Monday, July 20, 2009

Rúmlega 90 börn hafa stuðningsmenn- um 30 hafa ekki látið í sér heyra

Sæl öll.

Eg taldi upp í síðasta pistli ný börn sem hefðu fengið stuðningsmenn í Jemen, skólaárið 2009-2010. Þau eru samtals 90, þar af 63 stúlkur og 27 drengir. Það er því deginum ljósara að til að ná þeim fjölda sem við studdum í fyrra vantar okkur 43 stuðningsmenn, réttara sagt að 43 staðfesti eða tjái mér að þeir hafi ekki hug á þessu.
Ég þarf senn að láta Nouriu vita og síðan sendi ég út fyrstu greiðslu. Nokkrir nýir bíða á hliðarlínunni og vilja styðja krakka. Mér er óskiljanlegt af hverju er ekki fært að láta mig vita. Þó svo að margir séu úti um hvippinn og hvappinn vita þeir sem hafa lagt krökkunum lið að það er um þetta leyti árs sem þarf að láta vita af eða á. Ég hef boðið fólki að það skipti greiðslum niður úr öllum valdi. Margir stuðningsmenn sem hafa ekki látið mig vita hafa fylgst með póstinum og vita að ég bíð eftir svari.
Engir eru neyddir til að styrkja börn en þeir stuðningsmenn sem hafa gert það ættu sýna þá tillitssemi að láta vita. Ég hef tekið fram milljón sinnum að fólk skuldbindur sig aðeins til árs í senn.

Einhverjir kunna að hafa góðar og gildar ástæður en oftast er nú mögulegt að koma skilaboðum ef út í það er farið.

Ef svör verða ekki komin til mín varðandi málið fyrir 31.júlí lít ég svo á að stuðningsmennirnir 43 ætla að draga sig í hlé. Þá munu hliðarlínumennirnir fá upplýsingar um sín börn en augljóst að þar með verður hópurinn töluvert minni en í fyrra og raunar í hitteðfyrra líka. Það er leitt en ekkert við því að gera.

Ég þakka þeim kærlegast sem brugðu við og svöruðu.

Það lítur út fyrir að Egyptalandsferðin verði ágætlega skipuð hvað fjölda snertir. Það er gott mál.

Það verður þá 30. ferðin og jafnframt sú síðasta. Hef þó jafnan tekið fram að hópi menn sig saman, að lágmarki 21, og óski eftir að fara í einhverra þessara ferða þá er ég til í tuskið.

Eftirfarandi börn hafa fengið staðfestan stuðning síðan þessi pistill var settur inn

G 12 Busra Ali Ahmad Al Remee- Linda Björk Guðrúnardóttir
R 22 Rawia Ali Al Jobi -Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson
G 48 Gada Farooq Al Shargabi - Guðríður Helga Ólafsdóttir
G 90 Nawal Mohammed Al Hymee - Rannveig Guðmundsdóttir/Sverrir Jónsson
G 59 Sumyah Galeb Al Jumhree - Guðrún S. Gísladóttir/Illugi Jökulsson

G 122 Khadeja Naser Heylan Al Ansee - Ásta K. Pjetursdóttir
G 123 Reem Abdullah Al Haymi - Matthildur Helgadóttir

B 48 Galeb Saleh Al Ansee- Kristín Sigurðardóttir/Geir Þráinsson
B 54 Husam Abdullatef Magraba - Þórhildur og Örnólfur Hrafnsbörn
B 108 Badre Yihay Al Matri - Jósefína Friðriksdóttir
B 116 Iuman Yassen Moh. Al Shebani - Margrét Hermanns Auðardóttir

Þá hafa bæst við reiðubúin að styrkja krakka ef stuðningsmenn detta út Lára V. Júlíusdóttir/Þorsteinn Haraldsson, Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson og fyrir voru Guðrún Davíðsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir

3 comments:

Anonymous said...

Tvíeykið Örnólfur og Þórhildur Helga óska eftir að fara á hliðarlínuna.

Vona svo að sem flestir svari mömmu sem fyrst. Upplagt líka að útvega nýja styrktarmenn í stað þeirra sem heltast úr lestinni.

Tilvalið á þessum síðustu og bestu tímum að mynda tvíeyki, þríeyki eða fjóreyki.

Þramm til sigurs.

Hrafn

Anonymous said...

Líst vel á það
Kveðja
JK

Anonymous said...

Sæl Jóhanna og fyrirgefðu hvað ég svara seint... ég mun halda áfram að styrkja mína stelpu.... Baráttukveðjur.. Linda Björk Guðrúnardóttir