nú nálgast mánaðamót og ég bið menn hafa í hug að þá greiða Egyptalandsfararnir næstu greiðslu. Vinsamlegast skv. greiðsluáætlun. Takk fyrir það.

Fundur var með Egyptalandsförum um daginn, þar sem allir fengu sín ferðagögn- áætlun, þátttakendalista, borða og merkimiða í barm og á töskur. Það var hið notalegasta.

Einnig hittust Íranfarar sl sunnudag, fylltar út umsóknir og rabbað um klæðaburð og þess háttar og hin ágætasta stemning. Morguninn eftir, þe í gær, mánudag voru svo plöggin send til stimplunar í sendiráði Írana í Osló og læt Íranfara vita þegar lengra líður hvernig þau mál skipast.

Og þar sem mánaðamót eru á næsta leiti bið ég þá sem styrkja YERO börnin okkar og ætla annað hvort að skipta greiðslu eða ljúka greiðslu að gera það á næstu dögum því ég mun væntanlega senda greiðslu fyrir amk helming barnanna áður en ég fer til Marokkó þann 5.sept. Bendi á að listi yfir stuðningsmenn sem hafa að fullu greitt er hér 2-3 pistlum fyrir neðan.

Enn vantar nokkra drengi stuðningsmenn. Sýnist flestar eða allar telpurnar vera með stuðning. Það skýrist trúlega um mánaðamótin þegar menn greiða. Bið ykkur að láta það EKKI dragast


Aðgerðarhópurinn frægi og atorkusami sem kom markaðnum okkar á laggirnar sl. haust - korteri fyrir krass svo maður tali nú góða íslensku- hittist á næstunni hjá Hlín og reynir að leggja á ráðin um næstu skref. Sömuleiðis hefur stjórn Fatimusjóðs hist og farið yfir mál þar. Í stjórn sjóðsins eru JK, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðlaug Pétursdóttir, Ragný Guðjohnsen er lögfræðingur okkar og hefur sýnt einstaka velvild og hjálfýsi því allt þarf að vera löglegt og rétt þegar að því kemur að við kaupum hús fyrir miðstöðina.

Marokkóferðalangar fara senn að strauja og pakka og held að allir hlakki til ferðarinnar enda er hún girnileg. Allir hafa fengið miða og ferðagögn sín þar. Og allir hafa lokið greiðslu sem og Íranfarar og með góðum skilum.

Fundur haustsins verður 27.sept. Nánar um það síðar en mér virðist við hafa fengið spennandi fyrirlesara um efni sem ætti að vekja forvitni.

Það var leiðinlegt að stelpurnar okkar töpuðu í gær. En eins og þar stendur. Það gengur bara betur næst.........

Friday, August 21, 2009

Ó, er ég alltaf að segja það sama - það verður þá að hafa það


Imamtorgið í Isfahan

Góðan daginn, gott fólk

Staðfest hafa Jemenbarnastuðning

G 24 Safa jamil Sharaf Al Salwwee ---Ragnheiður Hrafnkelsdóttir(barn nr. 2 hjá henni)
G 79 Garam Abdullah Al Hymee - Ásdís Halla Bragadóttir
G 105 Asma Mohamed Shiek --Ásdís Halla Bragadóttir

B 117 Jamal Sadique Alshi - Æsa Bjarnad/Sverrir Jakobsson

Flestar stúlknanna en ekki allar hafa fengið stuðningsmenn og takk kærlega fyrir það. Enn hef ég ekki staðfestingu um 9 drengi.
Væri vel þegið að heyra frá ykkur Vona að þeir sem ætla að skipta greiðslu borgi þá fyrstu um næstu mánaðamót.


Vek enn athygli Íranfara á fundinum nk sunnudag sem er MJÖG nauðsynlegt að fólk mæti á. Hann hefst kl 13,30 og er í gamla Stýrimannaskólanum (við horn Stýrimannastígs og Öldugötu. ) Stundvíslega. Muna VEGABRÉF og 2 nýjar passamyndir. Konur beri slæðu.
Muna þetta. Þakka þeim sem hafa látið mig vita. Það getur orðið snúið ef menn koma ekki því ég verð að senda öll plögg út á mánudag. Vinsamleg stúlka í sendiráði Íslands í Osló mun hjálpa okkur til að þetta gangi sem greiðlegast með áritunina


Þá er rétt að taka fram að haustfréttabréfið er á góðu róli. Vona að allt efni skili sér til Dóminik um helgina. Haustfundurinn verður svo um 27. sept. Hann verður nánar auglýstur í fréttabréfinu og ég hvet fólk eindregið til að lesa fréttabréfið. Þar koma bæði fram gagnlegar upplýsingar og hugnanlegar greinar og margt fleira

Ég veit að þeir sem lesa síðuna reglulega finnst nóg um hvað ég endurtek sumar upplýsingar. Það er ekki að ástæðulausu eða mér til mikillar skemmtunar, heldur nauðsynlegt.

Monday, August 17, 2009

Sunnudagsfundur með Íranförum- Egyptófólk hittist í dag, mánudag



Sælt veri fólkið

Minni Egyptalandsfara á fundinn í dag, mánudag kl 17,30. Fáeinir hafa boðað forföll en vænti þess að flestir komi til skrafs og ráðagerða

Næsta sunnudag verður svo fundur Íranfara til að fylla út vegabréfsumsóknir. Nauðsynlegt að menn mæti. Bið ALLA að hafa með 2 passamyndir, konur skulu bera slæður og birti þessa mynd hér til að sýna að ekki þarf að hylja hárið fram á enni.
Einnig þurfa menn að koma með vegabréf því daginn eftir sendi ég allt heila galleríið út til Noregs til stimplunar.
Ítreka að allir komi og enginn gleymi myndum eða vegabréfi.Mun senda sérstakt imeil í kvöld á alla Íransfara varðandi þennan fund

Enn hafa ekki allir svarað um Jemenbörn. Það er verulega hvimleitt. Þó nokkrir drengir, þar á meðal sá sem var´kjörinn talsmaður hefur ekki fengið staðfestan stuðningsmann. Líklega um 15 sem ég hef ekki heyrt frá. Nokkrir hafa gefið sig fram og ég mun því breyta nöfnum stuðningsmanna hjá nokkrum börnum.
Lifi engu að síður enn í voninni. Góðu, látið mig vita.

Monday, August 10, 2009

Þessir hafa greitt að fullu - náum við 100. þús. gesti í dag. Æsandi keppni síðunnar við sjálfa sig



Góðan daginn öll
Vek athygli Egyptalandsfaranna á að fundurinn er á mánudaginn 17.ágúst. Sagði víst sunnud. við suma. Bið afsökunar á því. Sem sagt MÁNUDAG 17. ág kl 17,30
Fyrirspurn áríðandi:
Tvær Kristínar Einarsdætur hafa lagt inn upphæð sem jafngildir 230 dollurum. Önnur er Kristín Einarsd og hin Kristín Hrönn Einarsd Skýring? Þakka fyrir en átta mig ekki á málinu

Elísabet tæknistjóri setti inn nýja Málræktarklúbbinn sem við stofnuðum á feisbúkk í gær.
Sjá efst til hægri. Nýr örpistill daglega og þið getið gerst félagar þó svo þið séuð ekki á feisbúkk. Óneitanlega óíslenskulegt hjá mér feisbúkk en bíð eftir tillögum um eitthvað snjallt.

