Sunday, October 21, 2007
ÓMANförum bent á að vera í tíma - talið við Gullu
Við Ómanliðið höldum af stað á morgun og ég bið alla félagana að vera komnir í tæka tíð eða eins og talað var um, út á völl. Allir hafa fengið sínar ráðleggingar etc og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þær.
Rífur helmingur hópsins fer í sína fyrstu ferð með VIMAfélögum nú, mig minnir að sá sem í flestar hefur farið sé að fara í áttundu ferðina með okkur. Eða níundu. Og svo er fólk allt þarna á milli.
Allt mál gott.
Verið svo væn að muna eftir að skilja slóð síðunnar eftir hjá ættingjum og vinum. Þá geta þeir fylgst með ferðalaginu og sent kveðjur.
www.johannaferdir.blogspot.com
Ef menn þurfa að senda afmælis, gjafa eða minningarkort verið svo ljúf að tala við Gullu Pé, gudlaug.petursdottir@or.is og hún greiðir ugglaust snarlega úr því.
Þegar nær dregur mánaðamótum minni ég ykkur trúlega á innborganir á ferðir. En með þessum fallegu Ómansnáðum er ekki úr vegi að minna á það blíðlega. Og að taka fram að ég mun strika fumlaust út þá Jemenfara sem ekki hafa látið í sér heyra en höfðu áður upp veruleg hljóð. Þá komast aðrir í staðinn. Ath það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment