Friday, August 21, 2009
Ó, er ég alltaf að segja það sama - það verður þá að hafa það
Imamtorgið í Isfahan
Góðan daginn, gott fólk
Staðfest hafa Jemenbarnastuðning
G 24 Safa jamil Sharaf Al Salwwee ---Ragnheiður Hrafnkelsdóttir(barn nr. 2 hjá henni)
G 79 Garam Abdullah Al Hymee - Ásdís Halla Bragadóttir
G 105 Asma Mohamed Shiek --Ásdís Halla Bragadóttir
B 117 Jamal Sadique Alshi - Æsa Bjarnad/Sverrir Jakobsson
Flestar stúlknanna en ekki allar hafa fengið stuðningsmenn og takk kærlega fyrir það. Enn hef ég ekki staðfestingu um 9 drengi.
Væri vel þegið að heyra frá ykkur Vona að þeir sem ætla að skipta greiðslu borgi þá fyrstu um næstu mánaðamót.
Vek enn athygli Íranfara á fundinum nk sunnudag sem er MJÖG nauðsynlegt að fólk mæti á. Hann hefst kl 13,30 og er í gamla Stýrimannaskólanum (við horn Stýrimannastígs og Öldugötu. ) Stundvíslega. Muna VEGABRÉF og 2 nýjar passamyndir. Konur beri slæðu.
Muna þetta. Þakka þeim sem hafa látið mig vita. Það getur orðið snúið ef menn koma ekki því ég verð að senda öll plögg út á mánudag. Vinsamleg stúlka í sendiráði Íslands í Osló mun hjálpa okkur til að þetta gangi sem greiðlegast með áritunina
Þá er rétt að taka fram að haustfréttabréfið er á góðu róli. Vona að allt efni skili sér til Dóminik um helgina. Haustfundurinn verður svo um 27. sept. Hann verður nánar auglýstur í fréttabréfinu og ég hvet fólk eindregið til að lesa fréttabréfið. Þar koma bæði fram gagnlegar upplýsingar og hugnanlegar greinar og margt fleira
Ég veit að þeir sem lesa síðuna reglulega finnst nóg um hvað ég endurtek sumar upplýsingar. Það er ekki að ástæðulausu eða mér til mikillar skemmtunar, heldur nauðsynlegt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment