Sunday, December 30, 2007

Allt í hávaða og gríniÞann 29.des. hefði Vilhjálmur frá Skáholti, skáld og lífskúnstner, blómasali og drykkjumaður orðið hundrað ára. Hann er fæddur í húsinu sem ég bý í og kenndi sig við það alla tíð. Ég kynntist Vilhjálmi lítillega þegar ég var yngri og man eftir honum sem krakki þegar hann hljóp um götur, hávaðasamur nokkuð þegar hann var undir áhrifum víns. Sem var æði oft. Þess á milli seldi hann fínum frúm blóm og hann vakti aðdáun þótt brokkgengur væri því hann var glæsimenni.
Ég er afar stolt af því að búa í þessu gamla húsi, sem var reist 1882 og mörg ljóð Vilhjálms lifa þótt fólki sé ekki alltaf kunnugt um að hann er höfundur þeirra. Hann orti til dæmis Borg mín borg sem Haukur Morthens syngur af stakri innlifun. Og ljóðið um Jesúm Krist. Það þekkja margir.

En annars var þetta útúrdúr en til fróðleiks samt.

Á næstunni hef ég samband við Íranfara um hvenær við þurfum að hittast til að fara yfir klæðaburðareglur og fylla út vegabréfsumsóknir. Sömuleiðis verður myndakvöld Ómanfara á næstunni.

Til stendur einnig að fara á Ísafjörð með góðri aðstoð Matthildar Helgadóttur og sömuleiðis eru nokkrir fyrirlestrar í Ferðamálaskólanum og Símennt í Keflavík hefur einnig beðið um fyrirlestur. Það verður vonandi hið besta mál. Þá fer ritnefndin senn að drífa í fréttabréfinu sem kemur út fyrir janúarfundinn okkar, sem verður væntanlega í lok mánaðarins. Meira um það fljótlega.

Ferðir ársins 2008 líta svona út
Egyptaland í febr. UPPSELD
Íran í mars UPPSELD
Jemen I í lok apríl UPPSELD
Jemen II í lok maí. Laus sæti
Sýrland/Jórdanía í sept. Hef verið beðin af stórum vinahópi að skipuleggja og vera fararstjóri í þessari ferð. Hugsanlegt er að bæta við 3-5 þar. Skýrist ínnan tíðar.
Libya - október. Ein eða tvær ferðir. Uppselt í amk. fyrri ferð. Sjáum til hvernig staðfestingargjöld skila sér í febr.

Munið svo elskurnar mínar að borga rétt inn á ferðirnar. Sendi Egyptalandsförum kvittun þegar allir hafa gert upp. Íran og Jemen/Jórdaníufarar - ekki gleyma og þakka raunar þeim sem hafa þegar borgað.

Þá skal þess getið að kvennahópurinn sem mun sinna Jemenmálunum okkar hyggst hittast 8.jan. Ég hlakka til þess. Þetta eru hörkukonur sem ég veit að hafa góðar hugmyndir og úrræði svo við getum látið hugmyndir verða að virkileika.

Þakka svo öllum fyrir árið sem er á enda á miðnætti og hlakka til nýs árs.
Líði ykkur sem best og látið frá ykkur heyra. Þið ættuð bara að vita hvað það kætir og hressir.

Farsælt og fagurt nýtt ár.

Thursday, December 27, 2007

Ákvörðun um annað hótel í Jemen -Aftur ég, gúddag.
Eins og fram kom í pistli sem ég sendi frá Sanaa á dögunum hafði ég verulegar efasemdir um að hóparnir næsta vor ættu að vera á því hóteli sem við höfum notað þar. Þegar ég var í Sanaa fór ég á þetta margumrædda Hill Town hótel sem gestir okkar hafa verið á og þar hafði nákvæmlega ekkert breyst til batnaðar.

Því hef ég ákveðið að hóparnir verði á Sheraton í Sanaa. Það er einn galli á gjöf Njarðar- það er töluvert langt í miðbæinn. Á hinn bóginn tjáði mér Lúdmíla gestastjóri að hótelstrætó færi reglulega niður í miðbæ og eins er þar til máls að taka að leigubílar eru hræbillegir í borginni.
Eftir að hafa skoðað þetta hótel, þ.e. Sheraton varð niðurstaðan sumsé þessi. Ég held að allir ættu að vera dúsir við það. Ég veit ekki enn hvort þetta hækkar verðið, vona að það verði þá eitthvað óverulegt og við fáum langtum betra hótel í staðinn.
Ferðirnar í apríllok og í maí verða ekki alveg eins. Þar kemur til að flug Royal Jordanian setur nokkurt strik í reikninginn. En allir fá gott og margt fyrir snúð sinn vona ég.
Fyrri ferðin er 28.apríl til 13.maí.
Seinni ferðin er 29.maí til 13.júní.
Í seinni ferðina eru enn laus pláss og því fleiri sem við erum þeim mun trúlegra er að mér takist að halda verði óbreyttu. Hvet fólk til að íhuga það og skrá sig því nú er mér ekki til setunnar boðið, ég verð að ganga frá málinu hið skjótasta.

Tuesday, December 25, 2007

Kveðja frá KákasusGóða kvöldið og gleðilega hátíð öll

Ester Magnúsdóttir, Kákasuslandafari sl. maí sendi mér þessa mynd og imeil sem gædinn okkar, Sophie sendi til hennar. Þar er beðið fyrir kveðjur til allra sem í ferðinni voru. Og ég sé ekki betur en andlit Valgerðar, systur minnar, sé þarna í kúlunni ásamt Sophie.

My dear Ester,
�I'm so happy that I've met such a friendly people as you are

today is a Christmas in your country, that's my favorite Holiday!!� today I'll decorate my new years tree and will keep it till the 14TH of January :)
the real Christmas in Georgia, according to orthodox church traditions is on the 7TH of January, and we are lightening the candles in the windows of our homes to notify the saint Mary, that we are expecting her to take a place in our house and born the child there �that's very cute tradition, I like it very much indeed :) !!
hope some day,you'll decide to come and share a new year traditions of Georgia with me :)
at least I'll be expecting you with all heart!!

wish you a happy new year!!! all the best!!�to you and �your families
kiss you a lot!!
kind regards
Sofie

Ég vona að félagar eigi góða hátíðisdaga, hafi hugsað fallegar hugsanir og fengið fylli sína af andlegu og veraldlegu fóðri.

Mánaðamót nálgast og ég minni eindregið Egyptalandsfara á að þá er síðasta greiðsla, plús greiðsla 400 dollarar fyrir eins manns herbergi og 5 þúsund fyrir skoðunarferð og mat í Amsterdam. Þeir sem vilja borga tips til egypsku gæda og bílstjóra geta gert það þá líka.
Tek fram að þrír hafa greitt Egyptalandsferð að fullu, svo og Amsterdam og einn þátttakenda einnig tipsið.

Ég hvet Íranfara einnig til að borga á réttum tíma og minni á að fundur með þeim verður í kringum 10.jan eins og áður hefur komið fram. Muna að hafa tvær nýjar passamyndir með á þann fund og konur beri slæður á myndum þeim, vegabréfin náttúrlega því ég sendi þau út. Ef einhver kemst ekki á fundinn - og þá á ég nú einkum við þá í hópnum sem búa úti á landi-er bráðnauðsynlegt að vita um forföll því það eru ýmsar aðrar upplýsingar sem fólk fær á þessum fundi.
Þá skal tekið fram það sem hefur verið sagt nokkrum sinnum áður að menn hafi vinsamlegast með sér greiðslu fyrir áritun til Írans.

Auðvitað muna Jemen/Jórdaníufarar eftir sínum greiðslum líka. Mér finnst eiginlega ómögulegt að vera stöðugt að minna á greiðslur, greiðslu var send öllum og í aðra röndina þykir mér eðlilegt að menn sjái um þetta svona nokkurn veginn átómatískt. En hef samt þá reynslu að það sé betra að minna á.

Bendi áhugasömum Líbíuförum á að óskað verður eftir að þeir greiði staðfestingu í febr. Dagsetningar verða ekki ákveðnar fyrr en ég veit hvort þátttaka er í tvær ferðir.
Nánar um það seinna.
Vona svo að allt sé í ró og mag hjá ykkur

Friday, December 21, 2007

Íranfarar lesi þetta - fyrir utan öll hin jólabörninÞað er mjög áríðandi að Íranfarar athugi að við munum hittast SNEMMA í janúar til að fylla út umsóknir og skulu allir hafa með sér tvær nýjar passamyndir. Konur athugi að þær eiga að bera slæðu um hár á myndunum. Koma með vegabréf því ég sendi þau út skömmu síðar og býst við þau verði í burtu um hálfan mánuð. Þeir sem búa úti á landi, láti vita hvort ég á að senda þeim eyðublöðin. Menn greiða sérstaklega fyrir áritun og kostnað eins og alkunna er. Það eru 70 dollarar á mann.Tilkynna þátttöku vinsamlegast. Muna janúargreiðslu.
Þeir Egyptalandsfarar sem hafa ekki sent mér kennitölu og vegabréfsnúmer geri það hið allra fyrsta og bið ykkur að láta það ekki dragast. Muna að borga með síðustu greiðslu 1.jan. eins manns herbergi 400 dollara og 5 þús v/Amsterdam
Láta þetta ekki klikka því ég hef greitt ferðina að fullu og má engu muna.

Ómanfólk mun hittast á myndakvöldi, löngu tímabæru, í kringum 10.jan. Dagsetning ekki ákveðin. Láta vita.

Það voru færri en ég hélt sem höfðu greitt, einhver misskilningur í gangi þar og nenni ekki að leiðrétta það fyrr en eftir jól.

Nú nú- sálin stóð í hliðinu þegar ég kom heim. Elísabet hafði séð um það. Löngum vitað að hún er göldrótt. Svo ég þurfti ekkert nema svefn og hvíld í sólarhring og þá var ég nokkuð góð.

Í dag á Vera Illugadóttir að útskrifast úr MH. Hún er einu og hálfu ári á undan áætlun stúlkan sú, nýlega 18 ára. Það verður gaman að taka þátt í því.

Læt jólastress lönd og leið- reyni það. Jólagjafir verða eitthvað smáar í ár, en það er nú hugarfarið sem gildir. Muna það. Ekki veitir af í ærustunni.

Bið þá sem ég hef skrifað sérstaklega v/Nouriu að hafa samband, það eru Villa og Vikar, Steinunn Jónsdóttir, Gulla pe. Edda Ragnarsd, Þóra Jónasdóttir og Margrét Pála.

Tuesday, December 18, 2007

Það er lygilegt en satt samt

að farangurinn minn fannst í reiðileysi og yfirgefnum einmanaleik í London og Aziz frá Latakía á Sýrlandi tókst með miklum hamförum að koma honum í íslensku vélina.

Nú er ég sum sé mætt á svæðið, tilbúin að hefjast handa við að setja upp jólatréð og vippa seríum út í glugga - þe þegar ég hef sofið því mér reiknast til ég hafi nú vakað af stakri konst í 48 tíma og ætla þess vegna aðeins að leggja mig.

Það bíða nokkrar fyrirspurnir um ferðir og greiðslur, ætti að komast á hreint þegar ég rís úr dvalanum seinnipartinn. MUNA ENDILEGA AF PLÁSS ERU LAUS Í SEINNI JEMENFERÐ í maí hér um bil loknum.

Ég gleymdi að taka fram að ég greiddi Nouriu ársgreiðslu fyrir 100 börn og ein árslun
kennara og bæti svo við einum innan tíðar. Hún
var yfir sig lukkuleg með það.
Ég held að okkur sé öllum ljóst mikilvægi þess að styðja hana til að fá góða kennara í miðstöðina.
Frjáls framlög, gjafa og minngingarkort duga þar ótrúlega vel.

Ætla að fá Veru aðstoðartæknistjóra Illugadóttur sem er að kláta stúdentspróf þessa
daga
eða EOR aðaltæknistjóra að setja inn myndir sem ég tók af krökkunum og minnist er á í pistlinum hér fyrir neðan
Það verður mjög fljótlega.

Vil taka fram að Nouria sendi auk kveðju til allra í VIMA, þeim sérlegar þakkir sem sýndu henni og Maryam gestrisni og hjálpfýsi sl. haust. Hún nefndi einnig til leiks Mörð Árnason sem hún sagðist hefðu viljað ræða við lengur og var glöð yfir því að hann bar jemenskt fánamerki í barmi á fundinum okkar góða.
Hún vildi líka þakka Aggí fyrir að þýða á fundinum -augljóslega af mikilli hæfni- og öllum sem gáfu sig á tal við hana og spurðust fyrir um starfssemina.

Ég sagði henni frá því að Margrét Pála ætlaði að láta afmælisgjafasjóð sinn renna í Fatimusjóð og lýsi ekki viðbrögðum hennar í smáatriðum: Sumt fólk er svo einstakt að ég á engin orð, sagði hún og skældi duggulítið. (Og er þó steingeit!!!!!)

Þegar við höfum hugfast að Jemen er með allra neðstu heimsins löndum í læsi og stöðu kvenna - sem og karla - þá skulum við kætast yfir því sem við leggjum fram og skiptir meira máli en fólk almennt áttar sig á.

Niðurstaðan: Ferðin var gagnleg, góð og nauðsynleg fyrir utan að vera skemmtileg og
vel heppnuð. Þessa sá stað og margir
krakkar hjá YERO urðu kátir, þeir eru ekki gleymdir, við hugsum um þau og við hugsum til þeirra. Og við hjálpum þeim. Það er nú málið.
Nú fer ég að sofa. Sæl öll í bili.

Monday, December 17, 2007

Krakkarnir okkar i Jemen- fengu hatidaflikurnar vid mikinn fognud

Godan daginn
Er a flugvellinum i Amman i Jordaniu og kem heim seint i kvold um London. Hvort farangurinn verdur med er aesispennandi radgata. Nu hef eg sidustu 3 timana verid ad bida eftir ad fa thad a hreint hvort hann kom med mer og velinni fra Sanaa. Vid sjaum til.

Altjent> thad hefur verid heilmikid um ad vera sidustu daga i Jemen. I gard gengur nu Eid al Adha adalhatid muslima og tha verda born i muslimarikjum ad fa ny klaedi eins og jolabornin heima.

Krakkar i Jemen geta ekki oldungis gengid ut fra tvi sem gefnu en YERO bornin hja Nouriu eru heppnari morgum tvi innifalid i styrknum til theirra eru ny fot a thessari hatid. Eg var i midstodinni thegar krakkarnir 250 sem styrkt eru- thar af styrkjum vid 111- komu ad saekja nyju fotin sin.

Thad var mikill handagangur i oskjunni ad allir fengju nu thau fot sem hofdu verid keypt og krakkarnir byrjudu ad safnast saman klukkan sjo um morguninn og eftirvaenting skein ur hverju andliti.

Stelpurnar fengju fina kjola eda toff klaednad dalitid eftir aldri og strakarnir buxur, vesti ob brok eins og thar stendur.
Eg get ekki neitad tvi ad mer fannst strakarnir ivid kurteisari, ef stelpunum likadi ekki liturinn a kjolnum for allt i far og fylu. En skal vissulega tekid fram ad thaer voru tho hinum faerri.

Tharna hitti eg audvitad ymsa af krokkunum okkar eins og gefur ad skilja tho eg thekki ekki nema faein i sjon. Abir(Olof Arngrimsdottir) kom og bad fyrir kvedju enda hittust thaer i Jemenferd sl. vor. Tharna var lika Jemal(Helga Kristj'ansdottir) og Rabee(Hogni Eyjolfsson), Abdulkareem Almatri(Birna Sveinsdottir) og Fuad Nagi(Loftur Sigurjonsson, thaer
Matari systur, einkstaklega prudar og med fallega framkomu en Takeyah var ekki. Thessar 3 stydja Jon Helgi og Jona, Inga Hersteinsdottir og Litla fjolskyldan.
Eg tok myndir af sumum, m.a af systrunum litlu Soha og Sameha sem Eva Petursdottir og Axel Axelsson stydja, Hebu (Frida Bjornsdottir) og af Shada Galeb sem Margret Gudmundsdottir og Brynjolfur Kjartansson adstoda. Ahlam AlDobibi(Ingveldur Johannesdottir) og litla sponsid Sara Moh. Al Remei(Sigridur G. Einarsdottir) ljomadi eins og sol i heidi. Ekki ma gleyma Sumayu sem Valgerdur Kristjonsdottir ser um og skondust var tho Arzag Hussan Al Hymee med gula prjonahufu a hofdi og svo hun Nassim sem eg styrki. Og fleiri og fleiri.
Allt finir krakkar og myndarlegir og astaeda til ad vera stolt af theim.

Nouria og kennararnir afhentu fotin og ad streymdu einnig fataekar konur sem eru ekki med born hja YERO en foludust eftir flikum fyrir sin born og mer syndist flestir fa urlausn.

Eg sat einnig sidasta timann a sauma og fullorinsfraedslunamskeidinu og thaer fengu vidurkenningu sem best stodu sig thar.
Khan Bo Bellah(Ragnhildur Gudmundsottir) sagdist aetla ad halda afram og thad sagdi einnig Mohsen Farea(Josefina Fridriksdottir og Shafeka Nagi(Inga Jonsdottir og Thorgils Baldursson.) Fram ur skaradi tho Amal Alshami(Axel S. Gudnason)

Thaer virtust flestar ahugasamar en misjafnlega lagnar vid maskinur og snid og vel ad merkja Fatimusjodur hefur greitt fyrir flestar saumavelanna.

Thetta voru mjog eftirminnilegar stundir og vid Nouria satum thar fyrir utan lengi ad skrafi flesta thessa fjora daga sem eg var i Sanaa. Hana langar ad senda ollum miklar og hlyjar kvedjur, tha sem hun hitti a Islandi sl haust og var samvistum vid og taladi um af mikilli hrifningu og kvedjur til allra sem hjalpa bornum og vilja stydja thetta verkefni ekki sist var hun glod yfir ad eg sagdi henni vid mundum borga amk tvenn eda threnn kennaralaun tvi hun hefur rikan metnad til ad fa dugmikla kennara til ad adstoda krakkana.

Svo var audvitad ymislegt annad a dagskranni, langir og strangir(innan gaesalappa) fundir med ferdaskrifstofukollunum minum og haekkadi enginn rominn a theim fundum, en nokkud var threfad i godu. Greinilega i godu tvi bilstjorinn sem keyrdi mig ut a voll i nott kom med dyrindis gjof fram theim og vaena kvedju.

Mun skrifa adeins meira um thetta seinna. Nu aetla eg ad fa mer kaffi og athuga hvort senn fer ad lida ad fluginu minu til London thar sem eg verd ad bida kvoldvelar.
Margblessud og endilega komid thessu afram

Friday, December 14, 2007

I piparkokuborg

Goda kvoldid oll

Kom snemma i morgun til Sanaa i Jemen og hef verid a roltinu nuna seinni partinn en svaf eins og rotud fram eftir degi. Thad er theirra sunnudagur i dag en allt idar af lifi herna i midbaenum.
Thad var ansi myndraent ad sja a flugvellinum i morgun, kvenpilagrima sem lagu a baen ut um alla flugstod og voru fullir gledi yfir tvi ad eiga i vaendum ad komast til Mekka.

I fyrramalid vaenti eg ad vid hittumst, ferdaskrifstofumennirnir minir og eg. Thad er um margt ad raeda ef tekst ad halda tvi til streitu ad hafa tvaer ferdir naesta vor. Ad thessu sinni er eg ekki a Hill Town vegna thess eg er ad spa i ad breyta til. Thad verdur ad segjast eins og er ad thetta hotel er morgum threpum fyrir ofan Hill Town. En stadsetning Hill Towns er betri. Annars var thetta bara hressandi gongutur fra hotelinu og inn i bae. Aetla ad profa matinn thar i kvold af tvi their sogdust vera med creme caramel i eftirrett. Thad stodst eg natturlega ekki. Hugsadi lika til Gudm. Pe og sendi honum bestu kvedjur.

Nouria hringir i kvold, hun vissi um seinkum a flugvel og kvadst aetla ad leyfa mer ad slappa af enda var thad agaett.
Eg fekk aframsent bref fra einum felaga sem stydur dreng i verkefninu okkar. Thakka fyrir ad senda thad til min og eg tala um thessa fjolskyldu vid Nouriu og hun kannar malid. Vid hofum tho nokkra sem eiginlega bida eftir ad fa born en best ad allt gangi thetta i gegnum YERO.

Thad er oldungis aevintyri ad vera her. Thessir stadir eru allir spes en Sanaa er odruvisi spes.

Wednesday, December 12, 2007

I augnablikinu er eg sem sagt i Damaskus

og hvort sem thid truid tvi eda ekki, tokst ekki ad hitta Maher! Hann var buinn ad lofa konunni sinni ad fara med henni i budir.

En thad er gott ad vera komin hingad tho eg fari aftur til Beirut a eftir. Er buin ad fara a markadinn, eiga tvo fundi med forstjorunum minum, borda hadegismat, reykja vatnspipu og labba um i saeluvimu.
Vedur sol og blida og Damaskus er natturlega bara engu lik.

Um thad leyti sem eg lagdi af stad fra Beirut i morgun sprakk sprengja i austurhlutanum og naestradandi i hernum Francois Haz hershofdingi let lifid og nokkrir til vidbotar.
Omurlegra en tarum taki og lika omurlegt ad stjornendur skuli samstundis og adur en nokkur rannsokn hefur farid fram skella tvi a Syrlendinga. Thad gerist ekki sa illi atburdur i Libanon ad Syrlendingum se ekki um ad kenna.

Sidustu dagana hef eg spjallad vid alls konar folk i Beirut og vidar og talid leidist snarlega ad politikinni. Thad virdist engum detta i hug ad Syrlendingar beri abyrgd a tvi sem thar hefur gerst, thad vaeri einfaldlega ekki i theirra thagu ne hagsmuna.
Thad hefur komid mer a ovart ad svo virdist sem sjitar og kristnir i Libanon vilji ad Michel Ayun verdi naesti forseti Libanons en hann kom heim ur atta ara utlegd fyrir nokkrum arum og hefur vaxid mjog i aliti hja Libonum. Thar sem hann nytur ekki velvildar Bandarikjanna er naesta vist ad ekki verdi ur tvi.
En allt er thetta flokid og margthaett og eg haetti nuna tvi annars missi eg af bilnum minum til Beirut. A morgun feer eg svo flugleidis til Sanaa.
Kaerar kvedjur fra Damaskus og Abdelkarim, forstjori bidur ad heilsa ollum fyrri og vaentanlegum Syrlandsforum.

Tuesday, December 11, 2007

Dayndisdagar i Libanon

Goda kvoldid oll

Er her i godu yfirlaeti i Beirut og allt gengur ad oskum. Vedur upp og nidur en ekki kalt, rigndi nokkud sl nott enda Libanon svo lukkulega sett ad thar skortir ekki vatnid.

I morgun i skodunarferd nordur i landid asamt Soheil forstjora og Lucy sem er gladlegur leidsogumadur i vatnsberamerki. Thennan hluta hef eg ekki sed adur. Upp i cedarskoginn og vegurinn vindur sig upp Libanonfjall og vid blasir storkostlegt algroid gridarstort skard Kadisja. Thegar haest var komid ar snor a veginum svo thetta var bara heimilislegt fyrir utan ad vera storkostlegt utsyni. Litil fjallathorp med raudmaludum thokum kurdu inni i grodrinum
Forum i thorpid thar sem Gibran Kalil- hofundur Spmannsins- faeddist 1883. Thar hefur verid gert undursamlegt safn um hann i eins konar hellum sem adur hystu klaustur. Thar voru til synis baekur hans og einkum tho og ser i lagi malverk hans

Leid la svo til Tripoli sem er naest staerst borga i Libanon, einkar vidkunnarleg borg og thar er mikid athafnalif vid ad gera upp hus, mala og pussa. Markadurinn thar hlykkjast um litlar gotur og gerdi thar smaevaegileg innkaup.
Tripoli og Sidon i sudri eru badar mjog thekktar fyrir saetindi og kokur og Soheil forstjori hafdi fengid fyrirmaeli fra allri fjolskyldunni um kokuinnkaup svo vid fylltum bilinn af saelgaeti, drukkum te medan budarfolk pakkadi thessu ollu.

Skodudum hotel sem vaeri einstaklega heppilegt fyrir islenska gesti, thad er vid sjoinn sudur af Tripoli og heitir Florida Beach, afskaplega skemmtilegt hotel.

Um fimm leytid stefndum vid svo aftur til Beirut og umferd var lettbrjalud- en thad er lika gott tvi tha er allt i lagi i Libanon thegar hver bill tredst um annan tveran

Her i Beirut er eg a Hotel Lancaster, langskemmtilegasta hotel sem eg hef verid a her og einstaklega falleg herbergi og vidmot folks hid besta.
I gaer kom Tina, kvikmyndakona (medframleidandi Hrafnhildar Gunnarsdottur i myndunum Tvottur a snuru, Lif i limbo og Obeislud fegurd) ad saekja sendingu sem eg var med til hennar. Satum lengi ad spjalli og hafdi baedi gagn og gaman ad tvi.

I fyrramalid skrepp eg yfir til Damaskus og hitti kallana mina thar til samninga og skrafs. Thad verdur notalegt ad koma thangad.

Thetta hefur sem sagt allt verid med prydi. Ad visu var tof a velinni fra Frankfurt til Amman svo velin til Beirut var farin thegar lent var i Amman. Var sett i snatri a flugvallarhotel og stjanad vid mig. Hr. Soheil sotti mig svo a vollinn her i gaermorgun og vid hofum raett moguleikana a tvi ad taka Libanon aftur inn i ferdirnar.
Ekki meira i bili. Skrifa kannski fra Damaskus seinni partinn a morgun. Forstjorinn okkar thar aetlar ad reyna ad na i Maher i mat med okkur i hadeginu. Vid sjaum til og tha fae eg kannski frettir af tvi hvort hann er lukkulega giftur og get skilad til hans otal islenskum kvedjum.

Saturday, December 8, 2007

Kátar og karlmannslausar Egyptalandskonur á fundi


Myndin er frá Beirut

Góðan daginn
Egyptalandsfarar hittust á fundi núna áðan, við úðuðum í okkur döðlum og smákökum og spjölluðum um væntanlega ferð sem leggst vel í alla.
Ég lét fólk fá lista með væntanlegum ferðafélögum, tösku- og barmmerkin vænu, áætlun og dagskrá í Amsterdam og svo náttúrlega í Egyptalandsför.
Það ríkti létt og kát stemning á fundinum- þó svo við værum að vísu vitakarlmannslausar- þar sem karlferðafélagar okkar voru allir forfallaðir,erlendis eða í vinnu.
Svo var drukkið sterkt kaffi sem Þóra mallaði ellegar te og rabbað um það helsta sem fólki kæmi vel að vita.

Fer svo til Líbanon á morgun og þar tekur forstjóri ferðaskrifstofunnar sem við skiptum við á móti mér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ástand mála er en mér skilst á þeim sem ég hef talað við að allt sé í rólegheitum. Gaman væri ef við gætum stefnt á að kippa Líbanon aftur inn.
Ég skýst kannski dagpart yfir til Damaskus ef ég hef tíma til og tök á því.
Mun skrifa eitthvað á síðuna þessa daga en þá sendi ég ekki tilkynningu um það og verður fróðlegt að sjá hvort margir hafa áhuga á að fylgjast með.

Gleðilegt til þess að vita að 60. þúsundasti gesturinn hefur komið í heimsókn og alls hafa um 105 þúsund skoðað síðuna. Það finnst mér ljómandi.
Sæl að sinni.

Thursday, December 6, 2007

Fyrirspurn um börn og jól


Þessi þrjú eru í hópi Jemenkrakkanna okkar og studd af Margréti Pálu Ólafsdóttur.

Góðan daginn. Ekki nokkur friður hér.
Síðan ég sagðist vera á leiðinni út hef sé sem sé fengið margar hringingar frá forsjármönnum Jemenbarnanna okkar um hvort ég telji rétt að senda þeim eitthvað í tilefni jóla þó þar séu auðvitað ekki haldin jól. Þeirra helsta hátíð var í byrjun október.

Ég hef hvatt fólk sem vill senda eitthvað til krakkanna að leggja fremur nokkrar krónur inn á FATIMUSJÓÐINN 1151 15 551212 og síðan bý ég til dollara úr því og tek með mér á sunnudaginn.
Það er mjög erfitt að fara með smágjöf handa sumum krakkanna og aðrir fái ekkert. Því mun ég biðja Nouriu að sjá um þá hlið. Núna eru komnar inn í þessu skyni um 50 þúsund krónur og kærar þakkir fyrir það.
Auk þess læt ég hana hafa árslaun fyrir einn kennara vegna framlags frá utanríkisráðuneyti.
Loks má nefna að þar sem jólakortin eru öll seld greiði ég henni
andvirði þeirra sem eru um 1200 dollarar.

Hvarflar ekki annað að mér en setja ykkur inn í þessi peningamál hvort sem þið viljið eða ekki. Þið leggið þá fram og mér finnst það eðlilegt og rétt.

Wednesday, December 5, 2007

Smá nöldur og tuð.

Þá er þar til máls að taka að kortin eru uppseld! Ekki eitt einasta eftir. Gott mál og geri upp við Nouriu þegar ég kem út en öll þessi kort voru gerð af YERO krökkunum okkar og hin fegurstu.

Ég hef verið svo kát og jákvæð upp á síðkastið að það verður eiginlega að taka fyrir eilífðarmálið:

Nú eru liðnir þó nokkrir dagar af desember og EKKI hafa allir greitt desembermánuð. Nuð og tuð í fullorðnu fólki sem ákveður ferðir með VIMAfélögum er svo lýjandi: einfaldlega standa í skilum á réttum tíma. Þannig er það nú. Í rauninni ætti ég ekki að þurfa að reka á eftir þar sem greiðsluplön- oftast rétt- sem breytast lítið eða helst ekkert eru send þegar fólk ákveður ferð. Athugunarleysi ugglaust. En ef þannig stendur á kæmi sér betur að vita það. Þetta er allt sagt í blíðu. Ekki misskilja eitt einasta orð. En ítreka kæti mína yfir því hversu margir standa alltaf í skilum orðalaust.

Aðeins örfáir Egyptalands og Íranfarar eiga ógreiddan desember, þakka kærlega fyrir það hvað þorri þeirra bregður alltaf skjótt við.
Jemenfólki finnst kannski ferðir svo langt undan - en samt- látið þá heyra frá ykkur.

Ef Bergþór og Margrét Egyptalandsfarar sjá þetta bið ég þau að hafa samband vegna fundarins á laugardag. Hef reynt að ná í þau en enginn svarar. Kannski í brottu?

Kláraðist í gærkvöldi arabískukennslan í bili og voru skemmtilegir og mjög áhugasamir nemendur. Þessi námskeið mættu vera nokkrum tímum lengri; þeim lýkur um það leyti sem nemendur fara að átta sig.

Sunday, December 2, 2007

Tiltekt og smákökubaksturinn- Fullburða Jemen/Jórdaníuáætlanir koma fljótlega


Sæla aðventu allir félagar

Vegna þess að flugfélagið okkar væna Royal Jordanian sem við notum til Jemen og Jórdaníu hefur gert breytingar á vor og sumaráætlun sinni færast aðeins til dagar í ferðunum okkar líka.
Fyrri ferð: Brottför 28.apr.
Seinni fer: Brottför 29.maí

Hárréttar áætlanir verða settar inn áður en langt um líður, en ef til vill ekki fyrr en eftir ég kem heim að kvöldi 18.des. Bið Jemen/Jórdaníufara að fylgjast með því.
Augljóst er að seinni ferðin ætti að henta kennurum og í þá ferð má bæta þó nokkrum. Hvet menn til að láta ekki dragast að hafa samband um það.

Vona svo að innborganir streymi inn á ferðareikninginn í dag. Ekki draga það. Og þakkir til þeirra sem þegar hafa reitt fram des.greiðslu.

Að öðru leyti: hef þvegið gardínur og snyrt eldhússkápa. Smákökur verða óbakaðar en innkeyptar. Þar með er þetta allt að verða til hins mesta sóma.

Leyfi mér svo að vekja athygli aftur á bókum Hrafns- Þar sem vegurinn endar - og Elísabetar - Heilræði lásasmiðsins.

Held að jólakortin séu að ganga til þurrðar svo það er eins gott að bregðast við snöfurlega til að fá þessi fáu sem eru eftir.

En hvað með gjafakortin. Nú þarf að plana jólagjafir. Þar koma gjafakortin í góðar þarfir. Muna það.

Friday, November 30, 2007

Stórgjöf í Fatimusjóð


Mig langar að segja ykkur frá því að Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull Hjallastefnunnar varð fimmtug í s.l. mánuði. Hún afþakkaði gjafir en starfsfólk Hjallastefnu safnaði fjárupphæð og færði henni.
Margrét Pála hefur nú sagt mér að þessi upphæð sem er hvorki meira né minna en 600 þús. krónur muni renna til Fatimusjóðsins.

Stundum verður maður orðlaus af gleði yfir þvílíkri hugsun og rausn. Og segir bara takk hjartanlega.
Þetta hvetur okkur til dáða. Það verður ánægjulegra en orð fá lýst að segja Nouriu frá þessu þegar ég hitti hana í Jemen á næstunni.

Við í "framkvæmdanefnd" kvennanna sem ætlar að taka þátt í að hjálpa Nouriu að festa kaup á nýju húsi hittumst í morgun á kaffi/tefundi. Í henni sitja Margrét Pála, Helga Sverrisdóttir og ég. Við munum boða alla nefndina svo til fundar snemma í janúar. Ýmsar frjóar og gagnlegar hugmyndir voru ræddar og ákveðið að við gæfum okkur veturinn til að afla þess sem þarf.

Þá þakka ég fyrir undirtektir við kortunum. Hef póstað til allra sem hafa pantað og hvet menn til að láta í sér heyra. Vonandi seljum við þau öll. Leggja upphæðina svo inn á Fatimusjóðsnúmerið 1151 15 551212, kt. 1402403979.

Thursday, November 29, 2007

Hvar er Maher? Íranfarar ákveði herbergjamál


Stórkostlega Sio Seh Pole brúin í Isfahan

Sæl í svalanum
Fékk áðan fyrirspurn frá stýrunni okkar í Íran og hún þarf senn að fá fullskapaðan herbergjalista.
Þeir sem vilja eins manns herbergi og hafa ekki látið mig vita, ættu því að tjá mér vilja sinn fljótlegast. Greiðsla fyrir eins manns borgast með síðustu greiðslu.
Sé að Íranfarar eru snöggir að reiða fram desembergreiðslu og þakka fyrir.

Eins og fram hefur komið áður er ferðin fullskipuð og við munum nota Lufthansa til og frá Teheran. Sem er prýðilegt. Þeir þurfa nafnalista eftir rúma viku svo Íranförum er ekki til setunnar boðið. Þarf að biðja þá að senda mér kennitölur sínar hið fyrsta. Hef sumar en aðrar ekki.

Enn vantar svör frá nokkrum Egyptalandsförum hvort þeir mæta á fundinn 8.des.
Á mínútunni kl. 14. Hef hottað á fólk og vonast til að fá svör frá þeim síðustu ekki seinna en næsta mánudag.

Svo er ég með kveðjur í búntum: til þeirra Jórdaníufara sem hafa kynnst Sami, okkar indæla leiðsögumanni þar. Frá Pezhman í Íran en hann fáum við nú aftur sem betur fer. Og Mohamed í Jemen biður að heilsa. Býst við að hitta hann ´þegar ég skrepp til Jemen nú 9.des. Allir þessir náungar biðja að heilsa. Það er öllu dularfyllra með hinn nýgifta Maher okkar í Sýrlandi, hann virðist svo upptekinn af - ja, væntanlega hjónabandsmálum sínum- að frá honum hefur ekki heyrst í háa herrans tíð.

Nokkrar undirtektir við jólakortunum en ég á nóg enn. Hafið samband plís.

Nú ætla ég að skunda upp í Háskóla og tala um islam hjá MBA nemendum Ingjalds Hannibalssonar en þetta er þriðja árið í röð sem hann biður mig koma og þetta eru afar fróðleiksfúsir nemendur. Í kvöld svo næst síðasti arabískukennlutíminn að sinni.

Tuesday, November 27, 2007

Sigrún í grænum sjó - Egyptalandsfarar tilkynni sig vinsamlegast


Myndina tók Einar´Þorsteinsson. Þetta mun vera Sigrún Sig. í hugleiðslu í grænum sjó í Musandam í Óman á dögunum.

Einar Þorsteinsson, ferðafélagi okkar, nú síðast í Ómanför skutlaði til mín öllum diskum með sínum frábæru myndum um helgina. Hann á þakkir fyrir það.
Og eins og sjá má voru makindalegar stundir þar. Set myndir Einars inn fljótlega þegar aðstoðartæknistjórinn Vera Illugadóttir hefur klárað stúdentsprófið nú rétt fyrir jólin.

Bið Egyptalandsfara endilega að tilkynna sig á fundinn þann 8.des. Hef sent út greiðslur til ferðaskrifstofunnar í Kairó og ekki ýkja langt í að ég sendi lokagreiðslur vegna miða.
Á fundinum verða afhent ferðagögn og farið yfir bólusetningarmál og önnur hagnýt atriði. Svo fáum við okkur te og rúsínur. Verst ég er ekki búin að baka allar smákökurnar mínar.
Daginn eftir held ég svo til tíu daga m.a. til Jemen til fundar við Nouriu vegna húsamála og fleiri praktiskra atriða sem þarf að leysa hið fljótasta.

Minni einnig á að greiðslur skulu koma inn þann 1.des.Skilvíslega allra þægilegast.
Á ferðareikning. Muna það. Sjá hentug reikningsnúmer ef þið eruð í vafa.

Örfáir- endurtek örfáir - sem höfðu tekið að sér börn hafa ekki greitt og ekki látið vita. Þar sem ég hef þegar sent út fyrir alla krakkana tel ég að eitthvað hljóti að hafa komið upp á og mun því óska eftir því að þeir sem eru á "biðlista" taki þessi börn upp á arma sína. Það er allt í góðu lagi að skipta greiðslum eins og ég hef margsinnis sagt en það verður að láta mig vita hvernig fólk ætlar að borga.

Læt fólk vita um börnin á næstu dögum. Verð einnig að segja ykkur þau skemmtilegu tíðindi að Kristján Guðmundsson, sjómaður, hafði samband nýverið við mig og sagðist vilja styrkja Jemenverkefnið með 50 þúsund kr framlagi. Honum eru færðar alúðarþakkir fyrir velvild og rausn

Hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum að fleiri hafa ekki beðið um jólakortin sem ég er hér með og eru gerð af Jemenkrökkunum okkar. Og þarf ekki að fara að hugsa fyrir gjafakortum til jólagjafa?? Segi nú svona. Elsku hafiði samband um það.
Jólakortin kosta ekki nema 150 kr. stykkið. Sendi þau til ykkar um hæl. Sama máli gegnir um gjafakortin.

Saturday, November 24, 2007

Kvennablómi mun taka þátt í Jemenbyggingarmálum


Sæl öll.

Á meðan Nouria Nagi var hér fyrr í haust tókst mér að hóa saman nokkrum konum sem ég hef fulla trú á að muni taka þátt í að sinna Jemenskólabyggingarmálum af krafti. Þetta eru miklar prýðiskonur sem koma af ýmsum sviðum þjóðlífsins.
Nouria kynnti þeim starfssemi YERO og hversu brýnt væri að kaupa nýja og stærri miðstöð svo starfið geti blómstrað. Að hennar máli loknu og spjalli fram og aftur voru svo viðstaddar inntar eftir því hvort þær vildu taka þátt í að skipuleggja málið. Og allar vildu vera með. Húrra fyrir því.
Nú er ekki víst að þetta starf hefjist að ráði fyrr en eftir áramót en þar sem þrjár voru skipaðar til að kalla hópinn saman og þessar þrjár hittast undir mánaðamót hef ég mergjaða trú á því að þetta fari af stað með nýju ári.

Þessar skörungskonur eru

Ásdís Halla Bragadóttir
Elísabet Ó. Ronaldsdóttir
Eva María Jónsdóttir
Helga Sverrisdóttir
Hlín Sverrisdóttir
Katrín Pétursdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Nanna B. Lúðvíksdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Steinunn Jónsdóttir
Svafa Grönfeldt
og JK

Mér finnst akkur í því að hafa fengið þessar kjarnakonur í lið með okkur.

Ég vil líka hvetja félagsmenn til að leggja í sjóðinn, fá sér gjafakort til jólagjafa og styðja okkur eftir því sem það hefur aðstöðu og vilja til.

Stefni að því að fara til Jemen í viku um 10.des. Nouria hefur augastað á nokkrum húsum sem hún telur að gæti hentað og við ætlum að skoða þau og skeggræða næstu skref í málinu enda verður þá "framkvæmdanefndin" búin að hittast.

Vonast til að geta komið heim með bréf og myndir til stuðningsforeldra en dráttur hefur orðið á því vegna þess að Nouria þurfti að lengja veru sína í London vegna augnmeins.

Muna að númer Fatimusjóðs er 1151 15 551212 og kt. 1402403979.
Sérstakur byggingarsjóður hefur verið stofnaður með framlögum sem ég hef þegar minnst á og númer hans er ekki alveg tímabært að gefa upp.


Og fleira rétt í leiðinni:
Ætla að senda imeil á Egyptalandsfara núna á eftir vegna fyrirhugaðs fundar og bið þá lengstra orða að svara mér hið skjótasta um hvort þeir geta komið. Þar er ætlunin að leggja fram áætlunina, lista yfir þátttakendur og hollráð og leiðbeiningar um undirbúning fyrir ferðina.

Thursday, November 22, 2007

......er ég kom heim í Búðdardal


Góðan daginn
Skrapp í Dalina í gær og skemmti mér dátt. Hélt þar fyrirlestur hjá Sögufélaginu um það hvernig var að koma ellefu ára Reykjavíkurstelpa í Dalina upp úr miðri síðustu öld. Einstaklega skemmtilegt kvöld og þó mér þyki gegnt og gaman að tala endalaust um arabískan menningarheim og "kúgun" á konum var þetta verulega frískandi tilbreyting.

En við látum ekki deigan síga, hér koma upplýsingar sem menn ættu að kynna sér.

Ætla ekki að boða Íranfara til fundar fyrr en eftir áramót til að fylla út umsóknarblöð og sýna þar klæði sem viðeigandi er að bera. En vona líka að sem flestir geti komið þá. Stefni að fyrstu viku janúar eða í síðasta lagi um 10.jan.

Svo langar mig að hóa Egyptalandsfólki saman, til smáskrafs, það gæti orðið fyrstu viku des, þætti gott að heyra hvort menn mundu ekki mæta þar, sirka 8.des eða svo.
Að vísu búa tveir þátttakenda í Bandaríkjunum og þrír norður í Eyjafjarðarsveit, en það gæti vel verið að norðanfólk ætti leið um höfuðborgina um þetta leyti. Látið mig heyra frá ykkur.
Hef fengið spurnir um myndakvöld Ómanfólks og hugsa við bíðum með það fram yfir áramót.
Er að dunda við að finna tíma til að skreppa til Líbanons og Jemen í desember en það er ekki komið á hreint.
Bendi svo allra elskulegast á að mánaðamót nálgast og bið alla að vera í startholunum að hlaupa út í banka með greiðslurnar sínar.

Enn minni ég ykkur á tvennt: jólakortin og gjafakortin. Þau síðarnefndu eru upplagðar jólagjafir í staðinn fyrir vasana eða ostakörfuna.
Ath það.

Monday, November 19, 2007

Þessi dagur - fyrir 30 árum - hefði átt að marka þáttaskil- Sýrland í apríl?????Þennan dag fyrir 30 árum flaug Anwar Sadat, þáverandi forseti Egyptalands til Ísrael til að ræða við Menachem Begin, forsætisráðherra Ísraels.

Fundurinn hafði verið ákveðinn með 3ja daga fyrirvara og fáir trúðu því að hann yrði að veruleika fyrr en þeir horfðu á vél Egyptalandsforseta lenda á Ben Gurion flugvelli að slíkt gæti gerst. Sadat kom eins og af himnum sendur - eftir styrjaldir og illindi og hatursleiki- og nú voru menn bjartsýnir í Miðausturlöndum að til tíðinda mundi draga.

Ég var þarna í mannþrönginni á flugvellinum og horfði á Sadat ganga niður tröppurnar og heilsa ráðamönnum Ísraels og síðan ávarpa þing Ísraela í Jerúsalem, hitta fjandmenn sína Rabin og Goldu Meir og fleiri. Það ríkti almennur fögnuður þótt hann væri tortryggni blandinn meðal ýmissa hópa, svo sem Palestínumanna.

Það breytir því ekki að síðan hefur ekkert gerst í þessum heimshluta sem má líkja við þennan atburð. Þó svo friðarsamningar næðust að lokum milli Ísraela og Egypta fyrir milligöngu Bandaríkjamanna, einkum kom þar að málum Carter Bandaríkjaforseti, leiddi þessi gjörningur ekki til að Miðausturlönd yrðu sá aldingarður friðar og réttlætis sem Sadat talaði um í ræðum sínum þessa nóvemberdaga

Mikið væri óskandi að þessi lönd öll ættu einhverja þá forystumenn sem hefðu kjark þeirra Begins og Sadats- sem nokkrum árum síðar galt fyrir þetta með lífi sínu.

Það breytir því hins vegar ekki að Miðausturlönd eru ekki sá ófriðarpottur sem margir halda. M.a. nemendur í Ferðamálaskólanum þar sem ég talaði á dögunum. Skemmtilegt fólk og áhugasamt en með vestræna mötun í eyrunum eins og fleiri. Eins og ágætis maður sem ég hitti á dögunum og hafði orð á því að vinahjón sem hann þekkti hefðu komist heil á húfi heim eftir að hafa farið með mér í ferð til Ómans!?
Hjálp! Fannst Ómanförum þeir vera í hættu? Segi nú svona.

Sem betur fer hafa ferðirnar okkar breytt viðhorfi margra til heimsókna til Miðausturlanda og eftirsókn í þær sýnir að menn vilja meta málið sjálfir og njóta þeirra stórkostlegu sögulegu minja sem þar er að finna og upplifa fjölskrúðugt nútímamannlíf sem þrífst í þessum löndum.

Fávísi og fordómar ríkja í garð þjóðanna á þessu svæði meðal gagnmerkasta fólks.
En sem betur fer hefur þeim farið fjölgandi sem átta sig á að mál eru aldrei annað hvort hvít eða svört.

Það er rétt að taka fram að það gætu orðið smábreytingar á ferðum ársins 2008 því flestar eru nú þegar uppseldar. Ekki óhugsandi að skella Sýrlandsferð inn í byrjun apríl. En þá þurfa menn líka að vera snarir í snúningum að láta mig vita.
Ætla að reyna að skjótast til Líbanons eftir að ég klára kennsluna í arabískunni. Fréttir þaðan hafa verið þannig að við tókum Líbanon út en nú hef ég virkilega velt fyrir mér hvort ekki megi kippa því inn aftur. Gjörsovel og láta frá ykkur heyra.

Friday, November 16, 2007

Á Jónasardegi eru Líbíumenn með steyting ofl

Sælir séu smávinir
Þessa daga snýst allt um Jónas Hallgrímsson og til að vekja athygli á sér hefur Gaddafi tilkynnt að nú ætli hann að breyta vegabréfsmálum og vill að slík plögg verði ekki afgreidd nema upplýsingar séu á arabísku. Mikið fár út af þessu. En þetta verður svo sem ekkert vandamál. Við leysum það bara þegar þar að kemur. Og annað eins hefur komið fyrir að Gaddafi hafi skipt um skoðun áður en á þetta reynir.

Nokkur nöfn voru ekki rétt hjá mér á listunum. Fékk leiðréttingar og held að allt sé rétt núna.

Ég leyfi mér að benda á að slatti af kortum sem Nouria kom með liggur enn hér óseldur. Hvet fólk til að panta sér fáein stykki. Þau eru rauð og glöð og henta sem jólakort öldungis prýðis vel. Verið svo væn að panta og ég sendi þau um hæl.

Ekki gleyma heldur gjafa og minningarkortum.
Arabískukennslan hófst í gærkvöldi, þar var m.a. nemandi sem hafði búið í Aden á tímum Breta og hugljómuðust heilmörg arabísk orð þegar eftir þeim var kafað.
Í dag ætla ég svo að rota nemendur í Ferðamálaskóla með fjögra tíma fyrirlestri.
Björt framtíðarsýn.

Vantar örfá númer Egyptalandsfara og ekki síður þó gildistíma. Muna það.

Það er ennfremur athyglivert að styrkurinn sem utanríkisráðuneytið dúkkaði upp með til Jemenverkefnis hefur enn ekki komið fram í bankabókinni. Hlýtur að gerast fyrr en síðar. Þá eru ellefu börn sem hafa fengið stuðningsforeldra til viðbótar svo nú munum við styrkja yfir 110 börn. Foreldrarnir fá nöfn og upplýsingar um krakkana fljótlega en Nouria er enn í London og fór þar í augnskurð á dögunum og þarf stund til að jafna sig.
Fréttir úr skólanum eru góðar í hvívetna og mestu munar þar að hún fékk góða konu sem hefur lengi búið í Jemen fyrir sig og kennararnir hafa allir notið stuðnings til að ljúka sínu námi og standa sig með prýði.

Smámenningarleg viðbót:
Bækur eftir tvö afkvæma minna, Elísabetu og Hrafn eru komnar út. Hrafns bók heitir Þar sem vegurinn endar og Elísabetar bók er Heilræði lásasmiðsins.
Bók eftir Illuga Guð er ekki til er einnig að skutla sér á markað.
Kíkið á þessar bækur.

Tuesday, November 13, 2007

Ferðafélagarnir til Egyptalands og í páskaferð til Írans


Myndin sýnir lukkulega teppakaupendur í Isfahan, Kristrúnu og JK og ekki síður glaðanj teppasala, hinn hugþekka Hussein Bordbari
Sæl séuð þið

Ferðafélagar til Egyptalands eru komnir inn á þátttakendur í ferðum og sömuleiðis páskafarar til Írans.
Til fróðleiks og upplýsinga. Þarna er í báðum tilvikum heppileg blanda af reyndum og nýjum VIMAfélögum. Ekki neitt nýtt þó; í öllum ferðum er öðlingsfólk.

Á næstunni ætla ég svo - líklega undir mánaðamótin- að biðja fólk að athuga með bólustetningar v/Egyptalandsferðar. Allt í lagi enn, læt heyra frá mér.

Saturday, November 10, 2007

Egyptalandsfarþegalisti hefur verið sendur ofl


Myndin er frá Abu Simbel í Egyptalandi. Hulda eða Örn var myndasmiður

Nú hef ég sent lista til KLM með Egyptalandsþátttakendum eins og fyrirmælt var. Sé einhver vafi á ferð hefst hún 7.febr. og er til 19.febr. Við stoppum alllengi í Amsterdam og munum nota tímann til að fara í skoðunarferð og fá okkur léttan snæðing. Sú greiðsla borgist með þeirri síðustu.
Eins manns herbergi er um 400 dollarar. Það borgist einnig með síðustu greiðslu.
Ég get skrifað á biðlista ef ske kynni að einhver forfallaðist en þá má reikna með að miði verði dýrari Hafa það bak við eyrað.

Íranferðin um páskana er einnig fullskipuð en ég hef frest til 1.des. að breyta nöfnum. Sama máli gegnir um fyrri Jemen/Jórdaníuferð í apríl. Pláss í seinni vegna forfalla. Hún hefst 28.maí.

Ef enginn gengur úr skaftinu í Líbíu er trúlegt að við höfum tvær ferðir þangað í haust. Sjáum til Það er mjög pottþétt fólk skrifað þar og reikna með að flestir sláist í þá för.

Hafi einhverjir áhuga á Óman í nóvember 2008 verður að kvaka innan tíðar.

Stjórnarkonur VIMA munu hittast eftir helgina og skeggræða um ýms atriði, m.a. húsamálin í Jemen, næsta fréttabréf og fund í janúar.

Smávanhöld eru enn á því að menn hafi innt nóvembergreiðslu af hendi. Það gengur alls ekki.

Þá skal þess getið að þar sem jól nálgast býst ég við að hafa fund með Íranförum fyrstu daga í janúar í stað nóvemberloka. Það ætti að vera allt í lagi sýnist mér enda höfum við gott fólk til aðstoðar v/vegabréfa í sendiráðinu okkar í Osló en þangað þarf að senda vegabréfin.

Muna eitt sem ég hef sagt áður en ítreka hér og nú: Muna að sé einhver með ísraelskan stimpil í vegabréfi verður að afla sér nýs. Einnig skal þess gætt að vegabréf sé gilt í sex mánuði eftir heimkomu úr viðkomandi ferð. Hafa það í lagi.

Í Egyptalandsferðinni eru 24- þremur fleirum en ég ætlaði en það er allt í lagi, hef fengið amen á það.
Ágætis blanda í þeirri ferð
11 eru að fara í sína 1. VIMAferð
1 í aðra
2 í 3.ferð
6 í fjórðu ferð
2. í fimmtu
1 í 9 ferð og
ég í 19.ferð.

Mun setja nöfn Egyptalandsfara inn á linkinn þátttakendur í ferðum eftir helgina.

Thursday, November 8, 2007

Sálin er komin heim - munið öll kort ofl

Góðan daginn
Loks smeygði sálin sér inn í nótt svo ég vaknaði endurnýjuð í morgun. Mikið góð tilfinning það.

Nokkuð hefur borið á því að vafist hefur fyrir mönnum reikningsnúmerið til að greiða inn á ferðir.
Það skal því endurtekið vel og vandlega
1151 15 551346 og kt 441004 2220.
Ætti því ekki að fara milli mála.

Var beðin um að senda tvö minningarkort í morgun og þau eru flogin í póst. Vinsamlegast hafið þetta hugfast.
Sömuleiðis gjafakortin ef þið viljið gefa einhverjum sem vantar ekkert nema styðja gott verk. Sé um þetta snarlega og sendi til ykkar eða fyrir ykkur. Einnig eru jólakortin fáanleg. Styttist í þá hátíð eins og gjarnan gerist á þessum árstíma.

Egyptalandsferðin er orðin full. Get ekki bætt þar við nema einhver detti út og sama máli gildir um Íransferðina. Þakka báðum hópum hvað þeir hafa verið reglusamir að borga þótt einhverjir hafi gleymt því- kippa því í lag vinsamlegast.
Þarf endilega að biðja Egyptalandsfara að senda mér kennitölu og vegabréfsnúmer hið fyrsta. Ekki draga það.
Fyrri Jemenferðin er full eins og ég sagði en vegna forfalla má bæta við í seinni ferðina. Athugið það fyrr en seinna.

Þá hef ég fengið fyrirspurnir um hvenær fólkið sem styður Jemenkrakkana okkar fái nánari upplýsingar um þau. Því er til að svara að þar sem Nouria er enn til lækninga í London getur orðið bið á því þar til síðari hluta þessa mánaðar. En þetta kemur og bið ykkur aðeins að sýna biðlund.
Peningar ykkar hafa verið sendir, þau hafa fengið skólabúninga, vörur og aðra aðstoð sem þessir peningar dekka.

Einnig ætla ég í dag að senda út greiðslu fyrir þrennum kennaralaunum svo allt sé þetta nú komið á réttan stað.

Ég hef líka fengið spurningar um hvernig húsamál standi: Hópur hefur verið settur í laggirnar sem mun skipuleggja það.
Hann hittist næst milli 20.-25 nóv. og hefst þá handa. Vil taka fram að við höfum þegar fengið loforð um 3,5 milljónir frá gefanda sem ætlar ekki að láta nafns síns getið. Það er undursamlega þakkarvert.
Og þó mönnum finnist kannski ekki muna mikið um kortin hvert og eitt þá safnast þegar saman kemur svo ég hygg að loforð plús það sem komið er sé nú hátt í 5 milljónir.

Svo tókst mér að detta niður stigann hérna á Drafnarstíg í fyrrakvöld þegar ég var að rogast með blautan þvott upp. Þeir sem þekkja stigann vita að það er ekkert gamanmál og bakið á mér er nú að verða litfagurt í betra lagi. En það grær áður en ég gifti mig. Ef guð lofar.

ps. Hef veitt því eftirtekt að nokkrir - og oftast þeim sömu- eyða póstinum án þess að lesa hann. Reikna með þeir hafi ekki áhuga á að fylgjast með eða fari inn á síðuna þegar þeim hentar sjálfum. Hef því tekið nokkra af póstlista. Óski menn eftir að koma inn aftur láti þeir vita og séu þeir velkomnir.

Tuesday, November 6, 2007

Egyptalandsfarar sendi vegabréfsnúmer

Ljúfusturnar
Það hefur verið hið mesta annríki hér á heimilinu við að fara yfir greiðslur og meira og minna allt virðist þar í elskulegu standi. Sálin er ekki mætt en vonandi í fyrramálið.

Nokkrir Ómanfarar hafa hringt i mig í dag og látið í ljós gleði með ferðina. Það er mér mikið gleðiefni.

Þó hafa ekki allir Jemenfarar einkum í seinni ferð greitt.Vinsamlegast gerið það snimmendis.

Vegna forfalla geta amk 3-4 bæst við í seinni Jemen/Jórdaníuför. Bið Olgu Clausen að kanna það

Mun á morgun eða hinn senda allar greiðslur v/Jemenbarna og þar sem utanríkisráðuneytið hefur vaknað af dvala og ákveðið að greiða
laun eins kennara erum við í góðrum málum og borgum þrennkennaralaun. Það er glæsilegt og þakka ykkur einlæglega stuðninginn.

Ekki gleyma að falleg kort eru til sölu. Kort sem krakkarnir okkar hafa gert. Pantið þau og ég pósta til ykkar. Verð er 150 kr. stykkið. Hef ekki ótakmarkaðan fjölda svo best að drífa í pöntunum.

Tveir bættust við í Egyptalandsferð og tel ég hana þá fullskipaða og meira en lítið velskipaða -eins og aðrar ferðir náttúrlega.

Það er mögulegt að bæta við einum í þá ferð en verð að vita það skjótlega því ég sendi nafnalista til KLM ekki á morgun heldur hinn.

Ath. að vegna þess að hópurinn til Egyptalands verður að bíða, finnst mér kjörið að við förum í skoðunarferð um Amsterdam og borðum létta máltíð, kostar 5 þús. kr.aukalega. Held að öllum þyki það hið ákjósanlegasta fremur en hangsa á flugvell
Sem þýðir að menn borga 5 þúsund með síðustu greiðslu. Per mann auðvitað

Endurtek þakkir til Ómanfara.

Monday, November 5, 2007

Ómangengið er mætt til leiks


Myndina tók Abdúllah gæd sem er hvort tveggja í senn góður leiðsögumaður og atvinnuljósmyndari.
Gott kvöld
Ómanhópurinn kom síðdegis frá London, gistum þar s.l nótt á ágætis flugvallarhóteli eftir sóma ferð með Gulf Air frá Múskat. Síðasti dagurinn í Óman var sannkallaður letidagur - með nokkuð ötulum verslunarleiðöngrum þó. Eilífur og Davíð voru öllu menningarlegri og skruppu á Herminjasafnið en flestir fóru í verslunarmiðstöðvarnar eða niður í Muttramarkað. Sólarlaust en um 33 stiga hiti. Seinni hluta dags vörðu flestir í grennd við sundlaugina á hótelinu.
Ferðaskrifstofan bauð til kvöldverðar á sjávarréttastað og síðan sæmdi kvartettinn Danfríður, Kristín afmælisstúlka, Þóra og Brynhildur Ruedi forstjóra orðu vegna framgöngu hans í flugmálum og Abdúllah gæd fánaorðu vegna fágætra liðlegheita og almennra þekkilegheita. Þetta tiltæki mæltist vel fyrir. Hinrik og Einar voru andríkir sem fyrr og mun ég næstu daga hafa nóg að gera að setja kveðskap þeirra félaga inn á linkinn: Andríki í ferðum VIMAfélaga.
Svo fékk Abdúllah tvær Íslandsbækur að gjöf við brottför til flugvallar og rausnarlegt tips frá hópnum.
Það var mjög sniðugt að gista í London þótt flestir vöknuðu um fjögur leytið sl nótt úthvíldir vegna tímamismunar. Þetta mætti athuga í öðrum ferðum svo við komum ekki of þreytt heim, einkum er ég að hugsa um Jemenferð. Athugum það nánar síðar.
Veit ekki annað en töskur hafi skilað sér allar og kvaðst með miklum kærleikum á Keflavík nú í kvöld. Nokkrar rausnarkonur færðu mér Koolkarton að gjöfum og takk fyrir það.
Samstaða var frábær í hópnum og gleðin ríkti. Við hlökkum til að hittast eftir nokkrar vikur og efna í myndakvöld.

Það skal tekið fram að af 24 voru 13 að fara í 1.ferð með VIMAfélögum og vonandi ekki þá síðustu.
Þrír í ferð númer tvö
Sex í ferð númer þrjú
Einn í ferð númer 4
Einn í áttundu ferð
og svo ég í átjándu ferð. Sniðugt hvað þetta hefur þanist út og vonandi tekst að hafa framhald á því amk næstu 1-2 ár. Svo sjáum við til.

Sé áhugi á Kákasusferð 2008 og annarri Ómanferð verða menn að láta vita fyrr en síðar.

Ég hef ekki haft tök á því að kanna hvernig greiðslumál standa en mun gera það núna og á morgun. Vona að allir hafi drifið í greiðslum. Verið svo væn að láta allt slíkt vera í lagi.
Svo hefst arabískukennsla senn og gaman hve margir hafa skráð sig þar einkum þó í arabísku I.

Vil þakka enn og aftur sérlega skemmtilegum hópi vel lukkaða ferð til þessa silki og undralands sem Óman er.

Friday, November 2, 2007

Afmaelisdans i beduinatjaldinu

Tvi midur ekki komist i netsamband sidustu daga en thad hefur margt gott drifid a daga okkar.
I kvold komum vid aftur til Muskat eftir 3ja daga ferd inn i landid. I dag brunad um Wahibasandana og farid til Sur thar sem vid skodudum dhow batana serstoku, a Hvitustrond og ad #blasaragatinu# dularfulla og komum heilu og holdnu hingad um sjo leytid. Nu eru menn ymist uti ad skemmta ser eda annars stadar ad valsa um og einhverjir aetludu snemma i bolid
I gaer keyrdum vid inn lengst inn a Wahibasandana og folk hreifst mjog af litbrigdum sandsins, mannlifi, uloldum og ollu sem fyrir augu bar.
Hadegisverd bordudum vid i beduinatjaldi og thar voru samankomnar beduinakonur, klaeddar ad sinum haetti t e med andlitsgrimur, svo og nokkrir iturvaxnir bedustrakar. Borin fram herlegur matur og sidan sungum vid afmaelissonginn fyrir Kristinu Jonsdottur og beduinasjarmorinn baud henni snarlega upp i dans og var thad tiguleg sjon a tjaldgolfinu og konur kloppudu og yludu og undirleikurinn var aslattarhljodfaerid vaskafat.
Abdulla gaed sem menn eru mjog anaegdir med ste fram med gjof fra Ferdaskrifstofunni til afmaelisstulkunnar, einstaklega fallegt og spes armband og voldug Omanbok og var Kristin hin gladasta og thad vorum vid oll.
Svo var verslad i kvedjuskyni og haldid afram inn a sandana og heimsottum bedufjolskyldu sem turistar fara ekki til en abdulla thekkir og var okkur vel tekid, borid fram te og kaffi og dodlur og sidan gatu menn farid a ulfaldabak. Minnug thess ad barnabarn Kolfinnu og Hinriks hafdi bedid um mynd med ommu sinni a ulfaldabaki theysti hun natturlega um morkina a slikri skepnu og tok sig vel ut eins og adrir sem spreyttu sig.
Um kvoldid komum vid svo i eydimerkurbudirnar og attum thar anaegjulegt kvold og matarmikid.
Daginn a undan vorum vid i Nizwa, hinni fornu hofudborg Omans og skodudum thar kastala og virki, markadi og fleira gummuladi. Forum upp a Solarfjall, haesta fjall Omans og dasomudum fegurdina. Sottum heim ulfaldamarkad sem var skrautlegur en tvi midur voru ulfaldarnir allir uppseldir sem var skadi tvi Petur hafi hugsad ser ad gera kaup thar.
Seinni daginn okkar i Salalah var skodunarferdin sem eg minntist a i sidasta pistli og allt tokst og um kvoldid var malsverdur i bodi johannatravel.
Thetta er sem sagt allt i blidu.Vid vorum i jeppum i eydimerkurferdinni og skiptum reglulega sem var god hugmynd svo allir kynntust duggulitid ollum bilstjorunum og tokust mismunandi miklar astir med theim og okkur, allt finir strakar og flinkir bilstjorar.
Nu er sidasti Omandagur okkar a morgun og aetla menn ad sja um sig sjalfir thar til vid bordum saman kvedjumaltid a afar godum fiskirettarstad
Vedur er hlytt, stundum adeins meira en vid erum ordin svo adlogud ad engu tali tekur.
Kem ollum kvedjum til skila annad kvold og allir bija fyrir einstaklega godar kvedjur heim og eru mjog anaegdir.
Hopurinn er finn og naer vel saman i hvivetna og getur ekki af odrum sed.
Bless og skrifid abendingar. Thad gledur og kaetir enn

Sunday, October 28, 2007

Vid sjoinn i Salalah

Goda kvoldid
Vid komum um hadegid hingad til Salalah i sudur Oman og hofudborg Dhofarheradsins.
Flestir sitja uti a verond og baeta a sig krasum undir fullu tungli og oldunid. Einar hefur thegar farid med kvedskap og Hinrik hefur reynst andrikur og thennan kvedskap set eg inn a siduna a morgun.
Eftir ad vid tjekkudum inn a Hilton var smahle og sidan skodun inn i borg thar sem banana og mango vaxa i breidum og kokoshnetupalmar sveiflast i blaenum. Vid forum a mirrumarkad og a Baladisafnid sem er glaenytt, einstaklega fallegt safn og segir sogu thessa svaedis i mali og myndum. Their eru snjallir ad gera sofn spennandi Omanir.
A morgun munum vid vitja risans og maedumannsins Jobs, fara a gullmarkad og skoda mirrutre og ut til Mugsayl en seinni hlutanum aetlum vid ad verja her i leti og iomennsku a thessu fimm stjornu hoteli okkar.

Thad hefur allt gengid ad oskum sidan eg setti pistil sidast. Siglingin i Musandam var hreinasta aevintyri og menn stungu ser i graenan sjo og kofudu eda gerdu eins og Sigrun Sig sem let sig fljota i andaktugri hugleidslu.
Eilifudr vard fyrir tvi ad tyna attavitanum og hitamaelinum en ur tvi hefur verid baett
I gaerkvoldi foirum vid a nytt tjodminjasafn i Muskat sem er med theim skemmtilegri sem eg hef sed og landrekskenningin lifnadi thar svo allir voru gagnteknir. Svo var smaverslunarleidangur og gerdu ymsir god og falleg kaup.
Thar sem mer er bodid i heimsokn til omanskra vina get eg ekki skrifad meira i bili en laet fra mer heyra a morgun.
Allir eru gladir og hressir og bidja fyrir kaerar kvedjur.

Thursday, October 25, 2007

Med einkaflugvel til Musandam

Byd ykkur ollum gott kvold
Thetta hefur verid finn dagur sem hofst a tvi ad fyrir einhver mistok voru allar bokanir a flugid til Khasab thurrkadar ut og tvi la nokkurn veginn i augum uppi ad vid kaemumst ekki. En Ruedi forstjori linnti ekki latum og taladi vid milljon manns a vellinum medan vid satum a kaffihusi a flugvellinum og nutum veitinga i hans bodi. Lengi vel gerdist ekkert. En vid gafum ekki upp alla von og allra sist Ruedi og audvitad endadi med tvi ad vid flugum i serstakri vel til Khasab eftir nokkra bid. Vid fundum oneitanlega dalitid til okkar ad heil flugvel vaeri logd undir okkur thott thad saemi vissulega hefdarfolkinu.
Thegar hingad kom tok vid jeppaferd um nakin og storkostleg fjoll Musandam og gripu nokkrir odru hverju anda a lofti ekki adeins vegna mikilleika fjallanna heldur redi thar ekki sidur lofthraedsla. Thetta var mognud ferd.
Nu erum vid komin a hotelid, allir gladir og bidja fyrir bestu kvedjur.
Siglingin verdur i fyrramalid og er tilhlokkunarefni ad sigla um thessa einstoku firdi.
Vel a minnst vedrid er blitt sem fyrr en for tho nidur i 23 stig thegar vid vorum komin i 1600 m haed.
Hafid endilega hugfast ad vid naum ekki GSM sambandi svo thad er ekki af raektarleysi ad folk hefur ekki hringt. Gjora svo vel og muna thad var mer sagt ad segja.
Inga og Jodis hafa thegar i stad stungid ser til sunds i lauginni, Kristin er ad athuga med a hringja heim, adrir eru vaentanlega ad skola af ser ykid a godum herbergjum.
Nu er klukkan half sjo - 4ra tima munur- og svo hittumst vid eftir sona klukkutima og bordum uti i blidunni.
Eg mun koma kvedjum til skila i kvold og bid ykkur endilega ad skrifa inn a dalkinn einkum og ser i lagi thar sem folk naer ekki simasambandi.

Wednesday, October 24, 2007

Omanfararnir hressir i Muskat

Godan daginn oll
Her med kvedjur fra Omanforum og endilega skrifid kvedjur eda skilabod.
I dag byrjudum vid daginn a blomlegum fiskmarkadi i Muttrah og sidan la leidin i Miklumosku thar hrifust menn mjog af tvi hvad allt er fagurt og vandad og eyddum thar langtum lengri tima en til stod og enginn sa eftir tvi.
Vid skruppum i bokabud og bjorgudum deginum fyrir eigandanum og menn foru ut med kort og baekur i stoflum. Loks var ekid nidur i gomlu gomlu Muskat og litum a holl soldansins og gestahus hans. Svo var farid mefram strondinni undrafogur leid thar sem klettar og haf maetast.
Bordudum hadegisverd a indaelis stad og svo erum vid flest a hotelinu i augnablikinu en einhverjir aetla i bainn og adrir dorma vid sundlaugina.
I gaer voru menn lettvankadir eftir langt flug en himinlifandi yfir fegurdinni sem tok a moti okkur. Renndum i morgunblidunni a hotelid og eg sendi alla i bolid ad hvila sig og eftir nokkurn svefn var svo hadegisverdur adur en vid forum i baejarferd. Hiti var tha 34 stig, ljomandi hreint.
Vid gengum medfram aegissidunni i Muttrah og tritludum adeins a markadinn og skonnudum voruurval og einhverjir plastpokar laeddust ut.
I gaerkvoldi fineris kvoldverdur og allir i solskinsskapi.
Vid hofum gaed sem heitir Abdullah, hann talar fina ensku og er frodur og vinalegur og okkur list hann thekkilegur i hvivetna.
I fyrramalid forum vid flugleidis til Khasab i Musandamm og i dagssiglingu thar sem vid munum svamla i sjonum, skoda firdi og forsogulegar minjar.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og verdi aframhald ferdarinnar jafn lukkulegt er augljost ad allt er i godu standi.

Sunday, October 21, 2007

ÓMANförum bent á að vera í tíma - talið við GulluVið Ómanliðið höldum af stað á morgun og ég bið alla félagana að vera komnir í tæka tíð eða eins og talað var um, út á völl. Allir hafa fengið sínar ráðleggingar etc og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þær.
Rífur helmingur hópsins fer í sína fyrstu ferð með VIMAfélögum nú, mig minnir að sá sem í flestar hefur farið sé að fara í áttundu ferðina með okkur. Eða níundu. Og svo er fólk allt þarna á milli.
Allt mál gott.
Verið svo væn að muna eftir að skilja slóð síðunnar eftir hjá ættingjum og vinum. Þá geta þeir fylgst með ferðalaginu og sent kveðjur.
www.johannaferdir.blogspot.com

Ef menn þurfa að senda afmælis, gjafa eða minningarkort verið svo ljúf að tala við Gullu Pé, gudlaug.petursdottir@or.is og hún greiðir ugglaust snarlega úr því.

Þegar nær dregur mánaðamótum minni ég ykkur trúlega á innborganir á ferðir. En með þessum fallegu Ómansnáðum er ekki úr vegi að minna á það blíðlega. Og að taka fram að ég mun strika fumlaust út þá Jemenfara sem ekki hafa látið í sér heyra en höfðu áður upp veruleg hljóð. Þá komast aðrir í staðinn. Ath það.

Friday, October 19, 2007

Libyuáætlun komin í megindráttum


Mynd frá Ghadames, dæmigerð heimilisskreyting þar


Var að setja inn endurbætta Líbíuáætlun og hvet ykkur til að kynna ykkur hana vel og vandlega. Þó skal tekið fram að ítarlegri ferðalýsing verður sett þegar ég kem aftur úr Ómanferðinni.

Tuesday, October 16, 2007

Vonast til að setja Líbíu inn á morgun-Ómanfarar tygja sig senn til ferðar -
Hef verið að hinkra eftir endanlegri dagskrá Líbíuferðar á næsta ári og nú segir stjórinn mér að það sé verið að leggja síðustu hönd á hana og vonandi get ég sett hana inn fyrir helgina.
Líbíuferðin er troðin en kannski ekki alveg að marka; man ekki betur en það hafi gerst fyrr og svo detta menn út hver um annan þveran þegar nær dregur og af ýmsum ástæðum. Flestir láta vita, sumir gleyma því.
Skýrast dæmi um það er Kákasuslandaferðin síðusta sem var svo setin að ég hélt að nauðsynlegt yrði að setja inn aðra ferð en endaði í flottum 24ra manna hóp. Enda er það mjög heppileg stærð að ekki sé nú talað um þegar farið er í fyrsta sinn.
Ber að nefna í leiðinni að Kákasuslandaferð er aftur á dagskrá 2009 og mættu menn viðra áhuga sinn, skuldbindingarlaust.

Svo fer Ómanhópurinn senn að ferðbúast. Höldum utan n.k. mánudagsmorgun og frá öllu gengið þar eftir því sem ég best veit. Bið þá að lesa vel leiðbeiningar.
Hvet þá eins og aðra hópa til að skilja slóð síðunnar eftir hjá ættingjum og vinum því ég sendi pistla heim þegar því er við komið. Menn geta því fylgst með okkur og skrifað kveðjur inn á ábendingadálkinn. Það er vinsælt og vel þegið.
Á hinn bóginn sendi ég EKKI tilkynningar um þessa pistla svo menn verða að athuga síðuna að eigin frumkvæði.

Flestir í seinni Jemen/Jórdaníuferð hafa greitt staðfestingargjöld sín. Takk fyrir það. Aftur á móti vantar enn upp á greiðslur frá hópnum í fyrri ferð. Skil það ekki alls kostar. Ef menn eru í vafa - þó allir hafi fengið greiðsluáætlun á sínum tíma- geta þeir haft samband og spurst fyrir ef þeir hafa týnt planinu.

Seinna í dag ætlum við VIMAstjórnarkonur að hittast, fara yfir heimsókn Nouriu á dögunum, undirbúa næsta félagsfund í lok janúar og næsta fréttabréf og renna yfir hópinn sem hefur verið settur á laggirnar til að vinna að húsamálum YERO o.fl.

Minni ykkur enn og aftur á kortin, bæði krakkakortin og gjafa og minningarkort. Þau skila drjúgu í sjóðinn og til dæmis tók fjölskylda ein sig saman um daginn, fékk gjafakort til að gefa vini sínum og lagði inn á Fatimusjóð sem svarar 400 dollara. Þó upphæðir séu oftast lægri safnast þegar saman kemur. Hafa það hugfast, elskuríkast.

Monday, October 15, 2007

Áríðandi tilkynning til Jemen/Jórdaníufara næsta vorGóðan dag öll
Ég fékk í morgun áríðandi imeil frá stjóra Royal Jordaniansflugfélagsins sem við notum í Jemen/Jordaníuferðum og ég vil endilega skipta við áfram, þeir eru svo vænir og þjónustan góð og elskuleg.
Þeir óska eindregið eftir því að ég staðfesti fjölda í báðar ferðirnar. Eins og ég sagði í pistlinum í gær ætlaði ég að bíða þar til fram í vikuna en svo virðist sem ég verði að láta þá vita fyrr en síðar.
Þeir sem hafa borgað inn á ferðirnar eru í góðum málum og vona þeir klári okt. snarlega. Þátttakendur í seinni ferð borga staðfestingargjöld núna þessa daga en það er þó nokkur hópur sem ég hef EKKERT heyrt frá en veit að er áhugasamur. Þess vegna verð ég að biðja þá sem í hlut eiga að gera það hið fyrsta og koma skilaboðum til þeirra sem þekkja einhverja sem eru að íhuga þetta en hafa ekki staðfest sig.

Því bið ég ykkur Jemen/Jórdaníufarar vænir að láta frá ykkur heyra.
Ég hef þá alveg á hreinu sem eru ákveðnir og eru að borga inn á ferðirnar en of margir hafa ekki athugað hversu langan fyrirvara þarf.
Fargjöld til Jemens sérstaklega eru mjög dýr en þeir hjá RJ gefa okkur gott verð svo ég vil ekki að við klikkum á þessu.
Held ég þurfi ekki að birta nöfn, vil síður gera það. Mun þó senda imeil seinna í dag á nokkra sem hafa ekki enn greitt inn á fyrri ferðina ef ekkert gerist.

Sunday, October 14, 2007

Nouria biður fyrir góðar kveðjur til allra- dýfði sér í Bláa lónið fyrir brottför

Góðan daginn öll.
Nouria fór héðan í gær og þarf ekki að vera fjölorð um það að hún var í áttunda himni yfir heimsókninni.

Sjónvarp tók stutt Kastljóssviðtal við hana sem hlýtur að koma eftir helgi- vegna orkuveitumála og borgarstjórnar síðan- var efni hent út stundum á síðustu stundu. Þið fylgist með því. Einnig var stutt viðtal og mynd í Mbl. á fimmtudag. Fréttablaðið og Stöð 2 virtust ekki hafa áhuga. Eru þar í athyglisverðum félagsskap utanríkisráðherra og menntamálaráðherra.

Þær systur höfðu frjálsan dag á föstudag og gerðu sér lítið fyrir og voru á labbinu í fjóra tíma. Ég hitti þær síðdegis og þær voru léttar og kátar og mjög ánægðar með kvöldið hjá Helgu Kristjánsd. og hennar fjölskyldu í Garðabæ á fimmtudag.
Eins og ég nefndi var hugmyndin að koma við í Bláa lóninu þar sem þær voru með síðdegisflugi til London. Þær Nouria og Gulla steyptu sér í lónið og höfðu hið mesta gaman að. Gulla þyrfti að ýta á Nouriu til að fá hana upp úr Lóninu og styrktist Nouria enn í þeim ásetningi að híngað kæmi hún aftur.
Við Gulla Pét, Þóra Jó, Edda og ég kvöddum þær systur svo með kærleikum á flugvelli og í gærkvöldi hringdu Nouria frá London þegar þangað var komið.
Ég er afar ánægð með veru hennar hér þessa daga og finnst hún eiga eftir að skila sér enn betur.
Hún var ánægð og þakklát og biður fyrir góðar kveðjur og þaö eru margir sem þarna eiga hlut að máli.

Nouria verður í London í augnrannsóknum á næstu vikum. Ramadan er að ljúka og krakkarnir eru að koma aftur í skólann og ágætar konur vinna þar hjá henni svo hún getur um frjálst höfuð strokið- skárra væri annað.

Nokkrir hafa sagt að þeir vildu taka börn en nöfn koma ekki í bráð- þ.e. ekki fyrr en hún kemur heim. En ég hef þá 5-6 niðurskrifaða hjá mér sem hafa gefið sig fram.
Og þó að allir nýju krakkarnir fengju ekki myndir þá sjá addressuna í síðasta pistli ef þið viljið senda myndir sjálf. Krökkunum þykir þetta skemmtilegt. Það er nú
bara svoleiðis.

Síðar á eftir að koma í ljós hvernig gengur með nýtt hús fyrir YERO. Það er allavega komið á stað. Fólk skilur að það er aðkallandi. Mjög góður hópur hefur verið myndaður til að vinna í þessu. Meira um það seinna. En við getum verið ánægð með þetta og endurtek að ég þakka fyrir alls konar og margháttaða aðstoð.


Hvernig er það annars. Hvað með afmæliskortin? Er ekki einhver sem þarf að senda slík???
Og svo eru kortin sem Nouria kom með og krakkarnir gerðu. Upplögð hvort sem er sem tækifæriskort eða jólakort. Hafið samband og ég sendi ykkur þau, 4 stk í pk. á 1000 og 8 stk á 2 þús. Endilega. Við verðum að klára þau fyrr en seinna. Allt rennur þetta í Fatimusjóð og þar með til starfsins.
Augljóst er að með framlögum sem borist hafa- og þá meina ég ekki styrk til krakkanna- heldur aðrar gjafir, m.a fyrir kortin ofl að við munum geta borgað laun 2ja kennara á skólaárinu sem í hönd fer. Það er mikilsvert.

Friday, October 12, 2007

Auðvitað er engin skylda að senda mynd, en krökkunum þætti gaman að því

Sæl öll
Á dögunum bað ég styrktarfólk nýju krakkanna okkar að senda til mín myndir af sér og sínum. Krökkunum finnst vænt um að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim.

Ég hef nú sorterað og gengið frá þeim sem hafa borist og þakka fyrir. Allmargir hafa ekki sent myndir. Það nær ekki lengra í þetta sinn og auðvitað getur fólk sent þetta sjálft til YERO ef tími hefur ekki unnist til að ganga frá þeim. Ef þið gerið það munið þá allra alúðlegast að setja númer barnsins með.
Stílið bréfin á Nouriu Nagi( og síðan númer barnsins B ef það er strákur G er um stelpu er að tefla og nafn).
Yemeni Education and Relief Org.
Hadda Street
Near the Technical school
P.o.BOX 4785
Sanaa
Rep. of Yemen
Mér fannst svo upplagt að nota tækifærið og biðja Nouriu fyrir myndirnar.
Þakka öllum kærlega sem hafa sent myndir.

Að öðru: Flestir Ómanfarar hafa borgað tips til innlendra fararstjóra og bílstjóra í ferðinni. Bendi þeim á sem hafa ekki gert það að dollarinn er lágur þessa daga og því hagstætt að klára þetta. Menn ráða þessu sjálfir því allir hafa staðið í skilum. Upphæðin er 130 dollarar.

Tuð er leiðinlegt, ekki bara fyrir ykkur heldur ekki síður mig. Ég hef enga unun af því en samt verð ég að benda Jemenfólki í fyrri ferð á að ég er alveg hætt að skilja af hverju fólk lætur undir höfuð leggjast að greiða. Sumir hafa ekki einu sinni borgað staðfestingargreiðslu og ekki margir októbergreiðsluna. Eiginlega sárafáir.
Ég endurtek að þetta á við um fyrri ferðina, þ.e. 27.apr.-12.maí. Ég þakka þeim sem hafa staðið í skilum og bið hina að gjöra svo vel og vinda sér í þetta.
Íranfarar hafa staðið prýðilega í skilum og Egyptalandsfólk er í góðum málum.
Á ég að líta svo á að menn hafi hætt við en bara gleymt að láta vita?
Ef menn ganga ekki frá greiðslu í næstu viku hlýt ég að líta svo á. Sendi öllum greiðsluplan eftir því sem ég best veit og bið menn að hafa samband snarlega ef ég hef eitthvað klikkað í þessu.

Thursday, October 11, 2007

Sungið fyrir endurnar á Tjörninni

Góðan daginn

Það gengur allt skínandi vel varðandi veru Nouriu hér. Í morgun heimsóttum við Hlíðaskóla og var það sérdeilis fróðlegt. Sjöfn Óskarsdóttir kom því í kring. Við skoðuðum þennan myndarlega skóla og hittum svo 10. bekkinga og sýndum þeim myndir frá Jemen og sögðum frá. Krakkarnir voru áhugsamir og ágætir og spurðu skemmtilegra spurninga.

Á eftir förum við í heimsókn til Jemenfaranna Vilborgar Sig og Vikars Péturssonar og síðan er smáfundur með áhugasamri konu sem vill fræðast um verkefnið.
Í kvöld er svo fiskikvöldverður hjá Helgu Kristjánsd í Garðabæ.

Þessir dagar hafa verið allsetnir: á þriðjudag vorum við í Laufásborg í boði Margrétar Pálu og keyrðum svo með henni í Garðabæ og skoðuðum Vífilsstaðaskóla. Það var einkar lærdómsríkt.
Um kvöldið vorum við hjá Elísabetu Ronaldsdóttur og hennar börnum í góðu yfirlæti.

Daginn eftir fór Gulla Pé með þær systur um bæinn, í sund og kíkt var í búðir, keyrt að Bessastöðum ofl. Í gærkvöldi bauð María Kristleifsd heim.

Inn á milli funda og skoðunar hefur svo verið frjáls tími. Nouria er alveg heilluð af öllu, einn eftirmiðdaginn labbaði hún um miðbæinn og sagðist hafa verið svo glöð og bjartsýn og liðið svo vel, að hún hefði ekki vitað fyrr en hún var farin að syngja fyrir endurnar á tjörninni og heilsaði upp á tré og blóm í Hljómskálagarðinum á heimleiðinni.

Á morgun er frjáls dagur hjá þeim systrum og á laugardag liggur leið þeirra til London. Þar sem þær fara með síðdegisvél gæti vel verið að við kæmum við í Bláa lóninu.

Nouria biður mig að færa öllum sem hún hefur hitt og sýnt henni hreint einstaka vinsemd og höfðingsskap sínar kærustu þakkir.

Meira seinna. Sæl í bili.

Monday, October 8, 2007

Jórdanía - lykillinn að viðskiptum við Mið-AusturlöndÚtflutningsráð óskaði eftir að ég birti þetta ykkur til upplýsinga ef þið hafið áhuga á að sitja þennan fund eða koma um hálf fimm leytið og fá hressingu. Einnig er beðið að menn tilkynni þáttöku til Útflutningsráðs.
Letrið er nú ansi smátt svo ég veit ekki hvað menn greina þetta vel en fundurinn sem sé á morgun kl.14-16,30 og ávarpa þá ýmsir menn í jórdönsku viðskiptalífi íslenska kollega og aðra sem hafa áhuga á að taka upp viðskipti við Jórdaníu.

Þá langar mig að taka fram að á greiðsluáætlun sem ég sendi fyrra Jemenhópnum er talað um kolvitlausan mánuð. Ferðin er 27.apr.-12.maí. Aftur á móti er þetta rétt í Fréttabréfinu og á áætlunum. Ég biðst velvirðingar á þessu og tek raunar líka fram að þessi hópur verður að drífa í greiðslum fyrir október. Þar vantar verulega upp á.
Loks bendi ég á að ÍRANFERÐIN ER UPPSELD með öllu aftur en ég get skrifað á biðlista. Jemenferðin seinni í maí-júní er enn með laus sæti. Líbíuferðin er troðin og beðið verður um staðfestingu í hana í febr.

Sunday, October 7, 2007

Fjölmenni á fundi með Nouriu í dag, sunnudag
Myndir Vera S. Illugadóttir

Fundurinn með Nouriu í Kornhlöðunni í dag var í einu orði sagt frábær. Ég held það hafi verið samdóma álit gesta. Á níunda tug manna mætti og ég held að það sé met þótt allir fundir okkar séu vel sóttir. Gaman að sjá þarna mörg ný andlit.

Nouria og Maryam systir hennar komu með ýmsa muni sem krakkarnir hafa gert eða konurnar í fullorðinsfræðslunni og við dreifðum þessu á borðin. Þetta var ekki til sölu. Aftur á móti seldum við kort eftir krakkana við góðar undirtektir og vilji einhverjir panta sér meira bara hafa samband. Einnig var dreift ferðaáætlunum og bæklingi um YERO en athugið þó að hann er ekki alveg nýr, starfið hefur þanist út síðan.

Ég setti fundinn og skipaði Mörð Árnason fundarstjóra. Á meðan menn voru að koma sér fyrir og kaupa sér kaffi og tertur stjórnaði Vera Illugadóttir tæknimálunum og við sýndum diskinn sem Högni Eyjólfsson gerði.

Mörður sagði í fáum og velvöldum orðum frá sinni upplifun af Jemen en þau Linda voru í hópnum sem fór vorið 2006. Rakti þau áhrif sem hann og þau hefðu orðið fyrir og sagði lítillega frá YERO og gaf Nouriu orðið.

Nouria lýsti svo starfsseminni, aðdraganda að stofnun miðstöðvarinnar og fjallaði um krakkana og hvað þetta starf skipti miklu máli.Hún rifjaði upp að það hefði verið telpan Fatten Bo Belah sem kveikti hugmyndina. Fatten er styrkt af Guðrún Höllu. Nouria þakkaði öllum sem hafa lagt hönd á plóg hér virktavel fyrir hjálpina og fór yfir helstu púnkta í því sem hvað markverðast er í starfinu.
Ragnheiður Gyða þýddi orð Nouriu á íslensku af stakri fagmennsku.

Svo var sýnd mynd sem hún kom með og þar mátti sjá fjölbreytta iðju krakkanna við leik, nám og fleira. Hún fékk góðar undirtektir og margir voru greinilega snortnir

Að því búnu var gert hlé til að menn gætu keypt kort og borgað félagsgjöld og að því loknu svaraði Nouria spurningum margra fundargesta og nokkrum var einnig beint til mín.
Það er of langt mál að fara út í smáatriði en ég held að flestir eða allir hafi gert sér grein fyrir því að þarna er unnið mikið og þarft verk og við látum ekki deigan síga. Hvarflar ekki að neinum leyfi ég mér að segja.

Mörður sleit fundi rétt fyrir fjögur og ég vona að allir hafi farið dúsir til síns heima.

Í gær var ferð að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli og þær systur voru himinlifandi yfir fegurðinni og skeyttu engu þótt nokkur svali væri í veðri, það var regnbogi yfir Gullfossi og Nouria sagðist ekki hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum og því að koma að fossinum svo lengi sem hún myndi.

Kvöldverður í boði Jóns Helga og Jónu í Hveragerði og þar var ekta íslenskur matur á boðstólum sem menn gerðu sér gott af.

Í kvöld bauð Herdís þeim systrum og nokkrum konum í lax og var það gómsætt í meira lagi. Áður þágu þær te/kaffi hjá Eddu Ragnarsd.

Á morgun erum við Nouria á fundi fyrir hádegið og meira um það síðar. Eftir hádegi verða svo viðtöl í sjónvarpi og útvarpi og trúlega við Mogga.

Á þriðjudag er heimsókn í skóla Hjallastefnunnar og um kvöldið býður Elísabet Ronaldsdóttir heim.

Á miðvikudag fara Gulla Pé og Guðrún Halla með þær um bæinn, á söfn og sitthvað fleira og um kvöldið ætlar María Kristleifsd að bjóða þeim heim.

Á fimmtudag er heimsókn í Hlíðaskóla fyrir forgöngu Sjafnar Óskarsdóttur og etv. fleiri fundir og kvöldmatur hjá Helgu Kristjánsdóttur.

Þær eru mjög sælar og það er ég líka og vona að vel takist til næstu daga og þá fyrstu.

Þegar við vorum að undirbúa dagskrána skrifaði ég bæði utanríkisráðherra og menntamálaráðherra og spurði hvort þær hefðu tök á að hitta Nouriu. Hvorug þeirra hefur svarað. Það gerir út af fyrir sig ekki stórt, Nouria kom hingað fyrst og fremst til að hitta VIMAfélaga og stuðningsmenn, fara í skóla og þess háttar.
En hins vegar er ég viss um að þessar ágætu ráðherrakonur hitta oft fólk sem minni ástæða er til að ræða við. Það er þá bara þeirra skaði.

Nouria segir að fyrir utan hefðbundna aðstoð gefi krakkarnir nú út blað og skrifi um ýms málefni og svo er þetta ljósritað og þau eru mjög stolt af verkinu. Í sumar voru kosningar, valin leiðtogi strákanna og stelpnanna. Var háð harðvítug kosningabarátta, "kosningaspjöld" upp um alla veggi þar sem frambjóðendur gáfu hin ýmsu loforð rétt eins og færustu stjórnmálamenn.
Strákurinn sem vann er ekki styrktur af okkar hópi en hann er sérlega duglegur í íþróttum, stúlkan sem var kosin heitir Amal Al Kadasi og stuðningsmaður hennar er Vaka Haraldsdóttir. Amal er hinn mesti skörungur og stendur sig með prýði sem leiðtogi að sögn Nouriu.

Þakka fyrir hvað margir hafa komið til mín myndum. Hef ekki haft tíma til að fara yfir það hversu margar hafa borist eða ekki borist. En þær systur verða hér til föstudagskvölds svo það er fínn tími til stefnu enn.

Munið svo að styrktarmenn munu fá plögg um sín börn upp úr miðjum nóvember eða þar um bil.
Þakka fyrir góðan dag.

Friday, October 5, 2007

Nú fer ég að sækja Núríu - en hvað er með innborganir??


Nú fer ég senn út á völl að sækja Nouriu og Maryam systur hennar. Það verður gaman að hitta þær aftur. Athugið að það eru örfáar glufur í dagskránni svo ef einhver gæti boðið þeim í yfirlætislausan kvöldverð á mánudag væri það vel þegið.
Annað virðist vera í góðu lagi. Munið svo fundinn á sunnudag
href="http://bp0.blogger.com/_VhugfdYJHBc/RwY5qyU9d4I/AAAAAAAAANc/60Ym9vKtb_w/s1600-h/frustration.gif">

Mikið er notalegt íþessari haustrigningu. En þó langþráður gestur sé væntanlegur innan stundar og allt það er ég verulega óhress.
Þrátt fyrir að margir standi sig alltaf eins og hetjur og borgi skilvíslega og á réttum dögum eru samt of margir sem gera það ekki.

