Tuesday, September 30, 2008

Styrkur og hlaup- og loks myndakvöld Jemenhópanna


Sætar litlar Ómanstúlkur

Gúddag öll

Hef nú loksins fundið tíma fyrir myndakvöld Jemenhópa og sent ferðalöngum og vona að vel verði mætt. Það verður ánægjulegt að rifja upp ferðirnar með þessu einstaklega ljúfa fólki Bið fólk að svara sem fyrst þar sem ég þarf að láta vita um fjölda sem mætir á Litlu Brekku. Ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti.
Þar verður á boðstólum fiskréttur og kaffi og kostar 2600 kr.

Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í stjórn Fatimusjóðs fór og tók við styrk frá ALCAN sem var 250 þúsund krónur. Einnig lagði Glitnir inn á reikning okkar hagnað af áheitum vegna maraþonhlaups á menningarnótt 120 þúsund. Gott mál.

Þótt ástandið sé skrítið þessa dagana heldur lífið áfram. Og ferðalögin 2009 bíða ykkar og ég hvet fólk sem sagt til að skrá sig eða amk láta vita um áhuga.

Hef haft spurnir af því að einhverjir sem hafa ekki tilkynnt mér það, vilji komast í Ómanferð í febr og verið svo góð að láta vita um það. Ómanferð verður blásin af ef þátttaka næst ekki og sama gildir um Egyptaland. Og raunar allar ferðirnar nema ég heyri frá ykkur hið skjótasta. Þetta þarf mjög langan fyrirvara, það ættu allir að vita nú.

Þakka kærlega elskulegar kveðjur og orð sem menn hafa skrifað inn á ábendingadálk og önnur imeil sem mér hafa verið send. Mér þykir mjög vænt um það allt en engin breyting á ákvörðun minni.

Nokkrir hafa EKKI greitt fyrir Jemenbörnin sín, eða látið mig vita hvernig þeir ætla að borga. Það er allt í lagi að þið skiptið greiðslu og flestir hafa sagt mér hvernig þeir borga. Bið hina að drífa í málunum. Reikningsn. 1151 15 551212 og kt. 1402403979. Ég verð að gera upp fyrir þau fljótlega svo endilega greiðið skilvíslega.
Takk fyrir það.

Hef innan tíðar nánari upplýsingar um verð fyrstu ferða og ég hef heyrt frá Georgíu og þar er allt að færast til betra horfs svo ég hef ákveðið - uns annað kemur í ljós - að Kákasuslandaferð verði í maíbyrjun.
Slæðingur er kominn í Íransferð. Þar má bæta við. Ekki gleyma Jemen í maílok.

Saturday, September 27, 2008

Kornhlöðufundur hinn besti- síðustu ferðir árið 2009

Sæl öll og takk fyrir síðast fundargestir góðir

ÞAR SEM PÓSTUR er bilaður hér bið ég ykkur vinsamlegast að senda þetta áfram því ég get ekki sent tilkynningu nema til fárra

Mánudagur: Tæknistjórinn og eðalklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir kippti gömlu tölvunni í lag. Svo ég ætla að senda tilkynningu til fólks.

Á sjötta tug skrifuðu í gestabókina á fundinum áðan sem lukkaðist mjög vel.
Mörður Árnason var fundarstjóri en áður en skipan hans var afráðin sagði ég fáein þakkarorð til félaga vegna Perlusúks enda framlag félaga í því máli mikilsvert og ómetanlegt hvernig sem á málin er litið.

Dóminik Pledel Jónsson talaði um verðlagningu ferða og hvað einatt er lítið að marka fyrstu verðlagningu hjá ferðaskrifstofum ; venjulega bætist við alls konar kostnaður sem ekki er frá skýrt í fyrstu. Því hefur sem sagt ekki verið til að dreifa í VIMA ferðunum þótt ég hafi verið tilneydd að hækka Sýrlands/Jórdaníuferð svo og Líbíuferðir. Það var gert með fyrirvara.

Aðalræðumaður var svo Guðríður Guðfinnsdóttir sem var búsett í áraraðir í Jórdaníu og er tiltölulega nýflutt heim. Hún sagði frá því hvernig sér hefði verið tekið þegar hún settist þar að. Hún benti líka á að hefðir réðu oft meira en trúin þegar svokölluð "kúgun kvenna" er í augum vestrænna, lýsti nokkuð fjölskyldumálum þarlendra og sýndi svo myndir með upplýsingum um Jórdaníu nútímans. Margir lögðu spurningar fyrir Gurry og svaraði hún öllum vel og greiðlega og afar góður rómur gerður að hennar máli.

Eftir að menn höfðu svo úðað í sig kaffi og tertum héldu fundarstörf áfram og Mörður gaf mér orðið.

Ég lýsti því að ferðir ársins 2009 lægju frammi en verð væri ekki gefið upp enda varla fært fyrr en síðar.

Mæltist samt til þess að menn skráðu sig í ferðir og það fyrr en síðar og verð kæmi jafnskjótt og unnt væri.

Einnig skýrði ég frá því að ferðir ársins 2009 verða þær síðustu sem ég mun standa fyrir og sló þá þögn á viðstadda(!)
En sannleikurinn er sá að þessar ferðir hafa orðið svo vinsælar og eftirsóttar að ég get varla sinnt öðru - og svo að auki stúss við Fatímusjóðinn - og ég hef annað í huga árið 2010 ef guð lofar og allt það. Þó ég hafi haft af þessu ómælda ánægju og kynnst undursamlegu fólki verður einhvern tíma að láta staðar numið. Hagnaðurinn hefur heldur ekki verið í samræmi við undirbúning og fararstjórn - og þetta er ekki sagt í píslarvættistón. Þetta er bara staðreynd og sjálfri mér um að kenna.

Samt er engin ástæða til að örvænta en menn ættu að taka nótis af þessari ákvörðun og skrá sig í ferðirnar 2009 og það fyrr en síðar.
Þegar vatnsberi hefur ákveðið sig, hann er stundum dálítið lengi að því, er hann ansi hreint staðfastur.