Hér með listi yfir þá sem hafa borgað að fullu fyrir sín börn

1. Guðlaug Pétursdóttir(2 börn)
2. Högni Eyjólfsson
3. Eyþór Björnsson
4. Guðmundur Pétursson
5. Sesselja/Ríkarð - 2 börn
6. Guðný Ólafsdóttir
7. Ingvar Teitsson - 2 börn
8. Sigurpáll/Borghildur 2 börn (nýir stuðningsmenn)
9. Ingunn/Garpur
10. Helga Kristjánsdóttir
11. Kristján Arnarsson
12. Kristín Sig/Geir Þráinss - 2 börn
13. Stanley Pálsson (nýr stuðningsmaður)
14. Eva Ingvadóttir
15. Hrafnhildur Baldursdóttir
16. Guðrún Halla Guðmundsd
17 Lára V. /Þorsteinn H (nýir stuðningsmenn)
18. Þorgerður/Kristján - 2 börn
19. Jóhanna Kristjónsd 2 börn
20. Guðrún Sverrisdóttir
21. Ingibjörg Hulda Yngvadóttir
22´ Þrúður Helgad/Atli Ásmundss
23. Eva Júlíusdóttir
24. Anna Karen Júlíusen
25. María Kristleifsdóttir
26. Bjarnheiður Guðmundsdóttir
27. Guðrún S. Guðjónsdóttir - 2 börn
28. Helga Sverrisdóttir
29. Hildur Guðmundsdóttir (nýr stuðningsmaður)
30. Vaka Haraldsdóttir
31. Valborg Sigurðardóttir
32. Herdís Kristjánsdóttir - 3 börn
33. Eva Pétursd/Axel Axelsson - 2 börn
34 Margrét Guðm/Brynjólfur Kjartansson
35. Eygló Halldórsd/ Eiður Guðnason
36. Sigríður Karlsdóttir (nýr stuðningsmaður)
37 Ásta K.Pjetursdóttir
38. Þorgerður Sigurjónsdóttir
39. Margrét Friðbergsd/Bergþór Halldórsson (nýir stuðningsmenn)
40. Sigrún Valsdóttir (nýr stuðningsmaður)
41. Matthildur /Ágúst Valfells
42. Matthildur Helgad
43. Sigríður G. Einarsd
44. María Kristleifsdóttir
45. Guðrún Davíðsdóttir (nýr stuðningsmaður)
46. Helga Harðard/Sturla Jónsson
47. Edda Ragnarsdóttir
48. Kristín Einarsdóttir
49. Vilborg Sigurðard/ Vikar Pétursson
50. Sif Arnarsdóttir
51. Ólöf Arngrímsdóttir
52. Sjöfn Óskarsd/Árni Gunnarsson
63. Catherine Eyjólfsson
64. Guðríður Helga Ólafsdóttir
65. Sveinbjörg Sveinsdóttir
66. Guðbjörg Árnadóttir
67. Ingunn Mai Friðleifsdóttir
68. Hermann Óskarsson(nýr stuðningsmaður)
69. Kristín E Daníelsd/Valur Guðmundsson (nýir stuðningsmenn)
70. Birta Björnsdóttir
71. Kristín Ásgeirsd. Johansen
72. Birna Sveinsdóttir - 3 börn
73. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir
74. Guðrún Ólafsdóttir
75. Æsa Bjarnad/Sverrir Jakobsson
76. Edda Gíslad/Þröstur Laxdal
77. Valdís Björt Guðmundsdóttir
78. Jóna Einarsd/Jón Helgi Hálfdanarson
79. Birna Karlsdóttir
80. Hjallastefnan - 4 börn
81. Aðalbjörg Karlsdóttir
82. Hulda Waddel/Örn Valsson
83. Ólafur Birgir Davíðsson (nýr stuðningsmaður)

Vona að mér hafi ekki yfirsést neinn en þið látið mig þá vinsamlegast vita.
Allmargir hafa ákveðið að greiða mánaðarlega, sumir í þremur greiðslum en ég hef ekki heyrt frá ýmsum um hvernig þeir vilja greiða.

Og svo hefur enn ekki heyrst frá 15 og ég hlýt nú senn að afskrifa þá og leita því með logandi ljósi að nýjum til að koma til hjálpar.

Nouria sagði mér í imeili í morgun að 4 stúlkur væru komnar að háskólanámi og er verið að kanna hvort einkunnir þeirri dugi til að þær fái að hefja nám í læknisfræði sem amk 3 hafa hug á. Ég veit ekki hverjar þær eru. Við sjáum til hvernig við leysum það.

Ef þið þekkið góðviljað fólk sem vill taka þátt í þessu, elsku bestu komið því áleiðis. Einn félagi styrkir t.d. tvær með 2 þús. kr framlagi hvora á mánuði. Þó erfitt sé í ári hjá mörgum er það fín lausn. Láta bankann draga af sér sirka þá upphæð á mánuði.

Að öðru leyti þakka ég mikið vel þeim sem hafa greitt eða ætla að gera það en bið þá láta mig vita. Ég verð að gera áætlun því peningana þarf ég að senda út í tveimur greiðslum, þá fyrri í byrjun sept. og þá fyrir ÖLL börnin.

