Monday, August 3, 2009

Jafnt kynjahlutfall í Egyptó- pósta nú til nýrra stuðningsmanna Jemenbarna


Jemensk börn sem studd hafa verið af Íslendingum

Á morgun,þriðjudag ætla ég að pósta bréf til nýrra stuðningsmanna fjögurra Jemenbarna þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá þeim sem lögðu þeim lið sl. ár. Samt vantar enn stuðning fyrir um 18 börn svo að við höldum þessum 133 sem við lögðum lið á síðasta skólaári.
Nú stendur yfir sumarnámskeið hjá YERO og ugglaust líf í tuskunum, síðan nálgast ramadan og þá fá allir krakkarnir ný föt - innifalið í upphæðinni sem menn borga- og býst við skýrslu frá Nouriu þar að lútandi innan tíðar.
Til viðbótar:
G 4 Tahanee Abdallah Hussein Al Remee-- Svanhildur Pálsdóttir(Nýr stuðningsmaður)
G 17 Ahlam Abdulhamid Al Dhobibi - Lára V. Júlíusd/Þorsteinn Haraldsson (nýir
stuðningsmenn)
G 36 Sara Tabet Al Ryashi - Eva Júlíusdóttir
G 44 Shada Yousef Moh. Al Samme- Jarlsstaðavalkyrjurnar
G 43 Reda Yehya Al Ansee--Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson(nýir stuðningsm)

G 50 Fatima Abdullah Al Kabass - Guðrún Davíðsdóttir(nýr stuðningsmaður)
G 64 Samar Hassan Al Hymee- Bryndís Símonardóttir
G 115 Fatma Nasser Akmed Al Jakey - Eygló og Eiður Guðnason

B61Abduelah Noman al Wadi- Ingunn Sigurpálsd/Garpur Elísabetarson

Væntanlega vita menn að styrkur greiðist inn á 342 13 551212 og kt 140240 3979 Ef þið viljið skipta greiðslu vinsamlega láta mig vita.

Ég þakka þeim sem hafa þegar borgað fyrir krakkana sína eða staðfest skiptar greiðslur en það breytir ekki dapurleika yfir því að ekki skuli hafa heyrst frá vænum hópi - hvort sem þar er já eða nei.
Hverning sem það fer er samt augljóst að okkur vantar nýja stuðningsmenn. Verið svo elskuleg að láta mig vita.


Egypskur felukkabátur á Nílarsiglingu

Fáeinir Egyptalandsfarar hafa ekki sent mér vegabréfsnúmer, bið þá gera það hið skjótasta.
Egyptalandsferðin verður að því leyti sérstök að kynjahlutfall í henni virðist vera jafnt en í öllum hinum ferðunum hafa konur verið í meirihluta.

Aðeins sex Egyptalandsfaranna hafa áður farið með mér í ferð. Ég held það væri ástæða til að efna til fundar með hópnum í kringum miðjan ágúst svona til að hittast, drekka saman te eða kaffi og væntanlega verður þá áælunin tilbúin en Gulla mun útbúa hana á þann hátt sem hún hefur gert með síðustu ferðir. Læt vita þegar ég hef talað við Mími um að fá húsnæði fyrir þennan fund. Vona að þá mæti allir.

Loks ber að nefna að sammenkomst Íranhópsins verður í kringum 22.ágúst til að fylla út umsóknir. Meira um það fljótlega en þá verða allir að mæta.

Minni svo á greiðslur nú um mánaðamótin, en sé að ýmsir hafa lagt inn. Gott mál það.
Helga og Linda Marokkófarar hafa ekki látið vita hvort þær fara í úlfaldaferðina, og verð að heyra frá þeim á morgun, þriðjudag, allra blíðlegast

1 comment:

Anonymous said...

Independent [url=http://www.COOLINVOICES.COM]create an invoice[/url] software, inventory software and billing software to design professional invoices in bat of an eye while tracking your customers.