Tuesday, October 27, 2009

Egyptalandsfarar búast nú til ferðar


Frá Abu Simbel. Að sjá það eitt finnst mér réttlæta Egyptalandsferð

Það styttist í Egyptalandsferðina sem hefst í Leifsstöð að morgni 1.nóv. og við verðum 28 í förinni. Fleiri höfðu hug á að bætast við, en það var um seinan og aukinheldur er þetta hæfilega stærð.

Þetta er 30. VIMA ferðin og sú síðasta sem slík eins og margoft hefur komið fram.
Dálítið tignarlegt að hafa þá ferð til Egyptalands. Trúlega er meðalaldur í þessari ferð lægri en hefur verið í fyrri ferðum og kynjahlutföll eru sömuleiðis jafnari en oftast áður.

Hef verið beðin um að taka að mér Líbanons/Sýrlandsferð hjá Bændaferðum næsta haust. Það kemur til ágætlegra greina, enda óskað eftir að ég skipuleggi hvert farið verður. Það hentar mér ljómandi vel.

Annars veit ég að hópur var að safna sér saman í slíka ferð innan VIMA (og utan) í mars/apríl. Ég hef ekki hugmynd um hvort af því verður en læt fljóta með að sá hópur verður að gefa sig fram ekki síðar en 20.nóv. til að ég geti sinnt því þar sem ég reikna með að vera í burtu um hríð eftir áramót. Ef guð lofar og allt það.

Þar sem ekki er ljóst hvort hægt verður að tjekka inn alla leið til Kairó hér og við þurfum að skipta um terminal í London bið ég menn að vera mættir kl. hálf sex en þá hefst innritun.

Ég hvet Egyptalandsfara líka til að skilja eftir slóðina á síðunni því að venju skrifa ég pistla eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Menn skyldu einnig skrifa kveðjur til sinna inn á ábendingadálkinn.

Senn fer svo ritnefndin að ganga í að undirbúa janúarfréttabréf.

Hef sent fyrstu greiðslu til Nouriu fyrir Jemenbörnin okkar.
Stjórn Fatimusjóðsins, Gulla Pé, Rannveig, Ragný og JK hittast til skrafs og ráðagerða á fimmtudaginn næsta.

Augljóst að okkur tekst að styðja 133 börn eins og í fyrra en það má þakka, ekki hvað síst rausnarlegum gjöfum Önnu Stefánsdóttur og Jennýjar Karlsdóttur, svo og Evu og Axel.
Nokkrir hafa ekki greitt svo mikið sem KRÓNU fyrir krakkana sína. Það er til vansa og óþarfra leiðinda. Mun strika þá út sem styrktarmenn og setja Önnu eða Jennýju í staðinn. Mánaðarlegt framlag Evu og Axels fer í háskólakostnað vegna Hanaks al Matari.

Systur hennar amk tvær hafa ekki fengið neitt greitt frá sínum stuðningsmönnum. Meira vesenið en bjargast.

Monday, October 19, 2009

Marokkóhópur á myndakvöldi - tilkynning til Egyptalandsfara og smálegt


Vera æfir sig á trommurnar í tjaldbúðunum í Merzúga. Dóminik tók myndina

Hópurinn sem fór í Marokkóferðina 5.-16.sept. hittist á Litlu Brekku í kvöld. Við skoðuðum myndir frá Ingu, Jónu, Sigurði, Sigr. Ásgeirsd, Dóminik, Veru og vídeomynd sem Högni hafði gert.
Allt vakti hina mestu gleði og var gaman að hittast. Menn rifjuðu upp ferðina á ný með því að horfa á myndirnar og skemmtu sér konunglega.

Fáeinir komust ekki en Ingibjörg Júl. sem varð að hætta við ferðina á síðustu stundu brá sér til okkar og hafði gaman af því að sjá myndir og hnusa af stemningunni.

Vera Illugadóttir hefur nokkra úrvals diska til sölu á þúsund krónur og keyptu þó nokkrir og vilji fleiri eignast þá ættu þeir að hafa samband.

Þá seldi Högni sína vídeodiska og lét það renna í Fatímusjóð. Takk fyrir það.

Við fengum góðan fiskrétt og kaffi og var þetta afar ánægjuleg stund. Sníkti diska frá nokkrum og vonast til að fá þá innan tíðar. Þarf endilega að fá Veru eða Elísabetu Ronaldsdóttu til að setja þá inn á síðuna hið fyrsta.

Bendi á að ég verð með fyrirlestur um Menningarheim araba kvöldstundina 26.okt og þeir sem hafa áhuga geta enn skráð sig hjá Mími símenntun.

Ennfremur vil ég taka fram að þar sem Egyptalandsmiðar hafa ekki borist hef ég ekki kvatt þann hóp saman. Vonast til að heyra frá Icelandair á morgun og geri ráð fyrir að pósta þá miðana eða keyra þá út.

Þar sem fundur hefur þegar verið haldinn um ferðina reikna ég ekki með að fá húsnæðið fyrir fund. Ef einhverjar spurningar eru geta menn sent mér imeil en ég mun senda með smáleiðbeiningar þegar miðarnir koma á morgun eða hinn
.

Eins og margoft hefur komið fram er Egyptalandsferðin síðasta ferðin en safni fólk sér saman og tilkynni sig í hóp verður því tekið af fullum velvilja(!). Veit að menn eru að tala sig saman um Líbanon/Sýrland næsta vor(sirka í byrjun apríl) en til að úr því verði er aðkallandi að hópur tali sig saman og láti vita, fyrr en síðar þar sem ég hef áform á prjónunum fyrstu mánuði ársins. Ég get þó tekið niður nöfn þeirra sem ekki eru innan þess hóps nú þegar.

Eftir að ég kem frá Egyptalandi verður myndakvöld Íranfara ákveðið. Býst við að það verði undirbúið meðan ég er í burtu.

Wednesday, October 14, 2009

Íranfarar komu með rok og rigningu

Blessuð öll

Við vorum að lenda rétt í þessu Íranfólkið í roki og rigningu og sönnu ísl. veðri.

Held ég hafi kvatt alla ef ég hef misst af einhverjum skila ég alúðarkveðjum.

Þetta var frækin ferð og frábær og við hlökkum öll til myndakvölds ca um 20.nóv Nánar síðar

Síðasta daginn keyrðum við að venju frá Isfahan til Teheran og rakleitt á Þjóðnminjasafnið. Á leiðinni snæddum við prýðilegan pikknikk hádegisverð sem bílstjórarnir okkar útbjuggu.

Eftir Þjóðminjasafn á Laleh hótel og kveðjukvöldverður var þar, bæði myndarlegur og ljúfengur að venju,

Ég flutti snöfurlega kveðjuræðu undir borðum og minntist á það að ég hefði kviðið eilítið fyrir ferðinni þar sem óvenjulega margir nýir voru þátttakendur. Sá kvíði hefði reynst ástæðulaus með öllu því hópurinn náði sérlega vel saman.
Fengu þeir hver og einn sérstakar umsagnir sem mæltust vel fyrir og var mikið hlegið og skríkt og áttum við góða stund.

Aldursforsetinn í ferðinni, Kristin Thorlacius sagði vitur orð eins og hennar var vísa og svo talaði Höskuldur Jónsson og mæltist vel.

Allir fengu gjöf frá ferðaskrifstofunni og eftir snæðing lögðu menn sig til þrjú um nóttina að við héldum til flugvallar og kvöddum þá Pezhman, Mohammed og Hadi með virktum, smágjöfum og rausnarlegu tipsi.
Því miður var ekki hægt að tjekka farangur alla leið til Íslands en menn létu það ekki á sig fá og alllöng bið í London leið hratt og við skemmtum okkur konunglega.

Eins og áður hefur komið fram var mikil ánægja með ferðina og ég hef þegar fengið nokkur skeyti frá þátttakendum. Við hugsum svo til myndakvölds um 20.nóv eins og ég sagði.

Egyptalandsfarar verða kvaddir á miðafund einhvern allra næstu daga. Ath það.

Þá hefur Dóminik undirbúið myndakvöld Marokkóhóps af stakri prýði og góð þátttaka þar sýnist mér.

Myndarleg gjöf 100 þúsund kr. hefur borist Fatimusjóði frá Leikskólanum Gimli í tilefni 20 ára afmælis Hjallastefnunnar og þakka ég skólastjóranum Karen Valdimarsdóttur kærlega fyrir. Einnig hefur Anna Stefánsdóttir í Málmey sent höfðinglega gjöf sem svarar um 400 evrum og fær kærustu þakkir fyrir.

Allmargir - bæði í ferðinni og aðrir- hafa látið í ljós áhuga á ferðalögum 2010 þótt formlega sé ferðum mínum með hópa lokið með Egyptó í næsta mánuði. Menn tali sig saman um það og geta út af fyrir sig haft samband við mig ef einhver sérstök ferð leitar á þeirra huga. Einkum heyrist mér Sýrland og Líbanon, Íran og Jemen vera þar á blaði. Einnig er Kákasusferð í hugum manna.

Seinni hluti þessa pistils er skrifaður nú í eftirmiðdaginn því ég leið út af í nótt og hafði varla rænu á að heilsa upp á Jóhönnu Engilráð og foreldra hennar en þau héldu svo norður í Trékyllisvík í dag.

Í Íran gat ég ekki komist inn á simnet adressuna mína og bið því fólk hafa biðlund þó ég svari ótal bréfum ekki fyrr en á morgun því ég hugsa mér til svefns á ný. Sálin er í Íran en líklega í þann mund að leggja af stað.

Takk aftur kærlega, Íranfarar. Fer nú aftur að sofa og bíð eftir sálinni.

Sunday, October 11, 2009

I perlu Irans Isfahan

Vid hofum verid i Isfahan sidustu dagana og mikil anaegja med allt- ad visu skyggir a gledina ad Lifgjafarfljotid hefur thornad upp og tho vatnid se lagt af stad tekur nokkra daga uns thad naer til borgarinnar.
En vid latum thad ekki skyggja a okkar gledi, hofum skodad her Imam moskuna, Lotfullahmoskuna, konungshallir og torgid dyrdlega thad naeststaerta i heimi thar sem jafnan er lif o fjor. Audvitad hofum vid einnig farid i armenska hverfid, ad Skjalfandi minerettunni, skodad brynar storkostlegu og hnusad af markadnum. Og fleira og fleira.
A morgun er frjals dagur og tha reikna eg med ad menn noti taekifaerin sem bjodast a markadnum. Hofum heilsad upp a litlakall med hjolid sitt og treflana godu, vitjad Hosseins og Ali teppastraka og thegar hafa einhverjir gert kaup vid tha. Komid vid hja Mostafa miniaturlistamanni og svo maetti lengi telja.
Vid hofum bordad a okkur got nokkrum sinnum a dag og iranski maturinn fellur monnum einstaklega vel i ged svo og islenskum mogum,

Vedrid leikur vid hvern sinn fingur og um 26-28 stig her en svalara a kvoldin
Kristin Vilhjalmsd og Anna Torfad hofdu fengid leyfi til ad heimsaekja skola og bokasofn her og gerdu thad i morgun og voru afar anaegdar med thad. Kona Pezhmans og modir hofdu led videigandi fatnad til theirrar heimsoknar.

Vid verdum sem sagt her a morgun og naesta dag forum vid keyrandi til Teheran. Samkeppnin um stjornumerki Pezhmans og Mohameds bilstjora stendur sem haest og enda verdlaun og heidur i bodi.

Hossein og Ali bidja fyrir kaerar kvedjur til islenskra vina sinna og thad gera einnig Pezhman og Mohamed.
Allir bidja adrir fyrir bestu kvedjur til sin og sinna.

Thursday, October 8, 2009

Laekurinn syngur fyrir Iranfara

Sael veri[i
Vi[ erum 'a seinni deginum ['i saeluh'otelinu okkar 'i Yazd og nykomin 'ur hadegisverdi, gongu um gomlu borgina, heimsokn i hus eldsins og fostudagsmoskuna her.

Allir eru saelir og gladir og senda kvedjur og thakka kvedjur og Bjarni og Gudrun oska theirri raudhaerdu serstaklega til hamingju, svo og modur hennar.

Ferdin hingad til Yazd i gaer var hin gledilegasta og farid um merkur og sanda og inn a milli storkostlegra fjalla. Stoppad i Pasargad og sidar vid 4500 ara gamla siprustred i Abarqu. Vid bordudum pikknikk hadegisverd a landareign Hasans heimspekings en hittum hann tvi midur ekki tvi hann var uti a akri ad yrkja sitt land.
Rett adur en komid var til Jazd var svo stoppad vid Turn thagnarinnar og flestir priludu upp haedina. Tha var birtan himnesk.
Folk er afar anaegt med hotelid okkar og vid bordudum uti i gaerkvoldi og laekurinn song fyrir okkur undir bordum.

Sidustu dagar i Sjiraz voru einnig hinir bestu og farid vitt og breitt um og somuleidis var frjals timi sidasta daginn.

