Vonast til að geta sent amk 1-2 pistla frá Marokkó en þangað held ég í fyrramálið.
Þið ættuð því að fara inn á síðuna en ég sendi ekki tilkynningar þar um.
Íramfarar um sl páska hittust í gær og skoðuðu myndir og minningar. Borðuðum góðan fisk og áttum notalega stund og öllum fannst gaman að hittast
Reynir hélt líka sýningu á teikningum sem hann dró upp í ferðinni og voru þær afar skemmtilegar og sýna margar nýtt sjónvarhorn. Myndir Gurríar, Ingibjargar, Ólafs og Svövu og Gullu sýndar á skjá og kannski frá fleirum. Gurrí fékk verðlaunin sín v/stjörnumerkjagetraunarinnar því hún komst ekki á haustfundinn.
Var hið besta mál eins og þessi myndakvöld eru jafnan.
Menn furðuðu sig á því að ekki væri fengin næg þátttaka í að bjóða Pezhman hingað að ári. Ég furða mig líka á því- meira en lítið.
Íranferðin í okt er full og tek alls ekki fleiri þar. Kíkti inn á heimabankann áðan og undraðist nokkuð að ýmsir´Marokkó og Íranfarar eru ekki búnir að borga júnígreiðsluna. Er ekki bara hægt að kippa því snöfurlega í lag. Þarf ég virkilega að vera að nuða og nöldra þegar fólk á að hafa þetta í lagi. Ég gerði í gær upp alla miða í Íranferð í okt. og dugði það til að þurrka sjóðinn. Svo það er ekki sniðugt að setja mig í þessi vandræði. Þakka þeim sem hafa greitt skilvíslega.
Ítreka svo hvatningu um að þið íhugið Egyptó í haust og farið inn á síðuna og kynnið ykkur hvernig Marokkóáætlun kemur mér fyrir sjónir.
Sæl að sinni.
Wednesday, June 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment