Monday, July 6, 2009

Egyptalandsáætlun komin á sinn hlekk




Bara að láta ykkur vita að rétt Egyptalandsáætlun er komin á hlekkinn sinn. Eins og sjá má hef ég bætt við ýmsu, svo sem hádegis og kvöldverðum og einnig ákvað ég að hafa nokkrar hálfs dags ferðir í Kairó svo fólk geti líka skoðað sig um á eigin spýtur. Til dæmis kjörið að fara út í Jakobseyju en þar hefur verið sett upp þrop sem á að vera eins konar eftirlíking af fornu þorpi. Skemmtilega gert. Og svo bara að labba með Níl og setjast á kaffihúsin og hvaðeina. Það vantar ekki að það er margt að sjá í þessari einstöku borg.

Ég hef ekki gefið mér tíma til að athuga hvernig er með greiðslur en geri það á eftir og bið menn lengstra orða að sjá til þess þær verði í lagi. Minni Egyptalandsfara á að senda mér vegabréfsnúmer, útgáfudag, ár og gildistíma. Þetta þarf ég að senda út með góðum fyrirvara til að áritunarmál á flugvelli gangi vel fyrir sig og sömuleiðis til hótelanna.

Svo er náttúrlega sú gleðilega frétt að Hrafns og Elínardóttir fékk nafnið Jóhanna Engilráð. Það finnst mér ánægjulegt í meira lagi. Engilráð var seinna nafn Elísabetar, móður minnar.

Hef fengið svör frá öllum Jemen/Jórdaníuförum og flott mæting þar.

Sem sagt allt í besta standi.

3 comments:

Anonymous said...

Enn og aftur til hamingju með nöfnuna.
Kv. Edda

Þóra said...

Hjartanlegar hamingjuóskir með nöfnuna Jóhanna mín. :)
Bkv.
Þóra J.

Anonymous said...

Það var ráð að koma upp Engilráð á þessum tímum. Hjartanlega til hamingju með nöfnuna og gæfa fylgi litlu manneskjunni, kv. Jóna og Jón Helgi.