Ég verð að biðja ykkur - og þeir hljóta að vita það sem ekki hafa greitt- að vinda ykkur í þetta. Egyptalandsfarar brugðu við skjótt, ekkert undan neinu að kvarta þar.
Íranfarar nokkrir hafa ekki greitt og ekki látið vita af hverju þessi dráttur stafar.
Sama og öllu verra máli gegnir með Jemen/Jórdaníufara í fyrri ferð. Fólk í seinni ferð þarf að borga staðfestinguna sína 15.okt og allavega tveir hafa gert það.
En fyrri ferðin!
Elskurnar mínir ekki láta mig missa allt hárið af frústrasjón. Ég lendi í vandræðum ef ég sendi ekki greiðslur.

Wednesday, October 3, 2007

FUNDURINN Á SUNNUDAG KL.14.- Og þar fyrir utan hvar er minnisbókin?Sæl öll
Við erum langt komnar, Vimastjórnarkonur, að púsla saman dagskrá þeirra systra Maryam og Nouriu en þær koma á föstudag.
Farið verður að Gullfossi og Geysi á laugardag í boði Jóns Helga og Jónu og kvöldverður hjá þeim í Hveragerði.
Nouria fer bæði í Hlíðaskóla fyrir tilstuðlan Sjafnar Óskarsdóttur og í skóla Hjallastefnu í boði Margrétar Pálu Ólafsdóttur.

Svo verður seinna í vikunni skoðunarferð um Reykjavík, söfn og perlur ofl og Gulla pé hefur tekið það á sína arma. Kvöldverðarmál (muna ekkert stórbrotið- þær kæra sig ekkert um það) eru að mestu til lykta leidd. Þakka margs konar aðstoð við þetta,
Einnig verður einhver kynning í fjölmiðlum eftir því sem við verður komið.

Fundurinn er á sunnudag- muna það, einhver smáruglingur í gangi. Á sunnudag 7.okt. kl. 14 í Kornhlöðunni.
Koma stundvíslega.Þar ætlar Nouria að tala og Ragnheiður Gyða snýr máli hennar á íslensku jafnóðum svo allir geti fylgst vel og dyggilega með. Svo er auðvitað um að gera að spyrja Nouriu spjörunum úr.
Vera Illugadóttir aðstoðar við tæknihliðina en hvorttveggja er að Högni Eyjólfsson gerði disk um Fatimumálið og Nouria er með eitthvert myndefni. Hún er einnig með muni sem krakkarnir hafa gert, veit ekki hvort það er aðeins til sýnis eða sölu líka.
Viljiði muna myndir af nýjum styrktarmönnum. Hef fengið nokkrar og vonast eftir mörgum í viðbót.

Einnig veit ég að nokkrir fleiri vilja taka að sér að styrkja krakka og geta hvort heldur er haft samband við mig núna eða talað við okkur á fundinum.

Ennfremur verða seldir gjafakortapakkar með 5 stk í hverjum á 10 þúsund kr. Það verður mögulegt að kaupa stök sömuleiðis á 2 þús. kr. stk.

Áætlanir um ferðir 2008 liggja frammi og hugmyndir að ferðum 2009. Beðið um að menn tilkynni sig í ferðir þar sem pláss er.

Þar sem nýlega voru gefin út kort með myndum krakkanna okkar og við höfum fengið send slatta af þeim höfum við pakkað þeim í 4 stk. pakka og 8 stk. og eru þau seld á þúsund og tvö þúsund krónur. Allt rennur það einnig í Fatimusjóð. Þetta eru litsterk og kát kort sem mér finnst tilvalin jólakort. Alltaf að hugsa fram í tímann, jólin renna upp áður en við er litið.
Það skal tekið fram að við verðum með posa svo fólk getur borgað m,eð VISA eða Master.
Þá sakar ekki að minna á félagsgjöldin.

Myndin frá BAB AL JEMEN er sett hér inn til að minna fólk á að Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð hafa einhverjir gleymt að kíkja í minnisbókina sína. Það er gjalddagi á 2. greiðslu og staðfestingargreiðslu skal einnig lokið. Vindið ykkur í það.

Af fullri einurð. Það er nokkuð snúið að fá gott miðaverð til Jemen og Royal Jordanian óskar eftir nafnalista fyrr en síðar. Að vísu er þeir sveigjanlegir og segja að megi breyta en ansi margir hafa ekki birst á heimabankanum mínum.
Munið að ferðareikningur er 1151 15 551346 og kt 441001-2220. Þessu þarf að kippa í lag.
Egyptalandsfarar hafa verið nokkuð snöggir en nokkrir einnig gleymt sér. Sama er með Íransfólk. Þetta verður að vera í lagi. Það skilja menn vonandi.Þá er þetta gott að sinni. Takk fyrir.
Sjáumst svo á sunnudag og munið að gestir og ófélagsbundnir eru velkomnir.

Saturday, September 29, 2007

Ómanhópur hittist og Gaddafi sætindi etin næstum upp til agna


Myndin er af konunum í fyrsta Ómanhópnum okkar, í febrúar 2006. Af hverju leyfðum við köllunum ekki að vera með?

Ómanfólkið sem heldur til Múskat 22.okt. hittist núna í eftirmiðdag. Þá fengu allir sína miða, fánamerkin, farangursmerki og fána til að binda á töskur.
Svo var skraflað um ferðina og af hinni mestu blíðu. Á boðstólum var kaffi og te og sætindi frá Líbíu, konfekt, kökur og döðlur.

Skal ekki fjölyrt um það en menn kunnu vel að meta sælgætið úr Gaddafilandi og gerðu sér gott af þeim. Einnig seldi ég þó nokkur kort og allt var hið glaðasta.

Góður hópur sýnist mér. Við verðum 24, þar af er hátt í helmingur sem hefur ekki farið áður í VIMA ferð og upp í það að vera á leið í sína áttundu Þá er hlutfall karla hærra en hefur stundum verið - og er hvorttveggja hið ágætasta mál.

Stjórn VIMA hittist n.k. mánudag til að ganga frá skipulagningu á dvöl Nouriu hér. Margrét Pála Ólafsdóttir hefur boðið henni í heimsókn í Vífilsstaðaskóla og Sjöfn Óskarsd hefur beitt sér fyrir því að hún hitti krakka í Hlíðaskóla. Þá er ákveðin ferð til Gullfoss og Geysis í boði Jónu og Jóns Helga og kvöldverður að för lokinni.

Helga Kristjánsdóttir býður þeim systrum einnig í mat og það hefur einnig gert Elísabet Ronaldsdóttir. Svo vonumst við eftir góðri samvinnu við fjölmiðla.
Það væri gaman að heyra hugmyndir frá ykkur og ef einhver vill leggja fram návist, krafta eða rausn svo þetta verði ekki bara góð og gagnleg heimsókn heldur eftirminnileg í alla staði.
Gæti einhver til dæmis tekið eftirmiðdag um Reykjavík, í söfn og fleira sem gæti verið skemmtilegt. Eða skroppið með þær eitthvað út fyrir bæ.
Vona að einhverjir láti frá sér heyra.

Thursday, September 27, 2007

Mohammed biður að heilsa - nýir styrktarmenn sendi myndirHér er mynd af hinum góða hópi sem fór til Írans sl.febr/mars. Fékk í gær imeil sem Mohammed eftirlætisbílstjórinn minn(annar í efri röð við hliðina á JK) hafði beðið vin sinn að senda. Hann vildi koma á framfæri kærum kveðjum til allra Íranfaranna. Mohammed hefur verið bílstjóri í öllum ferðunum nema fyrri hluta fyrstu ferðarinnar. Einstakt ljúfmenni fyrir nú utan hvað hann er flínkur bílstjóri og fallegur maður. Þessum kveðjum er hér með komið áleiðis.


Annað í sem stystu máli: Mig langar til að biðja ALLA NÝJA styrktarmenn að koma til mín myndum af sér og kannski fjölskyldu.

Fáein orð á korti og kannski límmiðar en ekkert fleira og alls ekki peninga.
Krökkunum þykir ákaflega gaman að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim og nokkrar skeifur mynduðust á andlitum þeirra sem fengu ekki myndir sl. vor.

Ég hef fengið fyrirspurnir um hvort fólk geti sent gjafir með Nouriu en hún mælir með að fólk sendi myndirnar og kort og ekki annað að sinni.
Þið getið hvort sem er sent myndir til mín í pósti eða komið með þær á fundinn. Munið að skrifa ekki aðeins nafn barnsins heldur líka það númer sem það hefur og þið eigið öll að hafa fengið.

Hef fengið fáein fréttabréf endursend vegna þess að fólk er flutt. Gjörið svo vel og láta mig vita.

Wednesday, September 26, 2007

Jemenkæti í Lundarreykjadal


Sæl öll
Er nýkomin ofan úr Borgarfirði en þangað þeysti ég í gær, nánar tiltekið að Krossi í Lundarreykjadal til að halda pínulítinn kynningarfund um Jemen/Jórdaníuferðina n.k. vor því Sigrún, húsfreyja á Krossi, hafði áhuga á ferðinni og þóttist vita að svo væri um fleiri vinkonur hennar.
Er ekki að orðlengja það að tíu eða tólf kátar konur komu að Krossi og við röbbuðum um ferðirnar, Jemenverkefnið og fleira. Ég útdeildi fréttabréfinu og seldi slatta af kortum og svo skráðu sig- segi og skrifa sex í ferðina og ein til viðbótar með spurningamerki. Ég held að þetta sé hæsta hlutfall sem náðst hefur og er sallakát.
Þetta var einstaklega skemmtilegt kvöld og kannski mætti gera meira af þessu til kynningar á ferðunum og þá er málið ekki snúnara en svo að hafa samband og finna tíma.

Ég gisti svo hjá Kolbrá, yngri stelpunni minni á Hvanneyri og Magdalenu og Megasi (það er heimilishundurinn smái og knái) í nótt í besta yfirlæti.
Nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli á heimleið í morgun en ekki að spyrja að Eyðimerkurljóninu.
Þar með virðist fyrri Jemen/Jórdaníuferðin vera fullskipuð. En það eru enn nokkur sæti laus í seinni ferðina.

Að ógleymdu Íran, þar má bæta við þremur og Egyptaland þolir amk 2-4 í viðbót.

Um Líbíu: Ég skrái fólk niður í hana þó hún sé eftir ár. Fólk þarf að staðfesta sig í hana með greiðslu um miðjan febrúar. Ekki síðar.

Ég vona að sem flestir hafi nú fengið nýja fréttabréfið.
Minni Ómanfara á fundinn á laugardaginn. Kl. 14 stundvíslega.
Hvet menn til að borga skilvíslega inn á ferðir um mánaðamótin

Monday, September 24, 2007

Minni á að mánaðamót nálgast=greiðslur - hálsfesti Helenu og annað huggulegtNú nálgast mánaðamót óðfluga og það merkir að ferðalangar taka til óspilltra málanna að greiða inn á ferðir.
Egyptalandsfarar, Íranfarar og Jemen/Jórdaníufólk. Þarf einnig að vita hverjir stefna að fyrri Jemenferð og hverjir seinni. Nokkrir hafa látið vita og ýmsir greitt en þarf að heyra frá þeim sem eru óákveðnir um hvora ferð þeir hyggjast fara í.

Ómanfólk fær sérstakt bréf á eftir um miðaafhendingarfund. Þeir eiga nú eftir að borga síðustu greiðslu og gistinguna í London. Nema einn sem hefur gert upp.
Við verðum með smáfund á laugardaginn, Ómanfólkið og meira um það á eftir og til þeirra.

Þá hefur Þjóðleikhúsið beðið mig að vekja athygli á sýningunni Hálsfesti Helenu, en þær sýningar hefjast nú á ný næstu daga. Þar segir frá vestrænni konu, sem kemur til Líbanons eftir borgarastyrjöldina að leita að hálsfesti sem hún telur sig hafa týnt - eða týndi hún henni ekki. Þetta er góð sýning að mínu viti og leikur Eddu Arnljótsdóttur, Guðrúnar S. Gísladóttur og Arnars Jónssonar er eftirminnilegur.

Leyfi mér sömuleiðis að vekja athygli á arabískunámskeiðunum sem ég verð með hjá Mími símennt og byrja nokkru eftir heimkomu frá Óman í nóvember. Mér skilst að áhugi sé töluverður en má trúlega bæta við í arabísku tvö.

Loks þetta: að vandlega íhuguðu máli sé ég ekki að það verði vinnandi vegur að finna tíma til að Nouria fari til Akureyrar að þessu sinni. Vonast til að koma henni í viðtöl og kynningar og ekki getum við gengið alveg frá henni. Hún verður að fá andrúm inn á milli. Því miður. Þar sem ég hef heyrt frá fleiri Akureyringum um málið og virðist ekki skorta áhugann.
Ég athugaði líka hvort hún gæti lengt veruna um tvo daga en það er erfiðleikum bundið því ramadan er að ljúka um þær mundir og hún þarf að drífa sig heim til þess að taka á móti krökkunum eftir frí. Svo það verður ekki af því.
En ég hvet menn þá þess heldur til að skrá sig í ferðirnar til Jemen. Samt finnst mér virkilega leiðinlegt að þessu verður ekki við komið.

Munið svo að greiða skilvíslega félagsgjöldin og munið gjafakortin og fundinn 7.okt.Það væri kannski ráð að skrifa þetta allt saman niður.
Verið svo væn að senda síðuna áfram