Wednesday, August 5, 2009

Egyptalandsfarar boðaðir til fundar 17.ág - 19 börn vantar styrk


Frá stuðningsmannafundi YERO barna í fyrravetur

Eitthvert vesen á sendi- gæti verið að sumir fengju tvisvar og aðrir alls ekki. Sendi þetta aftur til vonar og vara seinna í dag. Afsakið ef þið fáið þetta oftar

Góðan daginn

Í fyrsta lagi: Egyptalandsfarar eru beðnir að koma á smáfund í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu þann 17.ág. n.k kl 17,30. Þar förum við yfir áætlunina og fáum okkur hressingu og röbbum saman. Ég vona að sem allra flestir sjái sér fært að mæta. Þetta verður ekki langur fundur en ágætt að hópurinn hittist stundarkorn. Vona að allir verði búnir að greiða þá upphæð sem á að vera lokið þá og ýmsir hafa gert það. Hlakka til að hitta hópinn.

Í öðru lagi: Allir Marokkó og Íranfarar hafa lokið greiðslu ferðakostnaðar. Það er flott og takk fyrir það kærlega.

Í þriðja lagi: Enn vanar 7 drengi og 12 stúlkur staðfesta stuðningsmenn. Bið gott fólk sem sér möguleika á að koma til hjálpar að gefa sig fram. Einnig bið ég þá sem hafa staðfest að láta mig vita hvernig þeir ætla að skipta greiðslum.
Þá hafa um 35 greitt að fullu fyrir sín börn og þakka mikið vel fyrir það.

Feisbúkk er ekki svo vitlaus. Þaðan hafa komið nokkrir nýir stuðningsmenn og aðrir eru með málið í athugun.

Íranfarar eiga að mæta til að fylla út vegabréfsáritanir í gamla Stýró þann 23. ág. Sendi þeim bréf þar að lútandi þegar nær dregur.

Gott í bili og fer í klippingu

No comments: