Friday, June 19, 2009

Myndakvöld fyrir Jemen/Jórdaníufara


Frá Petra. Mynd Vera Illugadóttir

Loks hefur mér tekist að finna tíma fyrir okkur til að efna í myndakvöld fyrir Jemen/Jórdaníufara og hef sent þeim sérstakt imeil þar að lútandi. Veit að margir eru með forkunnargóðar myndir og fullvissa ykkur um að ég sníki purkunarlaust diska eða þess háttar sem getur nýst á síðunni.

Hef annars bara allt gott að segja. Marokkófarar hittist 2.júlí og Gulla Pé er í óðaönn að setja áætlunina snyrtilega upp. Ítreka að ég þarf vegabréfsnúmer og nákvæman gildistíma og útgáfudag og ár.

Íran er allt að róast svo ég hef engar áhyggjur þar að sinni. En mig vantar enn upplýsingar frá tveimur þar og kalla eftir þeim.

Sendi svo Egyptalandsfólki bréf um mánaðamótin, þá þurfa þeir að hefja greiðslur.

Bless í bili

No comments: