Monday, October 15, 2007
Áríðandi tilkynning til Jemen/Jórdaníufara næsta vor
Góðan dag öll
Ég fékk í morgun áríðandi imeil frá stjóra Royal Jordaniansflugfélagsins sem við notum í Jemen/Jordaníuferðum og ég vil endilega skipta við áfram, þeir eru svo vænir og þjónustan góð og elskuleg.
Þeir óska eindregið eftir því að ég staðfesti fjölda í báðar ferðirnar. Eins og ég sagði í pistlinum í gær ætlaði ég að bíða þar til fram í vikuna en svo virðist sem ég verði að láta þá vita fyrr en síðar.
Þeir sem hafa borgað inn á ferðirnar eru í góðum málum og vona þeir klári okt. snarlega. Þátttakendur í seinni ferð borga staðfestingargjöld núna þessa daga en það er þó nokkur hópur sem ég hef EKKERT heyrt frá en veit að er áhugasamur. Þess vegna verð ég að biðja þá sem í hlut eiga að gera það hið fyrsta og koma skilaboðum til þeirra sem þekkja einhverja sem eru að íhuga þetta en hafa ekki staðfest sig.
Því bið ég ykkur Jemen/Jórdaníufarar vænir að láta frá ykkur heyra.
Ég hef þá alveg á hreinu sem eru ákveðnir og eru að borga inn á ferðirnar en of margir hafa ekki athugað hversu langan fyrirvara þarf.
Fargjöld til Jemens sérstaklega eru mjög dýr en þeir hjá RJ gefa okkur gott verð svo ég vil ekki að við klikkum á þessu.
Held ég þurfi ekki að birta nöfn, vil síður gera það. Mun þó senda imeil seinna í dag á nokkra sem hafa ekki enn greitt inn á fyrri ferðina ef ekkert gerist.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment