Saturday, May 30, 2009

Haustferðin til Íran fullskipuð - skrepp í rannsóknarför til Marokkó í næstu viku


Imammoskan mikla í Isfahan í Íran

Sæl veriði
Það er ánægjulegt að segja frá því að nú er haustferðin til Íran fullskipuð. Margir þátttakenda í henni er að fara í sína fyrstu VIMA ferð en nokkrir verið með áður. AMK þrír sem voru í Jemenferðinni á dögunum ætla að skella sér.

Samt er rétt að minna á að ég hugsa það sé hægt að bæta við ef fólk lætur vita hið skjótasta. Það er ekki garanterað ef fram yfir Hvítasunnuna er komið.

Ég geri smábreytingar á ferðinni og set þær inn á linkinn seinna í dag. Þær skipta í sjálfu sér engu máli. Verður flogið gegnum London en ekki Frankfurt þar sem Icelandair felldi niður flug til Íslands 14.okt.

Ég hef sent Íranförum bréf um greiðslur og vona að þær hafi skilað sér til allra og get ekki nógsamlega minnt á hversu mikilvægt er að greiða á réttum dögum.
Þessi hausthópur verður svo kallaður saman í kringum 20. ágúst til að fylla út áritunarblöð og fara yfir fatareglur og nánar um það síðar.

Þá mun páskahópurinn hittast nk þriðjudag og skoða myndir, skeggræða og rifja upp ferð og hafa allir tilkynnt sig. Takk fyrir það. Það verður gaman að hittast og mér heyrist allir hlakka til.

Jemen/Jórdaníuhópinn kalla ég svo á myndakvöld eftir að ég kem frá MarokkóFrá Fez í Marokkó

Í vikunni þ.e á miðvikudag skrepp ég til Marokkó í ´liðlega viku til að fara yfir áætlun hópsins í september og skoða hótelin. Þarf að kynna mér hvort ég tel að áætlunin sé í góðu standi og allt slíkt því þetta er fyrsti hópurinn okkar þangað og vil endilega að allt verði nú í lagi.

Enn vantar mig um sex manns eða sjö í Egyptalandsför í nóv. og get ekki gefið lengri frest á hana en til miðs júní. Bið Melbæjarfólk að láta mig vita hvort fleiri á þeirra snærum hyggjast koma með. Vona það.

Dundaði mér við í gærkvöldi að gera einn listann enn til fróðleiks og skemmtunar. Þar kom þá í ljós að af 630 þátttakendum hafa 439 farið í fleiri en eina ferð VIMA.
Langflestir hafa farið í 3 ferðir en allmargir í 4 og 5 og nokkrir í sex og sýnist að fimm hafi farið í sjö ferðir Vinninginn hefur Guðrún S. sem hefur farið í ellefu ferðir.

Þrátt fyrir ástandið heyrist mér margir velta fyrir sér Sýrlandi, Jemen og Íran á árinu 2010 og telja einboðið að ég skipti um skoðun og haldi áfram. Það verður ekki.

En ég hef sagt og mun standa við það að smali fólk saman kunningjum og vinum, ekki færri en 20 og óski eftir tiltekinni ferð mun ég taka málið að mér, þ.e. skipulagningu, innheimtu og fararstjórn. Annars ekki því ég ætla að sinna öðru.
Það hef ég þegar sagt milljón sinnum.

Varðandi boð til Pezhmans. Enn hefur ekki nema helmingur þeirra sem hafa farið í Íranferð og notið handleiðslu og einstakrar leiðsagnar hans, svo mikið sem ansað mér um hvort þeir vilji taka þátt í þessu.

Allir eiga fyrir drjúgri stundu að hafa fengið bréf varðandi þessa tillögu. Mér þykir súrt í brotið að menn svari ekki því helmingur dugar því miður ekki til.

Nú á ég von á Gullu pé sem ætlar að hjálpa mér að updatera póstlistana mína því mjög margir nýir voru bæði í Íran og Jemen í vor. Fæ alltaf sömu póstföngin endursend því menn láta ekki vita um ný. En nokkrir þó. Takk fyrir það.

Gleðilega hvítasunnu

Monday, May 25, 2009

Hinn fríði Jemen/Jórdaníuhópur- greiðslur Íranfara


Þessi mynd var tekin síðasta kvöldið okkar í Sanaa nú á dögunum. Fremri röð f.v.
Ágústa, Guðrún Davíðsd, Nouria Nagi, Sigríður, Kolbrún, JK
Aftari röð ´Rúrí, Helga Ásm, Kristín Emilía, Gerður, Valur, Erna, Margrét, Stanley, Vaka, Kristín Vilhjálmsd, Bergþór, Kristín Thorlacius, Guðrún C, Ágúst, Eyþór, Dóra, Ásdís, Þorgerður og Birna.

Mikill indælis hópur.

Enn er veruleg vöntun á því að Íranfarar í apr. láti mig vita um þátttöku á myndakvöldi. Hvar eruð þið eiginlega. Aðeins helmingur hefur svarað mér og ég VERÐ að láta Þau á Litlu Brekku vita.

Þá kemur hér greiðsluplan fyrir Íranfara í október og gjöra svo vel og borga skv. því svo allt gangi upp hjá mér.
Þeir sem hafa borgað staðfestingargjaldið 50 þús borga sem hér segir Þeir sem hafa EKKI borgað staðfestingargjaldið greiði það nú um þessi mánaðamót
1.júní 135 þús(per mann)
1.júlí 135 þús (per mann)
1.ág. 130 þús (per mann)

Það verður fundur með þessum hópi í ágúst til að fylla út áritunarblöð og fleira, seinni hluta þess mánaðar. Gjöra svo vel að hafa það bak við eyrað. Fer með hóp til Marokkó í byrjun sept og þá verður allt að vera klappað

Ítreka að ég get bætt við í þessa ferð og einnig Egyptalandsferðina. Hefja skal greiðslur í hana eigi síðar en um næstu mánaðamót, þ.e. júní/júlí. Hafiði heyrt þetta áður?

Ég ítreka líka að menn mættu láta mig vita um Pezhman hugmyndina. Annars gefum við það frá okkur

Meira hvað er erfitt að fá svör. Hjúkk- hvað ég verð stundum frústreruð yfir því. Svo maður tali virkilega fágaða íslensku.
Minni svo Marokkófólk á sína greiðslu nú um mánaðamótin. Á réttum tíma, vinsamlegast

Saturday, May 23, 2009

Lifnar yfir Egyptalandi ---Íranfarar, vinsamlega láta mig vita um myndakvöldsþátttöku

Góðan daginn.

Það er ekki að orðlengja það, elskurnar mínar, að ég gæti trúað að úr Egyptalandsferðinni yrði eftir allt saman. 1-12 nóv. Það gáfu sig fram hjón í gær sem vinna nú að því af krafti að fá vini og ættingja í þessa ferð og þeim er ekki fisjað saman.
Því lítur þetta betur út. En ég held þessi opnu fram yfir Hvítasunnu.


Þá er ég ansans ósköp hissa á tvennu:

1. Mér finnst Íranfarar úr síðustu ferð ekki athuga að þeir verða að láta mig vita um þátttökuna á myndakvöldinu. Veriðið svo væn að gera það.

2. Það hefur ekki nema þriðjungur eða varla það svarað spurningunni um hvort við sameinumst um að bjóða Pezhman til Íslands að ári. Mikið finnst mér það skrítið. Kannski er fólk í burtu eða hefur ekki kannað póstinn sinn. En þessir tæpu 40 sem hafa tekið glaðlega í það duga engan veginn svo af þessu verði.
Ég ætla að senda sérstakan póst á Íranfara sem hafa ekki svarað í þeirri von að þeir segi annað hvort af eða á.

Þá hef ég sett inn á síðuna Þátttakendur í ferðum þá sem verða með í Marokkóför. Kíkið á það.

Vantar enn herslumun að Íranhópur í okt sé nægilega skipaður svo ég geti haldið því verði sem ég hef gefið ykkur. En enn vantar svör. Gæskurnar mínar, verið nú snögg og munið að staðfestingargjald skal borga NÚNA. Lufthansa rukkar um helming farmiða um næstu mánaðamót og engin miskunn hjá þeim.

HAFIÐ SAMBAND!

Thursday, May 21, 2009

Hvað verður um Egyptó?Sæl öll í þessari sólardýrð

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að hefja þennan pistil því ég sé ekki betur en Egyptaland verði að blása af. Það hefur ekki bæst við þátttökulistann svo dugi til að af ferð verði. Það finnst mér verulega hart eftir að ég varð líka að aflýsa Líbíu.
Af sömu ástæðum.

Ég geri mér mæta vel grein fyrir því að margir eiga erfitt með að ákveða sig um þessar mundir og kannski ekki skrítið. Á hinn bóginn er ansi hreint leiðinlegt að fólk skuli ekki láta mig vita. Skal þó ekki vanþakkað að sumir hafa gert það.
Held Egyptalandi inni fram yfir Hvítasunnu en þá eru síðustu forvöð að tryggja að af ferðinni verði.

Íranfarar eru nokkru hressari og mér þykir sýnt að hún verði farin þó svo að þar sé sama uppi á teningnum og ég bíði svara frá SEX manns sem höfðu meira og minna tilkynnt sig.
Hugsanlegt er að beina þeim tilmælum til Egyptalandsfólks sem hefur ekki sótt Íran heim hvort þeir vilji skipta: ferðin er að vísu dýrari en miklu meira innifalið.
Að þessu spyr ég t.d. verðlaunahafann í getrauninni okkar, svo og Lindu Guðrúnardóttur.

Ekki hefur nema einn spurst fyrir um mína hugmynd um að skutla Óman inn svo því er sjálfhætt.

Hef sent Írönförum í apr tilkynningu um myndakvöld og bíð eftir svari því ég þarf að láta vita á Litlu Brekku hversu mörg við verðum.

Þá hafa Jemen/Jórdaníufarar margir látið frá sér heyra og eru afar ánægðir. Bið Þorgerði að senda mér hópmyndina sem var tekin í Sanaa svo ég geti komið henni áfram.

Marokkóhópurinn er í góðu standi og allir hafa borgað staðfestingu og minni á að þeir greiða svo næstu greiðslu nú um mánaðamótin.
Sendi greiðsluáætlun til Íranoktóberhóps fljótlega.

Þar sem ég er að enda þessi ferðalög að liðnu þessu ári þykir mér verulega leitt ef það endar með því að ég þarf að fella niður tvær ferðir vegna skorts á þátttöku þar sem ég veit mætavel að fólk er sátt og glatt með þessar ferðir.

Það er kannski partur af þessu heila galleríi að þurfa einlægt að vera að nuða og tuða. Get hugsað mér margt skemmtilegra.

Og því fer ég nú upp á fæðingardeildina á Akranesi og skoða tíunda barnabarnið, Hrafns og Elínardóttur sem kom í heiminn 20.maí og á að heita- getiðu nú.

Monday, May 18, 2009

Við erum komin heim kát og glöð - og svo er hér áríðandi tilkynning, endurtek ÁRÍÐANDI

Sæl öll

Jemen/Jórdaníufarar komu heim frá London nú rétt um miðnættið og var kvaðst með gleði og söknuði í Keflavík því öllum bar ásamt um að ferðin hefði verið hin frábærasta. Við munum svo hafa kvöld eftir 2-3 vikur, svona þegar sálin hefur komist heim og myndir eru klárar.

Við kvöddum Guðrúnu Emilsdóttur í morgun og hún hélt til Damaskus í vikuheimsókn til bróður síns og fjölskyldu sem búa þar.

Í gær héldum við frá Petra um hálf tíu leytið og á leiðinni talaði ég um söguna og atburðina á 20.öld í þessum heimshluta við ágætis undirtektir.

Fórum upp á Nebofjall og til Madaba og síðan var rúllað til Amman þar sem við hreiðruðum um okkur á Jerusalem hóteli.

Kveðjukvöldverður var í gærkvöldi og ég flutti náttúrlega andríka ræðu þar sem ég þakkaði ferðafélögunum einstaka samveru og skálað var fyrir ferðinni og til lífs og til gleði. Vaka sagði síðan nokkur orð og fór fallegum orðum um ferðina og mér þótti vænt um það.

Stefanía Khalifeh ræðismaður okkar í Jórdaníu kom og borðaði með okkur og var það öllum til mestu ánægju. Henni þótti að vísu við ganga nokkuð snemma til hvílu en heimavistarskólaaginn var enn í gildi og allir voru komnir í sín ból um tíuleytið eða fyrr.

Stefanía var í Íranferðinni í apríl með okkur og sagðist eiginlega vera þar enn, svo mjög hefði ferðin hrifið hana og vakið spurningar

Um hádegi að jórdönskum tíma lagði RJ vélin svo af stað til London. Þar hittum við m.a. Samir Hassan, þann sómadreng sem er ræðismaður Jórdaníu á Íslandi.
Biðum nokkra klukkutíma á Heathrow, nema Þorgerður og Dóra brugðu sér í bæinn.

Okkur fannst ömurleg viðbrigði að koma inn í Icelandairvélina eftir þá góðu og vönduðu þjónustu sem RJ veitir farþegum sínum þótt þeir fljúgi ekki á hefðarmannafarrými en ferðin per se gekk að óskum.

Er afskaplega ánægð með ferðina og ekkert kom upp á nema smálasleiki Þorgerðar en hún tók því af hreysti og glaðlyndi og er vonandi búin að ná sér.

Endurtek og ítreka þakkir til félaganna fyrir samvistirnar síðustu tvær vikurnar.

Nú verða Íranfarar að gjöra svo vel að staðfesta sig
Hef ekki farið inn á heimabankann svo ég veit ekki almennilega hverjir hafa staðfest sig af áhugasömum Íranförum. En nú verður ekki lengur beðið með það og gjöra svo vel að gefa sig fram og reiða fram staðfestingjargjald eigi síðar en í dag(þriðjudag).

Einnig bið ég áhugasama um Egyptalandsferð að láta mig vita því skýrist það mál ekki snarlega verð ég að blása hana af. Ég hef ekki fengið næga þátttöku í Líbíuferð og gef tíma til helgarinnar að láta mig vita.

Hef fengið þá snjöllu hugmynd að við gætum etv slegið í Ómanferð í staðinn. Hún er dýrari en hinar og þarf að panta hana fyrir helgina ef til þess kæmi að hún yrði að veruleika og væri vissulega gaman að enda þessi ferðalög okkar með Ómanreisu sem yrði þá að Egyptalandsferð lokinnni.

Þakka þeim sem hafa svarað og þeir þurfa ekki að endurtaka það. Hef allt á blaði hjá mér hverjir hafa svarað mér.

Mun svo hafa samband við aprílíranfara allra næstu daga vegna myndakvölds sem við drífum í að efna til innan tíðar.

Furða mig á því hversu margir Íranfarar hafa ekki séð ástæðu til að ansa varðandi þá hugmynd að bjóða Pezhman til Íslands og velti fyrir mér hvort menn horfa í 4-5 þús. kr. til að það geti orðið. Þætti viðkunnarlegra að menn svöruðu.

Nú sef ég vonandi vært og næ sálinni heim á morgun eða hinn.

Saturday, May 16, 2009

Asdis gekk badar leidir i Petru

Vid vorum ad koma nedan ur Petru eftir undursamlegan dag og held eg geti sagt ad hopurinn eins og hann lagdi sig hreifst af fegurdinni, klettadyrdinni, litbrigdunum og ollu tvi storkostlega sem thar er ad sja.

Vid forum af stad kl 9 i morgun og allir gengu inn i Petra og letu hestakerrur og slik thaegindi lond og leid. Anton leidsogumadur sem er ljomandi vidfelldinn naungi skyrdi haefilega a leidinni og thegar komid var i gegnum skardid blasti svo vid enn frekari dyrd. Vedrid var sol og blida, nokkud hlytt a timabili en ekki til othaeeginda.
Svo var labbad um Petru, farid upp i ymsa stadi og var hopurinn duglegur ad skoda ymsa stadi sem leidsogumadurinn benti okkur a og var i forystu fyrir.

Fengum okkur nestishadegisverd og te skommu adur en kom nidur i botninn, haefilegur og hollur skammtur. Gerdur og Ruri skokkudu lettilega upp threpin 1100 sem liggja upp i klaustrid, Einhverjar sogur um ad Stanley og Agusta hafi latid taka af ser myndir a upp og nidurleid og latid duga. Sel ekki dyrar en eg keypti.

Ymsir fengu ser reidskjota til baka, Gudrun Emilsd, Gudrun Davids og JK fengu ser asna og foru lett med ad teygja tha a tolt, Thorgerdur var tho ivid tignarlegri hvar hun gnaefdi yfir okkur a ulfalda.

Ferdaskrifstofan let utbua handa okkur skrautsandflosku me nofnum hvers og eins medan vid v orum nidurfra og vid tokum thaer svo tilbunar a bakaleidinni.

Vid Erna fengum okkur kerru til baka en adrir gengu og eg a serstaklega ad taka fram ad Asdis Kvaran gekk badar leidir
Menn eru modir og rjodir og lukkulegir og sumir liklega komnir i sundlaugina nuna.

Forum hedan a morgun, fyrst upp a Nebo og til Madaba og komum til Amman siddegis og Stefania raedismadur aetlar ad koma og borda med okkur tha.
Vid gistum sem sagt nott i Amman og leggjum sidan af stad til London og sidan heim hinn daginn.

Thad bidja allir fyrir kaerustu kvedjur

Tuesday, May 12, 2009

Aftur i Sanaa eftir heita sudurferd

Blessud oll

Vid komum i eftirmiddaginn fljugandi fra Sejjun eftir frabaera daga thar. Hiti for i gaer i 46 stig en vid letum thad ekki a okkur fa og drukkum vatn og te i litravis.
I gaer skodudum vid okkur um i Sejjun, forum i hollina sem gnaefir yfir bainn thar sem merk saga er sogd med myndum og thodhattauppsetningu. Kikt ogn vid i silfurbudinni vid hollina. Gengum um markadinn sem er i sjalfu ser ekki ykja merkilegur en gaman ad hitta innfaedda sem allir toku okkur af somu gledinni. Einnig dadumst vid ad korlunum sem vinna daginn ut og inn hver sem hitinn er vid ad gera leirflogurnar sem langflest husin eru byggd ur.
Fengum okkur jogurt og hunang i hadegisverd og seinni hluta dags ut i Manhattaneydimaerkurinnar Sjibam thar sem skyjakljufarnir spretta upp og er einstaklega vinalegt ad ganga inn a milli thessara sjo og atta haeda husa sem eru morg hundrud ara gomul og flest hafa verid gerd upp, og thar voru geitur og born ad leik. Lobbudum i safn og ferdamannahus bajarins og i for med okkur slost ansi myndarlegur hani sem eg held ad hafi stadid i theirri tru ad hann vaeri leidsogumadurinn okkar.

Flestir priludu svo upp a utsynisstadinn og fengu solarlagid beint i aed.

I fyrradag var flug fra Sanaa til Mukalla um midja nott og tvi vorum vid komin eldsnemma thangad og stoppudum tvi ekki i Palmalundi heldur sidar. Sumir dottudu medan brunad var um merkur og sanda en thegar keyrt var nidur gljufrid og nidur i Wadi Douan gladvoknudu allir og thotti fegurdin einstok svo og thessi hau og skornu fjoll en slett ad ofan.

I thorpinu Budha var stoppad i hadegisverd og greinilegt ad nu vilja allir herma eftir Palmalundi med kjuklingarettinn fraega og tokst theim Budhamonnnum thad bara agaetlega.

Thad er olysanlegt ad bruna um thessa leirlitudu fegurd i Wadi Doun og sidan tekur vid adaldalurinn Wadi Hawdramout.
Vid vorum komin i Hawta Palace siddegis og voru menn mjog hrifnir af fegurdinni thar.
Hotelid er gamalt hefdarmannahus sem ferdaskrifstofan okkar keypti fyrir nokkrum arum og gerdi upp a serdeilis smekklegan mata.Allt gert ur leirflogunum godu. Thar er somasundlaug og fagrir gardar.

Vid bordudum baedi kvoldin a Hawta Palace og allir sattir og gladir og hopurinn kvedst vera i algerri Jemenvimu thott engin hafi gattlaufin farid ofan i okkur.

Ekki var verrra ad i Mukalla fengum vid fylgd ferdamannalogreglunnar sem gaetti okkar af stakri kunst og hofdu allir gaman ad

Nu bordum vid her a Sheba a eftir og i fyrramalid er ferd til Wadi Dhar her skammt fra Sanaa.
Eftir hitann fyrir sunnan var ekki laust vid ad okkur thaetti ekki mikid til um 27 gradur her i Sanaa.

Hopurinn er sem sagt i finu formi, menn thakka kvedjur og bidja kaerlega ad heilsa

Vil nefna i leidinni ad eg vona ad IRANfarar seu bunir ad ganga fra stadfestingargjaldi og thar sem Egyptalandsferd er ekki fullskipud hvet eg menn til ad lata i ser heyra um thad.
Bless oll og afi gamli lika

Saturday, May 9, 2009

Laerdomsrikur og ljufur Jemendagur

Sael oll
I morgun theysti hopurinn i heimsokn i Yeromidstodina og var thad ollum ad eg hygg ogleymanleg stund. Nouria fagnadi okkur vel og margs var spurt og husakynni skodud.
Flestir i hopnum sem stydja born hittu thau, te. Birna hitti Ahlam, Amal gekk rakleitt i fangid a Voku, Eythor hitti strakinn sinn og systur hans sem modir hans styrkir, vel for a med Asdisi og AMdjad sem hun styrkir, Gudrun Emilsdottir hitti Bosru sem Catherine modir hennar styrkir og Thorgerdur og Dora hittu tvo af bornunum sem Hjallastefnan styrkir.
Svo gengu menn um, skodudu myndir krakkanna og vinnu kvennanna a fullordinsfraedslunamskeidinu og gerdu hin rausnarlegustu kaup. Margir voru snortnir ad kynnast thessu merkilega starfi sem tharna er unnid og nokkrir letu i ljos ahuga a ad taka ad ser born thegar naesta skolaar hefst.
Thorgerdur og Dora munu vera dagstund i skolanum thegar vid komum aftur fra Sejjun og hitta tha konurnar a fullordinsfraedslunamskeidinu og raeda nanar vid Nouriu.

Hun rifjadi upp godar stundir sem hun atti a Islandi fyrir halfu odru ari og bad fyrir kaerustu kvedjur til vina sinna margra a Islandi, ekki sist Gullu pe, Eddu og Thoru Jonasd, Asdisi Ben og Maju Kr og Olofu, Elisabetu Ronaldsd og Borgarfjardarpia ofl ofl.

Thetta var virkilega ind;l hehimsokn.
Ssvo var keyrt til Thula thar sem Fatima beid okkar med dukad hadegisverdargolf med amk tuttugu rettum og atu allir a sig gat Eg sagdi theim nanar fra Fatimu og hvernig hun er i reynd kveikjan ad thessu starfi okkar i Jemen. Vid hylltum hana og foreldra hennar akaft fyrir rausnarskapinnn.

Flestir foru svo i verslun hennar, en ymsum fannst hun selja harla dyrt en eg hafdi sagt theim ad hun vaeri skeleggur og akafur kaupmadur. Margir gerdu kaup vid hana og adra en allir strakarnir i Thula thyrptust a vettvang eins og venjulega og thotti sumum nog um gledilaetin i theim.
Vid erum fyrsti ferdamannahopurinn sem kemur til Thula a thessu ari og kannski ekki ad undra thott menn vildu halda ad okkur varningi sinum.

I kvold forum vid ad borda a Al Manqual sem eg man ekki hvort er libanskur eda jordanskur stadur og i nott flugjum vid svo til Mukalla og keyrum yfir eydimerkur og sanda nidur i dalina storkostlegu og til Sejjun thar sem vid gistum a Hawta Palace i 2 naetur. Forum um nagrannabyggdir og sloppum vaentanlega lika af vid sundlaugina.

Byst ekki vid ad senda pistil thadan en vona ad allir seu i godu standi hvort sem rikisstjorn er komin eda ekki og hvet menn til ad skrifa inn a abendingadalkinn kvedjur til okkar.
Sael i bili og allir bidja ad heilsa og eru i sama solskinsskapinu og vedrid sem leikur vid hvern sinn fingur.

Friday, May 8, 2009

Vid Jemenfarar vorum ad koma ur fjallaferd

til Hajjara og Manakka og folk alveg himinlifandi yfir storkostlegu landslaginu a leidinni. Skodudum Hajjara en forum ekki inn i baeinn. Fostudagsbaenum var ad ljuka og vegna bliduvedurs tharna i 3 thusund metra haed voru thaer uti vid svo Islendingar gatu virt kurteislega fyrir ser baenagjordina.
Bordudum i stadnum okkar i Manakka, allir satu a golfinu og bornir fyrir okkur thessir bragdgodu rettir og menn gerdu ser gott af theim og horfdu sidan a danslipra Jemena syna Baaradansana og their fengu sidan flesta til ad taka thatt i dansinum vid mikla katinu.
Eydimerkurrefurinn er nu medan bilstjora og bidur einstaklega vel og addaunarlega ad heilsa Elisabetu Jokulsdottur og minnist hennar med angurvaerd og fognudi. Tha er Ahmedinejad Iransforseti einnig aftur i bilstjorahopnum og urdum vid fjarska kat ad hittast.
Undurgott vedur og sol og birta i fjollunum.

I gaer vorum vid i gongu um gomlu borg og um markadinn. Held eg geti fullyrt ad Sanaa og Jemen gagntekur thennan hop ekki sidur en tha fyrri.

Ferdin hingad gekk baerilega og af tvi vid gistum i Frankfurt voru menn ekki eins threyttir i gaer og venjulega. Mohammed gaed tok a moti okkur og Yassim starfsmadur UNIVERSAL var lika a vellinum og sa um ad vegabrefsmal flugu i gegn.

A eftir forum vid a stad utan Sheba ad borda og i fyrramalid er heimsokn i YEROmisstodina og er tilhlokkunarefni. Sidan holdum vid til Thula og Fatima hefur thegar bodid ollum hopnum plus bilstjorum i hadegismat heima hja ser.

Hopurinn naer prydisvel saman og er allt i godu gengi og gledi.
Allir bidja fyrir kaerar kvedjur og eg hvet ykkur til ad skrifa i abendingadalkinn.
Skrifa svo trulega aftur annad kvold og adur en vid holdum til Mukalla hinn daginn.
Margblessud

Sunday, May 3, 2009

Fjölmennur aðalafmælisfundur - munið greiðslur inn á ferðir


Frá fundinum í dag. Vera Illugadóttir tók myndina

Afmælisaðalfundurinn í dag, sunnudag tókst afar vel og um sextíu manns komu á fundinn

Mörður Árnason var fundarstjóri og JK flutti skýrslu stjórnar sem sýndi afar hressilegt starf á árinu. M.a. kom fram að fleiri hafa farið í ferðir VIMA á síðasta starfsári en nokkru sinni. Þar af var ein til Egyptalands, tvær til Íran, tvær til Jemen/Jórdaníu, tvær til Líbíu og ein til Sýrlands/Jórdaníu, alls 181 og á þriðjudag er svo lagt af stað til Jemen og þar í hópi eru ýmsir stuðningsmenn krakkanna okkar.

Sömuleiðis talað um glæsimarkaðinn til stuðnings YERO verkefninu, útgáfu fréttabréfsins og stuðning við krakkana okkar.

Í stjórn voru allar endurkjörnar, svo og endurskoðendur. Samþykkt var samhljóða að hækka félagsgjöld í 3 þús. kr árlega og reikningar samþykktir og allt í blóma.

Elín Pálmadóttir, Íransfari í síðustu ferð, kvaddi sér hljóðs og fór fallegum orðum um ferðina og hversu athyglisvert væri að hafa allt innifalið og hversu margt henni fyndist hópurinn hafa fengið tækifæri að sjá.

Ég afhenti stjörnumerkjaverðlaun en aðeins annar verðlaunahafinn Hildur Bruun var mætt til að taka á móti sinni viðurkenningu. Hinn verðlaunahafinn Guðríður Guðfinnsdóttir hafi samband við Eddu Ragnarsd sem verður húsvörður meðan ég er í Jemen/Jórdaníuferðinni.

Eftir kaffihlé þar sem við gæddum okkur á gómsætum kökum - og Dóminik hafði skreytt með fimm blöðrum vegna afmælisins, tók svo Örnólfur Árnason, fararstjóri á Spáni og kunngur Marokkó til margra ára og spjallaði um Marokkó í nútíð og fortíð og var gerður fjarska góður rómur að hans máli.

Eftir að hafa svo svarað nokkrum spurningum og menn höfðu greitt félagsgjöld og kaypt kort sem Ellen Júlíusdóttir hafði gefið til styrktar Fatimusjóði, skrifað sig á lista varðandi Pezhman og hugsanlega heimsókn hans til Íslands sumarið 2010 en nú hefur þriðjungur Íranfara skrifað sig á þann lista, og menn spjallað saman og átt góða stund, sleit Mörður fundi.

Ég vil benda Marokkóförum eindregið á að greiða maígreiðslu eftir helgina og Íranfarar greiði sínar 50 þús kr á mann í staðfestingargjald. Sama gildir um Egyptalandsfara sem greiði 40 þús í staðfestingargjald Sú ferð er ekki fullskipuð en ég bið menn lengstra orða að inna þessa greiðslu af hendi svo ljóst verði hverjir eru að hugsa um þessar ferðir í alvöru.Hvað varðar Líbíu vantar amk helming í hana og ef ekkert gerist í komandi viku, verð ég að slá hana af þó svo mér finnist það súrt í brotið

Það kom fram í skýrslunni minni að þó ég hætti að fara með hópa í ferðir að liðnu þessu ári, kemur til greina að ég geri það ef hópar taka sig saman og tilkynna sig. Annars ekki. Áfram verður haldið með Jemenverkefnið og börnin studd dyggilega áfram.
Einnig verða fundir og útgáfa fréttabréfs með sama sniði og verið hefur.

Ég bið Jemen/Jórdaníufara eindregið að skilja eftir slóð síðunnar johannaferdir.blogspot.com hjá vinum og ættingjum og hvet þá til að fara inn á síðuna og senda kveðjur. Ég sendi pistla um ferðina svo menn geta fylgst með okkur.

Ítreka að ég sendi ekki tilkynningu um þá pistla.

ÍTREKA EINNIG AÐ VÆNTANLEGIR ÍRANFARAR GREIÐI SNARLEGA STAÐFESTINGARGJALDIÐ. Er búin að panta flug og láta ferðaskrifstofuna vita og þarf nauðsynlega að fá á hreint hverjir ætla að taka þátt í þeirri ferð. Þar sem ég mun greiða fljótlega eftir heimkomu frá Jemen inn á Íranferðina bið ég ykkur í fullri alvöru að láta þetta ekki dragast.
Takk svo kærlega fyrir góðan fund.

Friday, May 1, 2009

Eigum við að bjóða Pezhman til Íslands?

Óska öllum gleðilegs hátíðisdags

Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að bjóða íranska gædinum okkar Pezhman Azizi til Íslands sumarið 2010. Mig langar að kanna undirtektir við hana hér og nú og á næstunni.
Pezhman hefur verið leiðsögumaður okkar í fimm ferðum af sex þangað og verður einnig með okkur í haust ef þátttaka fæst. Hópurinn sem var í þriðju ferð og Pezhman gat ekki tekið af sérstökum ástæðum hitti hann þó nokkrum sinnum því hann kom tvívegis og borðaði með okkur.

Pezhman hefur notið mikilla vinsælda meðal íslensku hópanna enda einstaklega fróður, segir skemmtilega frá og er natinn og hugulsamur við alla. Hann hefur einnig lagt drjúgt lóð á þá vogarskál að kynna fólki annað Íran en það bjóst við.

Mér fyndist því ekki saka að athuga hvort undirtektir fást við þessa hugmynd. Þá myndum við skjóta saman, hver Íranfari borga einhverja smáupphæð, kannski 4-5 þús. kr eftir því hvað margir yrðu með og síðan skyti einhver skjólshúsi yfir hann hér í Reykjavík og svo skiptum við okkur í lið að fara með hann út á land og einhverjir væru ugglaust til í að bjóða honum í mat eða snúast eitthvað með hann.
Einnig yrði efnt til eins eða tveggja samkvæma þar sem flestir/allir Íransfarar mættu og þá fengju sem flestir tækifæri til að hitta Pezhman og rifja upp gamlar og góðar endurminningar.
Þetta yrði sirka tíu daga ferð
Hefur þegar verið fært í tal við hann en ég vil ekki binda neitt fastmælum fyrr en ég veit hver ykkar afstaða er
Þetta yrði með áþekku sniði og þegar Sýrlandsfarar tóku sig til um árið og buðu sýrlenska gædinum okkar, Maher Hafez hingað

Ég leyfi mér að biðja ykkur að skrifa álit ykkar í ábendingadálkinn eða senda mér imeil jemen@simnet.is Allt tekur þetta sinn tíma hvað varðar undirbúning svo mér finnst rétt að senda þessa fyrirspurn út núna.

Minni ykkur svo rétt í leiðinni á afmælisaðalfundinn okkar í Kornhlöðunni við Bankastræti nk sunnudag kl. 14 þar sem talað verður um Marokkó og sýndar myndir, að loknum aðalfundarstörfum og etnar gómsætar tertur.