Thursday, June 25, 2009

Marokkófundur- minni á greiðslur og bið menn halda stillingu vegna Írans


Mynd frá markaðnum í gömlu Fez

Ég þarf að biðja Marokkófara sem ekki hafa tilkynnt sig á fundinn að gera það hið bráðasta. Um sama leyti eru mánaðamót og vera svo vinaleg að muna eftir að borga þá skv greiðsluáætlun sem allir hafa löngu fengið. Takk fyrir það.

Fundurinn verður svona í klst og bið menn einnig mæta stundvíslega kl 17,30 vegna þess ég hef húsnæðið takmarkaðan tíma.

Þá bið ég Íranfara að borga einnig skv áætlun. Auðvitað er ástandið þar með nokru spurningamerki en þar sem ég hef fengið frest hjá British Midland vegna greiðslu á flugmiðum mun ég vitanlega endurgreiða fólki ef það verður metið svo að ekki sé rétt að fara í haust.

Egyptalandsfarar eru einnig beðnir að hefja greiðslur um þessi mánaðamót og mun senda til hópsins áætlun þessa efnis. Fjórir hafa þegar greitt staðfestingargjaldið. Takk fyrir það.

Ég varpa fram þeirri hugmynd til athugunar og íhugunar fyrir Íransfara sem hér segir:
EF og aftur EF ekki verður talið rétt að fara til Íran í haust stefni ég á þá ferð í mars 2010- þó svo ég ætli ekki að skipuleggja aðrar ferðir nema með þeim skilyrðum sem ég hef margsinnis tekið fram.

En annað kemur til greina sem er Líbanon og Sýrlandsferð og væri fróðlegt að heyra skoðanir væntanlegra Íranfara á því hvort þeir hefðu hug á að bregða sér þangað í staðinn í október EF ekki verður af Íransferðinni. Við teflum ekki í tvísýnu en megum heldur ekki láta blindast af fjölmiðlun. Skal tekið fram að enginn Íranfari hefur tilkynnt að hann vilji hætta við. Ég vona ég bregðist ekki trausti neinna í þessu efni og læt menn fylgjast með

Varðandi Pezhman: Ég hef fengið töluvert af svörum eftir pistilinn. Sex hafa svarað jákvætt. Og nokkrir aðrir sem vilja leggja þessu lið.

Ég hef undrast nokkuð svör þeirra sem vilja ekki taka þátt í þessu en á hinn bóginn er fólk frjálst að þessu og ekki minnsta ástæða til að æðrast út af því.

Mun alls ekki leita eftir svörum frá þeim sem hafa ekki svarað nú og læt þetta duga plús það að vonandi verður þátttaka í hópnum sem heldur þangað í haust- eða næstkomandi mars.
Menn hafa þegar boðið sig fram til að sýna okkar gæd gestrisni og vinsemd og ég þakka fyrir það.

Ítreka svo enn og aftur að Marokkófarar láti vita hvort þeir koma ekki örugglega á fundinn í næstu viku.

Monday, June 22, 2009

Tuttugu og fjórir- eða sem svarar heill hópur- hefur ekki sinnt spurningu minni


Úr síðustu ferð. Ljósm. Jóhanna Jóhannsdóttir

Ég býð ykkur góðan daginn

Ætla að senda þennan póst til að byrja með aðeins á þá sem hafa verið í Íranferðum undir leiðsögn Pezhmans Azizi. TUttugu og fjórir telst mér til að hafi ekki svarað hvorki jái né neii hvort þeir vilji taka þátt í að bjóða besta leiðsögumanni okkar, Pezhman Azizi til Íslands næsta sumar.

Tuttugu og fjórir er svona ámóta og heill hópur en skiptist svona
1.ferð: 8 hafa ekki svarað
2.ferð 12 hafa ekki svarað og tveimur verður ekki sent bréf
4.ferð 4 hafa ekki svarað
Allir í síðustu ferð munu taka þátt í þessu eftir því sem ég best fæ séð og vel trúlegt að hausthópurinn verði með líka. Ef svo er þætti mér trúlegt að þetta væri komið.
Upphæðin er 4-5 þúsund kr. Fyrir það er sem sagt meiningin að borga flugfar, skatta, ferðir hér innanlands sem ég vona að ýmsir bjóðist til að fara með hann í, bjóða honum heim etc. Svo er kjörið að efna til gleðskapar svo hann geti hitt sem flesta sem hafa verið með í Íranferðunum.
Pezhman var ekki leiðsögumaður í þriðju ferð en mun senda á það fólk engu að síður og er þá þeim í sjálfsvald sett hvað það gerir. Það á auðvitað við um alla en mér finnst erfirr að kingja því að sem svarar heill hópur ætli ekki að taka þátt í þessu.
Ef svör berast ekki, nenni ég ekki að stússa í því frekar að ganga á eftir fólki. Vil geta þess að ég hef ALLA á lista sem hafa svarað játandi. Takk fyrir það og fólk þarf því ekki að ítreka neitt. Sumir eru kannski ekki með á hreinu hvort þeir hafa sent svör og þá bara gera það aftur.

Friday, June 19, 2009

Myndakvöld fyrir Jemen/Jórdaníufara


Frá Petra. Mynd Vera Illugadóttir

Loks hefur mér tekist að finna tíma fyrir okkur til að efna í myndakvöld fyrir Jemen/Jórdaníufara og hef sent þeim sérstakt imeil þar að lútandi. Veit að margir eru með forkunnargóðar myndir og fullvissa ykkur um að ég sníki purkunarlaust diska eða þess háttar sem getur nýst á síðunni.

Hef annars bara allt gott að segja. Marokkófarar hittist 2.júlí og Gulla Pé er í óðaönn að setja áætlunina snyrtilega upp. Ítreka að ég þarf vegabréfsnúmer og nákvæman gildistíma og útgáfudag og ár.

Íran er allt að róast svo ég hef engar áhyggjur þar að sinni. En mig vantar enn upplýsingar frá tveimur þar og kalla eftir þeim.

Sendi svo Egyptalandsfólki bréf um mánaðamótin, þá þurfa þeir að hefja greiðslur.

Bless í bili

Tuesday, June 16, 2009

Marokkófundur 2.júlí



Sæl veriði

Bendi ÖLLUM Marokkóferðalöngum á að ég ætla að efna til smáfundar fimmtudaginn 2.júlí kl. 17,30 í gamla Stýrimannaskólanum VIÐ ÖLDUGÖTU. Þar útdeili ég fullburða ferðaáætlunum og hollráðum og leiðbeiningum. Við gæðum okkur á smásætindum og fáum okkur te og kaffi og eigum notalega stund.
Bið fólk að vera svo elskulegt að tilkynna sig og ennfremur þá sem hafa ekki sent mér upplýsingar um vegabréfsnúmer, útgáfudag og gildistíma að láta mig fá það í síðasta lagi á fundinum. Einnig hef ég þá á reiðum höndum lista yfir þær greiðslur sem hafa verið inntar af hendi.

Varðandi Íran. Ég var að tala við Shahpar Roosta forstýru ferðaskrifstofunnar í Teheran. Hún sagði að þar færu mótmæli fram síðdegis en að öðru leyti væri rólegt og engin ástæða til að hafa áhyggjur af neinu. Ég hafði líka samband við Pezhman gæd og fáeina aðra Írani og þeir telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.
Ef það breytist læt ég vita um það

Sunday, June 14, 2009

Endurbætt Marokkóáætlun komin inn á hlekkinn sinn



Hef aðeins lagfært Marokkoáætlunina en engar stórvægilegar breytingar sem þar koma fram.
Ég þarf að biðja Marokkófara hina væntanlegu að senda mér fljótlega vegabréfsnúmer, útgáfudag,ár og gildistíma. Þetta er gert til að ég geti sent þau til hótelanna og auðveldar málin. Muna bara að vegabréf eiga að vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur.

Þá sé ég að einhver hefur greitt inn á ferðareikninginn 9.júní 160 þúsund og ekkert nafn fylgir??? Einstaklega óþægilegt
Auk þess á einn þátttakandi eftir að borga júnígreiðsluna sem er 80 þúsund.

Bið sömuleiðis þá sem ekki hafa greint mér frá því nú þegar að láta mig vita ef þeir vilja eins manns herbergi, það kostar sem svarar 300 dollara og greiðist í ísl.krónum með síðustu greiðslu.

Einnig hef ég á prjónunum að Marokkófarar hittist sem fyrst. Ágætt að skrafa og skeggræða.
Þarf bara að semja við Mími um húsnæðið og læt svo vita.

Ég sendi áðan ítrekun til allnokkurra Íranfara sem ég hef ekki fengið umbeðnar upplýsingar frá og þar sem ég þarf að senda þessar upplýsingar út mjög bráðlega hvet ég fólk til að bregðast vel við.

Verð svo í sambandi við Jemenfólkið mitt hið skjótasta.

Það ætlar að ganga tregt með Egyptaland en mun halda bjartsýni og vonargleði til næstu mánaðamóta.

Þá má reikna með að við heyrum senn frá Nouriu um hvernig börnunum okkar hefur gengið í skólanum og það verður látið berast

Friday, June 12, 2009

Komin heim, lukkuleg og lúin nokkuð

Sælt veri fólkið

Kom heim aðeins fyrr i kvöld og er mjög sátt við ferðina en sé í hendi mér að hún var mjög nauðsynleg til að sem flest verði nú í lagi þegar við þeysum til Marokkó í sept nk
Er mjög sátt við þá þjónustu sem ferðaskrifstofan er með í boði, gæðalegir og klárir náungar og með nokkrum breytingum er áætlunin verulega góð. Gerði nokkrar breytingar sem ég held að verði til bóta.

Set þær inn á síðuna á morgun þegar ég hef sofið úr mér ferðaþreytu.Ætla svo að biðja Marokkohóp að koma til fundar innan tíðar til að fara yfir heila galleríið. Keypti smá sætindi í Marokkó sem verða þá á boðstólum.

En í stuttu máli Marokkó er rétt dægilegt og er þá sama hvort er litið á landið eða fólkið sem mér fannst ljúft í hvívetna Í aðalatriðum er dagskráin fín þó svo ég hafi breytt henni smávegis en ekki í neinum stórvægilegum atriðum

Nokkur töf varð á Casablanca flugvelli í morgun vegna þess ég gerðí blíðlegt en mjög afgerandi vesen út af því að við gætum tjekkað farangur alla leið heim. Þetta leystist eftir að ég hafði talað við yfirasnninn- konu eina væna og hugþekka

Hitti svo náttúrlega Íslending á Casablanca flugvelli, Ágúst Jónsson og við tókum út á meðan á töfinni stóð' hrunið sl haust og fórum létt með það
Hef sambanbd við Jemenfólk um eða eftir helgi og að Þvíbúnu Marokkolið

Wednesday, June 10, 2009

Ekki klikkar Fez

Mer fannst ohugsandi ad Fez staedi undir vonum minum. gamla borgin gaeti ekki verid jafn sjarmerandi og mig minnti En thad for a annan veg og vid vorum mjog lukkulegar ad hittast; ekki verra ad hotelid sem hopurinn verdur a er med ogleymanlegt utsyni yfir gamla hlutann. Borgin er sjalf eins og eg mundi hana fyrir tuttugu arum; hlykkjottir stigar, fjor og lif og kaeti og ys hvert sem litid er og ekki ad spyrja ad voruurvalinu; kryddilminum og bara ollu thessu sem er eins og thad atti ad vera. Skodadi leirkeraverksmidju i leidinni; rannsakadi astandid a teppamarkadinum og drakk te thangad til thad stod naestu, ut ur eyrun a mer

Nu fer thessi rannsoknarferd ad styttast kem heim seint a fostudagskvold Vona ad allir seu bunir ad borga sinar junigreidslur Svo tharf ad efna i myndakvold Jemenfara og hafa smasammenkomst med vaentanlegum Marokkoforum

Er i Meknes og fer a morgun til Casablanca/ vissu menn annars ad fraegasta myndin sem hefur verid tekin i Marokko CASABLANCA var ekki tekin thar
Solin skin og thad geri eg lika
Sjaumst

Sunday, June 7, 2009

Frida hefdi getad komid

Er thessa stundina i Midelt litlu, bae svona midja vegu milli
Merzouga og Fez Dagurinn i gaer hreinasta avintyri; inni olysanlega fagran hamrasal skallt fra Tingier, thar song undurfogur a i takti vid fjallafegurdinq:
Thegar ad kvoldi leid lentum vid vid algert furduveraldarhotel sem kennir sig vid Timbuktu: thae eru herbergin eda smahysin hra og smekkleg; skreytingar serstakar og vid hlidid standa tveir ulfaldar og kyssast. Var undursa,legra en ord fa lyst. Thadan verdur farid i ulfaldareidina og ut i eydimorkina og gist i tjaldbudum. Tho eg se nu ansi lagin a ulfoldu, gafst tvi midur ekki timi til thess nuna. Tharna eins og raunar a flketu, ef ekki ollu, naeturstodu, okkar dyrindis sundlaug

I dag hofu, vid Daoud rullad thetta b ara i rolegheitum og stoppudu, tvi her thae sem eg hef aukadag i Fez mer til oblandinnqar kaeti. Landslagid er fjolbreytt; vinjaz; grodursaelar hlidazr og fjoll; holt og loar en alls stadar sest til Atlsfjallanna:
Thad er nokk sama hvar vid stoppul til ad sotra kaffi eda te; thad eru alls stadar okkar klosett yfirleitt pappir; sapu og ollu, grajum svo Frida Bjornsd hefdi thessvedgna unad ser glod

Hlakka til ad koma til Fez. Nu aetla eg ad kaupa mer eitt edaz tvo sandblom ur Sahara
Bless i b ili

Friday, June 5, 2009

Er i edenshoteli i Ourzazate

Saelt veri folkid

Kom adan til thessa undursqamlegqr baejar og er a sannkolludu edenshoteli med fagrqa gqarda og falleg herbergi; ljo,andi sundlqug blasir vid. I morgun hitti eg hinn vaentanlega gaed hopsins i sept; hann heitir Josef og virkar einkar gedslegur. Sidan keyrdum vid Daould; annar eigandi ferdaskrifstofunnar heim til systur hans sem baud i myndarlegan kuskushadegisverd: Runtudu, um Maarqkesj og skodudum thad helsta en med hradi tho en eg gaf mer tima til ad akveda nytt hotel fyrir hopinn thar og ad vid forum i reisuna einkum a jeppum en ekki i rutu enda ekkert vit ad keyra suma vegina i rutu.

Leidin fra Marakesj til Ouaertzazatze er stortignarleg; farid um nedri Atlasfjoll og einstaklegq tilkomumikil leid: Keyrdum inn i Kastaladal skodudum kastala og pontudum hadegisverd thar i sept: Ekki rad nema i tima se tekid

Vedur hlytt og gott og thad eina se, angrar mig i augnablikinu er ad stafagerd er odruvisi a thessaei tolvu: Verd tvi ad lata thetta duga i bili: Undurljuft ad vera her; fer a morgun til Mersuga enda er thetta alger theytispjaldaferd
Meira fljotlega Bid ad heilsa

Wednesday, June 3, 2009

Myndakvöld hið besta- skrifa meðan ég er í Marokkó

Vonast til að geta sent amk 1-2 pistla frá Marokkó en þangað held ég í fyrramálið.
Þið ættuð því að fara inn á síðuna en ég sendi ekki tilkynningar þar um.

Íramfarar um sl páska hittust í gær og skoðuðu myndir og minningar. Borðuðum góðan fisk og áttum notalega stund og öllum fannst gaman að hittast

Reynir hélt líka sýningu á teikningum sem hann dró upp í ferðinni og voru þær afar skemmtilegar og sýna margar nýtt sjónvarhorn. Myndir Gurríar, Ingibjargar, Ólafs og Svövu og Gullu sýndar á skjá og kannski frá fleirum. Gurrí fékk verðlaunin sín v/stjörnumerkjagetraunarinnar því hún komst ekki á haustfundinn.
Var hið besta mál eins og þessi myndakvöld eru jafnan.
Menn furðuðu sig á því að ekki væri fengin næg þátttaka í að bjóða Pezhman hingað að ári. Ég furða mig líka á því- meira en lítið.

Íranferðin í okt er full og tek alls ekki fleiri þar. Kíkti inn á heimabankann áðan og undraðist nokkuð að ýmsir´Marokkó og Íranfarar eru ekki búnir að borga júnígreiðsluna. Er ekki bara hægt að kippa því snöfurlega í lag. Þarf ég virkilega að vera að nuða og nöldra þegar fólk á að hafa þetta í lagi. Ég gerði í gær upp alla miða í Íranferð í okt. og dugði það til að þurrka sjóðinn. Svo það er ekki sniðugt að setja mig í þessi vandræði. Þakka þeim sem hafa greitt skilvíslega.

Ítreka svo hvatningu um að þið íhugið Egyptó í haust og farið inn á síðuna og kynnið ykkur hvernig Marokkóáætlun kemur mér fyrir sjónir.
Sæl að sinni.

Monday, June 1, 2009

Loksins er það komið á hreint- við förum til Egyptó



Eftir allt saman verður af Egyptalandsferð. Í dag náðist lágmarksfjöldi og fegin er ég því. Við erum 20 og má bæta við. Ferðin er ákveðin eins og áður hefur verið frá sagt 1.-12 nóv. Hef samband við hópinn - og þá sem við vilja bætast um 20.júní upp á að hefja greiðslur. Einnig bíð ég eftir staðfestingu á því að hann



Georg væni gædinn okkar sem hér sést með okkur Ásdísi verði með hópnum en hann vann allra hjörtu og hugi í síðustu ferð.

Hvað varðar Íran erum við orðin 26 þar og get etv bætt við tveimur en þetta er út af fyrir sig ágætis stærð. Tveir svara mér í fyrramálið og má ekki seinna vera.
Og nú er komið á daginn að SEX af Jemen/Jórdaníuförum verða líka í Íran. Gott.

Munið að ég get skráð í Egyptó til 20.júní. Það væri gott að fá nokkra þar í viðbót en ferðin er sem sagt afráðin.