Monday, October 8, 2007

Jórdanía - lykillinn að viðskiptum við Mið-Austurlönd



Útflutningsráð óskaði eftir að ég birti þetta ykkur til upplýsinga ef þið hafið áhuga á að sitja þennan fund eða koma um hálf fimm leytið og fá hressingu. Einnig er beðið að menn tilkynni þáttöku til Útflutningsráðs.
Letrið er nú ansi smátt svo ég veit ekki hvað menn greina þetta vel en fundurinn sem sé á morgun kl.14-16,30 og ávarpa þá ýmsir menn í jórdönsku viðskiptalífi íslenska kollega og aðra sem hafa áhuga á að taka upp viðskipti við Jórdaníu.

Þá langar mig að taka fram að á greiðsluáætlun sem ég sendi fyrra Jemenhópnum er talað um kolvitlausan mánuð. Ferðin er 27.apr.-12.maí. Aftur á móti er þetta rétt í Fréttabréfinu og á áætlunum. Ég biðst velvirðingar á þessu og tek raunar líka fram að þessi hópur verður að drífa í greiðslum fyrir október. Þar vantar verulega upp á.
Loks bendi ég á að ÍRANFERÐIN ER UPPSELD með öllu aftur en ég get skrifað á biðlista. Jemenferðin seinni í maí-júní er enn með laus sæti. Líbíuferðin er troðin og beðið verður um staðfestingu í hana í febr.

1 comment:

Anonymous said...

Ef smellt er á myndina þá stækkar hún og auðveldara að lesa það sem stendur.

kv. ER