Sæl öll í sólinni
Bið afsökunar á því að ég hef ekki haft tök á því vegna persónulegs annríkis að setja kórrétta Egyptalandsáætlun inn á síðuna og get ekki gert það fyrr en eftir helgi. Hef sent Egyptalandsförum greiðsluplan og bið þá greiða skv. því.
Í gær var fundur með Marokkóförum og vel mætt þar. Afhent ferðagögn, flott uppsett áætlun Gullu, spjöld og borðar og merkimiðar og FARMIÐAR. Mauluðum svo sætindi og drukkum kaffi og te og skröfuðum okkur til skemmtunar góða stund. Þetta er augljóslega afar góður hópur.
Einn félagi sem gat ekki mætt fær sent sitt umslag eftir helgina.
Er að fara á Strandir að vera við skírn kankvísu spekingsstúlkunnar þeirra Elínar Öglu og Hrafns.
Sæl að sinni
Friday, July 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment