Sunday, October 14, 2007

Nouria biður fyrir góðar kveðjur til allra- dýfði sér í Bláa lónið fyrir brottför

Góðan daginn öll.
Nouria fór héðan í gær og þarf ekki að vera fjölorð um það að hún var í áttunda himni yfir heimsókninni.

Sjónvarp tók stutt Kastljóssviðtal við hana sem hlýtur að koma eftir helgi- vegna orkuveitumála og borgarstjórnar síðan- var efni hent út stundum á síðustu stundu. Þið fylgist með því. Einnig var stutt viðtal og mynd í Mbl. á fimmtudag. Fréttablaðið og Stöð 2 virtust ekki hafa áhuga. Eru þar í athyglisverðum félagsskap utanríkisráðherra og menntamálaráðherra.

Þær systur höfðu frjálsan dag á föstudag og gerðu sér lítið fyrir og voru á labbinu í fjóra tíma. Ég hitti þær síðdegis og þær voru léttar og kátar og mjög ánægðar með kvöldið hjá Helgu Kristjánsd. og hennar fjölskyldu í Garðabæ á fimmtudag.
Eins og ég nefndi var hugmyndin að koma við í Bláa lóninu þar sem þær voru með síðdegisflugi til London. Þær Nouria og Gulla steyptu sér í lónið og höfðu hið mesta gaman að. Gulla þyrfti að ýta á Nouriu til að fá hana upp úr Lóninu og styrktist Nouria enn í þeim ásetningi að híngað kæmi hún aftur.
Við Gulla Pét, Þóra Jó, Edda og ég kvöddum þær systur svo með kærleikum á flugvelli og í gærkvöldi hringdu Nouria frá London þegar þangað var komið.
Ég er afar ánægð með veru hennar hér þessa daga og finnst hún eiga eftir að skila sér enn betur.
Hún var ánægð og þakklát og biður fyrir góðar kveðjur og þaö eru margir sem þarna eiga hlut að máli.

Nouria verður í London í augnrannsóknum á næstu vikum. Ramadan er að ljúka og krakkarnir eru að koma aftur í skólann og ágætar konur vinna þar hjá henni svo hún getur um frjálst höfuð strokið- skárra væri annað.

Nokkrir hafa sagt að þeir vildu taka börn en nöfn koma ekki í bráð- þ.e. ekki fyrr en hún kemur heim. En ég hef þá 5-6 niðurskrifaða hjá mér sem hafa gefið sig fram.
Og þó að allir nýju krakkarnir fengju ekki myndir þá sjá addressuna í síðasta pistli ef þið viljið senda myndir sjálf. Krökkunum þykir þetta skemmtilegt. Það er nú
bara svoleiðis.

Síðar á eftir að koma í ljós hvernig gengur með nýtt hús fyrir YERO. Það er allavega komið á stað. Fólk skilur að það er aðkallandi. Mjög góður hópur hefur verið myndaður til að vinna í þessu. Meira um það seinna. En við getum verið ánægð með þetta og endurtek að ég þakka fyrir alls konar og margháttaða aðstoð.


Hvernig er það annars. Hvað með afmæliskortin? Er ekki einhver sem þarf að senda slík???
Og svo eru kortin sem Nouria kom með og krakkarnir gerðu. Upplögð hvort sem er sem tækifæriskort eða jólakort. Hafið samband og ég sendi ykkur þau, 4 stk í pk. á 1000 og 8 stk á 2 þús. Endilega. Við verðum að klára þau fyrr en seinna. Allt rennur þetta í Fatimusjóð og þar með til starfsins.
Augljóst er að með framlögum sem borist hafa- og þá meina ég ekki styrk til krakkanna- heldur aðrar gjafir, m.a fyrir kortin ofl að við munum geta borgað laun 2ja kennara á skólaárinu sem í hönd fer. Það er mikilsvert.

No comments: