Monday, June 1, 2009

Loksins er það komið á hreint- við förum til Egyptó



Eftir allt saman verður af Egyptalandsferð. Í dag náðist lágmarksfjöldi og fegin er ég því. Við erum 20 og má bæta við. Ferðin er ákveðin eins og áður hefur verið frá sagt 1.-12 nóv. Hef samband við hópinn - og þá sem við vilja bætast um 20.júní upp á að hefja greiðslur. Einnig bíð ég eftir staðfestingu á því að hann



Georg væni gædinn okkar sem hér sést með okkur Ásdísi verði með hópnum en hann vann allra hjörtu og hugi í síðustu ferð.

Hvað varðar Íran erum við orðin 26 þar og get etv bætt við tveimur en þetta er út af fyrir sig ágætis stærð. Tveir svara mér í fyrramálið og má ekki seinna vera.
Og nú er komið á daginn að SEX af Jemen/Jórdaníuförum verða líka í Íran. Gott.

Munið að ég get skráð í Egyptó til 20.júní. Það væri gott að fá nokkra þar í viðbót en ferðin er sem sagt afráðin.

2 comments:

Guðrún C. Emilsdóttir said...

ooh, hvað ég vildi ég væri sjöundi Jemenfarinn að fara til Írans! Frábært hjá ykkur hinum að drífa ykkur! Ætla að kíkja á tölurnar í lottóinu...;-)

Anonymous said...

Bara svoleiðis, Guðrún mín, að það er ekki öllu meira pláss í ferðina til Írans. Desværre
KvJK