Saturday, May 23, 2009

Lifnar yfir Egyptalandi ---Íranfarar, vinsamlega láta mig vita um myndakvöldsþátttöku

Góðan daginn.

Það er ekki að orðlengja það, elskurnar mínar, að ég gæti trúað að úr Egyptalandsferðinni yrði eftir allt saman. 1-12 nóv. Það gáfu sig fram hjón í gær sem vinna nú að því af krafti að fá vini og ættingja í þessa ferð og þeim er ekki fisjað saman.
Því lítur þetta betur út. En ég held þessi opnu fram yfir Hvítasunnu.


Þá er ég ansans ósköp hissa á tvennu:

1. Mér finnst Íranfarar úr síðustu ferð ekki athuga að þeir verða að láta mig vita um þátttökuna á myndakvöldinu. Veriðið svo væn að gera það.

2. Það hefur ekki nema þriðjungur eða varla það svarað spurningunni um hvort við sameinumst um að bjóða Pezhman til Íslands að ári. Mikið finnst mér það skrítið. Kannski er fólk í burtu eða hefur ekki kannað póstinn sinn. En þessir tæpu 40 sem hafa tekið glaðlega í það duga engan veginn svo af þessu verði.
Ég ætla að senda sérstakan póst á Íranfara sem hafa ekki svarað í þeirri von að þeir segi annað hvort af eða á.

Þá hef ég sett inn á síðuna Þátttakendur í ferðum þá sem verða með í Marokkóför. Kíkið á það.

Vantar enn herslumun að Íranhópur í okt sé nægilega skipaður svo ég geti haldið því verði sem ég hef gefið ykkur. En enn vantar svör. Gæskurnar mínar, verið nú snögg og munið að staðfestingargjald skal borga NÚNA. Lufthansa rukkar um helming farmiða um næstu mánaðamót og engin miskunn hjá þeim.

HAFIÐ SAMBAND!

No comments: