Sælt veri fólkið
Kom heim aðeins fyrr i kvöld og er mjög sátt við ferðina en sé í hendi mér að hún var mjög nauðsynleg til að sem flest verði nú í lagi þegar við þeysum til Marokkó í sept nk
Er mjög sátt við þá þjónustu sem ferðaskrifstofan er með í boði, gæðalegir og klárir náungar og með nokkrum breytingum er áætlunin verulega góð. Gerði nokkrar breytingar sem ég held að verði til bóta.
Set þær inn á síðuna á morgun þegar ég hef sofið úr mér ferðaþreytu.Ætla svo að biðja Marokkohóp að koma til fundar innan tíðar til að fara yfir heila galleríið. Keypti smá sætindi í Marokkó sem verða þá á boðstólum.
En í stuttu máli Marokkó er rétt dægilegt og er þá sama hvort er litið á landið eða fólkið sem mér fannst ljúft í hvívetna Í aðalatriðum er dagskráin fín þó svo ég hafi breytt henni smávegis en ekki í neinum stórvægilegum atriðum
Nokkur töf varð á Casablanca flugvelli í morgun vegna þess ég gerðí blíðlegt en mjög afgerandi vesen út af því að við gætum tjekkað farangur alla leið heim. Þetta leystist eftir að ég hafði talað við yfirasnninn- konu eina væna og hugþekka
Hitti svo náttúrlega Íslending á Casablanca flugvelli, Ágúst Jónsson og við tókum út á meðan á töfinni stóð' hrunið sl haust og fórum létt með það
Hef sambanbd við Jemenfólk um eða eftir helgi og að Þvíbúnu Marokkolið
Friday, June 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Er virkilega hugsanlegt að allir hafi ekki greitt fyrir júní. Er í rusli ef svo er
JK
Velkomin heim og gaman að hittast þegar þú kallar hópinn saman.
Jóhanna mín við JHH greiddum á réttum tíma og vona svo að aðrir hafi gert það svo þú hafir ekki áhyggjur, kv. Jóna
Jóna mín. Þið hjónakornin borgið alltaf stundvíslega. Ekki málið með ykkur.
KvJK
Post a Comment