Seinna i dag skodum vid safnid um vatnid, bregdum okkur i kokubud og horfum a skritna ithrottaleikinn sorkaneh.
A morgun liggur svo leidin til Isfahan.
Itreka kvedjur og ad allir eru mjog hressir og jakvaedir.

Sunday, October 4, 2009

Til Persepolis 'i dag

Godan daginn 0ll
Fyrst> Anaegja med kvedjur, takk fyrir. Skilabod fra Bjarna> myndavel reynist prydilega.
I gaer var fyrsti dagurinn okkar i Shiraz. Hiti for i sirka 37 stig um hadaginn og ollum leid vel thratt fyrir thad. Folk svaf ut til tiu en tha hofst skodunarferdin i Khantruarskolann, bleiku mosku og Narenjestanhollina of thotti ollum mikid til um.
Menn veittu tvi fljotlega athygli hvad Sjiraz er allt odruvisi en Teheran i laginu og auk thess gengur lifid her fyrir sig a allt odrum og haegari mata
Siddegis var farid ad minnismerki Hafezar og tha hrifust menn mjog. Umgjordin um minnismerkid er svo einstaklega smekkleg og gardarnir fagrir og einhver blidur andblaer thar svo madur laekkar osjalfratt rominn. Ingvar Teitsson las endka thydingu a ljodi Hafezar og maltist thad vel fyrir. Auk thess voru menn hissa og gladir yfir tvi hvad Iranir, einkum stulkur gafu sig a tal vid okkur og vildu taka af okkur myndir eda vera med okkur a myndum. Thetta var mjog god stund. Pezhman utskyrdi metaforuna i ljodum Hafezar af stakri snilld eins og hans er visa.
Svo la leidin a markadinn og menn skodudu en keyptu ekki ykja margt, svona i bili, helst slaedur og smalegt en ef ad venju laetur mun Isfahan verda sa stadur thar sem folk laetur helst fallerast i innkaupum.
Svo i godan malsverd enda sja Iranir um ad vid faum nog ad borda morgun, kvolds og um midjan dag og allir kvarta dugguliti[ undan tvi og eta svo a sig gat
Nu erum vid sem sagt a leid a eftir kl 8 ut til Persepolis og Necropolis og menn
fullir tilhlokkunar.
Thar er spad adeins 30 stiga hita i dag og smagolu svo vid vorum ad hugsa um ad taka flispeysurnar med til vonar og vara.
Mohammed og Pezhman bidja kaerlega ad heilsa fyrri Iranforum og hugsa til theirra med mikilli hlyju.
Sael ad sinni.

Friday, October 2, 2009

Iranfarar i godu yfirlaeti i Teheran- til Sjiraz seinna i dag

Sael oll
Vid Iranferdalangar erum thessa stundina i morgunverdi a Laleh hoteli i Teheran og a eftir tritlum vid a teppasafnid og nylistasafnid. Bliduvedur og allt i prydilegu standi eftir tvi sem eg best veit.
I gaer voru menn litid eitt framlagir eftir nokkud langa flugferd og tof i London en drifum okkur a faetur um hadegid og skodudum keisarahallirnar og furdudu menn sig a ollum theim iburdi og skrauti. A eftir til bustadar og baenastadar Khomeinis erkiklerks sem stakk mjog i stuf vid keisarahusakynnin.
I gaerkvoldi var bordad svo her a Laleh og eg hygg ad flestir hafi verid komnir i koju um niuleytid eda svo enda eru menn uthvildir i dag og til i allt.

Um hadegid tjekkum vid ut og seinna i dag liggur leidin til Sjiraz og verdur gaman ad koma thangad.

Thar er fjogurra daga dvol og nog ad skoda. Vid verdum a Parshoteli eins og oftast fyrr.

Hopurinn er forvitinn og gladsinna, synist mer. Hrafnhildur Jonsdottir og Hrefna Johannsdottir komu um Frankfurt og hittu okkur her.
Blidvidrid uti hefur god ahrif a folk og mengun i Teheran med minna moti i bili.

Pezhman tok a moti okkur a flugvelli og Mohammed bilstjori. I gaer keyrdi Mohammed til Sjiraz og tekur a moti okkur thar. Fagnadarfundir urdu med okkur thremur og hopurinn og Pezhman virdast na agaetlega saman.

Thad bidja allir ad heilsa og eg hvet aettingja og vini til ad senda kvedjur i abendingardalkinum.
A ad skila kvedjum fra Pezhman og Mohammed til fyrri hopa.