Monday, August 17, 2009

Sunnudagsfundur með Íranförum- Egyptófólk hittist í dag, mánudag



Sælt veri fólkið

Minni Egyptalandsfara á fundinn í dag, mánudag kl 17,30. Fáeinir hafa boðað forföll en vænti þess að flestir komi til skrafs og ráðagerða

Næsta sunnudag verður svo fundur Íranfara til að fylla út vegabréfsumsóknir. Nauðsynlegt að menn mæti. Bið ALLA að hafa með 2 passamyndir, konur skulu bera slæður og birti þessa mynd hér til að sýna að ekki þarf að hylja hárið fram á enni.
Einnig þurfa menn að koma með vegabréf því daginn eftir sendi ég allt heila galleríið út til Noregs til stimplunar.
Ítreka að allir komi og enginn gleymi myndum eða vegabréfi.Mun senda sérstakt imeil í kvöld á alla Íransfara varðandi þennan fund

Enn hafa ekki allir svarað um Jemenbörn. Það er verulega hvimleitt. Þó nokkrir drengir, þar á meðal sá sem var´kjörinn talsmaður hefur ekki fengið staðfestan stuðningsmann. Líklega um 15 sem ég hef ekki heyrt frá. Nokkrir hafa gefið sig fram og ég mun því breyta nöfnum stuðningsmanna hjá nokkrum börnum.
Lifi engu að síður enn í voninni. Góðu, látið mig vita.

No comments: