Friday, June 12, 2009

Komin heim, lukkuleg og lúin nokkuð

Sælt veri fólkið

Kom heim aðeins fyrr i kvöld og er mjög sátt við ferðina en sé í hendi mér að hún var mjög nauðsynleg til að sem flest verði nú í lagi þegar við þeysum til Marokkó í sept nk
Er mjög sátt við þá þjónustu sem ferðaskrifstofan er með í boði, gæðalegir og klárir náungar og með nokkrum breytingum er áætlunin verulega góð. Gerði nokkrar breytingar sem ég held að verði til bóta.

Set þær inn á síðuna á morgun þegar ég hef sofið úr mér ferðaþreytu.Ætla svo að biðja Marokkohóp að koma til fundar innan tíðar til að fara yfir heila galleríið. Keypti smá sætindi í Marokkó sem verða þá á boðstólum.

En í stuttu máli Marokkó er rétt dægilegt og er þá sama hvort er litið á landið eða fólkið sem mér fannst ljúft í hvívetna Í aðalatriðum er dagskráin fín þó svo ég hafi breytt henni smávegis en ekki í neinum stórvægilegum atriðum

Nokkur töf varð á Casablanca flugvelli í morgun vegna þess ég gerðí blíðlegt en mjög afgerandi vesen út af því að við gætum tjekkað farangur alla leið heim. Þetta leystist eftir að ég hafði talað við yfirasnninn- konu eina væna og hugþekka

Hitti svo náttúrlega Íslending á Casablanca flugvelli, Ágúst Jónsson og við tókum út á meðan á töfinni stóð' hrunið sl haust og fórum létt með það
Hef sambanbd við Jemenfólk um eða eftir helgi og að Þvíbúnu Marokkolið

3 comments:

Anonymous said...

Er virkilega hugsanlegt að allir hafi ekki greitt fyrir júní. Er í rusli ef svo er
JK

Anonymous said...

Velkomin heim og gaman að hittast þegar þú kallar hópinn saman.
Jóhanna mín við JHH greiddum á réttum tíma og vona svo að aðrir hafi gert það svo þú hafir ekki áhyggjur, kv. Jóna

Anonymous said...

Jóna mín. Þið hjónakornin borgið alltaf stundvíslega. Ekki málið með ykkur.
KvJK