Góðan daginn
Það gengur allt skínandi vel varðandi veru Nouriu hér. Í morgun heimsóttum við Hlíðaskóla og var það sérdeilis fróðlegt. Sjöfn Óskarsdóttir kom því í kring. Við skoðuðum þennan myndarlega skóla og hittum svo 10. bekkinga og sýndum þeim myndir frá Jemen og sögðum frá. Krakkarnir voru áhugsamir og ágætir og spurðu skemmtilegra spurninga.
Á eftir förum við í heimsókn til Jemenfaranna Vilborgar Sig og Vikars Péturssonar og síðan er smáfundur með áhugasamri konu sem vill fræðast um verkefnið.
Í kvöld er svo fiskikvöldverður hjá Helgu Kristjánsd í Garðabæ.
Þessir dagar hafa verið allsetnir: á þriðjudag vorum við í Laufásborg í boði Margrétar Pálu og keyrðum svo með henni í Garðabæ og skoðuðum Vífilsstaðaskóla. Það var einkar lærdómsríkt.
Um kvöldið vorum við hjá Elísabetu Ronaldsdóttur og hennar börnum í góðu yfirlæti.
Daginn eftir fór Gulla Pé með þær systur um bæinn, í sund og kíkt var í búðir, keyrt að Bessastöðum ofl. Í gærkvöldi bauð María Kristleifsd heim.
Inn á milli funda og skoðunar hefur svo verið frjáls tími. Nouria er alveg heilluð af öllu, einn eftirmiðdaginn labbaði hún um miðbæinn og sagðist hafa verið svo glöð og bjartsýn og liðið svo vel, að hún hefði ekki vitað fyrr en hún var farin að syngja fyrir endurnar á tjörninni og heilsaði upp á tré og blóm í Hljómskálagarðinum á heimleiðinni.
Á morgun er frjáls dagur hjá þeim systrum og á laugardag liggur leið þeirra til London. Þar sem þær fara með síðdegisvél gæti vel verið að við kæmum við í Bláa lóninu.
Nouria biður mig að færa öllum sem hún hefur hitt og sýnt henni hreint einstaka vinsemd og höfðingsskap sínar kærustu þakkir.
Meira seinna. Sæl í bili.
Thursday, October 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
segdud nuriu eg mjog glod ad heyra hun syngur fyrir fugla og tre, en ekki bara eg og allir segja eg se skritin, en fatta thetta er nottla thad edlillegasta, beautiful,.
Post a Comment