Ég set svo hér ferðir ársins og tekið skal fram að þátttakendur verða að vera minnst 20 til að úr ferð verði.
Þegar greiðsluáætlun liggur fyrir er NAUÐSYNLEGT að menn borgi á réttum dagsetningum og verður það ekki nógsamlega áréttað.

GJÖRIÐ SVO VEL OG LÁTIÐ VITA um hvaða ferðir þið kjósið.

Febrúar. Óman eða Egyptaland 12-14 dagar
Mars: Líbanon 8 dagar
Apríl: Íran 14 dagar
Maí Kákasuslöndin Azerbadjan, Georgía og Armenía 17 dagar
Lok maí/júní Jemen/Jórdanía 16 dagar

September: Úzbekistan/Kyrgistan 16-18 dagar ( að líkindum uppseld)

Á sunnudag var fundur tveggja Líbíuhópa. Sá fyrri fer út 10.okt og kemur 24.okt. Inga Jónsdóttir mun væntanlega leiða hópinn fyrri á heimleið. Sá seinni fer út tveimur dögum síðar. Ég kem ekki heim í millitíðinni, bíð í Tripoli, annað væri bara geggjun. Edda Ragnarsdóttir og Herdís Kristjánsdóttir hafa verið beðnar að stýra hópnum á leiðarenda í Tripoli- með gististoppi í London.
Þetta voru elskulega notaðlegir fundir, menn gæddu sér á sýrlensku gúmmulaði, kökum, döðlum og sætindum öðrum og drukku kaffi eða te. Margs var spurt og mér finnst ríkja tilhlökkun í báðum hópunum.

Wednesday, September 24, 2008

Afmælisgjafir og tölvur og sitt lítið af hverjuSælt veri fólkið á sólskinsdegi

Hér á Drafnarstíg ríkir mikil kæti og mikið þakklæti:

Í fyrsta lagi ákvað Hildur Bjarnadóttir að biðja fólk á afmæli sínu á dögunum að gefa í Fatímusjóð í stað gjafa. Ýmsir sem hyggjast gefa henni og voru fjarverandi á merkisdeginum hafi hugfast að reikningurinn er 1151 15 551212 og kt 1402403979

Í öðru lagi hringdi í mig í gær Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, myndlistarkona, sem varð sextug nýverið og bað fólk sem vildi færa henni gjafir að leggja inn á reikning og hefur nú skenkt mér 250 þúsund krónur. Það er komið með sóma og sann inn á byggingarsjóðinn. Við hann hafa einnig bæst myndarlegar greiðslur og m.a. gaf Björgúlfur Thor Björgúlfsson 2 milljónir nýverið.

Enn gerðist það í morgun, að Ragnar Þorgeirsson ákvað að gefa Fatimusjóði (þ.e. viðkomandi JK) nýja tölvu og á því var brýn þörf þar sem núverandi tæki er að gefast upp á limminu fyrir sakir aldurs og mikillar brúkunar.

Þá er vert að segja frá því að SPRON-sjóðurinn veitti okkur 300 þúsund krónur og ég sendi þær tafarlaust til Nouriu sem tæp árslaun kennara.
Við höfum því greitt nú tvenn kennaralaun og fyrir 91 barn.
Ég hef líka veitt því athygli að hjón sem styrkja 2 börn í Jemen leggja auka 5 þúsund krónur mánaðarlega.

Ég er svo gáttuð og glöð yfir þessu öllu og fannst ég yrði að segja frá þessu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en sýnir rausnarhug sem ég kann vel að meta.

Þá er að aukast salan í minningar-og gjafakortum og þau geta skilað drjúgu. Hafið það bak við bæði og ég sendi þau umsvifalaust fyrir ykkur.
Við hyggjumst svo gera nokkrar endurbætur á þeim áður en langt um líður, VIMAstjórn.

Svo minni ég á fundinn í Kornhlöðunni n.k. laugardag kl 14 þar sem Guðríður Guðfinnsdóttir verður aðalræðumaður og án efa forvitnilegt að hlýða á mál hennar þar sem hún var búsett í Jórdaníu á þriðja áratug. Hvet fólk til að fjölmenna og taka með sér gesti og nýir félagar eru velkomnir.

Í lokin : Hef sent allar vegabréfsupplýsingar beggja Líbíuhópa til ferðaskrifstofunnar þar í landi og þeir hópar hittast á sunnudag og skulu allir koma og fá sína miða og upplýsingar og fleira.

Í kvöld fer ég í Símennt Vesturlands á Akranesi og það verður gaman. Keflavík er svo fljótlega, plús einn Rotaryklúbbur sem einkum hefur áhuga á að heyra af Jemenverkefninu okkar.
Heyri að Líbanon fær hljómgrunn. Meira um það fljótlega.

Því er þetta allt í hinu fegursta standi.

Monday, September 22, 2008

Fatimukökuuppskriftin og Líbanon of.lHef fengið margar fyrirspurnir um Fatimukökuna og því set ég enn uppskriftina hér
Miðað er við venjulega bolla býst ég við. Ég hugsa ég hafi notað of stóra bolla því þessi uppskrift var rífleg í eitt form.

Kannski má minnka smjörið í því sem er hrært saman við hunang og kanil í því sem er sett ofan á,

1/3 bolli brætt smjör
3 egg
½ bolli sykur
Vanilludropar
½ bolli hveiti
½ teskeið lyftiduftSett ofan á
½ bolli brætt smjör
½ bolli sykur
1/3 bolli hunang
½ tesk. Kanill


Smyrjið kökuform. Hitið ofninn í 200 gráður
Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel og vandlega. Bætið í bræddu smjöri og hrærið
Bætið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið gætilega. Sett í bökunarform og bakið í 10-12 mínútur.
Á meðan má bræða smjörið við lágan hita og bætið við hunangi, kanel og sykri. Hrærið vel og þegar það er í þann veginn að sjóða takið þá af pönnunni og hellið yfir kökuna. Setjið hana aftur í ofninn umþ.b 15 mínútur.

Líbanon, Kákasus og fleira
Hef fengið allmargar fyrirspurnir um ferð til Líbanons næsta vor, líklega í mars.
Einnig eru Kákasusmenn að spyrjast fyrir um ástand mála þar. Íran virðist í besta lagi og sömuleiðis Jemen.
Hef sent ferðaskrifstofustjórunum fyrirspurn um málið og vonast til að fá svar fljótlega.
Líbanon ferðin yrði í viku. Kákasus í 16-18 daga og Íran eins og venjulega. Hef ekkert fullnaðarverð að svo komnu en ég reikna með að ferðirnar 2009 hækki verulega ef ekki fer að rætast úr gengismálum

Á fundinum á laugardag kl 14 í Kornhlöðunni verð ég kannski komin með verð en menn skulu athuga að það er allt með fyrirvara.
Hvet fólk til að koma þangað og hlusta á Guðríði Guðfinnsdóttur sem bjó mörg ár í Jórdaníu og þekkir þar allt út og inn. Mörður Árnason verður fundarstjóri og það ferst honum alltaf vel úr hendi.

Myndarlegt fréttabréf ætti að koma til ykkar varla síðar en á morgun eða miðvikudag.

Þá hef ég sent Líbíufólki tilkynningar um fund n.k sunnudag til að afhenda miða ofl og menn munu gæða sér á döðlum og kökum sem ég keypti í Sýrlandi. Þangað verða allir að koma. Tveir hafa ekki sent mér ljósrit úr pössum og verður það að gerast í síðasta lagi á miðvikudag til að þeir geti undirbúið vegabréfsáritanir.

Hef heyrt frá nokkrum Sýrlands og Jórdaníuförum og allir virðast mjög ánægðir.
Sálin mín er líklega við Færeyjar og flýgur nú heim af seiglu.

Saturday, September 20, 2008

Komnir heim Sýrlandsfarar- og síðustu dagarnir - og ath fundinn n.k laugardag

Góða kvöldið öll

Hópurinn kom heim rétt fyrir ellefu í kvöld, bið að heilsa þeim sem mér gafst ekki tími til að kveðja á flugvellinum. Allir voru sprækir og held ég megi segja afar ánægðir með ferðina, þótt langur dagur sé að baki. Við vöknuðum kl 5 í morgun og snöruðum töskum fram og rakleitt í morgunmat og svo til Damaskusflugvallar. Veit ekki betur en allur farangur hafi skilað sér.

Í gær fórum við í skemmtilega skoðun á Þjóðminjasafnið og svo var frjáls tími uns þau rausnarlegu ræðismannshjón í Sýrlandi, Claudie og Abdu Sarraf sendu eftir okkur bíl og var ekið til glæsilegs heimilis þeirra og þar var slegið upp veislu í garðinum. Urðu gleðifundir og ekki skal á neinn hallað þótt Abdu væri allra lukkulegastur að hitta Ólaf Egilsson, sendiherra sem mælti með honum í ræðismannsstarfið. Við nutum þarna mikillar og elskulegrar gestrisni hjónanna og teygðist úr heimsókninni þótt við vissum við yrðum að vakna kl 5 um morguninn.

Ég færði svo ræðismannshjónum bók um Ísland sem allir í hópnum skrifuðu á og flutti smátölu og vitnaði í Njálu, minna mátti það ekki vera. Einnig sagði Ólafur Egilsson nokkur vel valin orð.

Fyrr um daginn kom Abdelkarim, forstjórinn okkar í Sýrlandi með gjafir, sýrlensk sætindi handa öllum í hópnum.

Við áttum góðan dag í Malulah og hrifust menn af stemningu og kirkjunni og gengu niður skarðið sem sagan segir að hafi opnast fyrir heilagri Teklu þegar hún var á flótta undan fjendum sínum. Hitti þar sæta líbanska prestinn sem skenkti mér almanak og bað okkur guðsblessunar.
Í Bagdadkaffi var langt og gott stopp og þar var pikknik hádegisverður og enn einir gleðifundirnir. Fólki fannst gott að koma þangað sem fyrr.

Í Abbasidbúðunum var svo að loknum kvöldverði slegið upp dansi og hoppi og híi í skrautbedúínatjaldi og dansaði þar hver sem betur gat. Við vildum endurgjalda músíseringuna og tókum því Ríðum ríðum rekum yfir sandinn fyrir bedúínana og feimna Japani sem voru samtíða okkur.

Í Palmyra morguninn eftir var nokkuð hlýtt en við skoðuðum það helsta og hrifust menn alveg sérstaklega af Balhofi og glæsileik Rómverjastrætis. Um kvöldið sólarlagsstemning í æð uppi á fjallinu fyrir ofan Palmyru þar sem glöggt má sjá hve tiltölulega lítill hluti þessa mikla svæðis hefur verið rannsakaður.
Hasan bílstjóri og Nader leiðsögumaður sem er náttúrlega ekki neinn Maher en hugnaðist mönnum harla vel báru fram te og smákökur.

Ég leyfi mér að segja að allir hafi notið ferðarinnar og eins og Þorsteinn Haraldsson orðaði það við mig í gærkvöldi, hefur flest breyst í huga og hugsunum eftir förina.

Kvöldið sem við komum frá Palmyra borðuðum við kvöldverð í Omyadveitingahúsinu og horfðum heilluð á dervvisjansa. Þá var með okkur Bjarney
Friðriksdóttir, þekkileg stúlka sem hefur unnið hjá Flóttamannastofnun S.Þ síðustu fimm mánuði og var akkur í að hitta hana.

Fundur á laugardag og fréttabréf
Haustfréttabréf er farið í póstinn og myndarlegra en nokkru sinni og vona að fólk fái það á morgun eða hinn. Segir þar ítarlega frá okkar Perlusúk, grein eftir Margréti Guðmundsdóttur um ferð fjórmenninganna í fyrri Jemenferð sl. vor til Aden og víðar.
Grein er eftir Valdísi Björt Guðmundsdóttur um Islam og feminisma, heimsókn í YERO sl vor, mataruppskriftir, ´bók mánaðarins Laxveiðar í Jemen eftir Elísabetu Jökulsdóttur og síðast en ekki síst klausa um háskólastúlkuna okkar, Hanak al Matari.
Einnig segir um
fundinn 27.sept n.k í Kornhlöðunni þar sem Guðríður Guðfinnsdóttir Bahra sem
var búsett í Amman í óramörg ár segir frá vandanum við að aðlagast framandi umhverfi og samfélagi


Menn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega kl 14 e.h. Og ferðir ársins 2009
verða tíundaðar. Þar verður áreiðanlega verðhækkun vegna mikilla sviptinga en ég mun ganga eindregið eftir því að menn skrái sig og reyni að vera með verð eins nærri lagi og unnt er.

Loks er svo að geta að Líbíufarar í báðum ferðum fá á morgun eða í síðasta lagi hinn daginn tilkynningu um fundi þar sem miðar og ferðagögn verða afhent.

Ekki meira núna, ætla að sofa fram eftir morgundegi og reikna með að flestir Sýrlandsfarar þurfi hvíld eftir langa ferð. Svo taka við þó nokkrir fyrirlestrar næstu vikur, m.a. um Perlusúk ofl. bæði í Keflavík og Akranesi og víðar.

Monday, September 15, 2008

Allt i kaeti i syrlenskum hita

Blessud oll
Thad hefur verid dugglitid erfitt ad gefa ser tima til ad komast a netkaffi - en sem sagt nu er frjals dagur og menn eru i oda onn vid ad retta af efnahag Syrlands. Hlyjan maetti vera adeins minni en allir eru hressir og allt i finu standi.
\I gaer var dagsferd til Krak de Chevaliers storkostlegasta kastala fra timum krossfaranna og voru menn agndofa yfir thessu margbrotna ferliki efst a fjallatindi thar sem um 4 thusund riddarar og 400 yfirhermenn og amota af hrossum og vaentanlega eitthvad af tjonustufolki bjo vid harla godan kost uns their voru lokkadir i brautu.
A leidinni var m a talad um poklitik nutimans i Syrlandi og sogd saga theirrar fjolskyldu sem her rikir.
Eftir kastalaskodun i hinn fraega kjukling til Omarans og hann fagnadi okkur vel og fannst vera of langt sidan hann hefdi sed Islendinga - eitt og halft ar eda svo- Allir toldu maltidina einhverja tha bestu sem their hefdu fengid i ferdinni og fannst Omaran litrikur naungi og flinkur fagmadur.
Hann gaf mer i kvedjuskyni arak svo vid stoppudum i skogarlundi a heimleidinni og menn fengu ser logg.

Daginn adur var skodunarferd um Damaskus, farid a handverksmarkadinn rett vid Semiramis thar sem kaupglampi kom fljott i augun, upp a Kassiunfjall sem gnaefir yfir Damaskus og svo nidri gonmlu biorg. Skikkjuklaeddar foru konurnar inn i thessa undurfogru mosku og sidast a dagskranni thann daginn var heimsokn i kirkju heilags Antoniusar sem barg Pali postula undan ofsaekjendum sinum eftir ad hann hafdi snuist til kritni og gerst frahverfur sid Romaverja.

I dag eru menn sem sagt ad sinna skodunarmalum, kaupa fagra duka, ihuga gullmarkadi og svona huga ad ymsu sem vantar.
Eg hef ekki getad lesid fyrstu kvedjurnar tvi eg komst ekki inn a siduna fyrr en adan. Mun skila kvedjunum i kvold.
A morgun forum vid til Malulah og sidan inn i austureyfimorkina, gistum i Abbasiddbudunum og getum badad okkur thar i theim serstaedu eydimerkurlindum.
Allir bidja ad heilsa og spes til Thordar, eg skal nokkurn veginn boka ad thu matt fa bilinn.

Friday, September 12, 2008

Vid erum komin til Damaskus

Sael oll
Komum keyrandi siddegis fra Amman eftir anaegjurika Jordaniuveru. Sidast vorum vid i Petru og eftir thad var farin nnyja og storfenglega leidin nidur ad Dauda hafi. Eg taladi um politiska throun a thessu svaedi og stodst a endum ad thegar theirri tolu var lokid saum vid yfir til Israel - sem kom vitaskuld mikid vid sogu.
Klifum uppi helli Lots eda svona flestir i 40 stiga hita, Thor Magnusson las Lotskaflann i Gamla testamentinu og atti thad maeta vel vid. Seinna thegar lengra var komid virtum vid fyrir okkur konu Lots hvar hun hafdi ordid ad steini af tvi forvitnin var rett ad drepa hana og drap hana raunar thegar hun leit um oxl.
Mikil gledi var vid Dauda hafid og flestir brugdu ser i hafid og svomludu svo i sundlaugum. Allir med glaesivistarverur og vid kvenfolkid dressudum okkur upp i brokadekjolana vid kvoldverdinn.
Margir notudu einnig morguninn eftir harla vel og syntu meira en upp a Nebo var farid upp ur ellefu og var ekki laust vid ad vid vaerum i adra rondina fegin ad komast ur 40 stiga raka hitanum. Thor las thar kaflann ur fyrstu Mosebok thegar Moses horfdi yfir til fyrirheitna landsins fra thessum stad og andadist sidan tvi gud vildi ekki leyfa honum ad fara yfir.
Vid komum i keramikskolann thar sem fatlad folk laerir ad gera hinar fegurstu keramikmyndir og voru thar gerd mikil og god kaup.

Upp ur fjogur i gaer lentum vid aftur a Jerusalemhoteli og menn notudu timann vel, skutludu ser i gamla baeinn eda foru upp ad citadellunni ofl.
Stefania raedismadur okkar kom og bordadi med okkur og urdu fagnadarfundir, m.a. med henni og Kristinu Asgeirsdottur en Agnes dottir Kristinar og Stefania eru aldavinkonur.
Stefania var nykomin fra syrlandi en hingad for hun vegna flottamannanna sem nu munu komnir heilu og holdnu til Islands.
Um hadegid kvoddum vid svo Amman og gekk thokkalega a landamaerum enda fostudagur og ekki ykja mikil umferd.
Erum her a Semiramis og verdum her fjorar naetur. A morgun verdur borgarferd, upp a Kassiounfjall, i Omyadmosku, Ananaiaskirkju og ef til vill fleira eftir tvi sem timi leyfir.
Thetta er hinn finasti hopur og allir bidja fyrir kaerar kvedjur.

Vel a minnst, var ad fa frettir af tvi ad Hildur Bjarnadottir sem a sjotugsafmaeli a morgun thann 13. sept oskadi ekki eftir gjofum heldur ad menn gaukudu einhverju inn a Fatimusjod.
Thad er til eftirbreytni. Numerid birtist her til vonar og vara 1151 15 551212 og 1402403979
Allir hylla natturlega afmaelisbarnid og einnig afmaeliskvedjur til Veru Illugadottur.
Elin bidur mig ad skila kvedjum til daetra sinna og raunar bidja allir baki brotnu ad heilsa ollum.
Meira fljotlega.

Tuesday, September 9, 2008

Petrukvedjur fra Jordaniu og Syrlandshopnum

Godan daginn og blessadan
Vid vorum ad koma nedan ur Petra en thar hofum vid verid i allan dag og dadst ad thessari undursamlegu tign og fegurd sem madur faer sig aldrei fullsaddan af. Eftir skodun i Petru fengum vid okkur hadegisverd i botninum og sidan rfengu ymsir ser reidskjota til baka. Thad var mjogh fatt folk i Petru- vaentanlega vegna ramadans sem nu stendur yfir5 svo vid attum stadinn nanast ein og kunnum tvi vel.
Vid erum a Petra Palace og i nyju almunni sem var verid ad ljuka vid sidast., fin og god herbergi og allir dasadir og gladir.
Ferdaskrifstofan faerdi okkur gjof adan, serhannadar sandfloskur med nafni hvers og eins og gerdi audvitad lukku.
Bordum her i kvold og forum um tiuleytid i fyrramalid aleidis til Dauda hafsins med godum stoppum og vaentanlega athugum vid helli Lots ofl markvert a theirri leid tvi vid hofum godan tima.Vid verdum svo vid Dauda hafid a morgun og gistum thar adra nott.

Vid logdum af stad til Petra kl 7 i morgun og menn eru einstaklega stundvisir svo klukkan a minutunni sjo voru allir komnir i rutuna.

I gaer var afslappelsi til hadegis en sidan til Jerash og thegar vid komum thangad var einmitt ad hefjast Romverjariddarasyningin og hofdu menn gaman ad tvi og svo var stadurinn skodadur i krok og kring og smaverslun a utleid eins og gengur.
Ferdin hinad gekk skv aetlun ad odru leyti en tvi ad R gleymdi ad senda einhvern til ad visa leidina og nokkrir tyndust ut og sudur en allir komust i velina med soma og sann.
Thad er ljomandi hlytt herna um 34 stig en andvari og menn eru hinir brottustu og eg heyrdi folk vera ad tala um adan ad tho thad sai ekkert i ferdinni annad en Petru vaeri thad thess virdi.
Hopurinn er gladsinna og eg held ad ollum litist vel a thessa fyrstu daga.
Eg a ad skila kaerum kvedjum fra ollum til sinna og tek undir thad personulega.
Endilega sendi[ kvedjur.
Sael ad sinni.

Saturday, September 6, 2008

Gleymdi einu ----ath breytt heimilisföngsem er ekki þýðingarminna en hvað annað.

Ég tel víst að einhverjir hafi breytt um heimilisföng síðan síðast. Ég reikna með að fréttabréfið fari í póst meðan ég er í burtu svo ég bið ykkur að senda nýjar addressur á edda.ragnarsdottir@reykjavik.is eða dominique@simnet.is
Það er ófært að fá búnka af fréttabréfum til baka því við viljum vera hagsýn í hvívetna og efni fréttabréfsins er hið forvitnilegasta: nefni m.a. grein Valdísar Bjartar um feminisma í islam osfrv.

Ef menn þurfa minningar- gjafakort hafa samband við Eddu eða Gullu.
Netfang Gullu er gudlaug.petursdottir@or.is

Þá er það ekki meira að sinni.

Friday, September 5, 2008

Þá er að tosa sér niður úr Jemenskýjum í bili og fara til Sýrlandsog er sannarlega ekki í kot vísað. Allir Sýrlands/Jórdaníufarar vita að þeir skulu vera komnir á flugvöllinn kl. 5,15 á sunnudagsmorgun og muna að tjekka inn til Amman. Gæta að því vel og vandlega.
Við lendum í Frankfurt um hádegið á sunnudaginn og beint í Royal Jordanian vél til Amman og þar verðum við svo næstu fimm dagana að keyrt er yfir til Sýrlands. Þetta ætti allt að verða hið þægilegasta og ég hlakka mikið til að koma enn á þessar slóðir, Sýrland er alltaf númer eitt.

Hér hjá mér eru enn allmörg jemensk pils sem lánuð voru á markaðinn en ég veit ekki svo gjörla hverjir eru eigendur. Sama máli gildir með diska, nokkrir merktir og þeim reyni ég að koma til skila í dag. Ef það tekst ekki vona ég menn afsaki það og ég geng frá því eftir heimkomuna. Tveir þrír kjólar sömuleiðis. Gefið ykkur vinsamlegast fram varðandi þessa hluti.

Fréttabréfið okkar er í vinnslu undir forystu Dóminik og ritnefndar og kemur líklega út um 20.sept. Haustfundurinn okkar í Kornhlöðunni verður laugardag 27.sept. kl 14 Dagskrá tilkynnt síðar en takið frá 2 tíma eða svo. Margt hnýsilegt efni í fréttabréfinu að venju og Guðrún Halla gerir m.a. markaðnum ítarleg skil í máli og myndum.
Eftir að fréttabréfið kemur út þurfa menn að tilkynna sig í ferðirnar 2009 skv. upplýsingum þar. Má ekki seinna vera. Ekki þó Úzbekistan og Kirgistan. Sú ferð er fullskipuð

Vil benda á að ég hyggst fresta Jemenmyndakvöldi fyrir hópana báða þar til Sýrlands/Jórdaníuferð lýkur. Læt ykkur vita jafnskjótt og hægt er og vonast til að sjá þar sem flesta.

Líbíufarar munu einnig hittast undir mánaðamót sept/okt til að fá sína miða og ferðagögn. Fer duggulítið eftir því hvenær Mímir símenntun getur lánað mér húsnæði í Stýró.

Ég bið ykkur að athuga að ég sendi engar tilkynningar til ykkar um að pistlar hafi birst. Samt vona ég að menn fari inn á síðuna og fylgist með okkur. Og sendi kveðjur. Það þykir okkur öllum dægilegt. Býst við að geta sent fyrsta pistil á mánudagskvöldið

Nú fer ég að strauja og pakka niður.
Sæl að sinni

Wednesday, September 3, 2008

Hér eru þau öll - og fáein vantar stuðning og sumir hafa ekki látið vita


Þetta er litla fröken Hind Bo Belah sem Guðrún Ólafsdóttir hefur stutt frá því við byrjuðum. Mynd JK, des.2007

Eins og sjá má af þessum lista hafa bæst við sextán börn og nú skulum við láta það duga og einbeita okkur að því að borga kennaralaun.
Þegar hafa verið send út ein árslaun kennara og við ættum að geta sent út síðar á skólaárinu fyrir amk einn til viðbótar. Skyldum við nú í ofanálag fá styrk frá ríki eða borg væri það ekki verra.

Ég vil minna alla á að færa sér í nyt minningar- og gjafakortin okkar. Bara að hringja í mig og þá sendi ég þau fyrir ykkur og þið leggið þá upphæð sem þið kjósið inn á Fatimusjóðinn.

Þegar ég fer til Sýrlands og Jórdaníu með hóp um helgina mun Gulla pé glöð sjá um þetta og ég birti símanúmer hennar og imeil á föstudaginn.

Þegar listinn er skoðaður sést að margir nýir stuðningsmenn sem hafa bæst í hópinn þegar aðrir hafa af ýmsum ástæðum dottið út.Þó vantar örfá börn stuðning og einir fjórir hafa ekki látið mig vita sem mér finnst mjög kyndugt.

Síðan ég skrifaði þetta fyrir korteri hefur einn staðfest og annar gefið sig fram. GOTT MÁL.

Þá leyfi ég mér að ítreka að fólk geri upp fyrir sín börn. Sumir greiða mánaðarlega eða skipta greiðslu og ég veit um það og beini þessum orðum ekki til þeirra.

THE LIST OF ALL JOHANNA CHILDREN

1- (B10) Mohammed Jameel AlSlwee – (Eythor Bjornsson )Nýr
2- (B17) Wadee Abdoullah Al Sharabi – ( Gudmundur Petursson )
3 - (B18 ) Jamal Hamid Al Shamree - ( Helga Kristjansdottir )
4- (B 3 ) Rabee Abdoullah Al Sharabi – ( Hogni Eyjolfsson )
5- (B 61) Abdulelah Alawadi - (Sigurlaug M. Jonasdottir )
6- (B 2 ) Adel Moh. Radwan AlHyshary - ( Gudlaug Petursdottir )
7- (B 4) Maher Mohamed Al Radwan – ( Birna Sveinsdottir )
8- (B 105) Abdullah Sameer AlRadee – ( Sif Arnarsdottir )
9 - (B 106) YIHYA NASAER ALANSEE- (Sigríður Halldorsdottir )
10 - (B 107) MAJED YHEIA ALI GALEB ALMANSOER - (Ester Magnúsdóttir)
11- (B 108 ) BADRE YIHYA ALMATARI Nýr- Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson Ný
12- (B 109 ) FOUD NAJI ALSALMEE- ( Loftur Sigurjonsson )
13- (B 110 ) BADRE ABDULKAREEM Alansee- Sigrid Lister
14- (B 111 ) ALI NAJEEB Labib Alademe Eva Yngvadottir/Sigurjón Sigurjónsson
15- (B 112 ) IBRAHIM Ahmed Qarase- ( Hrafnhildur Baldursdottir )

16- (B 113 ) BASHEER NABIL Ahmed Abass- ( Alma Hrönn Hrannardottir )
17- (B 30 Nyel Salman Al Shorefi- ( Loftur Sigurjonsson )
18- (B 15 Raad Kamal Al Znome ( Inga Jonsdottir/Thorgils Baldursson )
19- (B 116 ) AYMAN Yassen Mohamed AlShebani – ( Margret H. Audardottir )
20- (B 9) Amjed Daeq Al Namous- ( Ingunn Sigurpalsd/Garpur I.Elisabetarson )
21- (B 48 Galeb Yheia Alansee- ( Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)
22- (B28) Amar Thabet Al Ryashi ( Aslaug Palsdottir/Kristjan Arnarsson )
23- (B 120 ) ADNAN Ahmed Saleh AlHombose- ( Petur Josefsson )
24- (B 29 Hosam Salman Al Shorefi- ( Rikard Brynjolfsson /Sesselja Bjarnadottir)
25. ( B90 ) Yuser Ali Moh. ALOMARI - (Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
26- (B54 ) Hussein Magraba- ( Anita Jonsdottir/Ornólfur Hrafnsson )
27-( B40 ) AHMED ABDULMALIK ALANSEE-(Ingvar Teitsson)
28- (B44 ) MOHAMED NAJI OBAD (Edda Ragnarsdottir)
29- (B 56) MAJED ALOLUWFEE-BaraOlafsdottir/Eirikur Haraldsson
30- (B58) MOHAMED ALOLUWFEE-Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson
31. B35 Mohammed Hasan Alshameri- Ásdís Stefánsdóttir
32 B32 Abdulrahman Al Maswari – Guðný Ólafsdóttir
33. B37 Yaser Yheia Alansee- Axel Guðnason
34. B 62 Ahmed Noman Alwadi- Guðjón Guðmundsson
35. Amjad Derhem Al Selwi – Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir
36. B 99 Karam Abdullah Karem Abdo Amear-(nýr) Þórbergur Logi Björnsson(4ra ára)Nýr
37. B 115) Nasr Gihad Mohammed Alhamadi- Nýr( Magnús og Bára)Nýr
38. B 117 Jamal Sadique Mohammed Alsharabei´Ný(Æsa G.Bjarnadóttir/Sverrir Jakobsson)Ný
TOTAL OF ALL BOYS IS ( 38 BOYS )

Girls 2008-2009


1- (G 105 ) Asma Moh.Shiek= ( Asdis Halla Bragadóttir )
2- (G106 ) Ranya Yessin Al Shebani- ( Adalbjorg Karlsdottir )
3- (G 107 REEM Yessin Al Shebani- (Kolbrun Vigfusdottir )
4- (G 108 ) Heba Yessin Al Shebani= (Frida Bjornsdottir )
5- (G 109 ) Soha Hamed Al Hashamee= (Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
6- (G110 ) Sameha Hamed Al Hashame= ( Eva Petursdottir/Axel Axelsson )
7- (G 11 ) Rehab Hussan Al Shameri= ( Bara Olafsdottir/Eirikur Haraldsson )
8- (G 8) Hamda Jamae Mohamed (Ólöf Sylvia Magnúsdóttir)
9- (G 113 ) Raqed Kamal Al Zonome= (Audur Finnbogadottir )
10- (G114 ) Hadeel Kamal Al Zonome= (Kolbra Hoskuldsd/Magdalena Sigurd)Ný
11- (G 98) Ayda Abdullah Alansee – Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
12- (G 79 Garam Abdullah Alsharabi -(Asdis Halla Bragadottir)
13- (G 36 Sara Tabet Alryashi - (Eva Júlíusdóttir)
14- (G 118 ) Hanan Galeb Al Mansoor= ( Herdis Kristjansdottir )
15- (G119 ) Shada Yihia Galeb Al Mansoor= (Margret Gudmundsdottir/Brynjolfur Kjartansson)

16- (G120 ) Hayet Yihia Galeb Al Mansoor= ( Erla V. Kristjansson )
17- (G 121 ) Ahlam Abdoullah Al Keybsee= ( Birna Sveinsdottir )
18- ( G3 ) Saadah Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
19. (G4 ) TaHanee Abdullah Ali Hussein= Zontaklúbburinn Sunna
20. ( G5 ) Kholad Moh. Ali AlRemee= (Stella Stefansdottir )
21. (G6 )Abir Abdo AlZabidi- ( Olof Arngrimsdottir )
22. (G 9 ) Takeyah Moh. Al Matari= ( Dominik Pledel Jonsson )
23 – (G11 ) Hind Bo Belah= ( Gudrun Olafsdottir )
24-( G 12 ) Bushra Ali Ahmed AlRemee= Linda Björk Guðrúnardóttir (Ný)
25.( G15 )Fatten Bo Belah= (Gudrun Halla Gudmundsdottir )
26.( G17) Ahlam Abdulhamid AlDobib= (Ingveldur Johannesdottir )
27. ( G19 ) Sara Moh. Aleh AlRemei= ( Sigridur G. Einarsdottir)
28 – (G20 ) Shemah Abdulhakim Al Joned-(Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
29. ( G21 ) Hyefa Salman Al Sharifi- (Ingunn Mai Friðleifsdóttir)
30.( G22 ) Rawia Ali Hamood AlJobi- (Kristin Sigurdardottir/Geir Thrainsson)

31. ( G 23 ) Hayat Moh. Al Matari – ( Inga Hersteinsdottir )
32- (G25 ) Rasha Abdohizam AlQadsi- ( Hulda Waddel/Örn Valsson )
33. ( G27 ) Leebia Mohmed AlHamery – ( Gudlaug Petursdottir )
34. (G 29 ) NASEEM , Abdulhakim Al joned = (Johanna Kristjonsdottir )
35- (G 30 ) Yesmin Jamil AlSalwee- (Gudrun Sverrisdottir)Ný
36.( G32 )Hanan Mohamed Al Matari- ( Jona Einarsd/Jon H. Halfdanarson )
37. (G34 )Gedah Mohamed Al Naser- ( Thora Jonasdottir )
38. ( G35 )Suzan Mohamed Al Hamley-(Ingunn Mai Friðleifsdottir)
39. ( G37 ) Fairouz Mohamed Al Hamayari- ( Ragnhildur Arnadottir )
40.( G39 ) Sara Mohmed Al Hamli- Sigrún Sigurðardóttir Ný
41.( G40 ) Hanak Mohamed Al Matari –( Ragnheidur Gyda, Oddrun Vala and Gudrun Valgerdur)
42.( G 41 ) Ahlam Yahya Hatem – ( Birna Karlsdottir )
43- ( G42 )Bdore Nagi Obad- (Maria Kristleifsdottir )
44.( G46 )Bushra Sharaf AlKadsee- ( Catherine Eyjolfsson )
45.( G 47) Fatten Sharaf AlKadsee-( Bjarnheidur Gudmundsdottir)
46.( G 48) Gada Farooq Al Shargabi-( Gudridur H. Olafsdottir )
47.( G 49 ) Sabreen Farooq Al Shargabi- (Gudrun Sesselja Gudjonsdottir )
48 ( G50 ) Fatima Abdullah AlKabass- ( Ragnheidur Jonsdottir )
49.(G52 ) Safwa Sadak AlNamoas- ( Svala Jonsdottir )
50.( G53 ) Fatima Samir Al Radee- ( Sigrun Tryggvadottir )
51. ( G54 ) Reem Farooq Al Shargabi- ( Valdis B. Gudmundsd/Halldora Petursd )
52.( G55 ) Amal Abdulhizam AlKadasi- (Vaka Haraldsdóttir)
53. (G56 ) Maryam Saleh AlJumhree- ( Valborg Sigurdardottir )
54-( G62 ) Asma Ahmed Attea- ( Herdis Kristjansdottir )
55. ( G61 ) Aida Yeheia AlAnsee- (Birna Sveinsdottir )
56 (.G 64 ) Samar Yeheia ALHAYMEE - ( Bryndis Simonardottir )
57.( G 65 ) EntedAR t Hamid Al Harbee- ( Sjofn Oskarsdottir/Arni Gunnarsson)Ný
58. ( G68 ) Toryah Yeheia Aoud - (Kristín Einarsdóttir)Ný
59. ( G71 ) Hanadi AbdulMalek Alansee- ( Ingvar Teitsson )
60 (.G90 ) Nawal Mohamed AlHymee- ( Rannveig Gudmundsdottir/Sverrir Jónsson )

61 (G 102 )Tarwa Yusaf AlSame- ( Kristin B. Johannsdottir )
62. ( G24 ) Safa Jamil Al Salwee- (Guðrún Erla Skúladóttir)
63 (.G95 )Amna Kasim RezQ Aljofee- ( Hjallastefnan/Margret P. Ólafsdottir )
64 (G97 ) Amani Abdulkareem Alunsee- ( Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
65.( G103 ) Zaynab Yaheia AlHaymee (-Hjallastefnan/Margret P. Olafsdottir )
66 (.G 94 ) Sumah Hameed ALHASHEMEE- ( Ragnhildur Árnadottir )
67- (G59 ) Sumyah Galeb Al Jumhree- ( Valgerdur Kristjonsdottir )
68 (.G10 ) Uesra Mohamed Alremee- ( Birta Bjornsdottir)
69. ( G 7) Bashayeer Nabil Abbas (ný)(Adalheidur Bragadottir)Ný
70. (G60 ) Aysha Abdallah Kareem ALANSEE – ( Birna Sveinsdottir )
71(.G101 ) Arzaq Hussan AlHymee- (Gudbjorg Arnadottir/Gudmundur Sverrisson )
72. G 104 Rasha Abdulmalik Alansee ( Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson)(ný)
73. G 38 Bushra Ali Abdo Omar (Anna Karen Juliusen)
74. G75 Shymaa Al Shamere (ný)(Kristin Asgeirsd Johansen)Ný
75. G76 Sara Mohammed Aljalal (Elin Agla Briem/Hrafn Jokulsson) Ný
76 (G77 Entesar Yeheia Alradee ( Vilborg Sigurðardóttir/ Vikar Pétursson)Ný
77. (G26) Leqaa Yaseen Alshybani – Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss
78 (G31) Reem Abdo Alkyshani- Þorgerður og Kristján Edvardss
79. G33) Ola Mohame Abdoalalim - Þórhildur Hrafnsdóttir
80. G51 Azhar A Albadani - Helga Sverrisd
81. G122 Khadeja Naser Al Ansee (Ásta Pjetursdóttir)
82.G 13 Nusaiba Jamil Sharaf Alsalwee New( Þorgerður Sigurjónsdóttir)New
83.G 116 Thuraia Jamil Sharaf AlsalweeNew(Herdís Jónsdóttir)New
84.G43 Reda Yehya Alansee New(María Sigurðardóttir/ Jón Hjartarson)new
85.G44 Shada Yousuf Mohm. Alsamee(new)( Jarlsstadavalkyrjurnar)New
86.G45 Anisa Qasim Reza Aljofee (new) (Ína Illugadóttir)(new)
87.G81 Hekmat Amin Alkamel (new)(Hervör Jónasd/Helgi Ágústsson)New
88. G84) Haseina Nasr Mohm. Alansee( Herdís Kristjánsdóttir)
89. G112 Lowza Mohamed Ahmed Omar new( Matthildur Ólafsdóttir/Ágúst Valfells)New
90. G115 Fayuma Nasr Ahmed AlJakeyNew( Eygló og Eiður Guðnason)New

91. G 117Tagreed Ahmed Abdullah AyashNew( Sveinbörg Sveinsdóttir) New
92. G 124 Maram Amin Ahmed Alkamel (new)(Edda Gíslad/Þröstur Laxdal)New
93. G 125 Hanan Gihad Mohammed Alhamadi(new)) (Ragnheiður Hrafnkelsdóttir) (new)
94. G 123 Einas Noaman Saed Alhussam ný (Matthildur Helgadóttir)ný

Alls 132 börn

Tuesday, September 2, 2008

Hvað sagði Nouria??Ég skrifaði Nouriu í gær og sagði henni að markaðurinn hefði gengið vel. Hún skyldi fara að skima eftir húsi því hún var með tvo hús í huga en vildi ekkert gera fyrr en það væri ljóst hvort eitthvað gerðist í alvörunni hjá okkur. Ég sagði enga upphæð en að þetta hefði allt gengið að óskum.

Ég fékk imeil frá henni áðan og hún skrifaði:
Dear Johanna. I am confused. What has happened. What do you mean....Are you serious. Please dont joke about this.....Please come in December as we spoke about and after your trips to Libya and explain to me. I cannot believe my eyes, maybe I should go to the doctor again...

Þá skal tekið fram að fjórir bíða eftir börnum og fá þau næstu daga. Mér til stórrar furðu eru enn nokkrir sem hafa ekki látið mig vita hvort þeir halda áfram með sín börn. Ef ég heyri ekki frá þeim í dag eða í síðasta lagi á morgun verð ég að fá aðra stuðningsmenn.
Það er mikið þakkarefni að ýmsir hafa lagt inn á reikninginn nú síðustu tvo daga. Alls konar ´gott fólk sem ég veit ekkert um nema þeir vilja taka þátt í þessu.

Hlutirnir sem þið lánuðuð
Ég verð heima milli kl 6-8 í kvöld ef einhverjir gætu komið og sótt lánshluti. Það væri vel þegið því ég er í nokkru stússi þessa dagana og á erfitt með að fara út um allt með þá. Ef þið getið alls ekki komið, látið mig vita og ég fæ mínar góðu VIMA konur til að aðstoða mig við að skila þeim til ykkar. Einhverjir lánskjólar líka sem ég veit ekki hverjir lánuðu. Hafa samband. Hafa samband. Takk kærlega

Libía
Það hafa margir lokið Líbíugreiðslum en vona að hinir klári í dag. Nokkrir hafa augsýnilega ekki munað eftir hækkuninni sem ég varð að setja á ferðina. Mun láta þá vita sérstaklega.