Birti fljótlega mynd sem sýnir Íranförunum hvernig má hafa slæðuna því það er ekki nauðsynlegt að hylja hárið út í hörgul

Að svo mæltu. Náum við 100 þúsundasta gesti í dag. Æsispennandi

Saturday, August 8, 2009

Kátína í sumarfríi



Fékk þetta bréf og myndir frá Nouriu núna áðan og Vera aðstoðartæknistjóri snaraði því inn á síðuna. Eins og sjá má er líf í tuskunum hjá krökkunum og mikil gleði.Ég vona að fleiri greiði fyrir sín börn eða láti mig vita hvernig þeir hyggjast borga.
Upphæðin endurtekin eina ferðina enn jafnvirði 230 dollara, borgist í ísl. kr. á reikning 342-13-551212, kt 140240 3979

Okkur vantar ENN um 18 stuðningsmenn auk ofangreindra upplýsinga. Skólaárið er senn að hefjast og mér finnst verulega leitt ef við getum ekki stutt þau 133 börn sem við styrktum í fyrra. En þakkir til þeirra sem gefið hafa sig fram.

Vil rétt í leiðinni minna Egyptalandsfara á fundinn 17.ágúst kl 17,30 og óskað eftir að allir mæti. Vinsamlegast verið búin að gera upp fyrir þann tíma, allir hafa fengið greiðsluáætlun. Ef hún hefur misfarist þá láta mig vita. Ég þarf að senda greiðslu út til Egyptalands eftir helgi og alveg á nippinu að nægilega mikið sé komið inn.
Á fundinum 17.ág fá allir áætlun og farþegalista, svo og töskuspjöld og merkingarborða.

Hér er svo bréfið frá Nouriu og myndirnar:

Dear sponsors,
Firstly, we would like to thank you all for your great support. Here are the activities that you have helped to support.


End of the school year party
This summer is particularly colourful. A big celebration marked the end of the school year and the successful completion of the course. Children performed plays and songs and gifts were distributed to all.


Art
The summer activities are still on; it’s an opportunity for all children to participate and take an interest in arts and handicrafts to pursue their hobby during their spare time. Children are given all the necessary tools to express their talent.


English
To maintain an educational oriented facility, YERO has allocated 2 hours of English class daily in the morning to try and refresh their conversational skills. The classes mainly consist of games and vocabulary.


Trip to Shibam
During the summer, YERO organized the annual trip to Shibam. The main goal was to release the stress the children had accumulated during the school year. We left the center at 7:30 am with 2 big buses and a minivan. After a tiring adventure in the mountains, we set up a picnic in a small field. Everyone ate lunch and thereafter participated in several games such as, tennis, football, American football, rope pulling, and even donkey riding. Several boys and girls relaxed in tents or in the nearby shades.


Friendly Football matches
Several boys and girls were invited to the British Club in Sana’a to participate, for the 1st time in Sana’a, to a friendly football match with the British Embassy staff and several dignitaries from the German Embassy. They then participated in a barbecue that was organized by the club.


Sarkhat Shabab (The voice of the youth)
A new activity has opened up to the teenagers at YERO. An outside Arabic group created a link with YERO. The group is made up of teenagers in Yemen that promotes social, cultural religious and educational values among today’s youth. The teenagers had a workshop at the center, organized by the groups. Discussions about their future, their hobbies, and their problems were the center of the talk. Games were also played and lunch was prepared by the group. This is also the first time that a youth gathering group has linked to YERO. It was also an opportunity for several teenagers to express themselves to each others.


Women’s workshop
Since this is the time for 1st times, the children’s mother at YERO also had a workshop for the 1st time with a Gynecologist. The seminar consisted of a question and answers after an advice lesson on birth hygiene. It was then followed by a small gathering/party.


Until we meet next year with a new summer activities, we thank you all for the continuous support to these children and their families, without your support, these projects would have never taken place.


Sincerely yours,
Nouria Nagi
YERO’s Director
AND:
With the compliments of YERO’s staff & all the children

Wednesday, August 5, 2009

Egyptalandsfarar boðaðir til fundar 17.ág - 19 börn vantar styrk


Frá stuðningsmannafundi YERO barna í fyrravetur

Eitthvert vesen á sendi- gæti verið að sumir fengju tvisvar og aðrir alls ekki. Sendi þetta aftur til vonar og vara seinna í dag. Afsakið ef þið fáið þetta oftar

Góðan daginn

Í fyrsta lagi: Egyptalandsfarar eru beðnir að koma á smáfund í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu þann 17.ág. n.k kl 17,30. Þar förum við yfir áætlunina og fáum okkur hressingu og röbbum saman. Ég vona að sem allra flestir sjái sér fært að mæta. Þetta verður ekki langur fundur en ágætt að hópurinn hittist stundarkorn. Vona að allir verði búnir að greiða þá upphæð sem á að vera lokið þá og ýmsir hafa gert það. Hlakka til að hitta hópinn.

Í öðru lagi: Allir Marokkó og Íranfarar hafa lokið greiðslu ferðakostnaðar. Það er flott og takk fyrir það kærlega.

Í þriðja lagi: Enn vanar 7 drengi og 12 stúlkur staðfesta stuðningsmenn. Bið gott fólk sem sér möguleika á að koma til hjálpar að gefa sig fram. Einnig bið ég þá sem hafa staðfest að láta mig vita hvernig þeir ætla að skipta greiðslum.
Þá hafa um 35 greitt að fullu fyrir sín börn og þakka mikið vel fyrir það.

Feisbúkk er ekki svo vitlaus. Þaðan hafa komið nokkrir nýir stuðningsmenn og aðrir eru með málið í athugun.

Íranfarar eiga að mæta til að fylla út vegabréfsáritanir í gamla Stýró þann 23. ág. Sendi þeim bréf þar að lútandi þegar nær dregur.

Gott í bili og fer í klippingu

Monday, August 3, 2009

Jafnt kynjahlutfall í Egyptó- pósta nú til nýrra stuðningsmanna Jemenbarna


Jemensk börn sem studd hafa verið af Íslendingum

Á morgun,þriðjudag ætla ég að pósta bréf til nýrra stuðningsmanna fjögurra Jemenbarna þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá þeim sem lögðu þeim lið sl. ár. Samt vantar enn stuðning fyrir um 18 börn svo að við höldum þessum 133 sem við lögðum lið á síðasta skólaári.
Nú stendur yfir sumarnámskeið hjá YERO og ugglaust líf í tuskunum, síðan nálgast ramadan og þá fá allir krakkarnir ný föt - innifalið í upphæðinni sem menn borga- og býst við skýrslu frá Nouriu þar að lútandi innan tíðar.
Til viðbótar:
G 4 Tahanee Abdallah Hussein Al Remee-- Svanhildur Pálsdóttir(Nýr stuðningsmaður)
G 17 Ahlam Abdulhamid Al Dhobibi - Lára V. Júlíusd/Þorsteinn Haraldsson (nýir
stuðningsmenn)
G 36 Sara Tabet Al Ryashi - Eva Júlíusdóttir
G 44 Shada Yousef Moh. Al Samme- Jarlsstaðavalkyrjurnar
G 43 Reda Yehya Al Ansee--Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson(nýir stuðningsm)

G 50 Fatima Abdullah Al Kabass - Guðrún Davíðsdóttir(nýr stuðningsmaður)
G 64 Samar Hassan Al Hymee- Bryndís Símonardóttir
G 115 Fatma Nasser Akmed Al Jakey - Eygló og Eiður Guðnason

B61Abduelah Noman al Wadi- Ingunn Sigurpálsd/Garpur Elísabetarson

Væntanlega vita menn að styrkur greiðist inn á 342 13 551212 og kt 140240 3979 Ef þið viljið skipta greiðslu vinsamlega láta mig vita.

Ég þakka þeim sem hafa þegar borgað fyrir krakkana sína eða staðfest skiptar greiðslur en það breytir ekki dapurleika yfir því að ekki skuli hafa heyrst frá vænum hópi - hvort sem þar er já eða nei.
Hverning sem það fer er samt augljóst að okkur vantar nýja stuðningsmenn. Verið svo elskuleg að láta mig vita.


Egypskur felukkabátur á Nílarsiglingu

Fáeinir Egyptalandsfarar hafa ekki sent mér vegabréfsnúmer, bið þá gera það hið skjótasta.
Egyptalandsferðin verður að því leyti sérstök að kynjahlutfall í henni virðist vera jafnt en í öllum hinum ferðunum hafa konur verið í meirihluta.

Aðeins sex Egyptalandsfaranna hafa áður farið með mér í ferð. Ég held það væri ástæða til að efna til fundar með hópnum í kringum miðjan ágúst svona til að hittast, drekka saman te eða kaffi og væntanlega verður þá áælunin tilbúin en Gulla mun útbúa hana á þann hátt sem hún hefur gert með síðustu ferðir. Læt vita þegar ég hef talað við Mími um að fá húsnæði fyrir þennan fund. Vona að þá mæti allir.

