Monday, June 22, 2009

Tuttugu og fjórir- eða sem svarar heill hópur- hefur ekki sinnt spurningu minni


Úr síðustu ferð. Ljósm. Jóhanna Jóhannsdóttir

Ég býð ykkur góðan daginn

Ætla að senda þennan póst til að byrja með aðeins á þá sem hafa verið í Íranferðum undir leiðsögn Pezhmans Azizi. TUttugu og fjórir telst mér til að hafi ekki svarað hvorki jái né neii hvort þeir vilji taka þátt í að bjóða besta leiðsögumanni okkar, Pezhman Azizi til Íslands næsta sumar.

Tuttugu og fjórir er svona ámóta og heill hópur en skiptist svona
1.ferð: 8 hafa ekki svarað
2.ferð 12 hafa ekki svarað og tveimur verður ekki sent bréf
4.ferð 4 hafa ekki svarað
Allir í síðustu ferð munu taka þátt í þessu eftir því sem ég best fæ séð og vel trúlegt að hausthópurinn verði með líka. Ef svo er þætti mér trúlegt að þetta væri komið.
Upphæðin er 4-5 þúsund kr. Fyrir það er sem sagt meiningin að borga flugfar, skatta, ferðir hér innanlands sem ég vona að ýmsir bjóðist til að fara með hann í, bjóða honum heim etc. Svo er kjörið að efna til gleðskapar svo hann geti hitt sem flesta sem hafa verið með í Íranferðunum.
Pezhman var ekki leiðsögumaður í þriðju ferð en mun senda á það fólk engu að síður og er þá þeim í sjálfsvald sett hvað það gerir. Það á auðvitað við um alla en mér finnst erfirr að kingja því að sem svarar heill hópur ætli ekki að taka þátt í þessu.
Ef svör berast ekki, nenni ég ekki að stússa í því frekar að ganga á eftir fólki. Vil geta þess að ég hef ALLA á lista sem hafa svarað játandi. Takk fyrir það og fólk þarf því ekki að ítreka neitt. Sumir eru kannski ekki með á hreinu hvort þeir hafa sent svör og þá bara gera það aftur.

No comments: