Tuesday, September 2, 2008
Hvað sagði Nouria??
Ég skrifaði Nouriu í gær og sagði henni að markaðurinn hefði gengið vel. Hún skyldi fara að skima eftir húsi því hún var með tvo hús í huga en vildi ekkert gera fyrr en það væri ljóst hvort eitthvað gerðist í alvörunni hjá okkur. Ég sagði enga upphæð en að þetta hefði allt gengið að óskum.
Ég fékk imeil frá henni áðan og hún skrifaði:
Dear Johanna. I am confused. What has happened. What do you mean....Are you serious. Please dont joke about this.....Please come in December as we spoke about and after your trips to Libya and explain to me. I cannot believe my eyes, maybe I should go to the doctor again...
Þá skal tekið fram að fjórir bíða eftir börnum og fá þau næstu daga. Mér til stórrar furðu eru enn nokkrir sem hafa ekki látið mig vita hvort þeir halda áfram með sín börn. Ef ég heyri ekki frá þeim í dag eða í síðasta lagi á morgun verð ég að fá aðra stuðningsmenn.
Það er mikið þakkarefni að ýmsir hafa lagt inn á reikninginn nú síðustu tvo daga. Alls konar ´gott fólk sem ég veit ekkert um nema þeir vilja taka þátt í þessu.
Hlutirnir sem þið lánuðuð
Ég verð heima milli kl 6-8 í kvöld ef einhverjir gætu komið og sótt lánshluti. Það væri vel þegið því ég er í nokkru stússi þessa dagana og á erfitt með að fara út um allt með þá. Ef þið getið alls ekki komið, látið mig vita og ég fæ mínar góðu VIMA konur til að aðstoða mig við að skila þeim til ykkar. Einhverjir lánskjólar líka sem ég veit ekki hverjir lánuðu. Hafa samband. Hafa samband. Takk kærlega
Libía
Það hafa margir lokið Líbíugreiðslum en vona að hinir klári í dag. Nokkrir hafa augsýnilega ekki munað eftir hækkuninni sem ég varð að setja á ferðina. Mun láta þá vita sérstaklega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Sæl Jóhanna
Takk fyrir síðast . Þetta var alveg æðislegt . Til haamingju með árangurinn. Ég var að greiða 55.000 kr í ferðina er það nóg eða skulda ég meira??
En góÐa ferð til Sýrlands og ég vona að táin sé á batavegi .
Með kveðju,
Sara Sigurðardóttir
Þjónustufulltrúi
Þjónustuveri Símans, Reikningaþjónusta
Þetta hlýtur að vera draumi líkast fyrir ykkur. Innilega til hamingju,
stórkostlegur árangur.
Kv. Guðrún Margrét
Víst er þetta draumur fyrir OKKUR öll.
Þakka óteljandi góðar kveðjur og haldið áfram að kynna málið því margt er eftir.
Var að senda greiðslu fyrir Hanak sem er þúsund dollarar árlega af því hún er komin í háskóla svo og ein árslaun kennara.
Þó nokkrir ættu að drífa í greiðslum.
Er EKKI að meina þá sem hafa látið mig vita að þeir skipti þeim.
KvJK
Jóhanna mín!
Sendi þér hjartanlegar hamingjuóskir með velgengnina! Þetta er stórkostlegt og veit ég að þetta skiptir sköpum fyrir þá sem lítils mega sín.
Ég er því miður búin með þennan kapitula í mínu lífi.
Kærar kveðjur,
Post a Comment