Loks ber að nefna að sammenkomst Íranhópsins verður í kringum 22.ágúst til að fylla út umsóknir. Meira um það fljótlega en þá verða allir að mæta.

Minni svo á greiðslur nú um mánaðamótin, en sé að ýmsir hafa lagt inn. Gott mál það.
Helga og Linda Marokkófarar hafa ekki látið vita hvort þær fara í úlfaldaferðina, og verð að heyra frá þeim á morgun, þriðjudag, allra blíðlegast

Wednesday, July 29, 2009

Bólusetningar og úlfaldar



Sæl öll
Þakka kærlega Íranförum hinum væntanlega snögg viðbrögð vegna vegabréfsmála. Það er allt komið á rétt ról.

Hef fengið fyrirspurnir um bólusetningar vegna Írans, svarið er stutt og mjög einfalt, ekki er þörf á neinum slíkum.

Ég veit ekki hvort fáeinir Íranfarar hafa fengið vegabréfin sín, þar sem ég fór úr bænum og kom áðan, en ef ekki munu þau berast ykkur með skilum á morgun eða hinn.

Þá vil ég benda á að mánaðamót eru í uppsiglingu
Marokkófarar greiði síðustu greiðslu sína 80 þús og þeir sem eru með eins manns herbergi greiði einnig fyrir það, inn á sama reikninginn, jafnvirði 300 dollara

Egyptalandsfarar borgi sína greiðslu 92 þúsund

Íranfarar greiði lokagreiðslu 130 þús á mann og þeir sem eru með eins manns herb geri það upp, jafnvirði 320 evra.

Þá er hér verulega áríðandi orðsending til MAROKKÓFARA
Vinsamlegast láta vita hið fyrsta hvort þið ætlið að taka úlfaldaferðina og gistingu úti á söndunum. Það hvet ég raunar flesta til að gera. Eins og fram hefur komið skulu greiddir 100 dollarar fyrir þá en EKKI til mín. Það er gert upp beint við kallana okkar í Marokkó
En þetta þarf skiljanlega að panta með fyrirvara og þeir forsvarsmennirnir óska eftir ég láti vita hið skjótasta.
Þá sé ég að nokkrir stuðningsmenn YERO krakkanna okkar hafa greitt og gert upp fyrir sín börn. Takk kærlega.

Athugið vinsamlegast að eftir helgina mun ég svo færa þeim sem hafa boðið fram stuðning sín börn ef fyrri styrktarmenn hafa ekki látið mig vita.
Því enn vantar ansi drjúgan slatta

Fimm til viðbótar
G 5 Khload Mohammed Ali Al Remee - Stella Stefánsdóttir
G 37 Fayrouz Mohamed Ali Al Hamyari - Ragnhildur Árnadóttir
G 39 Sara Moh Al Hamli--Svala Jónsdóttir
G 65 Intedar Hamid Al Harbe---- Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
G 94 Suma Hamid Al Hashme- Ragnhildur Árnadóttir


Ekki meira að sinni.

Friday, July 24, 2009

Náum við 99 þús í dag? Elsku 10 Íranfarar

Nú er spurningin, náum við að komast upp í 99.þúsundasta gest í dag. Það væri nú gaman.
Annars einkum þetta: Mig vantar enn ljósrit af vegabréfum frá 10 þátttakendum en borist hafa ljósrit eða skönnuð í tölvu( sem er æskilegast en ekkert skilyrði)

Margrét Halldórsdóttir
Helen og Ingvar Teitsson
Kristín Möller og Kristján Ragnarsson (heyrði frá þeim áðan, þau senda í dag)
Sigrún Rafnsdóttir(sendir væntanlega í dag)
Kristín Vilhjálmsdóttir
Kristín Einarsdóttir og Haukur Backmann
Kristín Daníelsdóttir og Valur Guðmundsson

Önnur eru komin með skilum og flogin til Íran. Takk kærlega.

Þá er rétt að taka fram að ég hef sett Egyptalandsfara inn á linkinn Þátttakendur í ferðum. Við erum 25 eða 26. Það er prýðisgott.

Ítreka svo að ég er glöð yfir því að ýmsir Jemensbarnastuðningsmenn hafa haft samband og eftir 31. júlí læt ég þau börn sem ekki hafa enn fengið staðfestingu fá nýja.
Munið að greiðslu má skipta en nauðsynlegt að fyrsta greiðsla komi 1. ág eða í síðasta lagi 1.sept.

Er enn með eitt Marokkóumslag.

Allt í góðu standi en bíð sem sagt blíðlega óþreyjufull eftir ljósritunum af vegabréfunum 11 og upplýsingum frá um 30 manns sem hafa stutt Jemenbörn.

Monday, July 20, 2009

Rúmlega 90 börn hafa stuðningsmenn- um 30 hafa ekki látið í sér heyra

Sæl öll.

Eg taldi upp í síðasta pistli ný börn sem hefðu fengið stuðningsmenn í Jemen, skólaárið 2009-2010. Þau eru samtals 90, þar af 63 stúlkur og 27 drengir. Það er því deginum ljósara að til að ná þeim fjölda sem við studdum í fyrra vantar okkur 43 stuðningsmenn, réttara sagt að 43 staðfesti eða tjái mér að þeir hafi ekki hug á þessu.
Ég þarf senn að láta Nouriu vita og síðan sendi ég út fyrstu greiðslu. Nokkrir nýir bíða á hliðarlínunni og vilja styðja krakka. Mér er óskiljanlegt af hverju er ekki fært að láta mig vita. Þó svo að margir séu úti um hvippinn og hvappinn vita þeir sem hafa lagt krökkunum lið að það er um þetta leyti árs sem þarf að láta vita af eða á. Ég hef boðið fólki að það skipti greiðslum niður úr öllum valdi. Margir stuðningsmenn sem hafa ekki látið mig vita hafa fylgst með póstinum og vita að ég bíð eftir svari.
Engir eru neyddir til að styrkja börn en þeir stuðningsmenn sem hafa gert það ættu sýna þá tillitssemi að láta vita. Ég hef tekið fram milljón sinnum að fólk skuldbindur sig aðeins til árs í senn.

Einhverjir kunna að hafa góðar og gildar ástæður en oftast er nú mögulegt að koma skilaboðum ef út í það er farið.

Ef svör verða ekki komin til mín varðandi málið fyrir 31.júlí lít ég svo á að stuðningsmennirnir 43 ætla að draga sig í hlé. Þá munu hliðarlínumennirnir fá upplýsingar um sín börn en augljóst að þar með verður hópurinn töluvert minni en í fyrra og raunar í hitteðfyrra líka. Það er leitt en ekkert við því að gera.

Ég þakka þeim kærlegast sem brugðu við og svöruðu.

Það lítur út fyrir að Egyptalandsferðin verði ágætlega skipuð hvað fjölda snertir. Það er gott mál.

Það verður þá 30. ferðin og jafnframt sú síðasta. Hef þó jafnan tekið fram að hópi menn sig saman, að lágmarki 21, og óski eftir að fara í einhverra þessara ferða þá er ég til í tuskið.

Eftirfarandi börn hafa fengið staðfestan stuðning síðan þessi pistill var settur inn

G 12 Busra Ali Ahmad Al Remee- Linda Björk Guðrúnardóttir
R 22 Rawia Ali Al Jobi -Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson
G 48 Gada Farooq Al Shargabi - Guðríður Helga Ólafsdóttir
G 90 Nawal Mohammed Al Hymee - Rannveig Guðmundsdóttir/Sverrir Jónsson
G 59 Sumyah Galeb Al Jumhree - Guðrún S. Gísladóttir/Illugi Jökulsson

G 122 Khadeja Naser Heylan Al Ansee - Ásta K. Pjetursdóttir
G 123 Reem Abdullah Al Haymi - Matthildur Helgadóttir

B 48 Galeb Saleh Al Ansee- Kristín Sigurðardóttir/Geir Þráinsson
B 54 Husam Abdullatef Magraba - Þórhildur og Örnólfur Hrafnsbörn
B 108 Badre Yihay Al Matri - Jósefína Friðriksdóttir
B 116 Iuman Yassen Moh. Al Shebani - Margrét Hermanns Auðardóttir

Þá hafa bæst við reiðubúin að styrkja krakka ef stuðningsmenn detta út Lára V. Júlíusdóttir/Þorsteinn Haraldsson, Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson og fyrir voru Guðrún Davíðsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir