Wednesday, July 29, 2009

Bólusetningar og úlfaldar



Sæl öll
Þakka kærlega Íranförum hinum væntanlega snögg viðbrögð vegna vegabréfsmála. Það er allt komið á rétt ról.

Hef fengið fyrirspurnir um bólusetningar vegna Írans, svarið er stutt og mjög einfalt, ekki er þörf á neinum slíkum.

Ég veit ekki hvort fáeinir Íranfarar hafa fengið vegabréfin sín, þar sem ég fór úr bænum og kom áðan, en ef ekki munu þau berast ykkur með skilum á morgun eða hinn.

Þá vil ég benda á að mánaðamót eru í uppsiglingu
Marokkófarar greiði síðustu greiðslu sína 80 þús og þeir sem eru með eins manns herbergi greiði einnig fyrir það, inn á sama reikninginn, jafnvirði 300 dollara

Egyptalandsfarar borgi sína greiðslu 92 þúsund

Íranfarar greiði lokagreiðslu 130 þús á mann og þeir sem eru með eins manns herb geri það upp, jafnvirði 320 evra.

Þá er hér verulega áríðandi orðsending til MAROKKÓFARA
Vinsamlegast láta vita hið fyrsta hvort þið ætlið að taka úlfaldaferðina og gistingu úti á söndunum. Það hvet ég raunar flesta til að gera. Eins og fram hefur komið skulu greiddir 100 dollarar fyrir þá en EKKI til mín. Það er gert upp beint við kallana okkar í Marokkó
En þetta þarf skiljanlega að panta með fyrirvara og þeir forsvarsmennirnir óska eftir ég láti vita hið skjótasta.
Þá sé ég að nokkrir stuðningsmenn YERO krakkanna okkar hafa greitt og gert upp fyrir sín börn. Takk kærlega.

Athugið vinsamlegast að eftir helgina mun ég svo færa þeim sem hafa boðið fram stuðning sín börn ef fyrri styrktarmenn hafa ekki látið mig vita.
Því enn vantar ansi drjúgan slatta

Fimm til viðbótar
G 5 Khload Mohammed Ali Al Remee - Stella Stefánsdóttir
G 37 Fayrouz Mohamed Ali Al Hamyari - Ragnhildur Árnadóttir
G 39 Sara Moh Al Hamli--Svala Jónsdóttir
G 65 Intedar Hamid Al Harbe---- Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
G 94 Suma Hamid Al Hashme- Ragnhildur Árnadóttir


Ekki meira að sinni.

8 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
Ég ætla að taka úlfaldaferðina og gistingu út á söndunum.
Hlakka til!
Bestu kveðjur,

Catherine

Dominique said...

ég ætla líka að láta reyna á úlfaldareið og gisting í söndunum hljómar ævintýralegt - ég er með.

Anonymous said...

Sælastar mín kæra,

Geturðu upplýst mig um hversu háar greiðslurnar verða á mánuði fyrir barnið mitt - er að reyna að vera voðalega skynsöm og gera áætlun fram í tímann...;-) Ég byrja að borga 1. september, er það ekki?

Kveðja,
Guðrún C.

Anonymous said...

Það fer eftir því hvað dollarinn er hverju sinni. Núna mundi það vera um 31 þús kr á ári sem eru þá um 2.700 mánuði. Ef dollarinn lækkar þá breytist þetta og sama máli gegnir ef krónan hressist.
En ég mundi í augnablikinu slá á 2.700 kr.
Kveðja
JK

Unknown said...

Hæ,

Ég ætlaði sem sagt að styrkja áfram stúlku skólaárið 2009-2010.

kv. Svala

Anonymous said...

Gott mál - ég get þess vegna greitt fyrstu greiðsluna nú í ágúst - ef það er betra fyrir þig. Á ég bara að greiða á reikninginn og setja nafn mitt í skýringunum?

Anonymous said...

Gleymdi að eyrnamerkja mig...s.s. síðasta athugasemd var frá mér...;-)

GCE

Anonymous said...

Excellent wrіte-up. I сеrtainly loѵe this ѕite.
Keер writing!

My sitе: barcamp-bordeaux.com